Gerðu húsleit hjá þingmanni og lögðu hald á síma hans Samúel Karl Ólason skrifar 14. maí 2020 10:59 Richard Burr. AP/Andrew Harnik Starfsmenn Alríkislögreglu Bandaríkjanna lögðu í gær hald á síma öldungadeildarþingmannsins Richard Burr og gerðu húsleit á heimili hans. Hann hefur verið til rannsóknar vegna hlutabréfaviðskipta hans í aðdraganda kórónuveirufaraldursins í Bandaríkjunum. Þingmaðurinn fékk reglulega upplýsingar og skýrslur um hættuna af veirunni og seldi í kjölfarið mikið magn hlutabréfa áður en markaðir hrundu. Á sama tíma sat hann og aðrir þingmenn daglega upplýsingafundi um faraldurinn. Burr er formaður leyniþjónustunefndar öldungadeildarinnar, þannig að hann hafði aðgang að mun meiri upplýsingum en aðrir. Virði þeirra hlutabréfa sem Burr seldi var allt að 1,7 milljón dala. Fór salan fram í 30 lotum frá seinni hluta janúar til miðbiks febrúar, skömmu áður en hlutabréfamarkaðir vestanhafs urðu fyrir þungu höggi. Sjá einnig: Þingmenn seldu hlutabréf í aðdraganda faraldurs og lækkana Flestar færslurnar áttu sér stað degi áður en Burr ræddi við vel tengda aðila úr viðskiptalífi Norður-Karólínu, þaðan sem Burr er, og sagði þeim frá því að líklega myndi faraldurinn hafa mikil og slæm áhrif í Bandaríkjunum. Viku áður hafði hann skrifað grein um það að yfirvöld Bandaríkjanna væru vel í stakk búin til að takast á við faraldurinn. Mál Burr þykir sérstakt að því leyti að árið 2012 var hann einn þriggja öldungadeildarþingmanna af hundrað, sem greiddu atkvæði gegn lögum sem meina þingmönnum að stunda hlutabréfaviðskipti í tengslum við þær upplýsingar sem þeir komast yfir vegna starfa þeirra. Samkvæmt LA Times var gerð húsleit heima hjá Burr í Washington DC í gærkvöldi og var hald lagt á síma hans í kjölfarið. Til að fá leitarheimild þurfa rannsakendur FBI að sannfæra dómara um að þeir hafi ástæðu til að telja að glæpur hafi verið framinn. Húsleit hjá sitjandi öldungadeildarþingmanni þyrfti að vera samþykkt á hæstu stigum Dómsmálaráðuneytisins. Heimildarmaður LA Times segir að samskipti Burr og verðbréfasala hans séu til rannsóknar. Annar sagði að rannsakendur FBI hefðu skoðað iCloud gögn Burr og þau hafi verið notuð til að fá heimild til húsleitarinnar. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Fleiri fréttir Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Sjá meira
Starfsmenn Alríkislögreglu Bandaríkjanna lögðu í gær hald á síma öldungadeildarþingmannsins Richard Burr og gerðu húsleit á heimili hans. Hann hefur verið til rannsóknar vegna hlutabréfaviðskipta hans í aðdraganda kórónuveirufaraldursins í Bandaríkjunum. Þingmaðurinn fékk reglulega upplýsingar og skýrslur um hættuna af veirunni og seldi í kjölfarið mikið magn hlutabréfa áður en markaðir hrundu. Á sama tíma sat hann og aðrir þingmenn daglega upplýsingafundi um faraldurinn. Burr er formaður leyniþjónustunefndar öldungadeildarinnar, þannig að hann hafði aðgang að mun meiri upplýsingum en aðrir. Virði þeirra hlutabréfa sem Burr seldi var allt að 1,7 milljón dala. Fór salan fram í 30 lotum frá seinni hluta janúar til miðbiks febrúar, skömmu áður en hlutabréfamarkaðir vestanhafs urðu fyrir þungu höggi. Sjá einnig: Þingmenn seldu hlutabréf í aðdraganda faraldurs og lækkana Flestar færslurnar áttu sér stað degi áður en Burr ræddi við vel tengda aðila úr viðskiptalífi Norður-Karólínu, þaðan sem Burr er, og sagði þeim frá því að líklega myndi faraldurinn hafa mikil og slæm áhrif í Bandaríkjunum. Viku áður hafði hann skrifað grein um það að yfirvöld Bandaríkjanna væru vel í stakk búin til að takast á við faraldurinn. Mál Burr þykir sérstakt að því leyti að árið 2012 var hann einn þriggja öldungadeildarþingmanna af hundrað, sem greiddu atkvæði gegn lögum sem meina þingmönnum að stunda hlutabréfaviðskipti í tengslum við þær upplýsingar sem þeir komast yfir vegna starfa þeirra. Samkvæmt LA Times var gerð húsleit heima hjá Burr í Washington DC í gærkvöldi og var hald lagt á síma hans í kjölfarið. Til að fá leitarheimild þurfa rannsakendur FBI að sannfæra dómara um að þeir hafi ástæðu til að telja að glæpur hafi verið framinn. Húsleit hjá sitjandi öldungadeildarþingmanni þyrfti að vera samþykkt á hæstu stigum Dómsmálaráðuneytisins. Heimildarmaður LA Times segir að samskipti Burr og verðbréfasala hans séu til rannsóknar. Annar sagði að rannsakendur FBI hefðu skoðað iCloud gögn Burr og þau hafi verið notuð til að fá heimild til húsleitarinnar.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Fleiri fréttir Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Sjá meira