„Við megum ekki láta veiruna yfirtaka allt“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 9. mars 2020 15:11 Alma Möller landlæknir, til vinstri, og María Mjöll Jónsdóttir, deildarstjóri upplýsingadeildar utanríkisráðuneytisins, til hægri. Vísir/Vilhelm Alma Möller landlæknir segir mikilvægt að ekki verði rof í heilbrigðisþjónustu vegna kórónuveirunnar, ekki eigi til að mynda að afpanta læknistíma nema að höfðu samráði við lækna. „Við megum ekki láta veiruna yfirtaka allt,“ sagði Alma á upplýsingafundi yfirvalda vegna kórónuveirunnar sem haldinn var í dag. „Við verðum að vera yfirveguð og halda áfram að veita og leita eftir nauðsynlegri heilbrigðisþjónustu,“ sagði Alma og nefndi að tekin hafi verið ákvörðum um að slá skjaldborg utan um þá sem eru taldir viðkvæmastir fyrir veikindum af völdum kórónuveirunnar, þeir sem eru með undirliggjandi sjúkdóma og aldraðir. „Við þurfum að passa það að það verði ekki rof í heilbrigðisþjónustu þessa fólks. Við viljum brýna fyrir fólki að vera ekki að afpanta til dæmis læknistíma nema að viðhöfðu samráði við sína lækna,“ sagði Alma. Fram hefur komið að eldra fólk sé farið að veigra sér við að koma á heilsugæslustöðvar af ótta við að fá kórónuveiruna og óskar í meira mæli eftir ráðgjöf í síma. Sagði Alma að verið væri að undirbúa aðgerðir hvernig tryggja mæti þjónustu fyrir viðkvæmustu hópana. Slíkar aðgerðir yrðu kynntar síðar. Nýjast: Öll nýjustu tíðindi má finna á undirsíðu Vísis um kórónuveiruna Hvernig smitast kórónuveiran? Kórónuveiran sem veldur sjúkdómnum COVID-19 smitast aðallega með snertismiti og svokölluðu dropasmiti. Spurt og svarað um kórónuveiruna: Hvað er hún? Hvar greindist hún? Hvað er vitað? Hvernig á að forðast smit? Hver er munurinn á kórónuveirunni og hefðbundinni flensu? Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómalækninga á Landspítalanum, lýsti því á blðamannafundi á dögunum. Réttindi ferðalanga vegna kórónuveirunnar: Réttur ferðamanna til að fá það tjón bætt sem þeir kunna að verða fyrir í tengslum við ferðalög vegna veirunnar er ólíkur eftir aðstæðum, til dæmis eftir því hvort fólk er að ferðast á eigin vegum eða er á bókað í pakkaferð. Heilbrigðir sem lenda í sóttkví erlendis eru ótryggðir. Landsmenn eru minntir á mikilvægi handþvottar og sótthreinsunar. Ef einstaklingar finna fyrir veikindum er þeim bent á að hringja í síma 1700 (fyrir erlend símanúmer +354 544-4113) varðandi nánari upplýsingar og hvernig þeir eigi að nálgast heilbrigðiskerfið. Eldri borgarar Heilbrigðismál Wuhan-veiran Tengdar fréttir Skíðasvæði í Ölpunum skilgreind sem svæði með mikla smitáhættu Tekin hefur verið ákvörðun um það að skilgreina skíðasvæði í Ölpunum sem svæði með mikla smitáhættu vegna kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19. 9. mars 2020 14:20 Staðfest smit orðin sextíu Tvö smit kórónuveirunnar greindust til viðbótar í morgun hjá einstaklingum sem báðir komu til landsins með flugi frá Verona á Ítalíu síðastliðinn laugardag. 9. mars 2020 13:19 Afbókaður samdægurs vegna veirunnar með tilbúinn mat ofan í 200 manns Veitingamaður sem fengið hefur tvær afbókanir vegna kórónuveirunnar, aðra með nokkurra klukkustunda fyrirvara, segir það ekki sanngjarnt að veitingamenn þurfi að bera tjónið af slíkum afbókunum. 9. mars 2020 11:59 Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Fleiri fréttir Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Sjá meira
Alma Möller landlæknir segir mikilvægt að ekki verði rof í heilbrigðisþjónustu vegna kórónuveirunnar, ekki eigi til að mynda að afpanta læknistíma nema að höfðu samráði við lækna. „Við megum ekki láta veiruna yfirtaka allt,“ sagði Alma á upplýsingafundi yfirvalda vegna kórónuveirunnar sem haldinn var í dag. „Við verðum að vera yfirveguð og halda áfram að veita og leita eftir nauðsynlegri heilbrigðisþjónustu,“ sagði Alma og nefndi að tekin hafi verið ákvörðum um að slá skjaldborg utan um þá sem eru taldir viðkvæmastir fyrir veikindum af völdum kórónuveirunnar, þeir sem eru með undirliggjandi sjúkdóma og aldraðir. „Við þurfum að passa það að það verði ekki rof í heilbrigðisþjónustu þessa fólks. Við viljum brýna fyrir fólki að vera ekki að afpanta til dæmis læknistíma nema að viðhöfðu samráði við sína lækna,“ sagði Alma. Fram hefur komið að eldra fólk sé farið að veigra sér við að koma á heilsugæslustöðvar af ótta við að fá kórónuveiruna og óskar í meira mæli eftir ráðgjöf í síma. Sagði Alma að verið væri að undirbúa aðgerðir hvernig tryggja mæti þjónustu fyrir viðkvæmustu hópana. Slíkar aðgerðir yrðu kynntar síðar. Nýjast: Öll nýjustu tíðindi má finna á undirsíðu Vísis um kórónuveiruna Hvernig smitast kórónuveiran? Kórónuveiran sem veldur sjúkdómnum COVID-19 smitast aðallega með snertismiti og svokölluðu dropasmiti. Spurt og svarað um kórónuveiruna: Hvað er hún? Hvar greindist hún? Hvað er vitað? Hvernig á að forðast smit? Hver er munurinn á kórónuveirunni og hefðbundinni flensu? Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómalækninga á Landspítalanum, lýsti því á blðamannafundi á dögunum. Réttindi ferðalanga vegna kórónuveirunnar: Réttur ferðamanna til að fá það tjón bætt sem þeir kunna að verða fyrir í tengslum við ferðalög vegna veirunnar er ólíkur eftir aðstæðum, til dæmis eftir því hvort fólk er að ferðast á eigin vegum eða er á bókað í pakkaferð. Heilbrigðir sem lenda í sóttkví erlendis eru ótryggðir. Landsmenn eru minntir á mikilvægi handþvottar og sótthreinsunar. Ef einstaklingar finna fyrir veikindum er þeim bent á að hringja í síma 1700 (fyrir erlend símanúmer +354 544-4113) varðandi nánari upplýsingar og hvernig þeir eigi að nálgast heilbrigðiskerfið.
Nýjast: Öll nýjustu tíðindi má finna á undirsíðu Vísis um kórónuveiruna Hvernig smitast kórónuveiran? Kórónuveiran sem veldur sjúkdómnum COVID-19 smitast aðallega með snertismiti og svokölluðu dropasmiti. Spurt og svarað um kórónuveiruna: Hvað er hún? Hvar greindist hún? Hvað er vitað? Hvernig á að forðast smit? Hver er munurinn á kórónuveirunni og hefðbundinni flensu? Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómalækninga á Landspítalanum, lýsti því á blðamannafundi á dögunum. Réttindi ferðalanga vegna kórónuveirunnar: Réttur ferðamanna til að fá það tjón bætt sem þeir kunna að verða fyrir í tengslum við ferðalög vegna veirunnar er ólíkur eftir aðstæðum, til dæmis eftir því hvort fólk er að ferðast á eigin vegum eða er á bókað í pakkaferð. Heilbrigðir sem lenda í sóttkví erlendis eru ótryggðir. Landsmenn eru minntir á mikilvægi handþvottar og sótthreinsunar. Ef einstaklingar finna fyrir veikindum er þeim bent á að hringja í síma 1700 (fyrir erlend símanúmer +354 544-4113) varðandi nánari upplýsingar og hvernig þeir eigi að nálgast heilbrigðiskerfið.
Eldri borgarar Heilbrigðismál Wuhan-veiran Tengdar fréttir Skíðasvæði í Ölpunum skilgreind sem svæði með mikla smitáhættu Tekin hefur verið ákvörðun um það að skilgreina skíðasvæði í Ölpunum sem svæði með mikla smitáhættu vegna kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19. 9. mars 2020 14:20 Staðfest smit orðin sextíu Tvö smit kórónuveirunnar greindust til viðbótar í morgun hjá einstaklingum sem báðir komu til landsins með flugi frá Verona á Ítalíu síðastliðinn laugardag. 9. mars 2020 13:19 Afbókaður samdægurs vegna veirunnar með tilbúinn mat ofan í 200 manns Veitingamaður sem fengið hefur tvær afbókanir vegna kórónuveirunnar, aðra með nokkurra klukkustunda fyrirvara, segir það ekki sanngjarnt að veitingamenn þurfi að bera tjónið af slíkum afbókunum. 9. mars 2020 11:59 Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Fleiri fréttir Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Sjá meira
Skíðasvæði í Ölpunum skilgreind sem svæði með mikla smitáhættu Tekin hefur verið ákvörðun um það að skilgreina skíðasvæði í Ölpunum sem svæði með mikla smitáhættu vegna kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19. 9. mars 2020 14:20
Staðfest smit orðin sextíu Tvö smit kórónuveirunnar greindust til viðbótar í morgun hjá einstaklingum sem báðir komu til landsins með flugi frá Verona á Ítalíu síðastliðinn laugardag. 9. mars 2020 13:19
Afbókaður samdægurs vegna veirunnar með tilbúinn mat ofan í 200 manns Veitingamaður sem fengið hefur tvær afbókanir vegna kórónuveirunnar, aðra með nokkurra klukkustunda fyrirvara, segir það ekki sanngjarnt að veitingamenn þurfi að bera tjónið af slíkum afbókunum. 9. mars 2020 11:59