Ferðabann til Bandaríkjanna komið í gildi Kjartan Kjartansson skrifar 14. mars 2020 07:38 Ferðabannið hefur raskað verulega áætlunarflugi frá Evrópu. Vísir/EPA Íbúum 26 Evrópulanda innan Schengen-svæðisins, þar á meðal Íslands, er nú bannað að ferðast til Bandaríkjanna næstu þrjátíu dagana eftir að ferðabann Donalds Trump Bandaríkjaforseta vegna kórónuveiruheimsfaraldursins tók gildi í nótt. Bannið nær einnig til allra þeirra sem hafa ferðast um eitthvert landanna 26 undanfarna fjórtán daga. Undanþegin banninu eru ríki sem standa utan Schengen-samstarfsins, þar á meðal Bretland og Írland, og bandarískir ríkisborgarar og þeir sem hafa þar varanlegt landvistarleyfi sem eru á leið heim til sín. Auk þess eru makar bandarískra borgara og þeirra sem þar eru búsettir, foreldrar þeirra og börn yngri en 21 árs undanþegin banninu. Flugvélum sem koma frá Evrópu verður stefnt til þrettán flugvalla í Bandaríkjunum. Farþegar verða skimaðir fyrir kórónuveiru og verða þeir sem koma frá ríkjunum 26 beðnir um að fara í heimasóttkví. Á heimasíðu Icelandair kemur fram að flugfélagið ætli að halda áfram að fljúga til Bandaríkjanna þrátt fyrir bannið. Félagið skoði ítarlega áhrif ferðabannsins á áætlunarflugið til Bandaríkjanna. Á vefsíðunni er að finna upplýsingar fyrir farþega sem eiga miða til Bandaríkjanna. Á vef Isavia kemur fram að fyrirhuguðum flugferðum Icelandair til Orlando og Minneapolis síðdegis hafi verið aflýst. Ferðir til Washington-borgar, Chicago, New York, Boston og Seattle eru enn sagðar á áætlun. Íslensk stjórnvöld hafa mótmælt ferðabanni Bandaríkjastjórnar. Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, ætlar að funda með Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, vegna þess í Washington-borg í næstu viku. Ferðabannið nær til eftirfarandi landa: Austurríkis, Belgíu, Tékklands, Danmerkur, Eistlands, Finnlands, Frakklands, Þýskalands, Grikklands, Ungverjalands, Íslands, Ítalíu, Lettlands, Liechtenstein, Litháens, Lúxemborgar, Möltu, Hollands, Noregs, Póllands, Portúgals, Slóvakíu, Slóveníu, Spánar, Svíþjóðar og Sviss. Fréttin hefur verið uppfærð. Bandaríkin Fréttir af flugi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Innlent Fleiri fréttir Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Sjá meira
Íbúum 26 Evrópulanda innan Schengen-svæðisins, þar á meðal Íslands, er nú bannað að ferðast til Bandaríkjanna næstu þrjátíu dagana eftir að ferðabann Donalds Trump Bandaríkjaforseta vegna kórónuveiruheimsfaraldursins tók gildi í nótt. Bannið nær einnig til allra þeirra sem hafa ferðast um eitthvert landanna 26 undanfarna fjórtán daga. Undanþegin banninu eru ríki sem standa utan Schengen-samstarfsins, þar á meðal Bretland og Írland, og bandarískir ríkisborgarar og þeir sem hafa þar varanlegt landvistarleyfi sem eru á leið heim til sín. Auk þess eru makar bandarískra borgara og þeirra sem þar eru búsettir, foreldrar þeirra og börn yngri en 21 árs undanþegin banninu. Flugvélum sem koma frá Evrópu verður stefnt til þrettán flugvalla í Bandaríkjunum. Farþegar verða skimaðir fyrir kórónuveiru og verða þeir sem koma frá ríkjunum 26 beðnir um að fara í heimasóttkví. Á heimasíðu Icelandair kemur fram að flugfélagið ætli að halda áfram að fljúga til Bandaríkjanna þrátt fyrir bannið. Félagið skoði ítarlega áhrif ferðabannsins á áætlunarflugið til Bandaríkjanna. Á vefsíðunni er að finna upplýsingar fyrir farþega sem eiga miða til Bandaríkjanna. Á vef Isavia kemur fram að fyrirhuguðum flugferðum Icelandair til Orlando og Minneapolis síðdegis hafi verið aflýst. Ferðir til Washington-borgar, Chicago, New York, Boston og Seattle eru enn sagðar á áætlun. Íslensk stjórnvöld hafa mótmælt ferðabanni Bandaríkjastjórnar. Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, ætlar að funda með Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, vegna þess í Washington-borg í næstu viku. Ferðabannið nær til eftirfarandi landa: Austurríkis, Belgíu, Tékklands, Danmerkur, Eistlands, Finnlands, Frakklands, Þýskalands, Grikklands, Ungverjalands, Íslands, Ítalíu, Lettlands, Liechtenstein, Litháens, Lúxemborgar, Möltu, Hollands, Noregs, Póllands, Portúgals, Slóvakíu, Slóveníu, Spánar, Svíþjóðar og Sviss. Fréttin hefur verið uppfærð.
Bandaríkin Fréttir af flugi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Innlent Fleiri fréttir Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Sjá meira