Segja ríkjunum að bjarga sér en leggja hald á neyðarbúnað þeirra Samúel Karl Ólason skrifar 8. apríl 2020 13:06 Mikill skortur hefur verið á ýmsum nayðsynjum eins og öndunarvélum, grímum, hönskum og öðrum verndarbúnaði í Bandaríkjunum. AP/Ted S. Warren Þrátt fyrir að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hafi sagt að hvert ríki fyrir sig og sjúkrahús þurfi að verða sér sjálf út um eigin hlífðarbúnað og aðrar nauðsynlegar birgðir, hefur alríkisstjórn Trump verið að leggja hald á fjölda birgðasendinga til ríkja og sjúkrahúsa. Mikill skortur hefur verið á ýmsum nauðsynjum eins og öndunarvélum, grímum, hönskum og öðru. Forsvarsmenn sjúkrahúsa víðs vegar um Bandaríkin segjast ekki hafa hugmynd um hvar þessar nauðsynlegu birgðir eru, né hvort þau muni nokkurn tímann sjá þær. FEMA, almannavarnastofnun Bandaríkjanna, hafa ekkert gefið upp um hvaða sendingar þeir séu að grípa, þrátt fyrir að verið sé að verja umtalsverðu opinberu fé til kaupanna. Þar að auki hefur ekkert verið gefið upp um hvað verði um sendingarnar eða hvernig ákveðið sé hverjir fái birgðirnar, ef verið sé að dreifa þeim. Í rannsókn LA Times er haft eftir forsvarsmönnum sjúkrahúsa að þeir séu alfarið ráðalausir um hvað þeir geti gert og fái engin svör frá ríkisstjórninni. Þar að auki neita margir þeirra að koma fram undir nafni af ótta við hefndaraðgerðir frá Hvíta húsinu. Segjast hafa þróað kerfi Í svari við fyrirspurn LA Times segir talsmaður FEMA að stofnunin hafi þróað kerfi í samstarfi við heilbrigðis- og varnarmálaráðuneytið til að bera kennsl á hvaða birgðir þarf hvar og hvernig best sé að dreifa þeim. Kerfið byggi á hlutfallslegum fjölda smita og íbúafjölda tiltekinna svæða. Stofnunin vill þó ekkert segja nánar um það hvernig þessar ákvarðanir eru teknar, né það hvernig ákveðið er hvaða sendingar hald er lagt á. Sjá einnig: Trump-liðar reyna að endurskrifa söguna Eins og áður segir hefur ríkisstjórn Trump ítrekað haldið því fram að ríkin séu á eigin vegum varðandi aðföng eins og öndunarvélar og hlífðargrímur fyrir heilbrigðisstarfsfólk. Jared Kushner, tengdasonur forsetans og einn af helstu ráðgjöfum hans, sagði í síðustu viku að birgðir alríkisstjórnarinnar væru ekki ætlaðar til þess að styðja við bakið á ríkjum. Degi seinna var vefsíðu ríkisstjórnarinnar um birgðir alríkisstjórnarinnar breytt í takt við ummæli Kushner. Þar stóð áður að birgðirnar væru einmitt ætlaðar ríkjunum. Skapar mikla óvissu New York Times sagði þó frá því á mánudaginn að Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna sem fer fyrir aðgerðum Hvíta hússins gegn kórónuveirunni, ræddi við ríkisstjóra Bandaríkjanna um þetta nýja kerfi ríkisstjórnarinnar. Hann sagði Hvíta húsið hafa betri heildarsýn en þeir varðandi það hvað væri að koma til landsins. Þá sagði talskona FEMA þó að ekki sé verið að leggja hald á birgðasendingar. Sem virðist ekki vera rétt. Það sem meira er, þá hafa starfsmenn FEMA sagt frá því að Hvíta húsið hefur fyrirskipað sendingar til tiltekinna svæða þar sem embættismenn hafa náð að hafa bein samskipti við Trump. Án þess þó að hafa farið í gegnum það formlega ferli sem ku vera til staðar. Trump sjálfur hefur sömuleiðis aukið á þá óvissu sem kerfið hefur valdið með því að gefa í skyn að ríkisstjórn hans muni ekki hjálpa tilteknum ríkjum Bandaríkjanna nema ríkisstjórar þeirra séu almennilegir við hann persónulega. Forsvarsmenn sjúkrahúsa sem rætt hefur verið við segja mikla þörf fyrir gagnsæi hjá FEMA. Það sé erfitt að treysta þessu nýja kerfi stofnunarinnar án þess að fá nokkrar upplýsingar um hvernig það virkar og til hvers það sé notað, það er að segja, hvert verið sé að senda hlífðarbúnaðinn og öndunarvélarnar. Bandaríkin Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Sjá meira
