Seinagangur stjórnvalda kostaði þúsundir mannslífa Vésteinn Örn Pétursson skrifar 21. maí 2020 14:14 Covid-19 hefur dregið rúmlega 95 þúsund manns til dauða í Bandaríkjunum. Vísir/EPA Niðurstaða rannsóknar faraldursfræðinga við Columbia-háskóla í Bandaríkjunum hefur leitt í ljós að ef brugðist hefði verið við faraldri kórónuveirunnar viku fyrr hefði mátt bjarga allt að 36 þúsund mannslífum sem töpuðust í landinu fram að fyrri hluta þessa mánaðar. Þetta kemur fram í umfjöllun Washington Post um rannsóknina. Þar er haft eftir Jeffrey Shaman, umhverfisheilbrigðissérfræðingi sem leiddi rannsóknina, að afleiðingar faraldursins verði þeim mun verri, ef ráðstafanir til þess að draga úr vaxtarhlutfalli hans í byrjun. Alls hafa rúmlega 95 þúsund manns látið lífið af völdum veirunnar í Bandaríkjunum. Samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar hefðu skjótari viðbrögð og ráðstafanir á borð við sóttkví og félagsforðun (e. social distancing) viku fyrr getað komið í veg fyrir um 36 þúsund þessara dauðsfalla, eða rúmlega 37 prósent staðfestra Covid-dauðsfalla í Bandaríkjunum. Sjá einnig: Obama gagnrýnir enn viðbrögð Trump-stjórnarinnar við faraldrinum Teymið að baki rannsókninni skoðaði útbreiðslu kórónuveirunnar í Bandaríkjunum frá 15. mars, deginum sem mörgum Bandaríkjamönnum var uppálagt að halda sig heima vegna útbreiðslu veirunnar, til 3. maí. Útbreiðsla veirunnar var skoðuð innan hverrar sýslu og milli sýsla. Þá skoðuðu rannsakendur dauðsföll á hverjum stað yfir þetta sjö vikna tímabil. Eftir það var unnið með gögnin og önnur sviðsmynd dregin upp. Sviðsmynd þar sem stjórnvöld gripu til aðgerða viku fyrr en þau gerðu. Þá kom í ljós hversu mörgum mannslífum hefði verið hægt að bjarga. Séu viðbrögð stjórnvalda færð enn aftar, til 1. mars, sýnir rannsóknin að 54 þúsund færri hefðu látist af völdum veirunnar en nú er raunin. Trump-stjórnin gagnrýnir rannsóknina og bendir á Kína Ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta hefur harðlega gagnrýnt niðurstöður rannsóknarinnar. Í skriflegri yfirlýsingu til Washington Post segir Judd Deere, talsmaður Hvíta hússins, að aðilar innan stjórnsýslunnar hefðu tekið bestu ákvarðanirnar út frá þeim upplýsingum sem fyrir lágu hverju sinni. Donald Trump Bandaríkjaforseti.Vísir/EPA „Það sem hefði bjargað mannslífum hefði verið ef Kína hefði verið gagnsætt og Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefði sinnt skyldum sínum. Það sem bjargaði mannslífum voru áræðin viðbrögð Trump forseta.“ Þá segir í svari Deere að forsetinn hafi snemma komið á ferðatakmörkunum, áður en í ljós kom að einkennalausir smitaðir einstaklingar gætu smitað aðra. Trump bannaði ferðalög frá Evrópu til Bandaríkjanna þann 13. mars. Vandamál sem krefst pólitískra leiðtogahæfileika Shaman segir að áhrif fyrirbyggjandi aðgerða séu breytileg eftir ákvörðunum sem teknar eru á hverju stigi stjórnsýslunnar, og utan þess. Allt frá Hvíta húsinu til hvers einasta heimilis í Bandaríkjunum. Hann bendir á að í Cook-sýslu í Illinois-ríki hafi ákvarðanir embættismanna ríkisins og lægra settra stjórnvalda, auk samvinnuvilja íbúa á svæðinu, valdið því að daglegum smitum snarfækkaði. „Það er hægt að benda á aðra allan daginn. Í sannleika sagt verður hvert og eitt okkar að draga sínar eigin ályktanir um hvar sökin liggur,“ segir Shaman. Hann segir vænlegra til árangurs að taka niðurstöður rannsóknarinnar, læra af þeim og færa yfir á framtíðina. Sérstaklega í ljósi þess að samfélagslegum höftum verður aflétt víða um landið eftir næstu helgi. Hann segir Bandaríkjamenn áfram þurfa að vera á varðbergi fyrir útbreiðslu veirunnar og að þeir þurfi að bregðast hratt við þegar hópsýkingar koma upp. „Það sem við erum að eiga við er mjög krefjandi vandamál. Það krefst pólitískra leiðtogahæfileika, samvinnuvilja almennings og vilja alls samfélagsins til að láta hlutina gerast.“ Bandaríkin er það ríki heims þar sem flest tilfelli kórónuveirunnar hafa verið staðfest. Alls hafa greinst tæplega 1,6 milljónir smita og rúmlega 95 þúsund hafa látið lífið. Virk smit í landinu eru rúmlega 1,1 milljón. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Donald Trump Tengdar fréttir Fleiri en fimm milljónir staðfestra kórónuveirusmita Staðfest tilfelli kórónuveiru eru nú orðin fleiri en fimm milljónir í heiminum. Meira en ein og hálf milljón tilfella hafa greinst í Bandaríkjunum. 21. maí 2020 09:33 Trump hótar ríkjum sem auðvelda fólki að kjósa í faraldrinum Donald Trump Bandaríkjaforseti hótaði í dag tveimur ríkjum Bandaríkjanna að hann myndi stöðva fjárveitingar alríkisstjórnarinnar til þeirra ef þau hættu ekki við áform um að bjóða upp á utankjörfundar- og póstatkvæði til að draga úr smithættu vegna kórónuveirufaraldursins í kosningum á þessu ári. 20. maí 2020 16:44 Trump setur WHO afarkosti Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur hótað því að Bandaríkin hætti fjárframlögum til Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) um ókomna tíð vegna viðbragða stofnunarinnar við faraldri kórónuveiru. 19. maí 2020 06:50 Mest lesið Tólf látnir í hryðjuverkaárásinni í Ástralíu Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Fleiri fréttir Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Tólf látnir í hryðjuverkaárásinni í Ástralíu Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Sjá meira
Niðurstaða rannsóknar faraldursfræðinga við Columbia-háskóla í Bandaríkjunum hefur leitt í ljós að ef brugðist hefði verið við faraldri kórónuveirunnar viku fyrr hefði mátt bjarga allt að 36 þúsund mannslífum sem töpuðust í landinu fram að fyrri hluta þessa mánaðar. Þetta kemur fram í umfjöllun Washington Post um rannsóknina. Þar er haft eftir Jeffrey Shaman, umhverfisheilbrigðissérfræðingi sem leiddi rannsóknina, að afleiðingar faraldursins verði þeim mun verri, ef ráðstafanir til þess að draga úr vaxtarhlutfalli hans í byrjun. Alls hafa rúmlega 95 þúsund manns látið lífið af völdum veirunnar í Bandaríkjunum. Samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar hefðu skjótari viðbrögð og ráðstafanir á borð við sóttkví og félagsforðun (e. social distancing) viku fyrr getað komið í veg fyrir um 36 þúsund þessara dauðsfalla, eða rúmlega 37 prósent staðfestra Covid-dauðsfalla í Bandaríkjunum. Sjá einnig: Obama gagnrýnir enn viðbrögð Trump-stjórnarinnar við faraldrinum Teymið að baki rannsókninni skoðaði útbreiðslu kórónuveirunnar í Bandaríkjunum frá 15. mars, deginum sem mörgum Bandaríkjamönnum var uppálagt að halda sig heima vegna útbreiðslu veirunnar, til 3. maí. Útbreiðsla veirunnar var skoðuð innan hverrar sýslu og milli sýsla. Þá skoðuðu rannsakendur dauðsföll á hverjum stað yfir þetta sjö vikna tímabil. Eftir það var unnið með gögnin og önnur sviðsmynd dregin upp. Sviðsmynd þar sem stjórnvöld gripu til aðgerða viku fyrr en þau gerðu. Þá kom í ljós hversu mörgum mannslífum hefði verið hægt að bjarga. Séu viðbrögð stjórnvalda færð enn aftar, til 1. mars, sýnir rannsóknin að 54 þúsund færri hefðu látist af völdum veirunnar en nú er raunin. Trump-stjórnin gagnrýnir rannsóknina og bendir á Kína Ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta hefur harðlega gagnrýnt niðurstöður rannsóknarinnar. Í skriflegri yfirlýsingu til Washington Post segir Judd Deere, talsmaður Hvíta hússins, að aðilar innan stjórnsýslunnar hefðu tekið bestu ákvarðanirnar út frá þeim upplýsingum sem fyrir lágu hverju sinni. Donald Trump Bandaríkjaforseti.Vísir/EPA „Það sem hefði bjargað mannslífum hefði verið ef Kína hefði verið gagnsætt og Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefði sinnt skyldum sínum. Það sem bjargaði mannslífum voru áræðin viðbrögð Trump forseta.“ Þá segir í svari Deere að forsetinn hafi snemma komið á ferðatakmörkunum, áður en í ljós kom að einkennalausir smitaðir einstaklingar gætu smitað aðra. Trump bannaði ferðalög frá Evrópu til Bandaríkjanna þann 13. mars. Vandamál sem krefst pólitískra leiðtogahæfileika Shaman segir að áhrif fyrirbyggjandi aðgerða séu breytileg eftir ákvörðunum sem teknar eru á hverju stigi stjórnsýslunnar, og utan þess. Allt frá Hvíta húsinu til hvers einasta heimilis í Bandaríkjunum. Hann bendir á að í Cook-sýslu í Illinois-ríki hafi ákvarðanir embættismanna ríkisins og lægra settra stjórnvalda, auk samvinnuvilja íbúa á svæðinu, valdið því að daglegum smitum snarfækkaði. „Það er hægt að benda á aðra allan daginn. Í sannleika sagt verður hvert og eitt okkar að draga sínar eigin ályktanir um hvar sökin liggur,“ segir Shaman. Hann segir vænlegra til árangurs að taka niðurstöður rannsóknarinnar, læra af þeim og færa yfir á framtíðina. Sérstaklega í ljósi þess að samfélagslegum höftum verður aflétt víða um landið eftir næstu helgi. Hann segir Bandaríkjamenn áfram þurfa að vera á varðbergi fyrir útbreiðslu veirunnar og að þeir þurfi að bregðast hratt við þegar hópsýkingar koma upp. „Það sem við erum að eiga við er mjög krefjandi vandamál. Það krefst pólitískra leiðtogahæfileika, samvinnuvilja almennings og vilja alls samfélagsins til að láta hlutina gerast.“ Bandaríkin er það ríki heims þar sem flest tilfelli kórónuveirunnar hafa verið staðfest. Alls hafa greinst tæplega 1,6 milljónir smita og rúmlega 95 þúsund hafa látið lífið. Virk smit í landinu eru rúmlega 1,1 milljón.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Donald Trump Tengdar fréttir Fleiri en fimm milljónir staðfestra kórónuveirusmita Staðfest tilfelli kórónuveiru eru nú orðin fleiri en fimm milljónir í heiminum. Meira en ein og hálf milljón tilfella hafa greinst í Bandaríkjunum. 21. maí 2020 09:33 Trump hótar ríkjum sem auðvelda fólki að kjósa í faraldrinum Donald Trump Bandaríkjaforseti hótaði í dag tveimur ríkjum Bandaríkjanna að hann myndi stöðva fjárveitingar alríkisstjórnarinnar til þeirra ef þau hættu ekki við áform um að bjóða upp á utankjörfundar- og póstatkvæði til að draga úr smithættu vegna kórónuveirufaraldursins í kosningum á þessu ári. 20. maí 2020 16:44 Trump setur WHO afarkosti Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur hótað því að Bandaríkin hætti fjárframlögum til Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) um ókomna tíð vegna viðbragða stofnunarinnar við faraldri kórónuveiru. 19. maí 2020 06:50 Mest lesið Tólf látnir í hryðjuverkaárásinni í Ástralíu Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Fleiri fréttir Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Tólf látnir í hryðjuverkaárásinni í Ástralíu Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Sjá meira
Fleiri en fimm milljónir staðfestra kórónuveirusmita Staðfest tilfelli kórónuveiru eru nú orðin fleiri en fimm milljónir í heiminum. Meira en ein og hálf milljón tilfella hafa greinst í Bandaríkjunum. 21. maí 2020 09:33
Trump hótar ríkjum sem auðvelda fólki að kjósa í faraldrinum Donald Trump Bandaríkjaforseti hótaði í dag tveimur ríkjum Bandaríkjanna að hann myndi stöðva fjárveitingar alríkisstjórnarinnar til þeirra ef þau hættu ekki við áform um að bjóða upp á utankjörfundar- og póstatkvæði til að draga úr smithættu vegna kórónuveirufaraldursins í kosningum á þessu ári. 20. maí 2020 16:44
Trump setur WHO afarkosti Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur hótað því að Bandaríkin hætti fjárframlögum til Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) um ókomna tíð vegna viðbragða stofnunarinnar við faraldri kórónuveiru. 19. maí 2020 06:50