„Hann féll hraðar en honum var hrint“ Samúel Karl Ólason skrifar 9. júní 2020 14:26 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, telur mögulegt að 75 ára gamall maður sem slasaðist alvarlega þegar lögregluþjónar hrintu honum í jörðina í Buffaloborg sé útsendari Antifa og að um sviðsetningu hafi verið að ræða. Þessu sjónarhorni sínu tísti forsetinn í dag eftir að hann horfði á frétt hins umdeilda og mjög svo hægri sinnaða fjölmiðils One America News Network eða OANN. „Hinum 75 ára gamla Martin Gugino var hrint eftir að hann virtist skanna samskiptabúnað lögregluþjóna með því markmiði að slökkva á búnaðinum. @OANN ég horfði, hann féll hraðar en honum var hrint. Var að miða skanna. Gæti verið sviðsett?“ skrifaði Trump. Buffalo protester shoved by Police could be an ANTIFA provocateur. 75 year old Martin Gugino was pushed away after appearing to scan police communications in order to black out the equipment. @OANN I watched, he fell harder than was pushed. Was aiming scanner. Could be a set up?— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 9, 2020 Tveimur lögregluþjónum var vikið úr starfi vegna atviksins og voru þeir svo ákærðir fyrir líkamsárás. Gugino slasaðist alvarlega í atvikinu og er enn á sjúkrahúsi. Í fyrstu hélt lögreglan því fram að hann hefði hrasað og dottið. Aðrir lögregluþjónar sem voru einnig í sérstakri óeirðasveit, hættu í sveitinni til stuðnings við félaga sína. Trump hefur meðal annars hótað því að skilgreina Anitfa sem hryðjuverkasamtök, þó hann geti það ekki samkvæmt lögum. Umfjöllun OANN byggir á vangaveltum í bloggfærslu á síðu sem kallast Conservative Tree House. Lögmaður Gugino sagði í síðustu viku að hann væri friðsamur aðgerðasinni, hefði verið það um árabil og hann berjist fyrir mannréttindum. Myndband af því þegar Gugino var hrint má sjá í fréttinni hér að neðan. Héraðsmiðillinn WKBW hefur eftir lögmanni Gugino að hún hafi ekki hugmynd um hvaðan þessar ásakanir komi. Það sé alger óþarfi að saka fólk um að vera eitthvað sem þau eru ekki. Þá vildi lögreglustjórinn í Buffalo, þar sem Gugino var hrint, ekki tjá sig um tíst forsetans. Í umfjöllun OANN er því haldið fram að fjölmiðlar í Bandaríkjunum kyndi undir elda óstöðugleika í Bandaríkjunum og séu í herferð gegn „helsta bandamanni bandarískra lögregluþjóna, Donald Trump“. Þetta hagnist eingöngu Kínverjum og Joe Biden, mótframbjóðanda Trump. Sjá einnig: Framboð Trump í miklum vandræðum Bloggfærslan sem umfjöllun OANN og tíst forseta Bandaríkjanna byggja á er skrifuð af nafnlausum aðila. Síðan sjálf er skráð af fyrirtæki sem felur raunverulegan eiganda hennar. The original article cited by OAN on the “Conservative Treehouse” website was written by an anonymous person who publishes under a pseudonym. The site is registered through a company that hides the identity and location of the owner of the website. https://t.co/eKL4kDr2d6— Jon Passantino (@passantino) June 9, 2020 Þar er stungið upp á því að Gugino sé að nota búnað í síma sínum sem geti skannað og slökkt á samskiptabúnaði lögregluþjóna. Það er sagt vera algeng aðferð Antifa, sem er hreyfing rótækra and-fasista sem Trump hefur sakað um ofbeldi í tengslum við mótmæli vegna dauða George Floyd. Í bloggfærslunni eru litlar sem engar sannanir færðar fyrir því að Gugino hafi verið að reyna að skanna samskiptabúnað lögreglunnar á nokkurn hátt, að öðru leyti en að hann var með síma í hendinni og færði höndina í átt að lögregluþjónunum sem hrintu honum. Þá eru sömuleiðis engar sannanir færðar fyrir því að hann aðhyllist Antifa. Þá er frétt OANN sjálf unnin af rússneskum fréttamanni sem vinnur einnig fyrir Sputnik, rússneskan miðil sem er í eigur rússneska ríkisins. Leyniþjónustur Bandaríkjanna segja Sputnik hafa verið notaðan til áhrifaherferðar yfirvalda Rússlands gagnvart forsetakosningunum 2016. OANN hefur flutt margar umfjallanir um samsæriskenningar sem snúa að Hillary Clinton og George Soros, sem er vinsælt skotmark fjar-hægri afla. Miðillinn hefur sömuleiðis fjallað um að nýja kóróunveiran hafi verið þróuð á tilraunastofu í Bandaríkjunum. Here's the rest of it, which says that media are "fan[ning] the flames of national unrest" by promoting this "far-left provocation" to hurt Trump and help China. pic.twitter.com/enMRQEf8Ko— Matthew Gertz (@MattGertz) June 9, 2020 Bandaríkin Donald Trump Dauði George Floyd Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, telur mögulegt að 75 ára gamall maður sem slasaðist alvarlega þegar lögregluþjónar hrintu honum í jörðina í Buffaloborg sé útsendari Antifa og að um sviðsetningu hafi verið að ræða. Þessu sjónarhorni sínu tísti forsetinn í dag eftir að hann horfði á frétt hins umdeilda og mjög svo hægri sinnaða fjölmiðils One America News Network eða OANN. „Hinum 75 ára gamla Martin Gugino var hrint eftir að hann virtist skanna samskiptabúnað lögregluþjóna með því markmiði að slökkva á búnaðinum. @OANN ég horfði, hann féll hraðar en honum var hrint. Var að miða skanna. Gæti verið sviðsett?“ skrifaði Trump. Buffalo protester shoved by Police could be an ANTIFA provocateur. 75 year old Martin Gugino was pushed away after appearing to scan police communications in order to black out the equipment. @OANN I watched, he fell harder than was pushed. Was aiming scanner. Could be a set up?— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 9, 2020 Tveimur lögregluþjónum var vikið úr starfi vegna atviksins og voru þeir svo ákærðir fyrir líkamsárás. Gugino slasaðist alvarlega í atvikinu og er enn á sjúkrahúsi. Í fyrstu hélt lögreglan því fram að hann hefði hrasað og dottið. Aðrir lögregluþjónar sem voru einnig í sérstakri óeirðasveit, hættu í sveitinni til stuðnings við félaga sína. Trump hefur meðal annars hótað því að skilgreina Anitfa sem hryðjuverkasamtök, þó hann geti það ekki samkvæmt lögum. Umfjöllun OANN byggir á vangaveltum í bloggfærslu á síðu sem kallast Conservative Tree House. Lögmaður Gugino sagði í síðustu viku að hann væri friðsamur aðgerðasinni, hefði verið það um árabil og hann berjist fyrir mannréttindum. Myndband af því þegar Gugino var hrint má sjá í fréttinni hér að neðan. Héraðsmiðillinn WKBW hefur eftir lögmanni Gugino að hún hafi ekki hugmynd um hvaðan þessar ásakanir komi. Það sé alger óþarfi að saka fólk um að vera eitthvað sem þau eru ekki. Þá vildi lögreglustjórinn í Buffalo, þar sem Gugino var hrint, ekki tjá sig um tíst forsetans. Í umfjöllun OANN er því haldið fram að fjölmiðlar í Bandaríkjunum kyndi undir elda óstöðugleika í Bandaríkjunum og séu í herferð gegn „helsta bandamanni bandarískra lögregluþjóna, Donald Trump“. Þetta hagnist eingöngu Kínverjum og Joe Biden, mótframbjóðanda Trump. Sjá einnig: Framboð Trump í miklum vandræðum Bloggfærslan sem umfjöllun OANN og tíst forseta Bandaríkjanna byggja á er skrifuð af nafnlausum aðila. Síðan sjálf er skráð af fyrirtæki sem felur raunverulegan eiganda hennar. The original article cited by OAN on the “Conservative Treehouse” website was written by an anonymous person who publishes under a pseudonym. The site is registered through a company that hides the identity and location of the owner of the website. https://t.co/eKL4kDr2d6— Jon Passantino (@passantino) June 9, 2020 Þar er stungið upp á því að Gugino sé að nota búnað í síma sínum sem geti skannað og slökkt á samskiptabúnaði lögregluþjóna. Það er sagt vera algeng aðferð Antifa, sem er hreyfing rótækra and-fasista sem Trump hefur sakað um ofbeldi í tengslum við mótmæli vegna dauða George Floyd. Í bloggfærslunni eru litlar sem engar sannanir færðar fyrir því að Gugino hafi verið að reyna að skanna samskiptabúnað lögreglunnar á nokkurn hátt, að öðru leyti en að hann var með síma í hendinni og færði höndina í átt að lögregluþjónunum sem hrintu honum. Þá eru sömuleiðis engar sannanir færðar fyrir því að hann aðhyllist Antifa. Þá er frétt OANN sjálf unnin af rússneskum fréttamanni sem vinnur einnig fyrir Sputnik, rússneskan miðil sem er í eigur rússneska ríkisins. Leyniþjónustur Bandaríkjanna segja Sputnik hafa verið notaðan til áhrifaherferðar yfirvalda Rússlands gagnvart forsetakosningunum 2016. OANN hefur flutt margar umfjallanir um samsæriskenningar sem snúa að Hillary Clinton og George Soros, sem er vinsælt skotmark fjar-hægri afla. Miðillinn hefur sömuleiðis fjallað um að nýja kóróunveiran hafi verið þróuð á tilraunastofu í Bandaríkjunum. Here's the rest of it, which says that media are "fan[ning] the flames of national unrest" by promoting this "far-left provocation" to hurt Trump and help China. pic.twitter.com/enMRQEf8Ko— Matthew Gertz (@MattGertz) June 9, 2020
Bandaríkin Donald Trump Dauði George Floyd Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira