Annar maðurinn sem læknaðist af HIV vill verða sendiherra vonar Samúel Karl Ólason skrifar 10. mars 2020 13:57 Aðeins tveir menn hafa verið læknaðir af HIV. Vísir/Getty Aðeins tveir menn hafa læknast af HIV veirunni svo vitað sé. Sá fyrsti gerði það árið 2011 en Adam Castillejo hefur ekki tekið lyf við HIV í rúma 30 mánuði eftir að hann læknaðist. Hann læknaðist þó ekki af lyfjum við HIV heldur í gegnum krabbameinsmeðferð. Castillejo gekkst undir beinmergsskipti sem læknuðu hann bæði af krabbamein og eyðni. Sá sem gaf beinmerginn bjó yfir sjaldgæfu geni sem veitir viðkomandi, og nú Castillejo, vörn gegn HIV. Árið 2011 var því lýst yfir að Timothy Brown væri sá fyrsti sem læknaðist hefði af HIV. Hann hafði þá gengið í gegnum svipaða meðferð og Castillejo. Lesa má ítarlega grein um lækningu Castillejo hér að neðan. Sjá einnig: Blað brotið í baráttunni við eyðniveiruna Í viðtali við New York Times segir Castillejo að hann vilji vera sendiherra vonar og því hafi hann ákveðið að stíga fram. Hann greindist með HIV árið 2003, þegar hann var einungis 23 ára gamall. Með lyfjum tókst honum að halda sjúkdóminum í skefjum, þar til árið 2011 þegar hann greindist með fjórða stigs krabbamein. Castillejo segir frá því að hann hafi tekið greiningunni sem dauðadómi, þó lyf hafi skánað til muna, og það hafi verið gífurlega erfið lífsreynsla. Þá reynslu hafi hann þó endurlifað 2011 þegar hann greindist með eitlakrabbamein á fjórða stigi. Annan dauðadóm. Við tók löng lyfjameðferð þar til Castillejo var tilkynnt um vorið 2015 að hann myndi ekki lifa fram að jólum. Vinur Castillejo leitaði lausna á netinu og fann lækninn Ian Gabriel, sem sérhæfir sig í beinmergsskiptum á krabbameinssjúklingum og sömuleiðis fólki með eyðni. Castillejo er upprunalega frá Venesúela en faðir hans var af spænskum og hollenskum uppruna. Sem virðist hafa verið til happs, því leit að merggjafa gekk tiltölulega fljótt fyrir sig. Strax um haustið 2015 tilkynnti Gabriel að merggjafi hefði fundist. Aðgerðin sjálf fór svo fram í maí 2016 en raunum Castillejo var þó ekki lokið. Hann misst tugi kílóa og var í marga mánuði á sjúkrahúsi. Þar fékk hann ýmsar sýkingar og gekkst undir fleiri aðgerðir. Allt fór þó á besta veg og þegar Castillejo var búinn að ná sér og kominn aftur í þokkalegt form, tók hann þá ákvörðun að hætta að taka HIV lyfin sín. Þannig gæti hann séð hvort hann væri laus við veiruna. Hann tók síðasta lyfjaskammtinn í október 2017 og sautján mánuðum síðar tilkynntu læknar hans að Castillejo væri læknaður af eyðni. Mjög ólíklegt er að þessi aðgerð gæti nýst fjölda fólks. Vísindi Heilbrigðismál Bandaríkin Bretland Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Sjá meira
Aðeins tveir menn hafa læknast af HIV veirunni svo vitað sé. Sá fyrsti gerði það árið 2011 en Adam Castillejo hefur ekki tekið lyf við HIV í rúma 30 mánuði eftir að hann læknaðist. Hann læknaðist þó ekki af lyfjum við HIV heldur í gegnum krabbameinsmeðferð. Castillejo gekkst undir beinmergsskipti sem læknuðu hann bæði af krabbamein og eyðni. Sá sem gaf beinmerginn bjó yfir sjaldgæfu geni sem veitir viðkomandi, og nú Castillejo, vörn gegn HIV. Árið 2011 var því lýst yfir að Timothy Brown væri sá fyrsti sem læknaðist hefði af HIV. Hann hafði þá gengið í gegnum svipaða meðferð og Castillejo. Lesa má ítarlega grein um lækningu Castillejo hér að neðan. Sjá einnig: Blað brotið í baráttunni við eyðniveiruna Í viðtali við New York Times segir Castillejo að hann vilji vera sendiherra vonar og því hafi hann ákveðið að stíga fram. Hann greindist með HIV árið 2003, þegar hann var einungis 23 ára gamall. Með lyfjum tókst honum að halda sjúkdóminum í skefjum, þar til árið 2011 þegar hann greindist með fjórða stigs krabbamein. Castillejo segir frá því að hann hafi tekið greiningunni sem dauðadómi, þó lyf hafi skánað til muna, og það hafi verið gífurlega erfið lífsreynsla. Þá reynslu hafi hann þó endurlifað 2011 þegar hann greindist með eitlakrabbamein á fjórða stigi. Annan dauðadóm. Við tók löng lyfjameðferð þar til Castillejo var tilkynnt um vorið 2015 að hann myndi ekki lifa fram að jólum. Vinur Castillejo leitaði lausna á netinu og fann lækninn Ian Gabriel, sem sérhæfir sig í beinmergsskiptum á krabbameinssjúklingum og sömuleiðis fólki með eyðni. Castillejo er upprunalega frá Venesúela en faðir hans var af spænskum og hollenskum uppruna. Sem virðist hafa verið til happs, því leit að merggjafa gekk tiltölulega fljótt fyrir sig. Strax um haustið 2015 tilkynnti Gabriel að merggjafi hefði fundist. Aðgerðin sjálf fór svo fram í maí 2016 en raunum Castillejo var þó ekki lokið. Hann misst tugi kílóa og var í marga mánuði á sjúkrahúsi. Þar fékk hann ýmsar sýkingar og gekkst undir fleiri aðgerðir. Allt fór þó á besta veg og þegar Castillejo var búinn að ná sér og kominn aftur í þokkalegt form, tók hann þá ákvörðun að hætta að taka HIV lyfin sín. Þannig gæti hann séð hvort hann væri laus við veiruna. Hann tók síðasta lyfjaskammtinn í október 2017 og sautján mánuðum síðar tilkynntu læknar hans að Castillejo væri læknaður af eyðni. Mjög ólíklegt er að þessi aðgerð gæti nýst fjölda fólks.
Vísindi Heilbrigðismál Bandaríkin Bretland Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Sjá meira