Þingmanni blöskrar „sumargjöfin“ til Samherjabarnanna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. maí 2020 15:46 Dagný Linda Kristjánsdóttir, iðjuþjálfi og skíðakona, og Baldvin Þorsteinsson, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá Samherja fengu sumargjöf í stærri kantinum frá foreldrum sínum að sögn þingmanns VG. Guðmundur Jakobsson/Aðsend Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður Vinstri hreyfingarinnar og formaður atvinnuveganefndar, segir að koma verði í veg fyrir að milljarðar króna sem byggist á auðlindum þjóðarinnar renni á milli kynslóða hjá stórum útgerðarfélögum. Nýlegt framsal eigenda Samherja á eignarhlut sínum í sjávarútvegsfyrirtækinu endurspegli galla á kvótakerfinu. Lilja Rafney kvað sér hljóðs undir liðnum Störf þingsins á Alþingi í dag og ræddi tíðindi föstudagsins þegar tilkynnt var að fjórir aðaleigendur útgerðarfyrirtækisins, þar af forstjórinn Þorsteinn Már Baldvinsson, hefðu framselt hlutabréfaeign sína í fyrirtækinu til barna sinna. Fyrir breytingarnar fóru eigendurnir samanlagt með 86,5% hlutafjár í Samherja en hlutur þeirra er 2,0% eftir breytingarnar. „Sumargjafir eru góður og þjóðlegur siður, að gefa börnunm sínum sumargjafir en sumargjafir Samherjaeigenda til barnanna sinna eru kannski í stærri kantinum,“ sagði Lilja Rafney. „Þær nema nema tugum milljarða króna í tilfærslu frá eigendum Samherja til afkomenda sinna. Þetta endurspeglar stórgallað kvótakerfi með óheftu framsali og samþjöppun til stórra fjármagnseigenda. Fjármagnið stýrir að stórum hluta hverjir nýta sjávarauðlindina, hvar hún er nýtt og hvar arðurinn af auðlindinni lendir.“ Umræddir aðaleigendur eru auk Þorsteins þau Helga Steinunn Guðmundsdóttir, Kristján Vilhelmsson og Kolbrún Ingólfsdóttir. Stærstu hluthafar verða nú börn Þorsteins og Helgu, þau Baldvin Þorsteinsson og Katla Þorsteinsdóttir, sem munu fara samanlagt með um 43,0% hlut í Samherja, og svo börn Kristjáns og Kolbrúnar - þau Dagný Linda Kristjánsdóttir, Halldór Örn Kristjánsson, Kristján Bjarni Kristjánsson og Katrín Kristjánsdóttir sem munu fara samanlagt með um 41,5% hlutafjár. Lilja Rafney á fundi atvinnuveganefndar.Vísir/Vilhelm „Það hefur orðið gífurlegur samþjöppun í greininni á þessum þrjátíu árum frá því að óhefta framsalið var sett á. fjármagnseigendur hlutabréfa í stórum útgerðarfélögum eru í engum tengslum við hagsmuni þjóðarinnar eða íbúa sjávarbyggðanna sem hafa margoft þurft að blæða fyrir þegar lifibrauð þeirra og afkoma fer á einni nóttu,“ segir Lilja Rafney. Þetta geti varla talist ásættanlegt við stjórn á sameiginlegri auðlind okkar. „Þegar óhefta framsalið var sett á með lögum 1990 þá var það gert með hagræðingarkröfu ða leiðarljósi. Að lögmál markaðarins myndu auka hagkvæmni veiðanna. En frá þeim tíma hafa allir þessir gallar komið í ljós og Komið í veg fyrir eðlilega þróun í sjávarbyggðum landsins,“ sagði þingkonan. Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.Vísir/Vilhelm Græðgi, brask og miklir fjármunir hafi runnið frá greininni í óskylda starfsemi. „Það er hægt að stýra auðlindinni með öðrum hætti. Með nýtingarsamningum og endurúthlutunum og koma auðlindaákvæði í stjórnarskrá. Það verður að koma í veg fyrir að svona miklir fjármunir af sameiginlegum auðlindum okkar renni á milli kynslóða sem byggjast á sameign þjóðarinnar.“ Sjávarútvegur Alþingi Mest lesið Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Viðskipti innlent Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Neytendur Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Viðskipti innlent Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Verð enn lægst í Prís Neytendur Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Fleiri fréttir Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Sjá meira
Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður Vinstri hreyfingarinnar og formaður atvinnuveganefndar, segir að koma verði í veg fyrir að milljarðar króna sem byggist á auðlindum þjóðarinnar renni á milli kynslóða hjá stórum útgerðarfélögum. Nýlegt framsal eigenda Samherja á eignarhlut sínum í sjávarútvegsfyrirtækinu endurspegli galla á kvótakerfinu. Lilja Rafney kvað sér hljóðs undir liðnum Störf þingsins á Alþingi í dag og ræddi tíðindi föstudagsins þegar tilkynnt var að fjórir aðaleigendur útgerðarfyrirtækisins, þar af forstjórinn Þorsteinn Már Baldvinsson, hefðu framselt hlutabréfaeign sína í fyrirtækinu til barna sinna. Fyrir breytingarnar fóru eigendurnir samanlagt með 86,5% hlutafjár í Samherja en hlutur þeirra er 2,0% eftir breytingarnar. „Sumargjafir eru góður og þjóðlegur siður, að gefa börnunm sínum sumargjafir en sumargjafir Samherjaeigenda til barnanna sinna eru kannski í stærri kantinum,“ sagði Lilja Rafney. „Þær nema nema tugum milljarða króna í tilfærslu frá eigendum Samherja til afkomenda sinna. Þetta endurspeglar stórgallað kvótakerfi með óheftu framsali og samþjöppun til stórra fjármagnseigenda. Fjármagnið stýrir að stórum hluta hverjir nýta sjávarauðlindina, hvar hún er nýtt og hvar arðurinn af auðlindinni lendir.“ Umræddir aðaleigendur eru auk Þorsteins þau Helga Steinunn Guðmundsdóttir, Kristján Vilhelmsson og Kolbrún Ingólfsdóttir. Stærstu hluthafar verða nú börn Þorsteins og Helgu, þau Baldvin Þorsteinsson og Katla Þorsteinsdóttir, sem munu fara samanlagt með um 43,0% hlut í Samherja, og svo börn Kristjáns og Kolbrúnar - þau Dagný Linda Kristjánsdóttir, Halldór Örn Kristjánsson, Kristján Bjarni Kristjánsson og Katrín Kristjánsdóttir sem munu fara samanlagt með um 41,5% hlutafjár. Lilja Rafney á fundi atvinnuveganefndar.Vísir/Vilhelm „Það hefur orðið gífurlegur samþjöppun í greininni á þessum þrjátíu árum frá því að óhefta framsalið var sett á. fjármagnseigendur hlutabréfa í stórum útgerðarfélögum eru í engum tengslum við hagsmuni þjóðarinnar eða íbúa sjávarbyggðanna sem hafa margoft þurft að blæða fyrir þegar lifibrauð þeirra og afkoma fer á einni nóttu,“ segir Lilja Rafney. Þetta geti varla talist ásættanlegt við stjórn á sameiginlegri auðlind okkar. „Þegar óhefta framsalið var sett á með lögum 1990 þá var það gert með hagræðingarkröfu ða leiðarljósi. Að lögmál markaðarins myndu auka hagkvæmni veiðanna. En frá þeim tíma hafa allir þessir gallar komið í ljós og Komið í veg fyrir eðlilega þróun í sjávarbyggðum landsins,“ sagði þingkonan. Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.Vísir/Vilhelm Græðgi, brask og miklir fjármunir hafi runnið frá greininni í óskylda starfsemi. „Það er hægt að stýra auðlindinni með öðrum hætti. Með nýtingarsamningum og endurúthlutunum og koma auðlindaákvæði í stjórnarskrá. Það verður að koma í veg fyrir að svona miklir fjármunir af sameiginlegum auðlindum okkar renni á milli kynslóða sem byggjast á sameign þjóðarinnar.“
Sjávarútvegur Alþingi Mest lesið Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Viðskipti innlent Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Neytendur Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Viðskipti innlent Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Verð enn lægst í Prís Neytendur Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Fleiri fréttir Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Sjá meira