Fólkið stjórni tækninni en ekki tæknin fólkinu Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 20. maí 2020 20:00 Ríkisstjórnin ætlar að verja milljarði króna til ársins 2023 til að styðja við rannsóknir og nýsköpun til að bregðast við samfélagslegum áskorunum. Ráðherrar kynntu áherslur ríkisstjórnarinnar hvað lítur að stuðningi við tækni, vísindi og nýsköpun í gegnum svokallaða markáætlun á blaðamannafundi í dag. „Þar sem lögð verður áhersla á samfélagslegar áskoranir, þær voru unnar í miklu samráði og snúast um loftslagsvána, heilbrigðisvísindi og fjórðu iðnbyltinguna og tæknibreytingar. Hvernig ætlar samfélagið að takast á við þær með vísindi og rannsóknir að vopni,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Samtímis var kynnt áætlun sem felur í sér 27 aðgerðir sem stjórnvöld hyggjast ráðast í er varða fjórðu iðnbyltinguna. „Þar eru til að mynda ýmis siðferðileg álitamál sem kalla á að Ísland móti sér stefnu í málefnum gervigreindar, hvernig við ætlum að nýta þessa nýju tækni, hvaða mörk við ætlum að setja þessari nýju tækni og tryggja að tæknin verði ekki sú sem stjórnar, heldur að fólkið stjórni tækninni og að hún nýtist okkur öllum,“ segir Katrín. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fylgist af athygli með erindi Tryggva Þorgeirssonar, formanns Tækniþróunarsjóðs.Vísir/Vilhelm Huginn Freyr Þorsteinsson, formaður verkefnisstjórnar um fjórðu iðnbyltinguna, fjallaði einnig um málið á blaðamannafundinum í dag. „Íslensk stjórnvöld þurfa að liðsinna fólki við það að komast í gegnum þessar tæknibreytingar. Efla færni fólks, það þarf að aðlaga menntakerfið og stofnanir samfélagsins að því að tæknin mun breyta verulega því hvernig við höfum byggt upp okkar samfélag,“ segir Héðinn í samtali við fréttastofu. „Við eigum ekki að hugsa það þannig að sjálfvirknivæðingin láti störfin hverfa, heldur eiga aðgerðirnar að miða að því að fjölga störfum á Íslandi,“ bætir hann við. Menntamálaráðherra telur menntakerfið nokkuð vel í stakk búið. „Það sem við ætlum að gera núna til framtíðar það er að styrkja stoðirnar enn frekar og ég tel að við höfum algjörlega alla burði í það að verða framúrskarandi menntakerfi,“ segir Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, fór yfir áherslur ráðuneytisins hvað varðar menntun og vísindi í dag.Vísir/Vilhelm Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ferðamála- iðnaðar og nýsköpunarráðherra, segir ýmis fjölbreytt verkefni vera í gangi er tengjast aðgerðum í þágu nýsköpunar. „Ég er mjög stolt af þessum aðgerðum. Það eru áfram heilmikil tækifæri, Twitter er að gefa út að allir starfsmenn þeirra geti unnið hvar sem er og stór fyrir tæki önnur, og smærri fyrirtæki,“ nefnir Þórdís sem dæmi. „Mér finnst þetta vera tækifæri sem aðvið getum ekki látiðfram hjá okkur fara. Ef við getum reynt aðsækja einhvern veginn öflugt fólk um víða veröld sem getur hugsað sér aðsetjast að hér, tímabundiðeða varanlega,“ segir Þórdís. Nýsköpun Vísindi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tækni Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Sjá meira
Ríkisstjórnin ætlar að verja milljarði króna til ársins 2023 til að styðja við rannsóknir og nýsköpun til að bregðast við samfélagslegum áskorunum. Ráðherrar kynntu áherslur ríkisstjórnarinnar hvað lítur að stuðningi við tækni, vísindi og nýsköpun í gegnum svokallaða markáætlun á blaðamannafundi í dag. „Þar sem lögð verður áhersla á samfélagslegar áskoranir, þær voru unnar í miklu samráði og snúast um loftslagsvána, heilbrigðisvísindi og fjórðu iðnbyltinguna og tæknibreytingar. Hvernig ætlar samfélagið að takast á við þær með vísindi og rannsóknir að vopni,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Samtímis var kynnt áætlun sem felur í sér 27 aðgerðir sem stjórnvöld hyggjast ráðast í er varða fjórðu iðnbyltinguna. „Þar eru til að mynda ýmis siðferðileg álitamál sem kalla á að Ísland móti sér stefnu í málefnum gervigreindar, hvernig við ætlum að nýta þessa nýju tækni, hvaða mörk við ætlum að setja þessari nýju tækni og tryggja að tæknin verði ekki sú sem stjórnar, heldur að fólkið stjórni tækninni og að hún nýtist okkur öllum,“ segir Katrín. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fylgist af athygli með erindi Tryggva Þorgeirssonar, formanns Tækniþróunarsjóðs.Vísir/Vilhelm Huginn Freyr Þorsteinsson, formaður verkefnisstjórnar um fjórðu iðnbyltinguna, fjallaði einnig um málið á blaðamannafundinum í dag. „Íslensk stjórnvöld þurfa að liðsinna fólki við það að komast í gegnum þessar tæknibreytingar. Efla færni fólks, það þarf að aðlaga menntakerfið og stofnanir samfélagsins að því að tæknin mun breyta verulega því hvernig við höfum byggt upp okkar samfélag,“ segir Héðinn í samtali við fréttastofu. „Við eigum ekki að hugsa það þannig að sjálfvirknivæðingin láti störfin hverfa, heldur eiga aðgerðirnar að miða að því að fjölga störfum á Íslandi,“ bætir hann við. Menntamálaráðherra telur menntakerfið nokkuð vel í stakk búið. „Það sem við ætlum að gera núna til framtíðar það er að styrkja stoðirnar enn frekar og ég tel að við höfum algjörlega alla burði í það að verða framúrskarandi menntakerfi,“ segir Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, fór yfir áherslur ráðuneytisins hvað varðar menntun og vísindi í dag.Vísir/Vilhelm Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ferðamála- iðnaðar og nýsköpunarráðherra, segir ýmis fjölbreytt verkefni vera í gangi er tengjast aðgerðum í þágu nýsköpunar. „Ég er mjög stolt af þessum aðgerðum. Það eru áfram heilmikil tækifæri, Twitter er að gefa út að allir starfsmenn þeirra geti unnið hvar sem er og stór fyrir tæki önnur, og smærri fyrirtæki,“ nefnir Þórdís sem dæmi. „Mér finnst þetta vera tækifæri sem aðvið getum ekki látiðfram hjá okkur fara. Ef við getum reynt aðsækja einhvern veginn öflugt fólk um víða veröld sem getur hugsað sér aðsetjast að hér, tímabundiðeða varanlega,“ segir Þórdís.
Nýsköpun Vísindi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tækni Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Sjá meira