Dótturfélag Kviku semur um stýringu á tveimur breskum veðlánasjóðum Sylvía Hall skrifar 8. júní 2020 13:51 Kvika hóf starfsemi í Bretlandi í ársbyrjun 2017. Vísir/Vilhelm KKV Investment Management, dótturfélag Kvika Securities sem er jafnframt dótturfélag Kviku banka í Bretlandi, hefur gengið frá samningum um stýringu á tveimur breskum veðlánasjóðum. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Kviku þar sem segir að hrein eign sjóðanna sé að andvirði rúmlega 70 milljarða króna. Óskuldbindandi samkomulag var gert í lok apríl um að KKV myndi taka yfir stýringu SQN Asset Finance Income Fund frá og með byrjun júní. Nú hefur formlega verið gengið frá samningum og verður heiti sjóðsins breytt í KKV Secured Loan Fund. Hlutabréf sjóðsins eru skráð á aðallista kauphallarinnar í London. Hinn sjóðurinn sem um ræðir er veðlánasjóðurinn SQN Secured Income Fund en hlutabréf hans eru einnig skráð í kauphöllina í London. Hrein eign sjóðsins er rúmlega átta milljarðar króna. Um átján sérfræðingar verða ráðnir í tengslum við yfirtöku samninganna en meirihluti þeirra hefur unnið við stýringu sjóðanna undanfarin ár. Gert er ráð fyrir að áhrif sjóðanna á afkomu starfseminnar í London á þessu ári verði lítil vegna kostnaðar í tengslum við samningana, sem felst meðal annars í ráðningu starfsfólks og greiðslur til fyrrum stýringaraðila. Ken Hillen tekur við sem stjórnarformaður en hann hefur um fjörutíu ára reynslu úr bankageiranum í Bretlandi. Dawn Kendall verður fjárfestingarstjóri KKV. Í fréttatilkynningu er haft eftir Gunnari Sigurðssyni framkvæmdastjóra Kviku Securites að það sé ánægjuefni að ljúka samningum. KKV standi frammi fyrir miklu tækifæri og reynslumikið teymi fylgi með samningunum, sem hefur unnið við stýringu sjóðanna. Marinó Örn Tryggvason, forstjóri Kviku banka, segir reksturinn í Bretlandi hafa gengið vel frá því að starfsemi hófst þar í byrjun árs 2017. „Þeir nýju samningar sem KKV hefur nú gert um stýringu tveggja sjóða sem skráðir eru í Kauphöllinni í London eru því sérstaklega ánægjuleg skref fyrir starfsemi okkar í Bretlandi og fellur vel að þeirri stefnu Kviku að leggja áherslu á eigna- og sjóðastýringu.“ Íslenskir bankar Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
KKV Investment Management, dótturfélag Kvika Securities sem er jafnframt dótturfélag Kviku banka í Bretlandi, hefur gengið frá samningum um stýringu á tveimur breskum veðlánasjóðum. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Kviku þar sem segir að hrein eign sjóðanna sé að andvirði rúmlega 70 milljarða króna. Óskuldbindandi samkomulag var gert í lok apríl um að KKV myndi taka yfir stýringu SQN Asset Finance Income Fund frá og með byrjun júní. Nú hefur formlega verið gengið frá samningum og verður heiti sjóðsins breytt í KKV Secured Loan Fund. Hlutabréf sjóðsins eru skráð á aðallista kauphallarinnar í London. Hinn sjóðurinn sem um ræðir er veðlánasjóðurinn SQN Secured Income Fund en hlutabréf hans eru einnig skráð í kauphöllina í London. Hrein eign sjóðsins er rúmlega átta milljarðar króna. Um átján sérfræðingar verða ráðnir í tengslum við yfirtöku samninganna en meirihluti þeirra hefur unnið við stýringu sjóðanna undanfarin ár. Gert er ráð fyrir að áhrif sjóðanna á afkomu starfseminnar í London á þessu ári verði lítil vegna kostnaðar í tengslum við samningana, sem felst meðal annars í ráðningu starfsfólks og greiðslur til fyrrum stýringaraðila. Ken Hillen tekur við sem stjórnarformaður en hann hefur um fjörutíu ára reynslu úr bankageiranum í Bretlandi. Dawn Kendall verður fjárfestingarstjóri KKV. Í fréttatilkynningu er haft eftir Gunnari Sigurðssyni framkvæmdastjóra Kviku Securites að það sé ánægjuefni að ljúka samningum. KKV standi frammi fyrir miklu tækifæri og reynslumikið teymi fylgi með samningunum, sem hefur unnið við stýringu sjóðanna. Marinó Örn Tryggvason, forstjóri Kviku banka, segir reksturinn í Bretlandi hafa gengið vel frá því að starfsemi hófst þar í byrjun árs 2017. „Þeir nýju samningar sem KKV hefur nú gert um stýringu tveggja sjóða sem skráðir eru í Kauphöllinni í London eru því sérstaklega ánægjuleg skref fyrir starfsemi okkar í Bretlandi og fellur vel að þeirri stefnu Kviku að leggja áherslu á eigna- og sjóðastýringu.“
Íslenskir bankar Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira