Trump lætur enn einn háttsetta embættismanninn fjúka Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. maí 2020 09:12 Steve Linick, aðaleftirlitsmann í bandaríska utanríkisráðuneytinu. Vísir/getty Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur rekið Steve Linick, aðaleftirlitsmann í utanríkisráðuneytinu, sem sagður er hafa staðið að rannsókn á mögulegum embættisbrotum Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Linick var látinn vita af starfslokunum seint í gærkvöldi en eftirmaður hans verður Stephen Akard, náinn bandamaður Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna. Erlendir fjölmiðlar hafa eftir heimildum innan bandaríska stjórnkerfisins að rétt áður en Linick var látinn fjúka fyrirvaralaust hafi hann hafið rannsókn á ásökunum í garð Pompeo. Ásakanirnar sneru að því að Pompeo hefði látið pólitískt skipaðan embættismann í utanríkisráðuneytinu sinna persónulegum útréttingum fyrir sig og eiginkonu sína, Susan. Trump greindi frá starfslokum Linick í bréfi til fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. Þar lýsti hann mikilvægi þess að bera fullt traust til aðaleftirlitsmanna sinna. „Sú er ekki lengur raunin í tilfelli þessa aðaleftirlitsmanns,“ sagði Trump í bréfinu. Trump hefur í embættistíð sinni rekið fjölda embættismanna sem sinnt hafa eftirliti með störfum ríkisstjórnarinnar. Í þeirra stað hafa iðulega verið skipaðir bandamenn forsetans, sem leggur mikla áherslu á að embættismenn sýni sér tryggð í starfi. Andstæðingar Trumps hafa gagnrýnt uppsögn Linicks harðlega. „Brottreksturinn er forkastanleg aðgerð forseta í viðleitni til að hlífa einum af sínum tryggustu stuðningsmönnum, utanríkisráðherranum,“ sagði Eliot Engel, Demókrati og formaður utanríkisnefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. Donald Trump Bandaríkin Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Innlent Fleiri fréttir Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur rekið Steve Linick, aðaleftirlitsmann í utanríkisráðuneytinu, sem sagður er hafa staðið að rannsókn á mögulegum embættisbrotum Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Linick var látinn vita af starfslokunum seint í gærkvöldi en eftirmaður hans verður Stephen Akard, náinn bandamaður Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna. Erlendir fjölmiðlar hafa eftir heimildum innan bandaríska stjórnkerfisins að rétt áður en Linick var látinn fjúka fyrirvaralaust hafi hann hafið rannsókn á ásökunum í garð Pompeo. Ásakanirnar sneru að því að Pompeo hefði látið pólitískt skipaðan embættismann í utanríkisráðuneytinu sinna persónulegum útréttingum fyrir sig og eiginkonu sína, Susan. Trump greindi frá starfslokum Linick í bréfi til fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. Þar lýsti hann mikilvægi þess að bera fullt traust til aðaleftirlitsmanna sinna. „Sú er ekki lengur raunin í tilfelli þessa aðaleftirlitsmanns,“ sagði Trump í bréfinu. Trump hefur í embættistíð sinni rekið fjölda embættismanna sem sinnt hafa eftirliti með störfum ríkisstjórnarinnar. Í þeirra stað hafa iðulega verið skipaðir bandamenn forsetans, sem leggur mikla áherslu á að embættismenn sýni sér tryggð í starfi. Andstæðingar Trumps hafa gagnrýnt uppsögn Linicks harðlega. „Brottreksturinn er forkastanleg aðgerð forseta í viðleitni til að hlífa einum af sínum tryggustu stuðningsmönnum, utanríkisráðherranum,“ sagði Eliot Engel, Demókrati og formaður utanríkisnefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings.
Donald Trump Bandaríkin Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Innlent Fleiri fréttir Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent