Staðfest kórónuveirusmit hjá starfsmanni á Grund Jóhann K. Jóhannsson skrifar 8. apríl 2020 12:00 Kórónuveirusmit greindist hjá stafsmanni apóteksins á Dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund í gær. Hann hefur verið settur í einangrun og tveir samstarfsmenn settir í sóttkví. Ekki er talið að smit hafi borist til heimilismanna. Vísir/Vilhelm Kórónuveirusmit uppgötvaðist á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund í gær. Þrír starfsmenn hafa verið settir í einangrun eða sóttkví. Næstu dagar segja til um hvort toppi kórónuveirufaraldursins hér á landi hafi sé náð. Yfirlögregluþjónn segir fleiri hafa veikst alvarlega síðasta sólarhringinn og að fleiri hafi verið lagðir inn á gjörgæslu. Smitið uppgötvaðist hjá starfsmanni apóteksins á dvalarheimilinu og hefur hann verið settur í einangrun. Tveir aðrir samstarfsmenn hafa verið settir í sóttkví. Þetta staðfestir Gísli Páll Pálsson, forstjóri dvalar- og hjúkrunarheimilisins Grundar í samtali við fréttastofu en áréttar að ekkert smit hafi komið upp meðal heimilismanna. Þá segir hann að samneyti starfsmanna apóteksins og heimilismanna sé afar takmarkað og að vel fylgst verði með þróun mála á dvalarheimilinu. Ástandið stöðugt í Bolungarvík Á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík er ástandið stöðugt að sögn Gylfa Ólafssonar, forstjóra. Dvalar- og hjúkrunarheimilið Berg í Bolungarvík. Engin fleiri smit hafa komið upp en fjórir heimilismenn eru með staðfest Covid-19 smit. Tveir aðrir voru, á síðustu dögum, fluttir á sjúkrahús vegna veirunnar. Færri smit í gær þýðir ekki að toppnum sé náð Eins og fram kom í fréttum í gær greindust óvenju fáir með kórónuveiruna sólarhringinn þar á undan. Á síðunni Covid.is kemur fram að þrjátíu og níu liggi á sjúkrahúsi vegna kórónuveirunnar og af þeim séu þrettán á gjörgæslu. Þá eru staðfest smit tæplega sextán hundruð. Uppfærðar tölur verða birtar klukkan eitt í dag. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá embætti Ríkislögreglustjóra.Vísir/Vilhelm „Næstu dagar krítískir“ Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hvetur fólk enn og aftur til þess að vera heima um páskana. Hann segir næstu daga krítíska í faraldrinum. „Við erum svona að nálgast það að komast á toppinn í þessum faraldri og erum kannski að fara í gegnum viðkvæmasta tímann núna. Eins og þið sjáið í fréttunum núna hvað eru margir á gjörgæslu. Hvað er mikið af veiku fólki út um allt land sem þarf að flytja með sjúkraflugi til Akureyrar og til Reykjavíkur og við erum bara á rosalegaum krítískum tíma núna. Heilbrigðiskerfið þarf á öllu sínu að halda til að berjast við Covid núna,“ segir Víðir. Fleiri alvarlega veikir og fleiri á gjörgæslu „Þið sjáið bara fréttirnar í morgun og þið sjáið hvernig þetta var í gærkvöldi og þetta er að versna í dag. Það eru að koma slæmar fréttir í dag líka. Það eru fleiri að leggjast á gjörgæslu og það eru fleiri að veikjast alvarlega þannig að við þurfum að halda áfram. Þetta er ekkert búið,“ segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Samkomubann á Íslandi Eldri borgarar Reykjavík Tengdar fréttir Framleiddu íslenska hönnun á einangrunarhjúp á fjórum dögum Stoðtækjafyrirtækið Össur hefur framleitt fyrir Landspítalann fimm ferða- og einangrunarhjúpa vegna kórónuveirufaraldursins. Hjúpurinn kemur í veg fyrir smit þegar fólk er flutt á milli staða. 7. apríl 2020 21:30 Tuttugu og fjögur smit bætast við á milli daga Staðfest smit nýs afbrigðis kórónuveiru sem veldur Covid-19-sjúkdómnum eru nú alls 1.586 hér á landi. Staðfestum smitum fjölgaði um 24 frá því að síðustu tölur birtust á covid.is klukkan eitt í gær. 7. apríl 2020 12:51 Birtir til á Bergi eftir að liðsauki barst að sunnan Fjórir heimilismenn á hjúkrunarheimilinu Bergi á Bolungarvík eru með staðfest Covid-19 smit. 7. apríl 2020 12:36 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Innlent „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Innlent Fleiri fréttir Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Sjá meira
Kórónuveirusmit uppgötvaðist á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund í gær. Þrír starfsmenn hafa verið settir í einangrun eða sóttkví. Næstu dagar segja til um hvort toppi kórónuveirufaraldursins hér á landi hafi sé náð. Yfirlögregluþjónn segir fleiri hafa veikst alvarlega síðasta sólarhringinn og að fleiri hafi verið lagðir inn á gjörgæslu. Smitið uppgötvaðist hjá starfsmanni apóteksins á dvalarheimilinu og hefur hann verið settur í einangrun. Tveir aðrir samstarfsmenn hafa verið settir í sóttkví. Þetta staðfestir Gísli Páll Pálsson, forstjóri dvalar- og hjúkrunarheimilisins Grundar í samtali við fréttastofu en áréttar að ekkert smit hafi komið upp meðal heimilismanna. Þá segir hann að samneyti starfsmanna apóteksins og heimilismanna sé afar takmarkað og að vel fylgst verði með þróun mála á dvalarheimilinu. Ástandið stöðugt í Bolungarvík Á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík er ástandið stöðugt að sögn Gylfa Ólafssonar, forstjóra. Dvalar- og hjúkrunarheimilið Berg í Bolungarvík. Engin fleiri smit hafa komið upp en fjórir heimilismenn eru með staðfest Covid-19 smit. Tveir aðrir voru, á síðustu dögum, fluttir á sjúkrahús vegna veirunnar. Færri smit í gær þýðir ekki að toppnum sé náð Eins og fram kom í fréttum í gær greindust óvenju fáir með kórónuveiruna sólarhringinn þar á undan. Á síðunni Covid.is kemur fram að þrjátíu og níu liggi á sjúkrahúsi vegna kórónuveirunnar og af þeim séu þrettán á gjörgæslu. Þá eru staðfest smit tæplega sextán hundruð. Uppfærðar tölur verða birtar klukkan eitt í dag. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá embætti Ríkislögreglustjóra.Vísir/Vilhelm „Næstu dagar krítískir“ Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hvetur fólk enn og aftur til þess að vera heima um páskana. Hann segir næstu daga krítíska í faraldrinum. „Við erum svona að nálgast það að komast á toppinn í þessum faraldri og erum kannski að fara í gegnum viðkvæmasta tímann núna. Eins og þið sjáið í fréttunum núna hvað eru margir á gjörgæslu. Hvað er mikið af veiku fólki út um allt land sem þarf að flytja með sjúkraflugi til Akureyrar og til Reykjavíkur og við erum bara á rosalegaum krítískum tíma núna. Heilbrigðiskerfið þarf á öllu sínu að halda til að berjast við Covid núna,“ segir Víðir. Fleiri alvarlega veikir og fleiri á gjörgæslu „Þið sjáið bara fréttirnar í morgun og þið sjáið hvernig þetta var í gærkvöldi og þetta er að versna í dag. Það eru að koma slæmar fréttir í dag líka. Það eru fleiri að leggjast á gjörgæslu og það eru fleiri að veikjast alvarlega þannig að við þurfum að halda áfram. Þetta er ekkert búið,“ segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Samkomubann á Íslandi Eldri borgarar Reykjavík Tengdar fréttir Framleiddu íslenska hönnun á einangrunarhjúp á fjórum dögum Stoðtækjafyrirtækið Össur hefur framleitt fyrir Landspítalann fimm ferða- og einangrunarhjúpa vegna kórónuveirufaraldursins. Hjúpurinn kemur í veg fyrir smit þegar fólk er flutt á milli staða. 7. apríl 2020 21:30 Tuttugu og fjögur smit bætast við á milli daga Staðfest smit nýs afbrigðis kórónuveiru sem veldur Covid-19-sjúkdómnum eru nú alls 1.586 hér á landi. Staðfestum smitum fjölgaði um 24 frá því að síðustu tölur birtust á covid.is klukkan eitt í gær. 7. apríl 2020 12:51 Birtir til á Bergi eftir að liðsauki barst að sunnan Fjórir heimilismenn á hjúkrunarheimilinu Bergi á Bolungarvík eru með staðfest Covid-19 smit. 7. apríl 2020 12:36 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Innlent „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Innlent Fleiri fréttir Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Sjá meira
Framleiddu íslenska hönnun á einangrunarhjúp á fjórum dögum Stoðtækjafyrirtækið Össur hefur framleitt fyrir Landspítalann fimm ferða- og einangrunarhjúpa vegna kórónuveirufaraldursins. Hjúpurinn kemur í veg fyrir smit þegar fólk er flutt á milli staða. 7. apríl 2020 21:30
Tuttugu og fjögur smit bætast við á milli daga Staðfest smit nýs afbrigðis kórónuveiru sem veldur Covid-19-sjúkdómnum eru nú alls 1.586 hér á landi. Staðfestum smitum fjölgaði um 24 frá því að síðustu tölur birtust á covid.is klukkan eitt í gær. 7. apríl 2020 12:51
Birtir til á Bergi eftir að liðsauki barst að sunnan Fjórir heimilismenn á hjúkrunarheimilinu Bergi á Bolungarvík eru með staðfest Covid-19 smit. 7. apríl 2020 12:36