Af hverju eru lögreglumenn í láglaunastétt? Eyrún Eyþórsdóttir skrifar 19. maí 2020 15:30 Á dögunum deildi lögreglumaður launaseðli sínum á samfélagsmiðlum. Launaseðilinn sýndi að viðkomandi, sem hefur margra ára starfsreynslu í lögreglunni, fékk rétt um 300 þúsund í útborguð laun fyrir fulla vinnu mánuðinn á undan. Ég staldraði aðeins við þennan launaseðil og fann að mér var algjörlega misboðið. Þarna hafði lögreglumaður fengið skýr skilaboð um hversu ómerkilegt starf hans væri. Það má að minnsta kosti leiða að því líkur að það sé viðhorf ríkisins því laun lögreglumanna eru í alls engu samræmi við starfið sjálft. Þegar umræðan um að færa lögreglunám upp á háskólastigið, líkt og hafði verið gert á flestum Norðurlöndum, var að hefjast töluðu lögreglumenn með þessari hugmynd sem og Landsamband lögreglumanna sem var í forsvari fyrir henni. Lögreglumennirnir sjálfir höfðu nefnilega besta skilninginn og mestu innsýnina í þær miklu breytingar sem höfðu átt sér stað á starfsumhverfi þeirra í gegnum tíðina. Verkefni lögreglunnar höfðu orðið bæði flóknari og erfiðari en nokkurn tímann áður. Þá höfðu kröfur samfélagsins til lögreglunnar aukist mikið. Lögreglumenn samtímans þurfa að búa yfir yfirvegun og ró, vera hraustir á líkama og sál, hafa seiglu, vera með afburðar samtalstækni, búa yfir góðri tækni- og verkkunnáttu, geta tekið stórar ákvarðanir á stuttum tíma, þekkja lög og reglur, haldið við lífsmörk deyjandi manneskju, geta varið sig í hættulegum aðstæðum og tryggt öryggi allra annarra, svo fátt eitt sé upptalið. Þeir vinna dag og nótt sé þess þörf við að leysa alvarlega sakamál, gæta hagsmuna landsmanna í brjáluðum veðrum eða rekja ferðir fólks svo hægt sé að stöðva veirufaraldur. En til viðbótar þurfa lögreglumenn nánast að vera ómannlegir og þola þrýsting frá samfélaginu í fjölmörgum ólíkum birtingarmyndum. Almenningur upplifir oft að lögreglumenn eiga að geta leyst öll mál jafnvel þó verkefnið hafi ekkert með lögbundið hlutverk lögreglu að gera. Kröfurnar til lögreglunnar eru miklu meiri í dag heldur en nokkurn tímann áður. Dómharkan sömuleiðis eins og mörg dæmi sýna þar sem lögreglumenn, og í sumum tilfellum fjölskyldur þeirra, hafa þurft að líða áreiti, ofbeldi og jafnvel myndbirtingar í fjölmiðlum að ósekju vegna vinnu sinnar. Með einskærum metnaði hafa lögreglumennirnir, með því að mennta sig og endurmennta, sækja námskeið og efla sig faglega, tekið þátt í að uppfæra löggæslu í takt við flókinn samtímann. Í dag stundar fólk tveggja til þriggja ára háskólanám til þess að fá að starfa við fagið. Starfið telst vera það flókið í samtímanum að ekki aðeins grunnháskólanám dugi til í sumum tilfellum, heldur sækja lögreglumenn sér í auknum mæli framhaldsmenntun á háskólastigi vegna mikillar sérhæfingar innan lögreglunnar. Þetta er allt gert til þess að almenningur geti fengið bestu fáanlegu þjónustu þegar þörf er á aðkomu lögreglu. Það er sorglegra en tárum taki að þeir sem ráða launakjörum lögreglumanna virðist vera algjörlega sama um þjónustustuðul lögreglu, fagmennsku lögreglumanna og að hægt sé að bjóða upp á löggæslu sem stenst nútímakröfur og væntingar. Það getur ekki verið önnur skýring á arfaslökum launakjörum lögreglumanna en hreinlega að launagreiðandinn hafi ekki hugmynd um hvað starfið felur í sér. Kannski væri það ákjósanlegt að ráðamenn þjóðarinnar prófuðu að fara á vakt hjá lögreglu. Vaktin gæti verið á annasömum degi á höfuðborgarsvæðinu, þar sem mögulega þyrfti að koma að ungri manneskju látinni sökum ofneyslu vímuefna eða taka á móti tilkynningu barns um kynferðislega misnotkun af hendi náins ættingja. Vaktin gæti líka verið á landsbyggðinni þar sem væri einn lögreglumaður sem kæmi að alvarlegu umferðarslysi tveggja bifreiða þar sem látið og mikið slasað fólk er til staðar og engin aðstoð fáanleg næstu klukkustundirnar. Mögulega væri hægt starfa í rannsóknardeild í einn dag og eiga við þann frumskóg af tæknilegum forsendum sem þarf að skilja til að geta leyst mál þar sem nektarmyndir af ungri manneskju hefur farið í dreifingu á netinu. Ég er viss um að starfandi lögreglumenn tækju vel á móti ykkur. Höfundur er lektor í lögreglufræði við Háskólann á Akureyri og lögreglumaður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lögreglan Mest lesið Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Sjá meira
