Atvinnuleysisbætur stúdenta: Jafnræði, öryggi og hugarró Jóhanna Ásgeirsdóttir skrifar 18. maí 2020 17:00 Kalli stúdenta eftir atvinnuleysisbótum hefur ekki verið svarað. Á blaðamannafundi menntamálaráðherra og félagsmálaráðherra þann 13. maí voru aðgerðir í þágu stúdenta vegna efnahagslegra afleiðinga heimfaraldurs kórónuveiru kynntar nánar. Farið var yfir fyrirkomulag sumarnáms, breytingar á lánasjóðsreglum og fjölgun starfa hjá hinu opinbera. Þessar aðgerðir munu koma sér vel, en enn á eftir að tryggja fjárhagsöryggi fyrir þá stúdenta sem falla á milli skips og bryggju. Við skrif þessarar greinar hafa tæplega 2400 manns skrifað undir kröfu þess efnis að stúdentum verði veittur réttur til atvinnuleysisbóta. Ríkisstjórnin hefur tekið afstöðu: að það sé betra að skapa störf en að tryggja framfærslu stúdenta. En stúdentar telja að ekki eigi að velja á milli þessara tveggja kosta, stúdentar hafa kallað eftir auknum atvinnumöguleikum og fagna tilkomu þeirra en samhliða slíkum aðgerðum verður að tryggja fjárhagsöryggi stúdenta, sérstaklega í ljósi þess hve alvarleg staða atvinnumarkaðarins er. Þó svo að svartsýnustu spár um atvinnuleysi rætist ekki, eða lagt verði fjármagn í að skapa enn fleiri störf, verður útilokun stúdenta af atvinnuleysisskrá til þess að einhverjir þeirra, líklega mjög margir ef marka má kannanir háskólanna á höfuðborgarsvæðinu, verða gjörsamlega án framfærslu í sumar. Tölfræði sýnir að stúdentar eru alls konar en fyrir marga þeirra hefur eitt sumar án tekna gríðarleg áhrif á stöðu þeirra. Á sumrin safna námsmenn sér tekjum til að eiga fyrir vetri í hlutavinnu með námi, svo tekjumissir í sumar mun draga dilk á eftir sér fram á haustið og næsta ár. Könnun EUROSTUDENT frá 2018 sýnir að námsmenn á Íslandi eru að meðalaldri þrítugir og þriðjungur þeirra á börn. Stúdentar eru oft fólk í námi meðfram vinnu en 70% stúdenta vinna allt árið og 87% á sumrin og hefur því í greitt atvinnuleysistryggingasjóð og ættu að eiga rétt á bótum eins og annað vinnandi fólk. Landsamtök íslenska stúdenta og Stúdentaráð Háskóla Íslands hafa bent á að í áratugi höfðu stúdentar þennan rétt, eða fram að 2010. Borið hefur á misskilningi í umræðu og árétta ég hér að það var ekki þannig að stúdentum bauðst að sækja um atvinnuleysisbætur vegna kreppunnar 2008, heldur höfðu námsmenn í áratugi átt rétt á atvinnuleysisbótum að sumri en svo voru þau réttindi skert í kjölfar efnahagshrunsins. Því væri um leiðréttingu á grundvelli jafnræðis að ræða verði krafa stúdenta um aðgang að atvinnuleysisbótum að veruleika. Krafa stúdenta um atvinnuleysisbætur er ekki heimtufrekja, stúdentar eru ekki að biðja um neitt umfram aðra, heldur um að fá það sama og aðrir. Haldið áfram að skapa atvinnu, en gefið stúdentum sömu hugarró og fjárhagsöryggi og öðrum í samfélaginu, með rétti til atvinnuleysisbóta. Höfundur er verðandi forseti Landssamtaka íslenskra stúdenta Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hagsmunir stúdenta Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Halldór 18.10.2025 Halldór Baldursson Halldór Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Kalli stúdenta eftir atvinnuleysisbótum hefur ekki verið svarað. Á blaðamannafundi menntamálaráðherra og félagsmálaráðherra þann 13. maí voru aðgerðir í þágu stúdenta vegna efnahagslegra afleiðinga heimfaraldurs kórónuveiru kynntar nánar. Farið var yfir fyrirkomulag sumarnáms, breytingar á lánasjóðsreglum og fjölgun starfa hjá hinu opinbera. Þessar aðgerðir munu koma sér vel, en enn á eftir að tryggja fjárhagsöryggi fyrir þá stúdenta sem falla á milli skips og bryggju. Við skrif þessarar greinar hafa tæplega 2400 manns skrifað undir kröfu þess efnis að stúdentum verði veittur réttur til atvinnuleysisbóta. Ríkisstjórnin hefur tekið afstöðu: að það sé betra að skapa störf en að tryggja framfærslu stúdenta. En stúdentar telja að ekki eigi að velja á milli þessara tveggja kosta, stúdentar hafa kallað eftir auknum atvinnumöguleikum og fagna tilkomu þeirra en samhliða slíkum aðgerðum verður að tryggja fjárhagsöryggi stúdenta, sérstaklega í ljósi þess hve alvarleg staða atvinnumarkaðarins er. Þó svo að svartsýnustu spár um atvinnuleysi rætist ekki, eða lagt verði fjármagn í að skapa enn fleiri störf, verður útilokun stúdenta af atvinnuleysisskrá til þess að einhverjir þeirra, líklega mjög margir ef marka má kannanir háskólanna á höfuðborgarsvæðinu, verða gjörsamlega án framfærslu í sumar. Tölfræði sýnir að stúdentar eru alls konar en fyrir marga þeirra hefur eitt sumar án tekna gríðarleg áhrif á stöðu þeirra. Á sumrin safna námsmenn sér tekjum til að eiga fyrir vetri í hlutavinnu með námi, svo tekjumissir í sumar mun draga dilk á eftir sér fram á haustið og næsta ár. Könnun EUROSTUDENT frá 2018 sýnir að námsmenn á Íslandi eru að meðalaldri þrítugir og þriðjungur þeirra á börn. Stúdentar eru oft fólk í námi meðfram vinnu en 70% stúdenta vinna allt árið og 87% á sumrin og hefur því í greitt atvinnuleysistryggingasjóð og ættu að eiga rétt á bótum eins og annað vinnandi fólk. Landsamtök íslenska stúdenta og Stúdentaráð Háskóla Íslands hafa bent á að í áratugi höfðu stúdentar þennan rétt, eða fram að 2010. Borið hefur á misskilningi í umræðu og árétta ég hér að það var ekki þannig að stúdentum bauðst að sækja um atvinnuleysisbætur vegna kreppunnar 2008, heldur höfðu námsmenn í áratugi átt rétt á atvinnuleysisbótum að sumri en svo voru þau réttindi skert í kjölfar efnahagshrunsins. Því væri um leiðréttingu á grundvelli jafnræðis að ræða verði krafa stúdenta um aðgang að atvinnuleysisbótum að veruleika. Krafa stúdenta um atvinnuleysisbætur er ekki heimtufrekja, stúdentar eru ekki að biðja um neitt umfram aðra, heldur um að fá það sama og aðrir. Haldið áfram að skapa atvinnu, en gefið stúdentum sömu hugarró og fjárhagsöryggi og öðrum í samfélaginu, með rétti til atvinnuleysisbóta. Höfundur er verðandi forseti Landssamtaka íslenskra stúdenta
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason Skoðun
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason Skoðun