Heilbrigðisþjónusta ríkisrekin og ekki ríkisrekin Sigurður Páll Jónsson skrifar 29. maí 2020 18:30 Umsvif heilbrigðisþjónustu hefur tekið gríðarlegum breytingum á síðustu árum og áratugum. Tækniframfarir á öllum sviðum heilbrigðismála eru og hafa verið í örri þróun sem gerir möguleika okkar að fást við hina ýmsu sjúkdóma bæði líkamlega og andlega á mun árangursríkari hátt en áður var. Þetta er gleðiefni, þó koma upp sjúkdómar eins og sá sem nú skekur heiminn, Covid-19 sem setur allt mannlegt samfélag á móður jörð á hliðina. Þetta kennir manni að vanmáttur mannsins gegn lífinu er hnattrænn. Hér á Íslandi er árangur við þessa veiru gríðarlega aðdáunarverður og ber að þakka fyrir það. Heilbrigðiskerfið hér á landi hefur verið ríkisrekið í bland við einka- og félagarekstur og gengið bærilega. Á yfirstandandi kjörtímabili hafa stjórnendur fyrirtækja í heilbrigðisþjónustu sem ekki eru ríkisrekin kvartað yfir sinni stöðu gagnvart hinu opinbera og þá helst heilbrigðisráðuneytinu. Það er eins og ráðherra heilbrigðismála sjái „rautt“ ef viðkomandi heilbrigðisþjónusta er ekki ríkisrekin. Vill heilbrigðisráherra að hjúkrunar- og dvalarheimili, fíknmeðferðir, sjúkraþjálfun og önnur heilbrigðisþjónusta sem ekki er ríkisrekin verði komið fyrir í fangi ríkisins. Væri það ódýrara fyrir skattgreiðendur okkar lands? Í kastljósþætti kom fram hjá Kára Stefánssyni að hans fyrirtæki, Erfðagreining kæmi ekki að frekari skimunum nema af beiðni Þórólf sóttvarnalæknis. Erfðagreining á stóran þátt í því hvað vel hefur gengið í baráttunni við Covid-19 en að sögn Kára ekki fengið svo mikið sem „takk“ frá heilbrigðisráðherra. Samtök félaga í velferðarþjónustu sem halda úti þjónustu hjúkrunar- og dvalarheimila hafa lyft grettistaki í þeim árangri að halda sýkingum frá hjúkrunarheimilunum í covid-19 fárinu og því hefur fylgt mikil kostnaður. Þau haf þurft að gera tvíbýli að einbýli, og orðið þar af leiðandi af þeim af tekjum frá ríkinu vegna minni nýtingu dvalarrýma út af 2 metra reglu út af Covid-19. Ríkið greiðir ekki fyrir þjónustu dvalarýma nema þau séu nýtt, þannig að minni nýting rýma vegna Covid-19 hefur rýrt tekjur hjúkrunarheimila sem því nemur. þar hefur starfsfólk lagt á sig mikla aukavinnu til að mæta því ástandi sem veiran hefur haft í fór með sér. Í tíð núverandi ríkisstjórna hefur orðið raun lækkun á daggjöldum til hjúkrunarheimila þrátt fyrir skýr fyrirheit í stjórnarsáttmálanum um annað. Ítrekað hefur verið leitað eftir leiðréttingu á því en ekki fengist. Hrópandi er sá munur á daggjöldum sem heimilin fá til móts við þann kostnað sem t.d. kostar ríkið (Landspítala) að reka Vífilsstaði og hafa Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu ítrekað bent á þann mismun. Hjúkrunarheimili á Íslandi og starfmenn þeirra hafa sýnt það og sannað nú á tímum Covid-19 hverslags úrvalsstarfsemi fer fram á hjúkrunarheimilum á Íslandi. Staðan á hjúkrunarheimilum hér á landi í samanburði við ýmis nágrannalönd er sláandi. Starfsfólki hjúkrunarheimila ber að þakka og er rétt að taka fram að heimilin sáu til þess með framgöngu sinni að álag á sjúkrahúsum og þá sérstaklega Landspítala varð minn en reikna mátti með. Rekstrarform það sem mörg heimilin starfa innan, svokallað sjálfseignarstofnanaform, hefur sannað gildi sitt í gegnum árin og áratugina, ríkið á ekki að standa í slíkum rekstri þó það greiði að sjálfsögðu fyrir þjónustuna. Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu hafa sannað tilverurétt sinn með sinni framgöngu og hagsmunabaráttu fyrir hjúkrunarheimili landsins, burtséð frá baklandi og rekstrarformi hvers og eins heimilis. Formfesta ætti samskipti ríkisvaldsins enn frekar við heimilin þannig að samráð og samvinna yrði tryggð með bestum og skýrustum hætti til framtíðar. Höfundur er þingmaður Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Sigurður Páll Jónsson Mest lesið Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson Skoðun 100 þúsund á mánuði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Umsvif heilbrigðisþjónustu hefur tekið gríðarlegum breytingum á síðustu árum og áratugum. Tækniframfarir á öllum sviðum heilbrigðismála eru og hafa verið í örri þróun sem gerir möguleika okkar að fást við hina ýmsu sjúkdóma bæði líkamlega og andlega á mun árangursríkari hátt en áður var. Þetta er gleðiefni, þó koma upp sjúkdómar eins og sá sem nú skekur heiminn, Covid-19 sem setur allt mannlegt samfélag á móður jörð á hliðina. Þetta kennir manni að vanmáttur mannsins gegn lífinu er hnattrænn. Hér á Íslandi er árangur við þessa veiru gríðarlega aðdáunarverður og ber að þakka fyrir það. Heilbrigðiskerfið hér á landi hefur verið ríkisrekið í bland við einka- og félagarekstur og gengið bærilega. Á yfirstandandi kjörtímabili hafa stjórnendur fyrirtækja í heilbrigðisþjónustu sem ekki eru ríkisrekin kvartað yfir sinni stöðu gagnvart hinu opinbera og þá helst heilbrigðisráðuneytinu. Það er eins og ráðherra heilbrigðismála sjái „rautt“ ef viðkomandi heilbrigðisþjónusta er ekki ríkisrekin. Vill heilbrigðisráherra að hjúkrunar- og dvalarheimili, fíknmeðferðir, sjúkraþjálfun og önnur heilbrigðisþjónusta sem ekki er ríkisrekin verði komið fyrir í fangi ríkisins. Væri það ódýrara fyrir skattgreiðendur okkar lands? Í kastljósþætti kom fram hjá Kára Stefánssyni að hans fyrirtæki, Erfðagreining kæmi ekki að frekari skimunum nema af beiðni Þórólf sóttvarnalæknis. Erfðagreining á stóran þátt í því hvað vel hefur gengið í baráttunni við Covid-19 en að sögn Kára ekki fengið svo mikið sem „takk“ frá heilbrigðisráðherra. Samtök félaga í velferðarþjónustu sem halda úti þjónustu hjúkrunar- og dvalarheimila hafa lyft grettistaki í þeim árangri að halda sýkingum frá hjúkrunarheimilunum í covid-19 fárinu og því hefur fylgt mikil kostnaður. Þau haf þurft að gera tvíbýli að einbýli, og orðið þar af leiðandi af þeim af tekjum frá ríkinu vegna minni nýtingu dvalarrýma út af 2 metra reglu út af Covid-19. Ríkið greiðir ekki fyrir þjónustu dvalarýma nema þau séu nýtt, þannig að minni nýting rýma vegna Covid-19 hefur rýrt tekjur hjúkrunarheimila sem því nemur. þar hefur starfsfólk lagt á sig mikla aukavinnu til að mæta því ástandi sem veiran hefur haft í fór með sér. Í tíð núverandi ríkisstjórna hefur orðið raun lækkun á daggjöldum til hjúkrunarheimila þrátt fyrir skýr fyrirheit í stjórnarsáttmálanum um annað. Ítrekað hefur verið leitað eftir leiðréttingu á því en ekki fengist. Hrópandi er sá munur á daggjöldum sem heimilin fá til móts við þann kostnað sem t.d. kostar ríkið (Landspítala) að reka Vífilsstaði og hafa Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu ítrekað bent á þann mismun. Hjúkrunarheimili á Íslandi og starfmenn þeirra hafa sýnt það og sannað nú á tímum Covid-19 hverslags úrvalsstarfsemi fer fram á hjúkrunarheimilum á Íslandi. Staðan á hjúkrunarheimilum hér á landi í samanburði við ýmis nágrannalönd er sláandi. Starfsfólki hjúkrunarheimila ber að þakka og er rétt að taka fram að heimilin sáu til þess með framgöngu sinni að álag á sjúkrahúsum og þá sérstaklega Landspítala varð minn en reikna mátti með. Rekstrarform það sem mörg heimilin starfa innan, svokallað sjálfseignarstofnanaform, hefur sannað gildi sitt í gegnum árin og áratugina, ríkið á ekki að standa í slíkum rekstri þó það greiði að sjálfsögðu fyrir þjónustuna. Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu hafa sannað tilverurétt sinn með sinni framgöngu og hagsmunabaráttu fyrir hjúkrunarheimili landsins, burtséð frá baklandi og rekstrarformi hvers og eins heimilis. Formfesta ætti samskipti ríkisvaldsins enn frekar við heimilin þannig að samráð og samvinna yrði tryggð með bestum og skýrustum hætti til framtíðar. Höfundur er þingmaður Miðflokksins.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun