,,Í djúpi andans duldir kraftar bíða“ Þorsteinn Sæmundsson skrifar 12. apríl 2020 16:07 Þessi fjórða grein mín um tækifæri að loknum faraldri fjallar um ferðaþjónustu. Ævintýralegur vöxtur ferðaþjónustunnar var okkur mikil efnahagsleg búbót eftir fyrra hrunið og líklegt er að hún verði sú grein sem harðast verður úti vegna farsóttarinnar sem nú geysar. Á það jafnt við um flutningafyrirtæki á landi og í lofti svo og hótel og veitingastaði. Reikna má með því að fjöldi fyrirtækja leggi upp laupana miðað við núverandi ástand og horfur. Ekkert liggur ekki fyrir um hvort stjórnvöld muni leggja þessum fyrirtækjum lið umfram það sem þegar hefur verið kynnt og hrekkur hvergi til Ljóst er að allflest fyrirtæki í greininni verða án tekna fram í júní að minnsta kosti. Tekjur sem þá myndast verði veiran gengin yfir munu fyrsta kastið eingöngu verða af íslenskum viðskiptavinum. Brýnt er við þessar aðstæður að bankar og fjármálafyrirtæki sem kunna að eignast eða yfirtaka fyrirtæki í greininni reki þau ekki áfram í ójafnri samkeppni við aðra viðskiptavini sína líkt og gerðist í kjölfar bankahrunsins. Einnig er mjög brýnt að rekstraraðilum verði tryggður nægur aðgangur að fé bæði að láni og með beinum styrkjum til þess að hjálp þeim sem lifað gætu af. Ýmis merki eru uppi um að sá hluti gistiframboðs sem hefur lifað utan skatta og skyldna sé á undanhaldi. Það er vel og mun hjálpa þeim sem hafa rekið fyrirtæki sín í samræmi við lög og reglur þegar fram í sækir. Eins og meðal annars hefur komið fram í orðum sóttvarnalæknis og fleiri er alls óvíst hvenær erlendir ferðalangar leggjast aftur í ferðalög og einnig þurfum við Íslendingar að sýna aðgát til að koma í veg fyrir að veiran verði borin aftur inn i landið. Það er víst að ferðalög til og frá landinu hefjast ekki að marki fyrr en mjög líður á árið og jafnvel ekki fyrr en á næsta ári. Tímann sem nú gefst þegar fáir eru á ferli þurfa stjórnvöld að nota til uppbyggingar á ferðamannastöðum svo þeir verði betur búnir þegar ferðamönnum fjölgar á ný. Rauðmerkt svæði eru allmörg og þar þarf að taka til hendinni. Hér er um að ræða mannfrekar framkvæmdir eins og við lagningu nýrra göngustíga og lagfæringu gamalla. Auknar merkingar uppsetningu fleiri salerna og svo mætti lengi telja. Sérstaklega skal bent á nauðsynlega uppbyggingu á jörðinni Felli við Jökulsárlón. Nú er kjörið tækifæri til að leggja Vatnajökulsþjóðgarði til nægjanlegt fé til að ljúka þar framkvæmdum hið fyrsta. Fyrirhugað markaðsátak þarf að vanda mjög vel og beina fyrst og fremst að svokölluðum betur borgandi ferðamönnum svo sem ráðstefnugestum. Það er næsta víst að eftir faraldurinn munu ráðstefnuhaldarar beina sjónum sínum að svæðum sem ekki eru þéttbýl og þar eigum við Íslendingar mikla möguleika. Víðs vegar um landið er hægt að halda minni hvataviðburði og fundi svo og stórar ráðstefnur hér í höfuðborginni. Ekki má gleyma menningarferðamennsku þar sem við höfum margt fram að færa. Sinfóníuhljómsveit á heimsmælikvarða úrvals Óperu að ógleymdum öllum nýju tónlistarmönnunum og konunum sem vinna ný lönd á hverjum degi nánast. Sagnaarfurinn og myndlistarsköpunin ný og eldri eru einnig segull fyrir forvitna ferðalanga. Mikil tækifæri fylgja einnig íslenskri matreiðslu úr úrvals íslenskum hráefnum. Nú þarf að bjóða stuttar ferðir til landsins hvort sem er til höfuðborgar eða landsbyggðar þar sem matargerð er í aðalhlutverki. Stórátak hefur verið unnið í menntun matreiðslu og framreiðslufólks og er viðvarandi. Árangur kokkalandsliðsins og einstakra matreiðslu og framreiðslumanna vekur verðskuldaða athygli víða. Við þurfum einnig að huga vel að afþreyingarferðamennsku utan háannar svo sem ferðamennsku tengda vetraríþróttum ýmis konar og ferðalög inn á hálendið. Nýlegir atburðir í ferðalögum í óbyggðum hvetja okkur til varfærni og varúðar í því efni. Möguleikar og tækifæri ferðaþjónustunnar eru óteljandi en fyrst þurfum við að tryggja að fyrirtæki í ferðaþjónustu lifi núverandi ástand af. Ríkisstjórnin þarf að stíga fram af meiri myndugleika en hún hefur sýnt til þessa. Miðflokkurinn mun sem fyrr styðja góðar tillögur og leggja gott til málanna. Þorsteinn Sæmundsson,þingmaður Miðflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Sæmundsson Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Sjá meira
