Seinagangur stjórnvalda kostaði þúsundir mannslífa Vésteinn Örn Pétursson skrifar 21. maí 2020 14:14 Covid-19 hefur dregið rúmlega 95 þúsund manns til dauða í Bandaríkjunum. Vísir/EPA Niðurstaða rannsóknar faraldursfræðinga við Columbia-háskóla í Bandaríkjunum hefur leitt í ljós að ef brugðist hefði verið við faraldri kórónuveirunnar viku fyrr hefði mátt bjarga allt að 36 þúsund mannslífum sem töpuðust í landinu fram að fyrri hluta þessa mánaðar. Þetta kemur fram í umfjöllun Washington Post um rannsóknina. Þar er haft eftir Jeffrey Shaman, umhverfisheilbrigðissérfræðingi sem leiddi rannsóknina, að afleiðingar faraldursins verði þeim mun verri, ef ráðstafanir til þess að draga úr vaxtarhlutfalli hans í byrjun. Alls hafa rúmlega 95 þúsund manns látið lífið af völdum veirunnar í Bandaríkjunum. Samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar hefðu skjótari viðbrögð og ráðstafanir á borð við sóttkví og félagsforðun (e. social distancing) viku fyrr getað komið í veg fyrir um 36 þúsund þessara dauðsfalla, eða rúmlega 37 prósent staðfestra Covid-dauðsfalla í Bandaríkjunum. Sjá einnig: Obama gagnrýnir enn viðbrögð Trump-stjórnarinnar við faraldrinum Teymið að baki rannsókninni skoðaði útbreiðslu kórónuveirunnar í Bandaríkjunum frá 15. mars, deginum sem mörgum Bandaríkjamönnum var uppálagt að halda sig heima vegna útbreiðslu veirunnar, til 3. maí. Útbreiðsla veirunnar var skoðuð innan hverrar sýslu og milli sýsla. Þá skoðuðu rannsakendur dauðsföll á hverjum stað yfir þetta sjö vikna tímabil. Eftir það var unnið með gögnin og önnur sviðsmynd dregin upp. Sviðsmynd þar sem stjórnvöld gripu til aðgerða viku fyrr en þau gerðu. Þá kom í ljós hversu mörgum mannslífum hefði verið hægt að bjarga. Séu viðbrögð stjórnvalda færð enn aftar, til 1. mars, sýnir rannsóknin að 54 þúsund færri hefðu látist af völdum veirunnar en nú er raunin. Trump-stjórnin gagnrýnir rannsóknina og bendir á Kína Ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta hefur harðlega gagnrýnt niðurstöður rannsóknarinnar. Í skriflegri yfirlýsingu til Washington Post segir Judd Deere, talsmaður Hvíta hússins, að aðilar innan stjórnsýslunnar hefðu tekið bestu ákvarðanirnar út frá þeim upplýsingum sem fyrir lágu hverju sinni. Donald Trump Bandaríkjaforseti.Vísir/EPA „Það sem hefði bjargað mannslífum hefði verið ef Kína hefði verið gagnsætt og Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefði sinnt skyldum sínum. Það sem bjargaði mannslífum voru áræðin viðbrögð Trump forseta.“ Þá segir í svari Deere að forsetinn hafi snemma komið á ferðatakmörkunum, áður en í ljós kom að einkennalausir smitaðir einstaklingar gætu smitað aðra. Trump bannaði ferðalög frá Evrópu til Bandaríkjanna þann 13. mars. Vandamál sem krefst pólitískra leiðtogahæfileika Shaman segir að áhrif fyrirbyggjandi aðgerða séu breytileg eftir ákvörðunum sem teknar eru á hverju stigi stjórnsýslunnar, og utan þess. Allt frá Hvíta húsinu til hvers einasta heimilis í Bandaríkjunum. Hann bendir á að í Cook-sýslu í Illinois-ríki hafi ákvarðanir embættismanna ríkisins og lægra settra stjórnvalda, auk samvinnuvilja íbúa á svæðinu, valdið því að daglegum smitum snarfækkaði. „Það er hægt að benda á aðra allan daginn. Í sannleika sagt verður hvert og eitt okkar að draga sínar eigin ályktanir um hvar sökin liggur,“ segir Shaman. Hann segir vænlegra til árangurs að taka niðurstöður rannsóknarinnar, læra af þeim og færa yfir á framtíðina. Sérstaklega í ljósi þess að samfélagslegum höftum verður aflétt víða um landið eftir næstu helgi. Hann segir Bandaríkjamenn áfram þurfa að vera á varðbergi fyrir útbreiðslu veirunnar og að þeir þurfi að bregðast hratt við þegar hópsýkingar koma upp. „Það sem við erum að eiga við er mjög krefjandi vandamál. Það krefst pólitískra leiðtogahæfileika, samvinnuvilja almennings og vilja alls samfélagsins til að láta hlutina gerast.“ Bandaríkin er það ríki heims þar sem flest tilfelli kórónuveirunnar hafa verið staðfest. Alls hafa greinst tæplega 1,6 milljónir smita og rúmlega 95 þúsund hafa látið lífið. Virk smit í landinu eru rúmlega 1,1 milljón. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Donald Trump Tengdar fréttir Fleiri en fimm milljónir staðfestra kórónuveirusmita Staðfest tilfelli kórónuveiru eru nú orðin fleiri en fimm milljónir í heiminum. Meira en ein og hálf milljón tilfella hafa greinst í Bandaríkjunum. 21. maí 2020 09:33 Trump hótar ríkjum sem auðvelda fólki að kjósa í faraldrinum Donald Trump Bandaríkjaforseti hótaði í dag tveimur ríkjum Bandaríkjanna að hann myndi stöðva fjárveitingar alríkisstjórnarinnar til þeirra ef þau hættu ekki við áform um að bjóða upp á utankjörfundar- og póstatkvæði til að draga úr smithættu vegna kórónuveirufaraldursins í kosningum á þessu ári. 20. maí 2020 16:44 Trump setur WHO afarkosti Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur hótað því að Bandaríkin hætti fjárframlögum til Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) um ókomna tíð vegna viðbragða stofnunarinnar við faraldri kórónuveiru. 19. maí 2020 06:50 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira
Niðurstaða rannsóknar faraldursfræðinga við Columbia-háskóla í Bandaríkjunum hefur leitt í ljós að ef brugðist hefði verið við faraldri kórónuveirunnar viku fyrr hefði mátt bjarga allt að 36 þúsund mannslífum sem töpuðust í landinu fram að fyrri hluta þessa mánaðar. Þetta kemur fram í umfjöllun Washington Post um rannsóknina. Þar er haft eftir Jeffrey Shaman, umhverfisheilbrigðissérfræðingi sem leiddi rannsóknina, að afleiðingar faraldursins verði þeim mun verri, ef ráðstafanir til þess að draga úr vaxtarhlutfalli hans í byrjun. Alls hafa rúmlega 95 þúsund manns látið lífið af völdum veirunnar í Bandaríkjunum. Samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar hefðu skjótari viðbrögð og ráðstafanir á borð við sóttkví og félagsforðun (e. social distancing) viku fyrr getað komið í veg fyrir um 36 þúsund þessara dauðsfalla, eða rúmlega 37 prósent staðfestra Covid-dauðsfalla í Bandaríkjunum. Sjá einnig: Obama gagnrýnir enn viðbrögð Trump-stjórnarinnar við faraldrinum Teymið að baki rannsókninni skoðaði útbreiðslu kórónuveirunnar í Bandaríkjunum frá 15. mars, deginum sem mörgum Bandaríkjamönnum var uppálagt að halda sig heima vegna útbreiðslu veirunnar, til 3. maí. Útbreiðsla veirunnar var skoðuð innan hverrar sýslu og milli sýsla. Þá skoðuðu rannsakendur dauðsföll á hverjum stað yfir þetta sjö vikna tímabil. Eftir það var unnið með gögnin og önnur sviðsmynd dregin upp. Sviðsmynd þar sem stjórnvöld gripu til aðgerða viku fyrr en þau gerðu. Þá kom í ljós hversu mörgum mannslífum hefði verið hægt að bjarga. Séu viðbrögð stjórnvalda færð enn aftar, til 1. mars, sýnir rannsóknin að 54 þúsund færri hefðu látist af völdum veirunnar en nú er raunin. Trump-stjórnin gagnrýnir rannsóknina og bendir á Kína Ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta hefur harðlega gagnrýnt niðurstöður rannsóknarinnar. Í skriflegri yfirlýsingu til Washington Post segir Judd Deere, talsmaður Hvíta hússins, að aðilar innan stjórnsýslunnar hefðu tekið bestu ákvarðanirnar út frá þeim upplýsingum sem fyrir lágu hverju sinni. Donald Trump Bandaríkjaforseti.Vísir/EPA „Það sem hefði bjargað mannslífum hefði verið ef Kína hefði verið gagnsætt og Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefði sinnt skyldum sínum. Það sem bjargaði mannslífum voru áræðin viðbrögð Trump forseta.“ Þá segir í svari Deere að forsetinn hafi snemma komið á ferðatakmörkunum, áður en í ljós kom að einkennalausir smitaðir einstaklingar gætu smitað aðra. Trump bannaði ferðalög frá Evrópu til Bandaríkjanna þann 13. mars. Vandamál sem krefst pólitískra leiðtogahæfileika Shaman segir að áhrif fyrirbyggjandi aðgerða séu breytileg eftir ákvörðunum sem teknar eru á hverju stigi stjórnsýslunnar, og utan þess. Allt frá Hvíta húsinu til hvers einasta heimilis í Bandaríkjunum. Hann bendir á að í Cook-sýslu í Illinois-ríki hafi ákvarðanir embættismanna ríkisins og lægra settra stjórnvalda, auk samvinnuvilja íbúa á svæðinu, valdið því að daglegum smitum snarfækkaði. „Það er hægt að benda á aðra allan daginn. Í sannleika sagt verður hvert og eitt okkar að draga sínar eigin ályktanir um hvar sökin liggur,“ segir Shaman. Hann segir vænlegra til árangurs að taka niðurstöður rannsóknarinnar, læra af þeim og færa yfir á framtíðina. Sérstaklega í ljósi þess að samfélagslegum höftum verður aflétt víða um landið eftir næstu helgi. Hann segir Bandaríkjamenn áfram þurfa að vera á varðbergi fyrir útbreiðslu veirunnar og að þeir þurfi að bregðast hratt við þegar hópsýkingar koma upp. „Það sem við erum að eiga við er mjög krefjandi vandamál. Það krefst pólitískra leiðtogahæfileika, samvinnuvilja almennings og vilja alls samfélagsins til að láta hlutina gerast.“ Bandaríkin er það ríki heims þar sem flest tilfelli kórónuveirunnar hafa verið staðfest. Alls hafa greinst tæplega 1,6 milljónir smita og rúmlega 95 þúsund hafa látið lífið. Virk smit í landinu eru rúmlega 1,1 milljón.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Donald Trump Tengdar fréttir Fleiri en fimm milljónir staðfestra kórónuveirusmita Staðfest tilfelli kórónuveiru eru nú orðin fleiri en fimm milljónir í heiminum. Meira en ein og hálf milljón tilfella hafa greinst í Bandaríkjunum. 21. maí 2020 09:33 Trump hótar ríkjum sem auðvelda fólki að kjósa í faraldrinum Donald Trump Bandaríkjaforseti hótaði í dag tveimur ríkjum Bandaríkjanna að hann myndi stöðva fjárveitingar alríkisstjórnarinnar til þeirra ef þau hættu ekki við áform um að bjóða upp á utankjörfundar- og póstatkvæði til að draga úr smithættu vegna kórónuveirufaraldursins í kosningum á þessu ári. 20. maí 2020 16:44 Trump setur WHO afarkosti Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur hótað því að Bandaríkin hætti fjárframlögum til Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) um ókomna tíð vegna viðbragða stofnunarinnar við faraldri kórónuveiru. 19. maí 2020 06:50 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira
Fleiri en fimm milljónir staðfestra kórónuveirusmita Staðfest tilfelli kórónuveiru eru nú orðin fleiri en fimm milljónir í heiminum. Meira en ein og hálf milljón tilfella hafa greinst í Bandaríkjunum. 21. maí 2020 09:33
Trump hótar ríkjum sem auðvelda fólki að kjósa í faraldrinum Donald Trump Bandaríkjaforseti hótaði í dag tveimur ríkjum Bandaríkjanna að hann myndi stöðva fjárveitingar alríkisstjórnarinnar til þeirra ef þau hættu ekki við áform um að bjóða upp á utankjörfundar- og póstatkvæði til að draga úr smithættu vegna kórónuveirufaraldursins í kosningum á þessu ári. 20. maí 2020 16:44
Trump setur WHO afarkosti Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur hótað því að Bandaríkin hætti fjárframlögum til Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) um ókomna tíð vegna viðbragða stofnunarinnar við faraldri kórónuveiru. 19. maí 2020 06:50