Greiðslur leyniþjónustunnar til fyrirtækja Trump enn hærri en vitað var Kjartan Kjartansson skrifar 6. mars 2020 11:31 Leyniþjónustumaður stendur hjá á meðan Trump forseti flýgur burt í forsetaþyrlunni. Trump hefur rukkað eigin ríkisstjórn um jafnvirði tuga milljóna króna fyrir gistingu fyrir lífverði leyniþjónustunnar sem þurfa að fylgja honum hvert fótmál. Vísir/EPA Kvittanir og reikningar sem leyniþjónusta Bandaríkjanna sem annast öryggisgæslu Donalds Trump Bandaríkjaforseta hefur afhent sýna að hún hefur greitt fyrirtækjum í eigu forsetans enn hærri fjárhæðir en vitað hefur verið um til þessa. Greiðslurnar eru mun hærri en fyrirtæki forsetans hefur fullyrt að það rukki vegna gistingar og aðstöðu fyrir lífverði hans. Trump hefur var um þriðjungi forsetatíðar sinnar á gististöðum í hans eigin eigu, fyrst og fremst í golfklúbbum sínum á Flórída og í New Jersey. Á þeim tíma hefur fyrirtækið halað inn jafnvirði tuga milljóna íslenskra króna í greiðslur frá bandarískum skattgreiðendum vegna lífvarða sem þurfa að fylgja forsetanum hvert fótmál. Litlar upplýsingar hefur verið að finna um umfang þessara greiðslna þar sem leyniþjónustan hefur þráast við að gera þær opinbera. Washington Post sagði frá því í febrúar að Trump-fyrirtækið hefði rukkað leyniþjónustuna um allt að 82 þúsund krónur á nóttu þegar forsetinn dvelur í eigin klúbbum og að greiðslurnar hafi numið að minnsta kosti 59,5 milljónum króna frá janúar 2017 til apríl 2018. Sjá einnig: Trump rukkar eigin ríkisstjórn vegna gistingar fyrir lífverði Nú segir blaðið að leyniþjónustan hafi greitt fyrirtæki Trump að minnsta kosti 157.000 dollurum, jafnvirði 19,9 milljóna íslenskra króna, meira en vitað hefur verið til þessa. Alls nemi greiðslur bandarísks ríkissjóðs til fyrirtækja Trump um 628.000 dollurum, jafnvirði um 79,5 milljóna íslenskra króna frá því að Trump tók við embætti. Rukkað hefur verið fyrir fleiri en 590 gistinætur. Ólíkt fyrri forsetanum hefur Trump neitað að rjúfa tengsl sín við viðskiptaveldi sitt. Hann segist hafa falið sonum sínum að stýra fyrirtækinu en hann nýtur enn fjárhagslegra ávaxta rekstursins. Sem forseti hefur Trump svo dvalið í 355 daga, um 30% forsetatíðar sinnar, í eigin eignum. Trump fól eldri sonum sínum tveimur, Donald (t.v.) og Eric (t.h.) að stýra fyrirtæki sínu þegar hann varð forseti. Eric Trump hefur neitað að upplýsa hvað felist í „kostnaðarverðinu“ sem hann fullyrðir að fyrirtækið rukki leyniþjónustuna.Vísir/EPA Mun hærra en líklegt kostnaðarverð Washington Post byggir frétt sína á kvittunum og reikningum sem félagasamtökin Public Citizen óskuðu eftir strax við upphaf forsetatíðar Trump. Það tók samtökin þrjú ár að glíma við leyniþjónustuna að fá gögnin afhent og þegar þau bárust náðu þau nær eingöngu til áranna 2017 og 2018. Líklegt er því að greiðslurnar séu enn hærri en þær sem vitað er um. Gögnin sem blaðið hefur farið yfir eru í algerri mótsögn við yfirlýsingar Erics Trump, yngsta sonar forsetans, um að fyrirtæki Trump rukki leyniþjónustuna aðeins kostnaðarverð fyrir gistingu. „Við rukkum þau um eitthvað eins og fimmtíu dollara,“ fullyrti Eric Trump í viðtali við Yahoo Finance í fyrra. Hann hefur aldrei skýrt nánar hvað felist í „kostnaðarverðinu“ sem fyrirtækið rukkar. Gögn Washington Post benda til þess að Trump-fyrirtækið hafi raunverulega rukkað leyniþjónustuna um 650 dollara á nótt snemma árs 2017. Verðið hafi lækkað niður í tæpa 400 dollara þegar leið á árið. Sérfræðingur í hóteliðnaðinum sem Washington Post ræddi við hafnar því að hátt í fjögur hundruð dollarar geti verið kostnaðarverð fyrir gistingu í Mar-a-Lago-klúbbnum. Jafnvel þó að aðeins fínustu og dýrustu vörurnar væru notaðar á herbergjunum gæti kostnaðurinn aðeins náð í kringum hundrað dollurum. Leyniþjónustan er ekki bundin af reglum sem takmarka hversu mikið alríkisstofnanir mega eyða í hótelgistingu þegar hún annast öryggi forsetans og fjölskyldu hans. Forsetinn er einnig undanþeginn reglum um hagsmunaárekstra og því er fyrirtæki hans heimilt að rukka leyniþjónustuna um það sem því sýnist fyrir gistingu. Trump hefur látið mikið með að hann gefi laun sín sem forseti til góðgerðamála. Ríkisstjórn hans hefur á sama tíma reynt að koma í veg fyrir að upplýst verði um greiðslur alríkisstjórnarinnar til fyrirtækja í hans eigu.Vísir/EPA Rukkuðu tvöfalt meira en fyrir annan ríkisstarfsmann Erfitt er sagt að áætla hvað Mar-a-Lago, golfklúbbur Trump á Flórída þar sem hann hefur dvalið langdvölum sem forseti, rukkar viðskiptavini sem eru ekki á vegum alríkisstjórnarinnar. Klúbburinn birtir ekki verðskrá og er aðeins opinn fyrir meðlimi og gesti þeirra. Jafnvel meðlimir eru sagðir þurfa að hafa samband við klúbbinn til að fá gefið upp verð á herbergi. Eftir því sem Washington Post kemst næst hefur Trump-fyrirtækið þó aldrei rukkað leyniþjónustuna um minna en hundrað dollara á nóttu, þvert á það sem Eric Trump hefur fullyrt. Verðið sem leyniþjónustuna hefur greitt er jafnframt tvöfalt hærra en fyrirtækið rukkaði vegna gistingar opinbers embættismanns ráðuneytis uppgjafarhermanna. Ólíkt leyniþjónustunni gilda reglur um hámarksútgjöld vegna gistingar starfsmanna hjá ráðuneytinu. Trump-fyrirtækið rukkaði ráðuneytið um hæstu upphæð sem því var heimilt að greiða fyrir gistingu. Leyniþjónustumenn gistu í klúbbnum sama kvöld og starfsmaður ráðuneytisins. Kvittanirnar sýna að klúbburinn rukkaði leyniþjónustuna um 396 dollara á herbergi, jafnvirði rúmra 50.000 íslenskra króna, tvöfalt hærri upphæð en ráðuneytið greiddi fyrir sinn starfsmann. Engar reglur eru um að fyrirtæki Trump verði að rukka fyrir gistingu leyniþjónustumanna. Fyrir forsetar hafa leyft lífvörðum sínum að gista hjá sér leyniþjónustunni að kostnaðarlausu. Eina dæmið sem Washington Post hefur fundið um slíkar greiðslur er að Joe Biden rukkaði leyniþjónustuna um 2.200 dollara, jafnvirði um 279.000 króna, á mánuði fyrir afnot af kofa við heimili hans í Delaware í sex ár þegar hann var varaforseti. Þær greiðslur fóru fram samkvæmt formlegum samningi sem gert var grein fyrir í opinberum gagnagrönnum. Enginn samningur er um greiðslur leyniþjónustunnar til fyrirtækis Trump sem greiðir fyrir gistinguna með greiðslukorti alríkisstjórnarinnar. Þá er greiðslnanna ekki getið í opinberum gagnagrunnum. Einu upplýsingarnar um þær hafa komið fram vegna krafna Washington Post og félagasamtaka á grundvelli upplýsingalag. Donald Trump Bandaríkin Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Fleiri fréttir „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Sjá meira
Kvittanir og reikningar sem leyniþjónusta Bandaríkjanna sem annast öryggisgæslu Donalds Trump Bandaríkjaforseta hefur afhent sýna að hún hefur greitt fyrirtækjum í eigu forsetans enn hærri fjárhæðir en vitað hefur verið um til þessa. Greiðslurnar eru mun hærri en fyrirtæki forsetans hefur fullyrt að það rukki vegna gistingar og aðstöðu fyrir lífverði hans. Trump hefur var um þriðjungi forsetatíðar sinnar á gististöðum í hans eigin eigu, fyrst og fremst í golfklúbbum sínum á Flórída og í New Jersey. Á þeim tíma hefur fyrirtækið halað inn jafnvirði tuga milljóna íslenskra króna í greiðslur frá bandarískum skattgreiðendum vegna lífvarða sem þurfa að fylgja forsetanum hvert fótmál. Litlar upplýsingar hefur verið að finna um umfang þessara greiðslna þar sem leyniþjónustan hefur þráast við að gera þær opinbera. Washington Post sagði frá því í febrúar að Trump-fyrirtækið hefði rukkað leyniþjónustuna um allt að 82 þúsund krónur á nóttu þegar forsetinn dvelur í eigin klúbbum og að greiðslurnar hafi numið að minnsta kosti 59,5 milljónum króna frá janúar 2017 til apríl 2018. Sjá einnig: Trump rukkar eigin ríkisstjórn vegna gistingar fyrir lífverði Nú segir blaðið að leyniþjónustan hafi greitt fyrirtæki Trump að minnsta kosti 157.000 dollurum, jafnvirði 19,9 milljóna íslenskra króna, meira en vitað hefur verið til þessa. Alls nemi greiðslur bandarísks ríkissjóðs til fyrirtækja Trump um 628.000 dollurum, jafnvirði um 79,5 milljóna íslenskra króna frá því að Trump tók við embætti. Rukkað hefur verið fyrir fleiri en 590 gistinætur. Ólíkt fyrri forsetanum hefur Trump neitað að rjúfa tengsl sín við viðskiptaveldi sitt. Hann segist hafa falið sonum sínum að stýra fyrirtækinu en hann nýtur enn fjárhagslegra ávaxta rekstursins. Sem forseti hefur Trump svo dvalið í 355 daga, um 30% forsetatíðar sinnar, í eigin eignum. Trump fól eldri sonum sínum tveimur, Donald (t.v.) og Eric (t.h.) að stýra fyrirtæki sínu þegar hann varð forseti. Eric Trump hefur neitað að upplýsa hvað felist í „kostnaðarverðinu“ sem hann fullyrðir að fyrirtækið rukki leyniþjónustuna.Vísir/EPA Mun hærra en líklegt kostnaðarverð Washington Post byggir frétt sína á kvittunum og reikningum sem félagasamtökin Public Citizen óskuðu eftir strax við upphaf forsetatíðar Trump. Það tók samtökin þrjú ár að glíma við leyniþjónustuna að fá gögnin afhent og þegar þau bárust náðu þau nær eingöngu til áranna 2017 og 2018. Líklegt er því að greiðslurnar séu enn hærri en þær sem vitað er um. Gögnin sem blaðið hefur farið yfir eru í algerri mótsögn við yfirlýsingar Erics Trump, yngsta sonar forsetans, um að fyrirtæki Trump rukki leyniþjónustuna aðeins kostnaðarverð fyrir gistingu. „Við rukkum þau um eitthvað eins og fimmtíu dollara,“ fullyrti Eric Trump í viðtali við Yahoo Finance í fyrra. Hann hefur aldrei skýrt nánar hvað felist í „kostnaðarverðinu“ sem fyrirtækið rukkar. Gögn Washington Post benda til þess að Trump-fyrirtækið hafi raunverulega rukkað leyniþjónustuna um 650 dollara á nótt snemma árs 2017. Verðið hafi lækkað niður í tæpa 400 dollara þegar leið á árið. Sérfræðingur í hóteliðnaðinum sem Washington Post ræddi við hafnar því að hátt í fjögur hundruð dollarar geti verið kostnaðarverð fyrir gistingu í Mar-a-Lago-klúbbnum. Jafnvel þó að aðeins fínustu og dýrustu vörurnar væru notaðar á herbergjunum gæti kostnaðurinn aðeins náð í kringum hundrað dollurum. Leyniþjónustan er ekki bundin af reglum sem takmarka hversu mikið alríkisstofnanir mega eyða í hótelgistingu þegar hún annast öryggi forsetans og fjölskyldu hans. Forsetinn er einnig undanþeginn reglum um hagsmunaárekstra og því er fyrirtæki hans heimilt að rukka leyniþjónustuna um það sem því sýnist fyrir gistingu. Trump hefur látið mikið með að hann gefi laun sín sem forseti til góðgerðamála. Ríkisstjórn hans hefur á sama tíma reynt að koma í veg fyrir að upplýst verði um greiðslur alríkisstjórnarinnar til fyrirtækja í hans eigu.Vísir/EPA Rukkuðu tvöfalt meira en fyrir annan ríkisstarfsmann Erfitt er sagt að áætla hvað Mar-a-Lago, golfklúbbur Trump á Flórída þar sem hann hefur dvalið langdvölum sem forseti, rukkar viðskiptavini sem eru ekki á vegum alríkisstjórnarinnar. Klúbburinn birtir ekki verðskrá og er aðeins opinn fyrir meðlimi og gesti þeirra. Jafnvel meðlimir eru sagðir þurfa að hafa samband við klúbbinn til að fá gefið upp verð á herbergi. Eftir því sem Washington Post kemst næst hefur Trump-fyrirtækið þó aldrei rukkað leyniþjónustuna um minna en hundrað dollara á nóttu, þvert á það sem Eric Trump hefur fullyrt. Verðið sem leyniþjónustuna hefur greitt er jafnframt tvöfalt hærra en fyrirtækið rukkaði vegna gistingar opinbers embættismanns ráðuneytis uppgjafarhermanna. Ólíkt leyniþjónustunni gilda reglur um hámarksútgjöld vegna gistingar starfsmanna hjá ráðuneytinu. Trump-fyrirtækið rukkaði ráðuneytið um hæstu upphæð sem því var heimilt að greiða fyrir gistingu. Leyniþjónustumenn gistu í klúbbnum sama kvöld og starfsmaður ráðuneytisins. Kvittanirnar sýna að klúbburinn rukkaði leyniþjónustuna um 396 dollara á herbergi, jafnvirði rúmra 50.000 íslenskra króna, tvöfalt hærri upphæð en ráðuneytið greiddi fyrir sinn starfsmann. Engar reglur eru um að fyrirtæki Trump verði að rukka fyrir gistingu leyniþjónustumanna. Fyrir forsetar hafa leyft lífvörðum sínum að gista hjá sér leyniþjónustunni að kostnaðarlausu. Eina dæmið sem Washington Post hefur fundið um slíkar greiðslur er að Joe Biden rukkaði leyniþjónustuna um 2.200 dollara, jafnvirði um 279.000 króna, á mánuði fyrir afnot af kofa við heimili hans í Delaware í sex ár þegar hann var varaforseti. Þær greiðslur fóru fram samkvæmt formlegum samningi sem gert var grein fyrir í opinberum gagnagrönnum. Enginn samningur er um greiðslur leyniþjónustunnar til fyrirtækis Trump sem greiðir fyrir gistinguna með greiðslukorti alríkisstjórnarinnar. Þá er greiðslnanna ekki getið í opinberum gagnagrunnum. Einu upplýsingarnar um þær hafa komið fram vegna krafna Washington Post og félagasamtaka á grundvelli upplýsingalag.
Donald Trump Bandaríkin Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Fleiri fréttir „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Sjá meira