Þrátt fyrir að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hafi sagt að hvert ríki fyrir sig og sjúkrahús þurfi að verða sér sjálf út um eigin hlífðarbúnað og aðrar nauðsynlegar birgðir, hefur alríkisstjórn Trump verið að leggja hald á fjölda birgðasendinga til ríkja og sjúkrahúsa. Mikill skortur hefur verið á ýmsum nauðsynjum eins og öndunarvélum, grímum, hönskum og öðru. Forsvarsmenn sjúkrahúsa víðs vegar um Bandaríkin segjast ekki hafa hugmynd um hvar þessar nauðsynlegu birgðir eru, né hvort þau muni nokkurn tímann sjá þær. FEMA, almannavarnastofnun Bandaríkjanna, hafa ekkert gefið upp um hvaða sendingar þeir séu að grípa, þrátt fyrir að verið sé að verja umtalsverðu opinberu fé til kaupanna. Þar að auki hefur ekkert verið gefið upp um hvað verði um sendingarnar eða hvernig ákveðið sé hverjir fái birgðirnar, ef verið sé að dreifa þeim. Í rannsókn LA Times er haft eftir forsvarsmönnum sjúkrahúsa að þeir séu alfarið ráðalausir um hvað þeir geti gert og fái engin svör frá ríkisstjórninni. Þar að auki neita margir þeirra að koma fram undir nafni af ótta við hefndaraðgerðir frá Hvíta húsinu. Segjast hafa þróað kerfi Í svari við fyrirspurn LA Times segir talsmaður FEMA að stofnunin hafi þróað kerfi í samstarfi við heilbrigðis- og varnarmálaráðuneytið til að bera kennsl á hvaða birgðir þarf hvar og hvernig best sé að dreifa þeim. Kerfið byggi á hlutfallslegum fjölda smita og íbúafjölda tiltekinna svæða. Stofnunin vill þó ekkert segja nánar um það hvernig þessar ákvarðanir eru teknar, né það hvernig ákveðið er hvaða sendingar hald er lagt á. Sjá einnig: Trump-liðar reyna að endurskrifa söguna Eins og áður segir hefur ríkisstjórn Trump ítrekað haldið því fram að ríkin séu á eigin vegum varðandi aðföng eins og öndunarvélar og hlífðargrímur fyrir heilbrigðisstarfsfólk. Jared Kushner, tengdasonur forsetans og einn af helstu ráðgjöfum hans, sagði í síðustu viku að birgðir alríkisstjórnarinnar væru ekki ætlaðar til þess að styðja við bakið á ríkjum. Degi seinna var vefsíðu ríkisstjórnarinnar um birgðir alríkisstjórnarinnar breytt í takt við ummæli Kushner. Þar stóð áður að birgðirnar væru einmitt ætlaðar ríkjunum. Skapar mikla óvissu New York Times sagði þó frá því á mánudaginn að Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna sem fer fyrir aðgerðum Hvíta hússins gegn kórónuveirunni, ræddi við ríkisstjóra Bandaríkjanna um þetta nýja kerfi ríkisstjórnarinnar. Hann sagði Hvíta húsið hafa betri heildarsýn en þeir varðandi það hvað væri að koma til landsins. Þá sagði talskona FEMA þó að ekki sé verið að leggja hald á birgðasendingar. Sem virðist ekki vera rétt. Það sem meira er, þá hafa starfsmenn FEMA sagt frá því að Hvíta húsið hefur fyrirskipað sendingar til tiltekinna svæða þar sem embættismenn hafa náð að hafa bein samskipti við Trump. Án þess þó að hafa farið í gegnum það formlega ferli sem ku vera til staðar. Trump sjálfur hefur sömuleiðis aukið á þá óvissu sem kerfið hefur valdið með því að gefa í skyn að ríkisstjórn hans muni ekki hjálpa tilteknum ríkjum Bandaríkjanna nema ríkisstjórar þeirra séu almennilegir við hann persónulega. Forsvarsmenn sjúkrahúsa sem rætt hefur verið við segja mikla þörf fyrir gagnsæi hjá FEMA. Það sé erfitt að treysta þessu nýja kerfi stofnunarinnar án þess að fá nokkrar upplýsingar um hvernig það virkar og til hvers það sé notað, það er að segja, hvert verið sé að senda hlífðarbúnaðinn og öndunarvélarnar.
Bandaríkin Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Sjá meira