Biðu í sex mikilvæga daga Samúel Karl Ólason skrifar 15. apríl 2020 07:35 Xi Jinping, forseti Kína. AP/Xie Huanchi Kínverskir embættismenn þögðu í sex daga eftir að þeir komust að þeirri niðurstöðu að þeir væru líklega með faraldur á höndunum vegna nýju kórónuveirunnar. Á sjöunda degi eða þann 20. janúar, gaf Xi Jinping, forseti Kína, út viðvörun. Í millitíðinni hafði þó stærðarinnar veisla verið haldin í Wuhan, borginni þar sem faraldurinn hófst, sem tugir þúsunda sóttu og milljónir lögðu land undir fót vegna nýársfögnuðar. Rúmlega þrjú þúsund manns höfðu smitast af Covid-19, sjúkdómnum sem nýja kórónuveiran veldur, á þessum dögum. Það sem meira er. Í tvær vikur í aðdraganda 14. janúar, skráðu yfirvöld ekki eitt tilfelli Covid-19, þó vitað sé að hundruð manna smituðust. Þetta kemur fram í opinberum skjölum sem AP fréttaveitan hefur komið höndum yfir og viðtölum við sérfræðinga. Áður höfðu Kínverjar reynt að kveða niður umræðu um veiruna og jafnvel viðvaranir. Læknir sem hafði varað aðra lækna við útbreiðslu veirunnar þann 30. desember, var handtekinn og þvingaður til að játa að setja fram „falskar fullyrðingar“ sem höfðu „raskað verulega allsherjarreglu“. Hann dó svo vegna veirunnar. Alls voru átta læknar ávíttir og var sagt frá því í sjónvarpsfréttum um landið allt. Sérfræðingar segja að grip yfirvalda Kína á flæði upplýsinga, skriffinnska og það að embættismenn vilji ekki færa yfirmönnum sínum slæmar fréttir, hafi komið í veg fyrir fljót viðbrögð við útbreiðslu veirunnar. Þar að auki hafi verið búið að hræða lækna svo að þeir þorðu ekki að vekja athygli á faraldrinum. Það var ekki fyrr en þann 13. janúar, þegar fyrsta tilfellið var staðfest utan landamæra Kína, eða í Taílandi, að leiðtogar landsins áttuðu sig á stöðu mála og gripu til aðgerða. Þann 14. janúar var haldinn fundur háttsettra embættismanna og Ma Xiaowei, heilbrigðisráðherra Kína, sagði að um faraldur væri að ræða. Kína stafaði ógn af honum og útlit væri fyrir að veiran smitaðist manna á milli. Eins og áður segir, var það svo þann 20. janúar sem íbúar voru varaðir við faraldrinum og í millitíðinni reyndu embættismenn að gera lítið úr ástandinu. Sérfræðingar segja að þessir sex dagar hafi verið mjög mikilvægir og hægt hefði verið að sporna verulega gegn útbreiðslu veirunnar. Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fleiri fréttir Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Sjá meira
Kínverskir embættismenn þögðu í sex daga eftir að þeir komust að þeirri niðurstöðu að þeir væru líklega með faraldur á höndunum vegna nýju kórónuveirunnar. Á sjöunda degi eða þann 20. janúar, gaf Xi Jinping, forseti Kína, út viðvörun. Í millitíðinni hafði þó stærðarinnar veisla verið haldin í Wuhan, borginni þar sem faraldurinn hófst, sem tugir þúsunda sóttu og milljónir lögðu land undir fót vegna nýársfögnuðar. Rúmlega þrjú þúsund manns höfðu smitast af Covid-19, sjúkdómnum sem nýja kórónuveiran veldur, á þessum dögum. Það sem meira er. Í tvær vikur í aðdraganda 14. janúar, skráðu yfirvöld ekki eitt tilfelli Covid-19, þó vitað sé að hundruð manna smituðust. Þetta kemur fram í opinberum skjölum sem AP fréttaveitan hefur komið höndum yfir og viðtölum við sérfræðinga. Áður höfðu Kínverjar reynt að kveða niður umræðu um veiruna og jafnvel viðvaranir. Læknir sem hafði varað aðra lækna við útbreiðslu veirunnar þann 30. desember, var handtekinn og þvingaður til að játa að setja fram „falskar fullyrðingar“ sem höfðu „raskað verulega allsherjarreglu“. Hann dó svo vegna veirunnar. Alls voru átta læknar ávíttir og var sagt frá því í sjónvarpsfréttum um landið allt. Sérfræðingar segja að grip yfirvalda Kína á flæði upplýsinga, skriffinnska og það að embættismenn vilji ekki færa yfirmönnum sínum slæmar fréttir, hafi komið í veg fyrir fljót viðbrögð við útbreiðslu veirunnar. Þar að auki hafi verið búið að hræða lækna svo að þeir þorðu ekki að vekja athygli á faraldrinum. Það var ekki fyrr en þann 13. janúar, þegar fyrsta tilfellið var staðfest utan landamæra Kína, eða í Taílandi, að leiðtogar landsins áttuðu sig á stöðu mála og gripu til aðgerða. Þann 14. janúar var haldinn fundur háttsettra embættismanna og Ma Xiaowei, heilbrigðisráðherra Kína, sagði að um faraldur væri að ræða. Kína stafaði ógn af honum og útlit væri fyrir að veiran smitaðist manna á milli. Eins og áður segir, var það svo þann 20. janúar sem íbúar voru varaðir við faraldrinum og í millitíðinni reyndu embættismenn að gera lítið úr ástandinu. Sérfræðingar segja að þessir sex dagar hafi verið mjög mikilvægir og hægt hefði verið að sporna verulega gegn útbreiðslu veirunnar.
Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fleiri fréttir Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Sjá meira