„Gott og hreinskiptið samtal“ sneri ekki ákvörðun Arion Stefán Ó. Jónsson skrifar 29. maí 2020 07:00 Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri Hveragerðisbæjar. Vísir/Baldur Bæjarstjóri Hveragerðisbæjar segist hafa átt „mjög gott og hreinskiptið“ samtal við Benedikt Gíslason, bankastjóra Arion banka, um lokun á útibúi bankans í bænum. Bæjarráð hótaði því að hætta viðskiptum sínum við Arion myndi bankinn ekki draga ákvörðun sína til baka, en lítið hefur breyst í þeim efnum. Arion greindi frá því í upphafi mánaðar að til stæði að loka útibúi bankans við Sunnumörk í Hveragerði og sameina það útibúinu á Selfossi. Hugmyndin fór öfugt ofan í bæjarráð Hveragerðisbæjar sem setti lokun útibúsins efst á dagskrá fundar síns 7. maí. „Dragi Arion banki ekki til baka áætlanir sínar um lokun hér í Hveragerði mun bæjarstjórn endurskoða viðskipti sín við bankann,“ sagði í lok bókunar bæjarráðsins. Þjónustufulltrúar á dvalarheimilið Núna, 22 dögum síðar, er staðan óbreytt. Útibúið hefur verið lokað síðan 26. mars þegar Arion lokaði öllum útibúum sínum vegna kórónuveirufaraldursins. Samkvæmt upplýsingum frá bankanum stendur ekki til að opna það aftur. „Áfram verður hraðbanki á staðnum þar sem einstaklingar og fyrirtæki geta m.a. tekið út og lagt inn seðla, greitt reikninga og millifært. Við erum að vinna í því að finna hraðbankanum nýja staðsetningu þannig að hann geti verið aðgengilegur allan sólarhringinn alla daga vikunnar. Einnig er stefnt að því að starfsfólk Arion banka muni verða með vikulegar þjónustuheimsóknir á dvalarheimilið á meðan þörf krefur,“ segir í svari Arion til fréttastofu. Heldur í vonina Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri Hveragerðisbæjar, segist ennþá vona að forsvarsmenn bankans taki tillit til þeirra sjónarmiða sem Hvergerðingar hafi sett fram. Hún hafi þannig átt „mjög gott og hreinskiptið samtal“ við bankastjóra Arion þar sem þau ræddu meðal annars um mikilvægi þeirrar þjónustu sem útibúið veitti í bæjarfélaginu. „Hér í Hveragerði er rekið stórt dvalar og hjúkrunarheimili auk þess sem hlutfall eldra fólks sem búsett er í Hveragerði er óvenju hátt á landsvísu. Mikill fjöldi ferðamanna fer hér um daglega auk þess sem fyrirtæki í bænum hafa reitt sig á þessa þjónustu,“ segir Aldís. Útibúið hafi þannig veitt þessum hópum mikilvæga þjónustu - „og það er alveg ljóst að standi forsvarsmenn Arion banka við þessi áform mun það hafa veruleg áhrif til skerðingar lífsgæða fyrir ákveðinn hóp fólks,“ segir Aldís. Engin útibú í bænum Hveragerðisbær hefur þó ekki ennþá valið sér nýjan viðskiptabanka, þó svo að Arion hafi ekki breytt ákvörðun sinni. Hvorki Landsbankinn né Íslandsbanki eru með útibú í Hveragerði. Sem fyrr segir vonar Aldís að Arion sjái að sér. „Það mun valda okkur miklum vonbrigðum ef að fyrirtæki eins og Arion sér sér ekki fært að halda úti afgreiðslu í tæplega 3.000 manna samfélagi og ljúki þannig með þeim hætti áratuga dyggu þjónustusambandi við Hvergerðinga,“ segir Aldís Hafsteinsdóttir. Hveragerði Íslenskir bankar Tengdar fréttir Hveragerði hótar að hætta viðskiptum við Arion loki bankinn útibúinu Bæjarráð Hveragerðisbæjar mótmælir harðlega þeirri ákvörðun Arion banka að loka útibúi bankans í bænum 8. maí 2020 11:10 Mest lesið Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Viðskipti innlent Arctic Adventures kaupir Happy Campers Viðskipti innlent Trump-tollar tóku gildi í nótt Viðskipti erlent Enn ein eldrauð opnun Viðskipti innlent Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Viðskipti innlent Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Viðskipti innlent Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Viðskipti innlent Lækkanir halda áfram Viðskipti innlent Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Sjá meira
Bæjarstjóri Hveragerðisbæjar segist hafa átt „mjög gott og hreinskiptið“ samtal við Benedikt Gíslason, bankastjóra Arion banka, um lokun á útibúi bankans í bænum. Bæjarráð hótaði því að hætta viðskiptum sínum við Arion myndi bankinn ekki draga ákvörðun sína til baka, en lítið hefur breyst í þeim efnum. Arion greindi frá því í upphafi mánaðar að til stæði að loka útibúi bankans við Sunnumörk í Hveragerði og sameina það útibúinu á Selfossi. Hugmyndin fór öfugt ofan í bæjarráð Hveragerðisbæjar sem setti lokun útibúsins efst á dagskrá fundar síns 7. maí. „Dragi Arion banki ekki til baka áætlanir sínar um lokun hér í Hveragerði mun bæjarstjórn endurskoða viðskipti sín við bankann,“ sagði í lok bókunar bæjarráðsins. Þjónustufulltrúar á dvalarheimilið Núna, 22 dögum síðar, er staðan óbreytt. Útibúið hefur verið lokað síðan 26. mars þegar Arion lokaði öllum útibúum sínum vegna kórónuveirufaraldursins. Samkvæmt upplýsingum frá bankanum stendur ekki til að opna það aftur. „Áfram verður hraðbanki á staðnum þar sem einstaklingar og fyrirtæki geta m.a. tekið út og lagt inn seðla, greitt reikninga og millifært. Við erum að vinna í því að finna hraðbankanum nýja staðsetningu þannig að hann geti verið aðgengilegur allan sólarhringinn alla daga vikunnar. Einnig er stefnt að því að starfsfólk Arion banka muni verða með vikulegar þjónustuheimsóknir á dvalarheimilið á meðan þörf krefur,“ segir í svari Arion til fréttastofu. Heldur í vonina Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri Hveragerðisbæjar, segist ennþá vona að forsvarsmenn bankans taki tillit til þeirra sjónarmiða sem Hvergerðingar hafi sett fram. Hún hafi þannig átt „mjög gott og hreinskiptið samtal“ við bankastjóra Arion þar sem þau ræddu meðal annars um mikilvægi þeirrar þjónustu sem útibúið veitti í bæjarfélaginu. „Hér í Hveragerði er rekið stórt dvalar og hjúkrunarheimili auk þess sem hlutfall eldra fólks sem búsett er í Hveragerði er óvenju hátt á landsvísu. Mikill fjöldi ferðamanna fer hér um daglega auk þess sem fyrirtæki í bænum hafa reitt sig á þessa þjónustu,“ segir Aldís. Útibúið hafi þannig veitt þessum hópum mikilvæga þjónustu - „og það er alveg ljóst að standi forsvarsmenn Arion banka við þessi áform mun það hafa veruleg áhrif til skerðingar lífsgæða fyrir ákveðinn hóp fólks,“ segir Aldís. Engin útibú í bænum Hveragerðisbær hefur þó ekki ennþá valið sér nýjan viðskiptabanka, þó svo að Arion hafi ekki breytt ákvörðun sinni. Hvorki Landsbankinn né Íslandsbanki eru með útibú í Hveragerði. Sem fyrr segir vonar Aldís að Arion sjái að sér. „Það mun valda okkur miklum vonbrigðum ef að fyrirtæki eins og Arion sér sér ekki fært að halda úti afgreiðslu í tæplega 3.000 manna samfélagi og ljúki þannig með þeim hætti áratuga dyggu þjónustusambandi við Hvergerðinga,“ segir Aldís Hafsteinsdóttir.
Hveragerði Íslenskir bankar Tengdar fréttir Hveragerði hótar að hætta viðskiptum við Arion loki bankinn útibúinu Bæjarráð Hveragerðisbæjar mótmælir harðlega þeirri ákvörðun Arion banka að loka útibúi bankans í bænum 8. maí 2020 11:10 Mest lesið Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Viðskipti innlent Arctic Adventures kaupir Happy Campers Viðskipti innlent Trump-tollar tóku gildi í nótt Viðskipti erlent Enn ein eldrauð opnun Viðskipti innlent Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Viðskipti innlent Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Viðskipti innlent Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Viðskipti innlent Lækkanir halda áfram Viðskipti innlent Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Sjá meira
Hveragerði hótar að hætta viðskiptum við Arion loki bankinn útibúinu Bæjarráð Hveragerðisbæjar mótmælir harðlega þeirri ákvörðun Arion banka að loka útibúi bankans í bænum 8. maí 2020 11:10
Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf
Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf