Stoppa þarf klukkuna til að halda ferðaþjónustunni á lífi Þórir Garðarsson skrifar 17. apríl 2020 10:15 Þrálát umræða á sér stað í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum - að Covid-19 skapi tækifæri til að láta skuldsett fyrirtæki í ferðaþjónustunni fara í þrot. Þeim sé ekki viðbjargandi í ljósi þess tekjuhruns sem þegar er hafið og fyrirséð að standi næstu misseri. Í þessu sambandi hefur verið rætt um offjárfestingu með tilheyrandi skuldsetningu ferðaþjónustufyrirtækja. En ástæðan fyrir miklum fjárfestingum í greininni er sú að það þurfti að ráðast í mikla uppbyggingu til að mæta örri fjölgun ferðamanna. Þannig gátu ferðamenn fengið þjónustu og skilið eftir sig yfir 500 milljarða króna gjaldeyristekjur á ári. Án uppbyggingarinnar, sem fjármögnuð var með eigin fé og lántökum, hefði ekki verið hægt að mæta eftirspurninni. Án mikilla fjárfestinga í ferðaþjónustunni hefði Ísland ekki komist jafn hratt út úr bankahruninu og raun ber vitni. Án þeirra hefði ríkissjóði ekki gengið svo vel að lækka skuldir og Seðlabankinn ekki byggt upp þann gjaldeyrisforða sem nú er til staðar. Fjárfestingarnar standa fyrir sínu – bara ekki núna Ef kórónavírusinn hefði ekki gripið heimsbyggðina heljartökum, þá hefðu fjárfestingarnar í ferðaþjónustunni haldið áfram að skila þjóðarbúinu tekjum og skapa atvinnu fyrir tugþúsundir manna. Þessar fjárfestingar standa því fyllilega fyrir sínu, en við núverandi aðstæður skila þær engum tekjum fyrr en ferðamenn láta sjá sig aftur. Þjóðarbúið er engu bættara þó fjármálafyrirtæki taki eignir og rekstur til sín og selji á brunaútsölu. Án tekna geta fyrirtækin ekki greitt laun, vexti og afborganir lána, skatta, hita, rafmagn, hráefni eða annað sem þarf til að halda starfsemi gangandi. Besta hugmyndin Ef ferðaþjónustan á ekki hreinlega að þurrkast út þarf að hugsa stórt. Besta hugmyndin sem ég hef heyrt hingað til er að ríkið taki að sér afborganir lána ferðaþjónustufyrirtækjanna a.m.k. næsta árið með endurfjármögnun til ferðaþjónustufyrirtækja á Seðlabankakjörum. Það skapar viðskiptabönkunum í staðinn svigrúm til að mæta lausafjárvanda fyrirtækjanna til að þau geti haldið áfram að draga andann. Þau þurfa að vera á lífi þegar ferðamennska fer að glæðast. Ferðaþjónustan skuldar um 250 milljarða króna. Afborganir og vextir gætu numið 20 milljörðum króna á ári. Það er ekki há upphæð í samanburði við þær gríðarmiklu tekjur sem ferðaþjónustan hefur skilað árlega í ríkissjóði undanfarin ár – og mun halda áfram að skila þegar allt verður komið í eðlilegt horf. Ekki er verið að tala um að gefa fyrirtækjunum þessa fjármuni, heldur aðeins að gera þeim kleift að koma rekstrinum í skjól þar til ferðamenn láta sjá sig aftur Þó að 20 milljarðar séu há fjárhæð þá gæti það verið réttlætanlegt í því skyni að stuðla að eins hröðum bata í greininni og hægt er. Stoppa klukkuna og leggjast í híði Lífsvon tekjulausra fyrirtækja er hreinlega leggjast í híði. Þau geta fæst verið með starfsfólk á hlutabótum, vegna þess að það eru ekki einu sinni til peningar til að borga 25% laun. Þau geta ekki einu sinni sagt starfsfólki upp og greitt því laun í uppsagnarfresti. Þau geta ekki greitt fasteignagjöld eða af lánum eða skatta eða neitt annað af þeim fjölmörgu kostnaðarliðum sem fylgir daglegum rekstri. Þau þurfa aðstoð og hún þarf bæði að koma frá ríkisvaldinu og bönkunum. Það þarf einfaldlega að stoppa klukkuna. Þannig verða fyrirtækin best tilbúin til að grípa gæsina þegar hún gefst aftur, þegar ferðamenn fara aftur á stjá. Meðan þessi frostavetur ferðaþjónustunnar gengur yfir hafa fyrirtækin tíma til að ráðast í tiltektir í rekstrinum, huga að sameiningum, viðhalda erlendum samböndum, sinna markaðsmálum, svara fyrirspurnum og gera sig klár fyrir ferðamannavorið. Höfundur er stjórnarformaður Allrahanda Gray Line Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Þórir Garðarsson Hlutabótaleiðin Mest lesið Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðisveisla Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Þrálát umræða á sér stað í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum - að Covid-19 skapi tækifæri til að láta skuldsett fyrirtæki í ferðaþjónustunni fara í þrot. Þeim sé ekki viðbjargandi í ljósi þess tekjuhruns sem þegar er hafið og fyrirséð að standi næstu misseri. Í þessu sambandi hefur verið rætt um offjárfestingu með tilheyrandi skuldsetningu ferðaþjónustufyrirtækja. En ástæðan fyrir miklum fjárfestingum í greininni er sú að það þurfti að ráðast í mikla uppbyggingu til að mæta örri fjölgun ferðamanna. Þannig gátu ferðamenn fengið þjónustu og skilið eftir sig yfir 500 milljarða króna gjaldeyristekjur á ári. Án uppbyggingarinnar, sem fjármögnuð var með eigin fé og lántökum, hefði ekki verið hægt að mæta eftirspurninni. Án mikilla fjárfestinga í ferðaþjónustunni hefði Ísland ekki komist jafn hratt út úr bankahruninu og raun ber vitni. Án þeirra hefði ríkissjóði ekki gengið svo vel að lækka skuldir og Seðlabankinn ekki byggt upp þann gjaldeyrisforða sem nú er til staðar. Fjárfestingarnar standa fyrir sínu – bara ekki núna Ef kórónavírusinn hefði ekki gripið heimsbyggðina heljartökum, þá hefðu fjárfestingarnar í ferðaþjónustunni haldið áfram að skila þjóðarbúinu tekjum og skapa atvinnu fyrir tugþúsundir manna. Þessar fjárfestingar standa því fyllilega fyrir sínu, en við núverandi aðstæður skila þær engum tekjum fyrr en ferðamenn láta sjá sig aftur. Þjóðarbúið er engu bættara þó fjármálafyrirtæki taki eignir og rekstur til sín og selji á brunaútsölu. Án tekna geta fyrirtækin ekki greitt laun, vexti og afborganir lána, skatta, hita, rafmagn, hráefni eða annað sem þarf til að halda starfsemi gangandi. Besta hugmyndin Ef ferðaþjónustan á ekki hreinlega að þurrkast út þarf að hugsa stórt. Besta hugmyndin sem ég hef heyrt hingað til er að ríkið taki að sér afborganir lána ferðaþjónustufyrirtækjanna a.m.k. næsta árið með endurfjármögnun til ferðaþjónustufyrirtækja á Seðlabankakjörum. Það skapar viðskiptabönkunum í staðinn svigrúm til að mæta lausafjárvanda fyrirtækjanna til að þau geti haldið áfram að draga andann. Þau þurfa að vera á lífi þegar ferðamennska fer að glæðast. Ferðaþjónustan skuldar um 250 milljarða króna. Afborganir og vextir gætu numið 20 milljörðum króna á ári. Það er ekki há upphæð í samanburði við þær gríðarmiklu tekjur sem ferðaþjónustan hefur skilað árlega í ríkissjóði undanfarin ár – og mun halda áfram að skila þegar allt verður komið í eðlilegt horf. Ekki er verið að tala um að gefa fyrirtækjunum þessa fjármuni, heldur aðeins að gera þeim kleift að koma rekstrinum í skjól þar til ferðamenn láta sjá sig aftur Þó að 20 milljarðar séu há fjárhæð þá gæti það verið réttlætanlegt í því skyni að stuðla að eins hröðum bata í greininni og hægt er. Stoppa klukkuna og leggjast í híði Lífsvon tekjulausra fyrirtækja er hreinlega leggjast í híði. Þau geta fæst verið með starfsfólk á hlutabótum, vegna þess að það eru ekki einu sinni til peningar til að borga 25% laun. Þau geta ekki einu sinni sagt starfsfólki upp og greitt því laun í uppsagnarfresti. Þau geta ekki greitt fasteignagjöld eða af lánum eða skatta eða neitt annað af þeim fjölmörgu kostnaðarliðum sem fylgir daglegum rekstri. Þau þurfa aðstoð og hún þarf bæði að koma frá ríkisvaldinu og bönkunum. Það þarf einfaldlega að stoppa klukkuna. Þannig verða fyrirtækin best tilbúin til að grípa gæsina þegar hún gefst aftur, þegar ferðamenn fara aftur á stjá. Meðan þessi frostavetur ferðaþjónustunnar gengur yfir hafa fyrirtækin tíma til að ráðast í tiltektir í rekstrinum, huga að sameiningum, viðhalda erlendum samböndum, sinna markaðsmálum, svara fyrirspurnum og gera sig klár fyrir ferðamannavorið. Höfundur er stjórnarformaður Allrahanda Gray Line
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun