Karlarnir í aðalhlutverkum í helstu markaðsherferð Íslandsbanka Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. maí 2020 16:26 Hannes Þór Halldórsson leikstjóri, Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn og Steindi Jr. með svitabandið. @hanneshalldorsson Steindi Jr. er andlit Reykjavíkurmaraþonsins í ár sem kennt er við aðalstyrktaraðilann Íslandsbanka. Hannes Þór Halldórsson, landsliðsmarkvörður í knattspyrnu, sér um leikstjórn auglýsingar fyrir maraþonið sem skotin var um helgina. Bankinn tilkynnti á síðasta ári að hann myndi hætta í viðskiptum við þá fjölmiðla sem gættu ekki að kynjahlutföllum hjá sér. Velta því sumir fyrir sér hvernig bankinn bregst sjálfur við þegar til kastanna kemur. View this post on Instagram Við félagarnir fórum yfir stöðuna, bjartir tímar framundan. Skýrsla væntanleg A post shared by Steindi Jr. (@steindijr) on May 23, 2020 at 12:27pm PDT Tökur á auglýsingunni fóru fram á Laugaveginum og í Lækjargötu um helgina. Auk Hannesar og Steinda sér Baldur Kristjánsson um að mynda herlegheitin. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn er í hlutverki í auglýsingunni sem og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. Konur virðast við fyrstu sýn aðallega áberandi í áhorfendahópi sem fagnar Steinda þar sem hann kemur hlaupandi lokasprettinn í Lækjargötunni. View this post on Instagram Vi ðir kvi ðir ekki Reykjavi kurmaraþoninu A post shared by Hannes Halldórsson (@hanneshalldorsson) on May 25, 2020 at 2:42am PDT Edda Hermannsdóttir, markaðs- og samskiptastjóri Íslandsbanka, segir í samtali við DV að verkefnið hafi verið boðið út. Að loknum viðræðum við aðila, þar á meðal konur, hafi verið niðurstaðan að Hannes leikstýrði og Steindi yrði andlit maraþonsins. Konur séu í öðrum lykilhlutverkum á bak við tjöldin. „Anna Karen Kristjánsdóttir er meðal framleiðenda og síðan eru konur í hlutverki Art Director, Production assistant, Art Director Assistant og sjá um búninga,“ segir Edda í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis. „Í auglýsingunni er hópurinn vel blandaður af konum og körlum en Steindi fer fremstur sem aðalhlauparinn. Líkt og Víðir sést sem aukaleikari má sjá fjölda af konum í svipuðum hlutverkum. Mikil áhersla var lögð á blönduð kynjahlutföll í leikarahóp og framleiðslu. Í hópnum eru hlutföllin nánast alveg jöfn.“ Ilmur og Ólafu rDarri voru andlit hlaupsins um árið. Reykjavíkurmaraþonið er stærsta markaðsverkefni Íslandsbanka yfir árið. Andlit maraþonsins undanfarin ár hafa verið úr öllum áttum. Fjölbreyttur hópur leikara, með Ilmi Kristjánsdóttur og Ólaf Darra Ólafsson í fararbroddi, stóð vaktina undanfarin tvö ár. Árin á undan voru eftirfarandi andlit maraþonsins: 2017 Dóri DNA og Júlíana Sara 2016 Valdimar Guðmundsson 2015 Halldóra Geirharðsdóttir og Steiney Skúladóttir 2014 Skálmöld 2013 Pétur Jóhann Reykjavíkurmaraþon Íslenskir bankar Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Viðskipti innlent Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Viðskipti innlent Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Viðskipti innlent BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Fleiri fréttir Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Sjá meira
Steindi Jr. er andlit Reykjavíkurmaraþonsins í ár sem kennt er við aðalstyrktaraðilann Íslandsbanka. Hannes Þór Halldórsson, landsliðsmarkvörður í knattspyrnu, sér um leikstjórn auglýsingar fyrir maraþonið sem skotin var um helgina. Bankinn tilkynnti á síðasta ári að hann myndi hætta í viðskiptum við þá fjölmiðla sem gættu ekki að kynjahlutföllum hjá sér. Velta því sumir fyrir sér hvernig bankinn bregst sjálfur við þegar til kastanna kemur. View this post on Instagram Við félagarnir fórum yfir stöðuna, bjartir tímar framundan. Skýrsla væntanleg A post shared by Steindi Jr. (@steindijr) on May 23, 2020 at 12:27pm PDT Tökur á auglýsingunni fóru fram á Laugaveginum og í Lækjargötu um helgina. Auk Hannesar og Steinda sér Baldur Kristjánsson um að mynda herlegheitin. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn er í hlutverki í auglýsingunni sem og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. Konur virðast við fyrstu sýn aðallega áberandi í áhorfendahópi sem fagnar Steinda þar sem hann kemur hlaupandi lokasprettinn í Lækjargötunni. View this post on Instagram Vi ðir kvi ðir ekki Reykjavi kurmaraþoninu A post shared by Hannes Halldórsson (@hanneshalldorsson) on May 25, 2020 at 2:42am PDT Edda Hermannsdóttir, markaðs- og samskiptastjóri Íslandsbanka, segir í samtali við DV að verkefnið hafi verið boðið út. Að loknum viðræðum við aðila, þar á meðal konur, hafi verið niðurstaðan að Hannes leikstýrði og Steindi yrði andlit maraþonsins. Konur séu í öðrum lykilhlutverkum á bak við tjöldin. „Anna Karen Kristjánsdóttir er meðal framleiðenda og síðan eru konur í hlutverki Art Director, Production assistant, Art Director Assistant og sjá um búninga,“ segir Edda í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis. „Í auglýsingunni er hópurinn vel blandaður af konum og körlum en Steindi fer fremstur sem aðalhlauparinn. Líkt og Víðir sést sem aukaleikari má sjá fjölda af konum í svipuðum hlutverkum. Mikil áhersla var lögð á blönduð kynjahlutföll í leikarahóp og framleiðslu. Í hópnum eru hlutföllin nánast alveg jöfn.“ Ilmur og Ólafu rDarri voru andlit hlaupsins um árið. Reykjavíkurmaraþonið er stærsta markaðsverkefni Íslandsbanka yfir árið. Andlit maraþonsins undanfarin ár hafa verið úr öllum áttum. Fjölbreyttur hópur leikara, með Ilmi Kristjánsdóttur og Ólaf Darra Ólafsson í fararbroddi, stóð vaktina undanfarin tvö ár. Árin á undan voru eftirfarandi andlit maraþonsins: 2017 Dóri DNA og Júlíana Sara 2016 Valdimar Guðmundsson 2015 Halldóra Geirharðsdóttir og Steiney Skúladóttir 2014 Skálmöld 2013 Pétur Jóhann
Reykjavíkurmaraþon Íslenskir bankar Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Viðskipti innlent Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Viðskipti innlent Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Viðskipti innlent BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Fleiri fréttir Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Sjá meira