Bruninn á Bræðraborgarstíg Páll Baldvin Baldvinsson skrifar 26. júní 2020 10:30 Nú berast þær fréttir að bruninn á Bræðraborgarstíg 1 hafi verið mannskæður, þrír eru látnir og tveir eru í gjörgæslu. Líka að 73 einstaklingar hafi verið með skráð lögheimili í húsinu. Ekki hefur enn verið greint frá hver var eigandi hússins, einungis að það hafi verið "skráð" á starfsmannaleigu, né hver eigandasaga þess var hin síðari ár. Einnig er komið fram að Efling hefur haft áhyggjur af ástandi þessa húsnæðis sem mannabústaðar. Fréttir morgunsins kalla á ítarlega rannsókn á hvernig það gat gerst að þessi eldgildra var liðin í skjóli og á ábyrgð opinberra aðila sem eiga að bera ábyrgð á eftirliti með þessháttar húsnæði: slökkviliði höfuðborgarsvæðisins og eldvarnaeftirliti, og öðrum bærum aðilum sveitarfélagsins. Við sem eigum oft leið hjá þessu húsi vitum að það hefur um áratuga skeið búið við skelfilegt viðhald eigenda. Þar var um langt skeið rekið dagheimili en því lokað um síðir. Húsið var forskalað og fyrir tveim árum datt stór fláki af forskalningunni af suðurgaflinum og skein í ryðgað bárujárnið undir. Á lóðina sunnanmegin safnaðist reglulega drasl af ýmsu tagi og almannarómur kenndi um leigjendum með tilheyrandi skvettu af útlendingahatri. Þess gætti líka í fyrstu fréttum af brunanum í gær þegar tveir eða þrír þeirra sem komust úr brennandi húsinu voru handteknir og fluttir fáklæddir í járnum og í öllum ummælum lögreglu og slökkviliðs gætti ómannúðlegs tóns gagnvart þeim sem komust úr bálinu. Þá vekur líka athygli að hér brann til kaldra kola bygging sem var 114 áragömul sem var samofin sögu og lífi Vesturbæinga í meira en heila öld. Hús var reist 1906 af Otta Guðmundssyni en frá 1910 var það í eigu Sveins Hjartarsonar bakarameistara sem rak á jarðhæð hússins bakarí sem við hann var kennt. Sveinn var framfaramaður um margt, einn stofnenda Rúgbrauðsgerðarinnar, sultugerðar bakara og Alifuglabús bakara. Að honum stóðu sterkir stofnar frá Steinum á Bráðræðisholti og Ártúni á Kjalarnesi. Steinunn kona hans var fædd í Hlíðarhúsum og er talin fyrst kvenna á Íslandi til að læra á bíl. Af þeim kom mikill fjöldi afkomenda og er það fólk þekkt fyrir hlut sinn í skáksögu Íslands og kvenleggurinn rómaður fyrir fríðleik sinn. Húsið varð fyrir miklum skemmdum þegar neðsta hæðin var rofin með nútímalegum gluggum og austan við það reis steinhús, eitt þeirra húsa við Vesturgötuna sem þurfti að lúta smekkleysi byggingaraðila og veiklyndi byggingarnefndar Reykjavíkur sem alltaf og ævinlega lætur formprýði eldri húsa víkja fyrir hentugleika eignaraðila og lætur ljótleikann njóta réttar.Nú munu eigendur þessa smánarbletts taka til hendinni, rífa steinbygginguna og reisa nýbyggingu sem teygir sig frá auðu lóðinni að sunnan austur á Vesturgötu svo enn skal reynt á smekkleysi byggingarvalda í Reykjavík. Það verður stríð að berja græðgisöflin sem kaupa lóð eða byggingarrétt til að reisa þar hús sem er í flukti við röðina á Vesturgötunni en ekki háhýsin sem standa neðst á Bræðraborgarstíg. En hitt er þó mikilvægast að fram fari opinber rannsókn á því ástandi sem húsið var í hvað varðar brunavarnir og brunaleiðir, hvert ástand var á þeim og hvernig eftirliti með þeim var háttað, hver bar ábyrgð á því, hver var ábyrgð þeirra sem húsinu réðu og skráðu þar til heimilis 73 einstaklinga. Sú langvinna vanræksla sem þarna viðgekkst kostaði á endanum þrjú mannslíf og er því í raun verkefni lögreglunnar að taka það allt til rannsóknar. Höfundur er rithöfundur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bruni á Bræðraborgarstíg Páll Baldvin Baldvinsson Mest lesið Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Sjá meira
Nú berast þær fréttir að bruninn á Bræðraborgarstíg 1 hafi verið mannskæður, þrír eru látnir og tveir eru í gjörgæslu. Líka að 73 einstaklingar hafi verið með skráð lögheimili í húsinu. Ekki hefur enn verið greint frá hver var eigandi hússins, einungis að það hafi verið "skráð" á starfsmannaleigu, né hver eigandasaga þess var hin síðari ár. Einnig er komið fram að Efling hefur haft áhyggjur af ástandi þessa húsnæðis sem mannabústaðar. Fréttir morgunsins kalla á ítarlega rannsókn á hvernig það gat gerst að þessi eldgildra var liðin í skjóli og á ábyrgð opinberra aðila sem eiga að bera ábyrgð á eftirliti með þessháttar húsnæði: slökkviliði höfuðborgarsvæðisins og eldvarnaeftirliti, og öðrum bærum aðilum sveitarfélagsins. Við sem eigum oft leið hjá þessu húsi vitum að það hefur um áratuga skeið búið við skelfilegt viðhald eigenda. Þar var um langt skeið rekið dagheimili en því lokað um síðir. Húsið var forskalað og fyrir tveim árum datt stór fláki af forskalningunni af suðurgaflinum og skein í ryðgað bárujárnið undir. Á lóðina sunnanmegin safnaðist reglulega drasl af ýmsu tagi og almannarómur kenndi um leigjendum með tilheyrandi skvettu af útlendingahatri. Þess gætti líka í fyrstu fréttum af brunanum í gær þegar tveir eða þrír þeirra sem komust úr brennandi húsinu voru handteknir og fluttir fáklæddir í járnum og í öllum ummælum lögreglu og slökkviliðs gætti ómannúðlegs tóns gagnvart þeim sem komust úr bálinu. Þá vekur líka athygli að hér brann til kaldra kola bygging sem var 114 áragömul sem var samofin sögu og lífi Vesturbæinga í meira en heila öld. Hús var reist 1906 af Otta Guðmundssyni en frá 1910 var það í eigu Sveins Hjartarsonar bakarameistara sem rak á jarðhæð hússins bakarí sem við hann var kennt. Sveinn var framfaramaður um margt, einn stofnenda Rúgbrauðsgerðarinnar, sultugerðar bakara og Alifuglabús bakara. Að honum stóðu sterkir stofnar frá Steinum á Bráðræðisholti og Ártúni á Kjalarnesi. Steinunn kona hans var fædd í Hlíðarhúsum og er talin fyrst kvenna á Íslandi til að læra á bíl. Af þeim kom mikill fjöldi afkomenda og er það fólk þekkt fyrir hlut sinn í skáksögu Íslands og kvenleggurinn rómaður fyrir fríðleik sinn. Húsið varð fyrir miklum skemmdum þegar neðsta hæðin var rofin með nútímalegum gluggum og austan við það reis steinhús, eitt þeirra húsa við Vesturgötuna sem þurfti að lúta smekkleysi byggingaraðila og veiklyndi byggingarnefndar Reykjavíkur sem alltaf og ævinlega lætur formprýði eldri húsa víkja fyrir hentugleika eignaraðila og lætur ljótleikann njóta réttar.Nú munu eigendur þessa smánarbletts taka til hendinni, rífa steinbygginguna og reisa nýbyggingu sem teygir sig frá auðu lóðinni að sunnan austur á Vesturgötu svo enn skal reynt á smekkleysi byggingarvalda í Reykjavík. Það verður stríð að berja græðgisöflin sem kaupa lóð eða byggingarrétt til að reisa þar hús sem er í flukti við röðina á Vesturgötunni en ekki háhýsin sem standa neðst á Bræðraborgarstíg. En hitt er þó mikilvægast að fram fari opinber rannsókn á því ástandi sem húsið var í hvað varðar brunavarnir og brunaleiðir, hvert ástand var á þeim og hvernig eftirliti með þeim var háttað, hver bar ábyrgð á því, hver var ábyrgð þeirra sem húsinu réðu og skráðu þar til heimilis 73 einstaklinga. Sú langvinna vanræksla sem þarna viðgekkst kostaði á endanum þrjú mannslíf og er því í raun verkefni lögreglunnar að taka það allt til rannsóknar. Höfundur er rithöfundur.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun