Fasteignamarkaðurinn á tímum Covid-19 Baldur Jezorski skrifar 17. apríl 2020 11:30 Nú er kaupendamarkaður. Á meðan framboð er mikið og flestir halda að sér höndum vegna ástands í samfélaginu leynast ótal tækifæri á fasteigmarkaði. Á fasteignavef Vísis eru u.þ.b. 3.200 eignir skráðar á sölu á höfuðborgarsvæðinu, þar af 1.590 nýbyggingar eða rúmlega helmingur eigna á skrá. Mikið framboð af nýbyggingum hefur valdið því að verðbil á milli nýrri og eldri eigna hefur minnkað undanfarin tvö ár. Margir sjá tækifæri í því að selja eldri eign sem þeir eiga og kaupa nýja eign á svipuðu verði. Stundum eru tækifæri á fasteignamarkaði bundin við sérstakar tegundir eigna eða afmörkuð svæði. Eins og staðan er í dag þá eru tækifærin alls staðar: Mikið af eignum er að koma inn á markaðinn á mjög sanngjörnu verði - Sumar eldri eignir sem hafa verið lengi í sölu bjóðast nú jafnvel á lækkuðu verði. Söluverð nýbygginga lækkaði í byrjun árs og hafa margar þeirra verið á markaðnum í þó nokkurn tíma án þess að seljast. Eins og sjá má af upplýsingum frá Samtökum Iðnaðarins frá því í febrúar á þessu ári (fyrir áhrif Covid-19) voru 42% færri íbúðir á fyrstu byggingarstigum á höfuðborgarsvæðinu miðað við sama tíma í fyrra. Ekki er ólíklegt að þetta geti leitt til þess að umframeftirspurn myndist á næstu 3 árum. Eftirspurn á fasteignamarkaði getur breyst snögglega og þess vegna snaraukist á nokkrum vikum en það tekur byggingariðnaðinn hins vegar alltaf töluvert langan tíma að bregðast við aukinni eftirspurn þar sem byggingatími íbúða er oft 1-2 ár. Það getur margt breyst á þessum tíma. Líkleg ástæða fyrir offramboði nýbygginga í dag er annaðhvort það að eftirspurnin hafi verið ofmetin á sínum tíma og of mikið hafi verið byggt eða það sem er líklegra að eftirspurnin hefur minnkað m.a. vegna falls WOW-Air, minnkandi hagvexti og auknu framboði af eldri eignum sem verið hafa í skammtímaútleigu. Ef ekkert verður að gert mun að öllum líkindum myndast mikill húsnæðiskortur á næstu 3-5 árum eins og Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI bendir á. Þetta er vítahringur sem óskandi væri að komast út úr. Nú er staðan þannig fyrir byggingaðila að það borgar sig ekki að byggja fyrr en eftirspurn og verð rýkur upp aftur, vegna skorts á íbúðarhúsnæði. Hvað er til ráða? Hlutdeildarlán gætu t.d. rétt þessar kúrfu af og aukið eftirspurn eftir nýbyggingum. Er fólk að kaupa og selja á tímum Covid-19? Á þessum tímum þegar við gerum öll okkar besta til þess að halda Covid-19 í skefjum hefur starf fasteignasala aldeilis breyst, nú eru gúmmíhanskar og sprittbrúsar staðalbúnaður við sýningar eigna, tveir metrar á milli manna og einum aðila í einu sýnd eign í staðin fyrir opin hús. Eins og flest fyrirtæki á Íslandi reyna fasteignasölur að aðlaga þjónustuna að breyttum tímum m.a. með myndsímtölum. Hingað til hefur fasteignasali alltaf þurft að koma í heimsókn til að finna nákvæmt söluverðmæti eignar en með þessari þjónustu er einfaldlega verið að nútímavæða þennan þjónustuþátt. Þessi þjónusta er fyrst og fremst ætluð þeim sem eru að byrja hugsa sér til hreyfings og vilja vita hvert áætlað söluverð eignarinnar er. Fasteignasalar mæta hins vegar alltaf á staðinn þegar verið er að skrá eign á sölu eða þegar um verðmat fyrir banka er að ræða t.d. vegna endurfjármögnunar. Leigumarkaðurinn á tímum Covid-19 Aukning virðist vera á framboði leiguhúsnæðis vegna mikillar fækkunar ferðamanna á síðustu vikum eftir landnáms Kórónavírusins. Við á 450 Fasteignasölu sjáum mikið af eignum koma inn á leigumarkað sem hafa verið í skammtímaleigu en standa nú tómar. Samkvæmt tölum frá þjóðskrá voru 6,9% fleiri þinglýstir leigusamningar í mars miðað við sama tíma fyrir ári og má reikna með að sú tala verði ennþá hærri í apríl. Leiguverð virðist hafa lækkað á síðustu vikum, það má bæði rekja til fjölda eigna sem koma nú inn á leigumarkað vegna færri ferðamanna, lægri vaxta og hagstæðari lána. Hluti af skýringunni kann að vera sú að leigusalar hafi lækkað verð tímabundið vegna covid-19, fryst vísitölu eða gert aðrar ráðstafanir til þess að koma til móts við leigutaka. Það eru ekki komnar formlegar tölur um hversu mikið leiguverð nýrra leigusamninga hefur lækkað en það má reikna með að það sé hátt í 10%. Þetta er mikil breyting á stuttum tíma en það er fátt sem bendir til þess að leiga komi til með að hækka mikið á næstunni. Höfundur er löggiltur fasteignasali. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Húsnæðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Skoðun Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Nú er kaupendamarkaður. Á meðan framboð er mikið og flestir halda að sér höndum vegna ástands í samfélaginu leynast ótal tækifæri á fasteigmarkaði. Á fasteignavef Vísis eru u.þ.b. 3.200 eignir skráðar á sölu á höfuðborgarsvæðinu, þar af 1.590 nýbyggingar eða rúmlega helmingur eigna á skrá. Mikið framboð af nýbyggingum hefur valdið því að verðbil á milli nýrri og eldri eigna hefur minnkað undanfarin tvö ár. Margir sjá tækifæri í því að selja eldri eign sem þeir eiga og kaupa nýja eign á svipuðu verði. Stundum eru tækifæri á fasteignamarkaði bundin við sérstakar tegundir eigna eða afmörkuð svæði. Eins og staðan er í dag þá eru tækifærin alls staðar: Mikið af eignum er að koma inn á markaðinn á mjög sanngjörnu verði - Sumar eldri eignir sem hafa verið lengi í sölu bjóðast nú jafnvel á lækkuðu verði. Söluverð nýbygginga lækkaði í byrjun árs og hafa margar þeirra verið á markaðnum í þó nokkurn tíma án þess að seljast. Eins og sjá má af upplýsingum frá Samtökum Iðnaðarins frá því í febrúar á þessu ári (fyrir áhrif Covid-19) voru 42% færri íbúðir á fyrstu byggingarstigum á höfuðborgarsvæðinu miðað við sama tíma í fyrra. Ekki er ólíklegt að þetta geti leitt til þess að umframeftirspurn myndist á næstu 3 árum. Eftirspurn á fasteignamarkaði getur breyst snögglega og þess vegna snaraukist á nokkrum vikum en það tekur byggingariðnaðinn hins vegar alltaf töluvert langan tíma að bregðast við aukinni eftirspurn þar sem byggingatími íbúða er oft 1-2 ár. Það getur margt breyst á þessum tíma. Líkleg ástæða fyrir offramboði nýbygginga í dag er annaðhvort það að eftirspurnin hafi verið ofmetin á sínum tíma og of mikið hafi verið byggt eða það sem er líklegra að eftirspurnin hefur minnkað m.a. vegna falls WOW-Air, minnkandi hagvexti og auknu framboði af eldri eignum sem verið hafa í skammtímaútleigu. Ef ekkert verður að gert mun að öllum líkindum myndast mikill húsnæðiskortur á næstu 3-5 árum eins og Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI bendir á. Þetta er vítahringur sem óskandi væri að komast út úr. Nú er staðan þannig fyrir byggingaðila að það borgar sig ekki að byggja fyrr en eftirspurn og verð rýkur upp aftur, vegna skorts á íbúðarhúsnæði. Hvað er til ráða? Hlutdeildarlán gætu t.d. rétt þessar kúrfu af og aukið eftirspurn eftir nýbyggingum. Er fólk að kaupa og selja á tímum Covid-19? Á þessum tímum þegar við gerum öll okkar besta til þess að halda Covid-19 í skefjum hefur starf fasteignasala aldeilis breyst, nú eru gúmmíhanskar og sprittbrúsar staðalbúnaður við sýningar eigna, tveir metrar á milli manna og einum aðila í einu sýnd eign í staðin fyrir opin hús. Eins og flest fyrirtæki á Íslandi reyna fasteignasölur að aðlaga þjónustuna að breyttum tímum m.a. með myndsímtölum. Hingað til hefur fasteignasali alltaf þurft að koma í heimsókn til að finna nákvæmt söluverðmæti eignar en með þessari þjónustu er einfaldlega verið að nútímavæða þennan þjónustuþátt. Þessi þjónusta er fyrst og fremst ætluð þeim sem eru að byrja hugsa sér til hreyfings og vilja vita hvert áætlað söluverð eignarinnar er. Fasteignasalar mæta hins vegar alltaf á staðinn þegar verið er að skrá eign á sölu eða þegar um verðmat fyrir banka er að ræða t.d. vegna endurfjármögnunar. Leigumarkaðurinn á tímum Covid-19 Aukning virðist vera á framboði leiguhúsnæðis vegna mikillar fækkunar ferðamanna á síðustu vikum eftir landnáms Kórónavírusins. Við á 450 Fasteignasölu sjáum mikið af eignum koma inn á leigumarkað sem hafa verið í skammtímaleigu en standa nú tómar. Samkvæmt tölum frá þjóðskrá voru 6,9% fleiri þinglýstir leigusamningar í mars miðað við sama tíma fyrir ári og má reikna með að sú tala verði ennþá hærri í apríl. Leiguverð virðist hafa lækkað á síðustu vikum, það má bæði rekja til fjölda eigna sem koma nú inn á leigumarkað vegna færri ferðamanna, lægri vaxta og hagstæðari lána. Hluti af skýringunni kann að vera sú að leigusalar hafi lækkað verð tímabundið vegna covid-19, fryst vísitölu eða gert aðrar ráðstafanir til þess að koma til móts við leigutaka. Það eru ekki komnar formlegar tölur um hversu mikið leiguverð nýrra leigusamninga hefur lækkað en það má reikna með að það sé hátt í 10%. Þetta er mikil breyting á stuttum tíma en það er fátt sem bendir til þess að leiga komi til með að hækka mikið á næstunni. Höfundur er löggiltur fasteignasali.
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun