Bolton fær að gefa út bókina um tíma sinn með Trump Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 20. júní 2020 16:14 John Bolton, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjanna hyggst gefa út bók um tíma sinn við hlið Trump í næstu viku. Getty/Melissa Sue Gerrits Alríkisdómari skar úr um það í dag að John Bolton, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trump, fái leyfi til að gefa út bók sem hann hefur skrifað. Til stendur að gefa út bókina seinna í næstu viku en Bolton hefur verið sakaður af Hvíta húsinu um að hún innihaldi leynilegar upplýsingar. Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna höfðaði mál gegn Bolton fyrr í vikunni vegna bókarinnar. Ráðuneytið hélt því fram að Bolton hafi brotið þagnarsamkomulag við ríkisstjórnina með því að skrifa bókina. Ákvörðun Royce Lamberth, alríkisdómara, er stór sigur fyrir Bolton og var deilt um hvort skrif bókarinnar væri brot á fyrsta ákvæði stjórnarskrár Bandaríkjanna og brot á öryggi ríkisins. Dómarinn gerði það þó ljóst að hann hefði áhyggjur af því að ákvörðun Bolton um að skrifa bókina hefði getað stefnt þjóðaröryggi Bandaríkjanna í hættu með því að taka einhliða ákvörðun um útgáfu bókarinnar án þess að ræða það við Hvíta húsið. Hvíta húsið fór fram á að útgáfa bókarinnar yrði stöðvuð þar til veitt væri skriflegt leyfi fyrir útgáfu hennar. Þá var þess krafist að öll eintök sem þegar höfðu verið afhent utanaðkomandi aðilum yrðu sótt og að allur hagnaður Bolton vegna bókarinnar færi í sérstakan sjóð um tíma. Bolton sjálfur hefur þvertekið fyrir að bókin innihaldi leynilegar upplýsingar. Þegar hefur komið fram að í bókinni haldi Bolton því fram að nánast allar ákvarðanir Trump hafi tekið mið af endurkjöri hans en ekki hag Bandaríkjanna. Hann neitaði þó að ræða við þingmenn þegar leitast var eftir því í tengslum við embættisákæruna gegn Trump. ....Bolton broke the law and has been called out and rebuked for so doing, with a really big price to pay. He likes dropping bombs on people, and killing them. Now he will have bombs dropped on him!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 20, 2020 Stuttu eftir að úrskurður dómarans var birtur tísti Trump að Bolton hafi brotið lög með því að birta leynilegar upplýsingar. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Segir að allt sem Trump geri snúist um endurkjör John Bolton, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseta segir að fyrrverandi yfirmaður sinn sé „ótrúlega fáfróður“ og hafi hvorki getu né færni til þess að sinna starfi forsetans. Bolton segir að eina leiðarljós Trump í ákvörðunum sé möguleikinn á endurkjöri. 18. júní 2020 14:47 Gera tilraun til að stöðva útgáfu bókar Bolton Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur höfðað mál gegn John Bolton, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Hvíta hússins, vegna bókar sem hann hefur skrifað. 16. júní 2020 23:21 Bolton: Framferði Trump gegn Úkraínu dæmigert fyrir utanríkisstefnu hans Endurkjör sem var eini grundvöllur flestra ákvarðana Donalds Trump Bandaríkjaforseta, jafnvel þegar þær stefndu þjóðinni í hættu eða veiktu hana, að mati Johns Bolton, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump. 12. júní 2020 19:43 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Sjá meira
Alríkisdómari skar úr um það í dag að John Bolton, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trump, fái leyfi til að gefa út bók sem hann hefur skrifað. Til stendur að gefa út bókina seinna í næstu viku en Bolton hefur verið sakaður af Hvíta húsinu um að hún innihaldi leynilegar upplýsingar. Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna höfðaði mál gegn Bolton fyrr í vikunni vegna bókarinnar. Ráðuneytið hélt því fram að Bolton hafi brotið þagnarsamkomulag við ríkisstjórnina með því að skrifa bókina. Ákvörðun Royce Lamberth, alríkisdómara, er stór sigur fyrir Bolton og var deilt um hvort skrif bókarinnar væri brot á fyrsta ákvæði stjórnarskrár Bandaríkjanna og brot á öryggi ríkisins. Dómarinn gerði það þó ljóst að hann hefði áhyggjur af því að ákvörðun Bolton um að skrifa bókina hefði getað stefnt þjóðaröryggi Bandaríkjanna í hættu með því að taka einhliða ákvörðun um útgáfu bókarinnar án þess að ræða það við Hvíta húsið. Hvíta húsið fór fram á að útgáfa bókarinnar yrði stöðvuð þar til veitt væri skriflegt leyfi fyrir útgáfu hennar. Þá var þess krafist að öll eintök sem þegar höfðu verið afhent utanaðkomandi aðilum yrðu sótt og að allur hagnaður Bolton vegna bókarinnar færi í sérstakan sjóð um tíma. Bolton sjálfur hefur þvertekið fyrir að bókin innihaldi leynilegar upplýsingar. Þegar hefur komið fram að í bókinni haldi Bolton því fram að nánast allar ákvarðanir Trump hafi tekið mið af endurkjöri hans en ekki hag Bandaríkjanna. Hann neitaði þó að ræða við þingmenn þegar leitast var eftir því í tengslum við embættisákæruna gegn Trump. ....Bolton broke the law and has been called out and rebuked for so doing, with a really big price to pay. He likes dropping bombs on people, and killing them. Now he will have bombs dropped on him!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 20, 2020 Stuttu eftir að úrskurður dómarans var birtur tísti Trump að Bolton hafi brotið lög með því að birta leynilegar upplýsingar.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Segir að allt sem Trump geri snúist um endurkjör John Bolton, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseta segir að fyrrverandi yfirmaður sinn sé „ótrúlega fáfróður“ og hafi hvorki getu né færni til þess að sinna starfi forsetans. Bolton segir að eina leiðarljós Trump í ákvörðunum sé möguleikinn á endurkjöri. 18. júní 2020 14:47 Gera tilraun til að stöðva útgáfu bókar Bolton Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur höfðað mál gegn John Bolton, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Hvíta hússins, vegna bókar sem hann hefur skrifað. 16. júní 2020 23:21 Bolton: Framferði Trump gegn Úkraínu dæmigert fyrir utanríkisstefnu hans Endurkjör sem var eini grundvöllur flestra ákvarðana Donalds Trump Bandaríkjaforseta, jafnvel þegar þær stefndu þjóðinni í hættu eða veiktu hana, að mati Johns Bolton, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump. 12. júní 2020 19:43 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Sjá meira
Segir að allt sem Trump geri snúist um endurkjör John Bolton, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseta segir að fyrrverandi yfirmaður sinn sé „ótrúlega fáfróður“ og hafi hvorki getu né færni til þess að sinna starfi forsetans. Bolton segir að eina leiðarljós Trump í ákvörðunum sé möguleikinn á endurkjöri. 18. júní 2020 14:47
Gera tilraun til að stöðva útgáfu bókar Bolton Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur höfðað mál gegn John Bolton, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Hvíta hússins, vegna bókar sem hann hefur skrifað. 16. júní 2020 23:21
Bolton: Framferði Trump gegn Úkraínu dæmigert fyrir utanríkisstefnu hans Endurkjör sem var eini grundvöllur flestra ákvarðana Donalds Trump Bandaríkjaforseta, jafnvel þegar þær stefndu þjóðinni í hættu eða veiktu hana, að mati Johns Bolton, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump. 12. júní 2020 19:43