Trump kallar hermenn í Þýskalandi heim vegna NATO-deilna Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 16. júní 2020 08:00 Donald Trump Bandaríkjaforseti sakar Þýskaland um að misnota Bandaríkin hernaðarlega og að koma illa fram í viðskiptum. Chip Somodevilla/Getty Images Donald Trump Bandaríkjaforseti staðfesti á mánudag að hann hygðist kalla bandaríska hermenn í Þýskalandi heim vegna þess að Þýskaland hafi ekki styrkt NATO samkvæmt samkomulagi og sakaði landið um að misnota Bandaríkin í viðskiptum. Hann sagðist ætla að kalla 9.500 hermenn aftur heim og skilja aðeins 25 þúsund hermenn eftir. Ákvörðunin er talin grafa verulega undan trausti milli ríkjanna tveggja sem hafa stundað mikil viðskipti sín á milli. Þá grafi hún undan hernaðarsamvinnu Evrópu og Bandaríkjanna en Bandaríkin hafa verið skuldbundin því að verja evrópsk ríki frá hernaðarmætti Rússa frá því eftir síðari heimsstyrjöld. Fréttir af þessum hugmyndum forsetans birtust fyrst í miðlum vestanhafs þann 5. júní síðastliðinn en óvíst var að hann myndi lýsa þessu yfir opinberlega eftir að þingmenn repúblikana lýstu yfir áhyggjum. Niðurskurður væri í raun gjöf til Rússa. Í samtali við fréttamenn sakaði Trump Þýskaland um að hafa vanrækt greiðslur til Atlantshafsbandalagsins, NATO, og hét því að fylgja áætlun sinni eftir ef yfirvöld í Berlín hygðust ekki breyta stefnu sinni í málum NATO. „Þannig að við eigum að vernda Þýskaland á meðan það sýnir vanrækslu. Það er alveg út úr kú. Þannig að ég sagði að við myndum fækka hermönnum niður í 25 þúsund,“ sagði Trump og bætti við að Þýskaland kæmi illa fram við Bandaríkin í viðskiptum en skýrði ekki frekar frá því. Árið 2014 setti NATO það markmið að hvert aðildarríkjanna skyldi greiða 2 prósent vergrar landsframleiðslu, GDP, til varnarmála. Flest ríkjanna, þar á meðal Þýskaland, gera það ekki. NATO Þýskaland Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Kallar þúsundir hermanna heim frá Þýskalandi Forseti Bandaríkjanna hefur fyrirskipað hernaðaryfirvöldum í Pentagon að kalla heim þúsundir bandarískra hermanna sem staðsettir hafa verið í herstöðvum í Þýskalandi. 6. júní 2020 16:26 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Erlent Fleiri fréttir Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti staðfesti á mánudag að hann hygðist kalla bandaríska hermenn í Þýskalandi heim vegna þess að Þýskaland hafi ekki styrkt NATO samkvæmt samkomulagi og sakaði landið um að misnota Bandaríkin í viðskiptum. Hann sagðist ætla að kalla 9.500 hermenn aftur heim og skilja aðeins 25 þúsund hermenn eftir. Ákvörðunin er talin grafa verulega undan trausti milli ríkjanna tveggja sem hafa stundað mikil viðskipti sín á milli. Þá grafi hún undan hernaðarsamvinnu Evrópu og Bandaríkjanna en Bandaríkin hafa verið skuldbundin því að verja evrópsk ríki frá hernaðarmætti Rússa frá því eftir síðari heimsstyrjöld. Fréttir af þessum hugmyndum forsetans birtust fyrst í miðlum vestanhafs þann 5. júní síðastliðinn en óvíst var að hann myndi lýsa þessu yfir opinberlega eftir að þingmenn repúblikana lýstu yfir áhyggjum. Niðurskurður væri í raun gjöf til Rússa. Í samtali við fréttamenn sakaði Trump Þýskaland um að hafa vanrækt greiðslur til Atlantshafsbandalagsins, NATO, og hét því að fylgja áætlun sinni eftir ef yfirvöld í Berlín hygðust ekki breyta stefnu sinni í málum NATO. „Þannig að við eigum að vernda Þýskaland á meðan það sýnir vanrækslu. Það er alveg út úr kú. Þannig að ég sagði að við myndum fækka hermönnum niður í 25 þúsund,“ sagði Trump og bætti við að Þýskaland kæmi illa fram við Bandaríkin í viðskiptum en skýrði ekki frekar frá því. Árið 2014 setti NATO það markmið að hvert aðildarríkjanna skyldi greiða 2 prósent vergrar landsframleiðslu, GDP, til varnarmála. Flest ríkjanna, þar á meðal Þýskaland, gera það ekki.
NATO Þýskaland Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Kallar þúsundir hermanna heim frá Þýskalandi Forseti Bandaríkjanna hefur fyrirskipað hernaðaryfirvöldum í Pentagon að kalla heim þúsundir bandarískra hermanna sem staðsettir hafa verið í herstöðvum í Þýskalandi. 6. júní 2020 16:26 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Erlent Fleiri fréttir Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Sjá meira
Kallar þúsundir hermanna heim frá Þýskalandi Forseti Bandaríkjanna hefur fyrirskipað hernaðaryfirvöldum í Pentagon að kalla heim þúsundir bandarískra hermanna sem staðsettir hafa verið í herstöðvum í Þýskalandi. 6. júní 2020 16:26