Trump segir völd sín vera „alger“ þegar kemur að afléttingu takmarkana Atli Ísleifsson skrifar 14. apríl 2020 06:49 Donald Trump Bandaríkjaforseti á fréttamannafundinum í gær. AP Donald Trump segir völd sín sem Bandaríkjaforseti vera „alger“ þegar kemur að afléttingu þeirra takmarkana sem hafa verið settar á bandarískan almenning og atvinnulíf vegna faraldurs kórónuveirunnar. Trump lét orðin falla á stormasömum fréttamannafundi í gær þar sem hann átti á köflum í deilum við fréttamenn. „Forseti Bandaríkjanna er sá sem ræður,“ sagði Trump. Orð hans stangast á við túlkanir bæði ríkisstjóra og fjölda lögfræðinga, en stjórnarskrá Bandaríkjanna kveður á um að það sé á verksviði einstakra ríkja að tryggja allsherjarreglu og öryggi borgaranna. Tíu ríki á austur- og vesturströndum Bandaríkjunum hafa tilkynnt að undurbúningur við að aflétta takmarkanir vegna útbreiðslu kórónuveirunnar sé hafinn. Alls hafa rúmlega 682 þúsund kórónuveirusmit verið skráð í Bandaríkjunum og eru dauðsföll sem rakin eru til Covid-19 nú 23.608. Trump og stjórn hans hafa áður greint frá því að miðað sé við 1. maí sem mögulega dagsetningu til að aflétta þeim takmörkunum sem settar hafa verið. Því hefur verið beint til Bandaríkjamanna að forðast veitingastaði og ferðalög sem ekki teljast nauðsynleg. Þá miðast samkomubann við tíu manns eða fleiri. Þegar forsetinn var spurður hvort að forseti hefði völd til að hunsa tilmæli einstakra ríkja sagði hann: „Þegar maður er forseti Bandaríkjanna þá eru völdin alger,“ sagði Trump og sagði ríkisstjóra vita þetta. „Að því sögðu, þá ætlum við að vinna með ríkjunum.“ Trump sagði ennfremur að „fjöldi ákvæða“ í stjórnarskránni veittu forsetanum slík völd, án þess þó að vísa til hvaða ákvæða um ræðir. Fljótir að bregðast við Ríkisstjórar, bæði úr röðum Reúblikana og Demókrata, brugðust í gær við orðum forsetans með því að segja að þeir myndi ekki láta undan þrýstingi og aflétta höft, áður en þeir telja slíkt öruggt. Þannig sagði Chris Sununu, Repúblikani og ríkisstjóri New Hampshire, að það væri á könnu einstakra ríkja að gefa út umræddar tilskipanir og því væri það líka á þeirra könnu að aflétta þeim. Gretchen Whitmer, Demókrati og ríkisstjóri Michigan, sagði að bandarískt samfélag yrði ekki opnað á ný í gegnum Twitter, heldur væri það á valdsviði einstakra ríkja. Bandaríkin Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fleiri fréttir Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sjá meira
Donald Trump segir völd sín sem Bandaríkjaforseti vera „alger“ þegar kemur að afléttingu þeirra takmarkana sem hafa verið settar á bandarískan almenning og atvinnulíf vegna faraldurs kórónuveirunnar. Trump lét orðin falla á stormasömum fréttamannafundi í gær þar sem hann átti á köflum í deilum við fréttamenn. „Forseti Bandaríkjanna er sá sem ræður,“ sagði Trump. Orð hans stangast á við túlkanir bæði ríkisstjóra og fjölda lögfræðinga, en stjórnarskrá Bandaríkjanna kveður á um að það sé á verksviði einstakra ríkja að tryggja allsherjarreglu og öryggi borgaranna. Tíu ríki á austur- og vesturströndum Bandaríkjunum hafa tilkynnt að undurbúningur við að aflétta takmarkanir vegna útbreiðslu kórónuveirunnar sé hafinn. Alls hafa rúmlega 682 þúsund kórónuveirusmit verið skráð í Bandaríkjunum og eru dauðsföll sem rakin eru til Covid-19 nú 23.608. Trump og stjórn hans hafa áður greint frá því að miðað sé við 1. maí sem mögulega dagsetningu til að aflétta þeim takmörkunum sem settar hafa verið. Því hefur verið beint til Bandaríkjamanna að forðast veitingastaði og ferðalög sem ekki teljast nauðsynleg. Þá miðast samkomubann við tíu manns eða fleiri. Þegar forsetinn var spurður hvort að forseti hefði völd til að hunsa tilmæli einstakra ríkja sagði hann: „Þegar maður er forseti Bandaríkjanna þá eru völdin alger,“ sagði Trump og sagði ríkisstjóra vita þetta. „Að því sögðu, þá ætlum við að vinna með ríkjunum.“ Trump sagði ennfremur að „fjöldi ákvæða“ í stjórnarskránni veittu forsetanum slík völd, án þess þó að vísa til hvaða ákvæða um ræðir. Fljótir að bregðast við Ríkisstjórar, bæði úr röðum Reúblikana og Demókrata, brugðust í gær við orðum forsetans með því að segja að þeir myndi ekki láta undan þrýstingi og aflétta höft, áður en þeir telja slíkt öruggt. Þannig sagði Chris Sununu, Repúblikani og ríkisstjóri New Hampshire, að það væri á könnu einstakra ríkja að gefa út umræddar tilskipanir og því væri það líka á þeirra könnu að aflétta þeim. Gretchen Whitmer, Demókrati og ríkisstjóri Michigan, sagði að bandarískt samfélag yrði ekki opnað á ný í gegnum Twitter, heldur væri það á valdsviði einstakra ríkja.
Bandaríkin Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fleiri fréttir Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sjá meira