Þessi fjórða grein mín um tækifæri að loknum faraldri fjallar um ferðaþjónustu. Ævintýralegur vöxtur ferðaþjónustunnar var okkur mikil efnahagsleg búbót eftir fyrra hrunið og líklegt er að hún verði sú grein sem harðast verður úti vegna farsóttarinnar sem nú geysar. Á það jafnt við um flutningafyrirtæki á landi og í lofti svo og hótel og veitingastaði. Reikna má með því að fjöldi fyrirtækja leggi upp laupana miðað við núverandi ástand og horfur. Ekkert liggur ekki fyrir um hvort stjórnvöld muni leggja þessum fyrirtækjum lið umfram það sem þegar hefur verið kynnt og hrekkur hvergi til Ljóst er að allflest fyrirtæki í greininni verða án tekna fram í júní að minnsta kosti. Tekjur sem þá myndast verði veiran gengin yfir munu fyrsta kastið eingöngu verða af íslenskum viðskiptavinum. Brýnt er við þessar aðstæður að bankar og fjármálafyrirtæki sem kunna að eignast eða yfirtaka fyrirtæki í greininni reki þau ekki áfram í ójafnri samkeppni við aðra viðskiptavini sína líkt og gerðist í kjölfar bankahrunsins. Einnig er mjög brýnt að rekstraraðilum verði tryggður nægur aðgangur að fé bæði að láni og með beinum styrkjum til þess að hjálp þeim sem lifað gætu af. Ýmis merki eru uppi um að sá hluti gistiframboðs sem hefur lifað utan skatta og skyldna sé á undanhaldi. Það er vel og mun hjálpa þeim sem hafa rekið fyrirtæki sín í samræmi við lög og reglur þegar fram í sækir. Eins og meðal annars hefur komið fram í orðum sóttvarnalæknis og fleiri er alls óvíst hvenær erlendir ferðalangar leggjast aftur í ferðalög og einnig þurfum við Íslendingar að sýna aðgát til að koma í veg fyrir að veiran verði borin aftur inn i landið. Það er víst að ferðalög til og frá landinu hefjast ekki að marki fyrr en mjög líður á árið og jafnvel ekki fyrr en á næsta ári. Tímann sem nú gefst þegar fáir eru á ferli þurfa stjórnvöld að nota til uppbyggingar á ferðamannastöðum svo þeir verði betur búnir þegar ferðamönnum fjölgar á ný. Rauðmerkt svæði eru allmörg og þar þarf að taka til hendinni. Hér er um að ræða mannfrekar framkvæmdir eins og við lagningu nýrra göngustíga og lagfæringu gamalla. Auknar merkingar uppsetningu fleiri salerna og svo mætti lengi telja. Sérstaklega skal bent á nauðsynlega uppbyggingu á jörðinni Felli við Jökulsárlón. Nú er kjörið tækifæri til að leggja Vatnajökulsþjóðgarði til nægjanlegt fé til að ljúka þar framkvæmdum hið fyrsta. Fyrirhugað markaðsátak þarf að vanda mjög vel og beina fyrst og fremst að svokölluðum betur borgandi ferðamönnum svo sem ráðstefnugestum. Það er næsta víst að eftir faraldurinn munu ráðstefnuhaldarar beina sjónum sínum að svæðum sem ekki eru þéttbýl og þar eigum við Íslendingar mikla möguleika. Víðs vegar um landið er hægt að halda minni hvataviðburði og fundi svo og stórar ráðstefnur hér í höfuðborginni. Ekki má gleyma menningarferðamennsku þar sem við höfum margt fram að færa. Sinfóníuhljómsveit á heimsmælikvarða úrvals Óperu að ógleymdum öllum nýju tónlistarmönnunum og konunum sem vinna ný lönd á hverjum degi nánast. Sagnaarfurinn og myndlistarsköpunin ný og eldri eru einnig segull fyrir forvitna ferðalanga. Mikil tækifæri fylgja einnig íslenskri matreiðslu úr úrvals íslenskum hráefnum. Nú þarf að bjóða stuttar ferðir til landsins hvort sem er til höfuðborgar eða landsbyggðar þar sem matargerð er í aðalhlutverki. Stórátak hefur verið unnið í menntun matreiðslu og framreiðslufólks og er viðvarandi. Árangur kokkalandsliðsins og einstakra matreiðslu og framreiðslumanna vekur verðskuldaða athygli víða. Við þurfum einnig að huga vel að afþreyingarferðamennsku utan háannar svo sem ferðamennsku tengda vetraríþróttum ýmis konar og ferðalög inn á hálendið. Nýlegir atburðir í ferðalögum í óbyggðum hvetja okkur til varfærni og varúðar í því efni. Möguleikar og tækifæri ferðaþjónustunnar eru óteljandi en fyrst þurfum við að tryggja að fyrirtæki í ferðaþjónustu lifi núverandi ástand af. Ríkisstjórnin þarf að stíga fram af meiri myndugleika en hún hefur sýnt til þessa. Miðflokkurinn mun sem fyrr styðja góðar tillögur og leggja gott til málanna. Þorsteinn Sæmundsson,þingmaður Miðflokksins