Á dögunum deildi lögreglumaður launaseðli sínum á samfélagsmiðlum. Launaseðilinn sýndi að viðkomandi, sem hefur margra ára starfsreynslu í lögreglunni, fékk rétt um 300 þúsund í útborguð laun fyrir fulla vinnu mánuðinn á undan. Ég staldraði aðeins við þennan launaseðil og fann að mér var algjörlega misboðið. Þarna hafði lögreglumaður fengið skýr skilaboð um hversu ómerkilegt starf hans væri. Það má að minnsta kosti leiða að því líkur að það sé viðhorf ríkisins því laun lögreglumanna eru í alls engu samræmi við starfið sjálft. Þegar umræðan um að færa lögreglunám upp á háskólastigið, líkt og hafði verið gert á flestum Norðurlöndum, var að hefjast töluðu lögreglumenn með þessari hugmynd sem og Landsamband lögreglumanna sem var í forsvari fyrir henni. Lögreglumennirnir sjálfir höfðu nefnilega besta skilninginn og mestu innsýnina í þær miklu breytingar sem höfðu átt sér stað á starfsumhverfi þeirra í gegnum tíðina. Verkefni lögreglunnar höfðu orðið bæði flóknari og erfiðari en nokkurn tímann áður. Þá höfðu kröfur samfélagsins til lögreglunnar aukist mikið. Lögreglumenn samtímans þurfa að búa yfir yfirvegun og ró, vera hraustir á líkama og sál, hafa seiglu, vera með afburðar samtalstækni, búa yfir góðri tækni- og verkkunnáttu, geta tekið stórar ákvarðanir á stuttum tíma, þekkja lög og reglur, haldið við lífsmörk deyjandi manneskju, geta varið sig í hættulegum aðstæðum og tryggt öryggi allra annarra, svo fátt eitt sé upptalið. Þeir vinna dag og nótt sé þess þörf við að leysa alvarlega sakamál, gæta hagsmuna landsmanna í brjáluðum veðrum eða rekja ferðir fólks svo hægt sé að stöðva veirufaraldur. En til viðbótar þurfa lögreglumenn nánast að vera ómannlegir og þola þrýsting frá samfélaginu í fjölmörgum ólíkum birtingarmyndum. Almenningur upplifir oft að lögreglumenn eiga að geta leyst öll mál jafnvel þó verkefnið hafi ekkert með lögbundið hlutverk lögreglu að gera. Kröfurnar til lögreglunnar eru miklu meiri í dag heldur en nokkurn tímann áður. Dómharkan sömuleiðis eins og mörg dæmi sýna þar sem lögreglumenn, og í sumum tilfellum fjölskyldur þeirra, hafa þurft að líða áreiti, ofbeldi og jafnvel myndbirtingar í fjölmiðlum að ósekju vegna vinnu sinnar. Með einskærum metnaði hafa lögreglumennirnir, með því að mennta sig og endurmennta, sækja námskeið og efla sig faglega, tekið þátt í að uppfæra löggæslu í takt við flókinn samtímann. Í dag stundar fólk tveggja til þriggja ára háskólanám til þess að fá að starfa við fagið. Starfið telst vera það flókið í samtímanum að ekki aðeins grunnháskólanám dugi til í sumum tilfellum, heldur sækja lögreglumenn sér í auknum mæli framhaldsmenntun á háskólastigi vegna mikillar sérhæfingar innan lögreglunnar. Þetta er allt gert til þess að almenningur geti fengið bestu fáanlegu þjónustu þegar þörf er á aðkomu lögreglu. Það er sorglegra en tárum taki að þeir sem ráða launakjörum lögreglumanna virðist vera algjörlega sama um þjónustustuðul lögreglu, fagmennsku lögreglumanna og að hægt sé að bjóða upp á löggæslu sem stenst nútímakröfur og væntingar. Það getur ekki verið önnur skýring á arfaslökum launakjörum lögreglumanna en hreinlega að launagreiðandinn hafi ekki hugmynd um hvað starfið felur í sér. Kannski væri það ákjósanlegt að ráðamenn þjóðarinnar prófuðu að fara á vakt hjá lögreglu. Vaktin gæti verið á annasömum degi á höfuðborgarsvæðinu, þar sem mögulega þyrfti að koma að ungri manneskju látinni sökum ofneyslu vímuefna eða taka á móti tilkynningu barns um kynferðislega misnotkun af hendi náins ættingja. Vaktin gæti líka verið á landsbyggðinni þar sem væri einn lögreglumaður sem kæmi að alvarlegu umferðarslysi tveggja bifreiða þar sem látið og mikið slasað fólk er til staðar og engin aðstoð fáanleg næstu klukkustundirnar. Mögulega væri hægt starfa í rannsóknardeild í einn dag og eiga við þann frumskóg af tæknilegum forsendum sem þarf að skilja til að geta leyst mál þar sem nektarmyndir af ungri manneskju hefur farið í dreifingu á netinu. Ég er viss um að starfandi lögreglumenn tækju vel á móti ykkur. Höfundur er lektor í lögreglufræði við Háskólann á Akureyri og lögreglumaður
Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun