Markaður fyrir köngulær Baldur Thorlacius skrifar 14. apríl 2020 11:00 Ég hef lengi haft þá tilgátu að köngulær borði eitt og eitt skordýr til þess eins að koma í veg fyrir að við útrýmum þeim. Að þær séu búnar að klófesta okkur í lygavef sínum, hafandi talið okkur trú um að þær geri eitthvað gagn þegar þær nærast í reynd á hræðslu fólks. Leit mín að rannsóknum sem styðja þessa tilgátu hefur ekki borið árangur. Ég hef því játað mig sigraðan og þurft að viðurkenna að köngulær eru ekki einungis gagnlegar heldur beinlínis nauðsynlegur hluti af vistkerfinu okkar, þrátt fyrir að vera bæði viðbjóðslegar og óþolandi. Ég fæ stundum á tilfinninguna að sumt fólk líti spákaupmenn á hlutabréfamarkaði sömu augum og ég lít köngulær. Fólk sem hugsar bara um að græða pening á skammtímasveiflum á hlutabréfaverði, alætur sem skapa ekki nein verðmæti. Það er ekki laust við að maður skynji ákveðna þórðargleði yfir þeim verðlækkunum og verðsveiflum sem hafa orðið vegna COVID-19, þegar fjöldi fjárfesta hefur tapað háum fjárhæðum. Raunverulegur tilgangur hlutabréfamarkaða, að stuðla að efnahagslegri velferð og veita frumkvöðlum aðgang að fjármagni til að ná sínum ítrustu markmiðum, verður oft undir í allri umfjöllun um daglegt amstur á mörkuðum. Í stuttu máli virkar þetta svona: Fyrirtæki skuldbindur sig til að starfa við ákveðið gagnsæi, getur í krafti þess boðið hverjum sem er að ganga í hluthafahópinn, fær aðgang að fjármagni, öðlast meira traust og sýnileika og nær vonandi að vaxa og skapa störf. Fjárfesting í almenningshlutafélagi er fjárfesting í framtíð þess. Þau fyrirtæki sem hafa hvað mesta burði til þess að skapa langtíma verðmæti fyrir hluthafa og samfélagið eru flest í einhverskonar nýsköpun. Slík fyrirtæki geta þurft að leggja í mikla rannsóknar- og þróunarvinnu áður en tekjuöflun hefst af alvöru. Það er ekki óalgengt að nýsköpunarfyrirtæki séu rekin með tapi í mörg ár og jafnvel áratugi áður en þau byrja að blómstra. Fyrir slík fyrirtæki skiptir öllu máli að geta nálgast fjárfesta sem styðja við langtímasýn þeirra og eru tilbúnir til að gefa eftir vonina um arð á komandi árum, í skiptum fyrir möguleikann á vexti í framtíðinni. Það er ekki auðveld ákvörðun að binda fé til svo langs tíma. Jafnvel þó það sé svigrúm til þess í dag geta aðstæður breyst fljótt og þá getur verið óheppilegt að vera fastur inni með mikið fjármagn. Þessi staða stuðlar m.a. að því að of litlu fjármagni er varið í þau verkefni sem skipta okkur mestu máli. Þar kemur spákaupmennska m.a. til sögunnar. Með því að vera stöðugt að kaupa og selja hlutbréf stuðlar spákaupmennska að aðstæðum þar sem það er alltaf einhver viljugur til að eiga viðskipti. Þetta kallast seljanleiki (e. liquidity). Seljanleiki hefur þau áhrif að fjárfestar geta keypt eða selt í almenningshlutafélagi þegar þeim sýnist, án þess að verða fyrir óþarflega miklum viðskiptakostnaði. Aukinn seljanleiki gerir það að verkum að hindrunin sem felst í að festa fjármagn til langs tíma verður minni. Þetta hjálpar fyrirtækjum að fjármagna sig og getur skipt sérstaklega miklu máli fyrir nýsköpunarfyrirtæki. Reynsla Svía af þessum málum, þar sem mikill fjöldi nýsköpunarfyrirtækja hefur farið á markað og náð að vaxa og skapa störf sem almenningshlutafélög, sýnir þetta svart á hvítu. Við viljum hvorki hafa of margar köngulær né of mikla spákaupmennsku. Að sama skapi er rétt að hafa eftirlit bæði með köngulóm og spákaupmönnum, setja þeim ákveðin mörk. Taka á fjárfestum sem virða ekki lög og reglur og fjarlægja eitraðar köngulær af heimilum okkar. En án köngulóa og spákaupmanna nær hvorki garðurinn okkar né efnahagslífið að blómstra eins vel og það gæti annars gert. Spákaupmenn eru ekki að reyna að skapa samfélagsleg verðmæti, þeir eru að reyna að græða. En rétt eins og köngulærnar geta þeir gert mikið gagn í vistkerfi efnahagslífsins. Meginatriðið er að við þurfum ekki að vera hrifin af þeim til að átta okkur á mikilvægi þeirra. Höfundur er viðskiptastjóri hjá Nasdaq Iceland. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Baldur Thorlacius Markaðir Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Sjá meira
Ég hef lengi haft þá tilgátu að köngulær borði eitt og eitt skordýr til þess eins að koma í veg fyrir að við útrýmum þeim. Að þær séu búnar að klófesta okkur í lygavef sínum, hafandi talið okkur trú um að þær geri eitthvað gagn þegar þær nærast í reynd á hræðslu fólks. Leit mín að rannsóknum sem styðja þessa tilgátu hefur ekki borið árangur. Ég hef því játað mig sigraðan og þurft að viðurkenna að köngulær eru ekki einungis gagnlegar heldur beinlínis nauðsynlegur hluti af vistkerfinu okkar, þrátt fyrir að vera bæði viðbjóðslegar og óþolandi. Ég fæ stundum á tilfinninguna að sumt fólk líti spákaupmenn á hlutabréfamarkaði sömu augum og ég lít köngulær. Fólk sem hugsar bara um að græða pening á skammtímasveiflum á hlutabréfaverði, alætur sem skapa ekki nein verðmæti. Það er ekki laust við að maður skynji ákveðna þórðargleði yfir þeim verðlækkunum og verðsveiflum sem hafa orðið vegna COVID-19, þegar fjöldi fjárfesta hefur tapað háum fjárhæðum. Raunverulegur tilgangur hlutabréfamarkaða, að stuðla að efnahagslegri velferð og veita frumkvöðlum aðgang að fjármagni til að ná sínum ítrustu markmiðum, verður oft undir í allri umfjöllun um daglegt amstur á mörkuðum. Í stuttu máli virkar þetta svona: Fyrirtæki skuldbindur sig til að starfa við ákveðið gagnsæi, getur í krafti þess boðið hverjum sem er að ganga í hluthafahópinn, fær aðgang að fjármagni, öðlast meira traust og sýnileika og nær vonandi að vaxa og skapa störf. Fjárfesting í almenningshlutafélagi er fjárfesting í framtíð þess. Þau fyrirtæki sem hafa hvað mesta burði til þess að skapa langtíma verðmæti fyrir hluthafa og samfélagið eru flest í einhverskonar nýsköpun. Slík fyrirtæki geta þurft að leggja í mikla rannsóknar- og þróunarvinnu áður en tekjuöflun hefst af alvöru. Það er ekki óalgengt að nýsköpunarfyrirtæki séu rekin með tapi í mörg ár og jafnvel áratugi áður en þau byrja að blómstra. Fyrir slík fyrirtæki skiptir öllu máli að geta nálgast fjárfesta sem styðja við langtímasýn þeirra og eru tilbúnir til að gefa eftir vonina um arð á komandi árum, í skiptum fyrir möguleikann á vexti í framtíðinni. Það er ekki auðveld ákvörðun að binda fé til svo langs tíma. Jafnvel þó það sé svigrúm til þess í dag geta aðstæður breyst fljótt og þá getur verið óheppilegt að vera fastur inni með mikið fjármagn. Þessi staða stuðlar m.a. að því að of litlu fjármagni er varið í þau verkefni sem skipta okkur mestu máli. Þar kemur spákaupmennska m.a. til sögunnar. Með því að vera stöðugt að kaupa og selja hlutbréf stuðlar spákaupmennska að aðstæðum þar sem það er alltaf einhver viljugur til að eiga viðskipti. Þetta kallast seljanleiki (e. liquidity). Seljanleiki hefur þau áhrif að fjárfestar geta keypt eða selt í almenningshlutafélagi þegar þeim sýnist, án þess að verða fyrir óþarflega miklum viðskiptakostnaði. Aukinn seljanleiki gerir það að verkum að hindrunin sem felst í að festa fjármagn til langs tíma verður minni. Þetta hjálpar fyrirtækjum að fjármagna sig og getur skipt sérstaklega miklu máli fyrir nýsköpunarfyrirtæki. Reynsla Svía af þessum málum, þar sem mikill fjöldi nýsköpunarfyrirtækja hefur farið á markað og náð að vaxa og skapa störf sem almenningshlutafélög, sýnir þetta svart á hvítu. Við viljum hvorki hafa of margar köngulær né of mikla spákaupmennsku. Að sama skapi er rétt að hafa eftirlit bæði með köngulóm og spákaupmönnum, setja þeim ákveðin mörk. Taka á fjárfestum sem virða ekki lög og reglur og fjarlægja eitraðar köngulær af heimilum okkar. En án köngulóa og spákaupmanna nær hvorki garðurinn okkar né efnahagslífið að blómstra eins vel og það gæti annars gert. Spákaupmenn eru ekki að reyna að skapa samfélagsleg verðmæti, þeir eru að reyna að græða. En rétt eins og köngulærnar geta þeir gert mikið gagn í vistkerfi efnahagslífsins. Meginatriðið er að við þurfum ekki að vera hrifin af þeim til að átta okkur á mikilvægi þeirra. Höfundur er viðskiptastjóri hjá Nasdaq Iceland.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun