Varar við að ríkari aðildarríki ESB verði látin borga brúsann Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 21. maí 2020 12:47 Friedrich Merz, fyrrverandi leiðtogi þingflokks Kristilegra demókrata í Þýskalandi. EPA/BODO SCHACKOW Friedrich Merz, fyrrverandi leiðtogi þingflokks Kristilegra demókrata í Þýskalandi, segir Evrópusambandið þurfa að gæta sín að verða ekki „millifærslusamband“ þar sem ríkari aðildarríki eru látin koma fátækari aðildarríkjunum til bjargar hvenær sem þau eru í fjárhagsvanda. Þetta sagði hann í samtali við fréttastofu Reuters en hann er einnig talinn líklegur eftirmaður Angelu Merkel kanslara. Hann sagði að ESB dansaði línudans með fjárhagslega björgunarpakka sem verið er að ræða hjá sambandinu þessa dagana. Frakkland og Þýskaland lögðu til að 500 milljarða evra sjóður yrði stofnaður sem myndi veita styrki til svæða ESB sem yrðu verst úti vegna kórónuveirufaraldursins. Það samsvarar um 7.838 milljörðum íslenskra króna. Merz sagði að þegar hann, sem þingmaður í Evrópuþinginu og þýska þinginu, hefði samþykkt Efnahags- og myntbandalagið hafi hann lofað kjósendum því að það myndi ekki breytast í „Evrópska millifærslubandalagið.“ „Ég tel mig bundinn þessu loforði – einnig til að gefa andstæðingum Evrópusambandsins ekki höggfæri sem hægt er að misnota í næstu alríkiskosningum,“ sagði hann í viðtalinu sem birt var í morgun og vísaði í kosningar til kanslara sem haldnar verða á næsta ári í Þýskalandi og hann hyggst bjóða sig fram til. Frumvarpið um sjóðinn var kynnt af Angelu Merkel, Þýskalandskanslarar, og Emmanuel Macron, forseta Frakklands. Þýskir flokkar á hægri-vængnum hafa gagnrýnt frumvarpið harðlega. Þá hafa mörg flokkssystkina Merkel lýst yfir áhyggjum vegna frumvarpsins. Þýskaland Frakkland Evrópusambandið Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Merkel gefur eftir og samþykkir styrkveitingar Emmanuel Macron, forseti Frakklands, og Angela Merkel, kanslari Þýskalands, tilkynntu í kvöld að þau hefðu komist að samkomulagi um drög að 500 milljarða evra neyðarsjóð, sem nota á til að aðstoða þau ríki sem hafa orðið hvað verst úti vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar. 18. maí 2020 23:41 Sögulegur samdráttur í Þýskalandi Verg landsframleiðsla í Þýskalandi dróst saman um 2,2 prósent á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Þetta er mesti samdráttur á einum ársfjórðungi í landinu frá fjármálakreppunni 2009. 15. maí 2020 10:13 Þjóðverjar vilja opnun landamæra innan ESB þann 15. júní Þýsk yfirvöld hyggjast opna landamærin að Austurríki, Sviss og Frakklandi á laugardaginn 13. maí 2020 10:38 Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Erlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Innlent Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Innlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Fleiri fréttir Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Sjá meira
Friedrich Merz, fyrrverandi leiðtogi þingflokks Kristilegra demókrata í Þýskalandi, segir Evrópusambandið þurfa að gæta sín að verða ekki „millifærslusamband“ þar sem ríkari aðildarríki eru látin koma fátækari aðildarríkjunum til bjargar hvenær sem þau eru í fjárhagsvanda. Þetta sagði hann í samtali við fréttastofu Reuters en hann er einnig talinn líklegur eftirmaður Angelu Merkel kanslara. Hann sagði að ESB dansaði línudans með fjárhagslega björgunarpakka sem verið er að ræða hjá sambandinu þessa dagana. Frakkland og Þýskaland lögðu til að 500 milljarða evra sjóður yrði stofnaður sem myndi veita styrki til svæða ESB sem yrðu verst úti vegna kórónuveirufaraldursins. Það samsvarar um 7.838 milljörðum íslenskra króna. Merz sagði að þegar hann, sem þingmaður í Evrópuþinginu og þýska þinginu, hefði samþykkt Efnahags- og myntbandalagið hafi hann lofað kjósendum því að það myndi ekki breytast í „Evrópska millifærslubandalagið.“ „Ég tel mig bundinn þessu loforði – einnig til að gefa andstæðingum Evrópusambandsins ekki höggfæri sem hægt er að misnota í næstu alríkiskosningum,“ sagði hann í viðtalinu sem birt var í morgun og vísaði í kosningar til kanslara sem haldnar verða á næsta ári í Þýskalandi og hann hyggst bjóða sig fram til. Frumvarpið um sjóðinn var kynnt af Angelu Merkel, Þýskalandskanslarar, og Emmanuel Macron, forseta Frakklands. Þýskir flokkar á hægri-vængnum hafa gagnrýnt frumvarpið harðlega. Þá hafa mörg flokkssystkina Merkel lýst yfir áhyggjum vegna frumvarpsins.
Þýskaland Frakkland Evrópusambandið Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Merkel gefur eftir og samþykkir styrkveitingar Emmanuel Macron, forseti Frakklands, og Angela Merkel, kanslari Þýskalands, tilkynntu í kvöld að þau hefðu komist að samkomulagi um drög að 500 milljarða evra neyðarsjóð, sem nota á til að aðstoða þau ríki sem hafa orðið hvað verst úti vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar. 18. maí 2020 23:41 Sögulegur samdráttur í Þýskalandi Verg landsframleiðsla í Þýskalandi dróst saman um 2,2 prósent á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Þetta er mesti samdráttur á einum ársfjórðungi í landinu frá fjármálakreppunni 2009. 15. maí 2020 10:13 Þjóðverjar vilja opnun landamæra innan ESB þann 15. júní Þýsk yfirvöld hyggjast opna landamærin að Austurríki, Sviss og Frakklandi á laugardaginn 13. maí 2020 10:38 Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Erlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Innlent Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Innlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Fleiri fréttir Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Sjá meira
Merkel gefur eftir og samþykkir styrkveitingar Emmanuel Macron, forseti Frakklands, og Angela Merkel, kanslari Þýskalands, tilkynntu í kvöld að þau hefðu komist að samkomulagi um drög að 500 milljarða evra neyðarsjóð, sem nota á til að aðstoða þau ríki sem hafa orðið hvað verst úti vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar. 18. maí 2020 23:41
Sögulegur samdráttur í Þýskalandi Verg landsframleiðsla í Þýskalandi dróst saman um 2,2 prósent á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Þetta er mesti samdráttur á einum ársfjórðungi í landinu frá fjármálakreppunni 2009. 15. maí 2020 10:13
Þjóðverjar vilja opnun landamæra innan ESB þann 15. júní Þýsk yfirvöld hyggjast opna landamærin að Austurríki, Sviss og Frakklandi á laugardaginn 13. maí 2020 10:38