Bruninn á Bræðraborgarstíg Páll Baldvin Baldvinsson skrifar 26. júní 2020 10:30 Nú berast þær fréttir að bruninn á Bræðraborgarstíg 1 hafi verið mannskæður, þrír eru látnir og tveir eru í gjörgæslu. Líka að 73 einstaklingar hafi verið með skráð lögheimili í húsinu. Ekki hefur enn verið greint frá hver var eigandi hússins, einungis að það hafi verið "skráð" á starfsmannaleigu, né hver eigandasaga þess var hin síðari ár. Einnig er komið fram að Efling hefur haft áhyggjur af ástandi þessa húsnæðis sem mannabústaðar. Fréttir morgunsins kalla á ítarlega rannsókn á hvernig það gat gerst að þessi eldgildra var liðin í skjóli og á ábyrgð opinberra aðila sem eiga að bera ábyrgð á eftirliti með þessháttar húsnæði: slökkviliði höfuðborgarsvæðisins og eldvarnaeftirliti, og öðrum bærum aðilum sveitarfélagsins. Við sem eigum oft leið hjá þessu húsi vitum að það hefur um áratuga skeið búið við skelfilegt viðhald eigenda. Þar var um langt skeið rekið dagheimili en því lokað um síðir. Húsið var forskalað og fyrir tveim árum datt stór fláki af forskalningunni af suðurgaflinum og skein í ryðgað bárujárnið undir. Á lóðina sunnanmegin safnaðist reglulega drasl af ýmsu tagi og almannarómur kenndi um leigjendum með tilheyrandi skvettu af útlendingahatri. Þess gætti líka í fyrstu fréttum af brunanum í gær þegar tveir eða þrír þeirra sem komust úr brennandi húsinu voru handteknir og fluttir fáklæddir í járnum og í öllum ummælum lögreglu og slökkviliðs gætti ómannúðlegs tóns gagnvart þeim sem komust úr bálinu. Þá vekur líka athygli að hér brann til kaldra kola bygging sem var 114 áragömul sem var samofin sögu og lífi Vesturbæinga í meira en heila öld. Hús var reist 1906 af Otta Guðmundssyni en frá 1910 var það í eigu Sveins Hjartarsonar bakarameistara sem rak á jarðhæð hússins bakarí sem við hann var kennt. Sveinn var framfaramaður um margt, einn stofnenda Rúgbrauðsgerðarinnar, sultugerðar bakara og Alifuglabús bakara. Að honum stóðu sterkir stofnar frá Steinum á Bráðræðisholti og Ártúni á Kjalarnesi. Steinunn kona hans var fædd í Hlíðarhúsum og er talin fyrst kvenna á Íslandi til að læra á bíl. Af þeim kom mikill fjöldi afkomenda og er það fólk þekkt fyrir hlut sinn í skáksögu Íslands og kvenleggurinn rómaður fyrir fríðleik sinn. Húsið varð fyrir miklum skemmdum þegar neðsta hæðin var rofin með nútímalegum gluggum og austan við það reis steinhús, eitt þeirra húsa við Vesturgötuna sem þurfti að lúta smekkleysi byggingaraðila og veiklyndi byggingarnefndar Reykjavíkur sem alltaf og ævinlega lætur formprýði eldri húsa víkja fyrir hentugleika eignaraðila og lætur ljótleikann njóta réttar.Nú munu eigendur þessa smánarbletts taka til hendinni, rífa steinbygginguna og reisa nýbyggingu sem teygir sig frá auðu lóðinni að sunnan austur á Vesturgötu svo enn skal reynt á smekkleysi byggingarvalda í Reykjavík. Það verður stríð að berja græðgisöflin sem kaupa lóð eða byggingarrétt til að reisa þar hús sem er í flukti við röðina á Vesturgötunni en ekki háhýsin sem standa neðst á Bræðraborgarstíg. En hitt er þó mikilvægast að fram fari opinber rannsókn á því ástandi sem húsið var í hvað varðar brunavarnir og brunaleiðir, hvert ástand var á þeim og hvernig eftirliti með þeim var háttað, hver bar ábyrgð á því, hver var ábyrgð þeirra sem húsinu réðu og skráðu þar til heimilis 73 einstaklinga. Sú langvinna vanræksla sem þarna viðgekkst kostaði á endanum þrjú mannslíf og er því í raun verkefni lögreglunnar að taka það allt til rannsóknar. Höfundur er rithöfundur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bruni á Bræðraborgarstíg Páll Baldvin Baldvinsson Mest lesið Halldór 13.09.2025 Halldór Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Sjá meira
Nú berast þær fréttir að bruninn á Bræðraborgarstíg 1 hafi verið mannskæður, þrír eru látnir og tveir eru í gjörgæslu. Líka að 73 einstaklingar hafi verið með skráð lögheimili í húsinu. Ekki hefur enn verið greint frá hver var eigandi hússins, einungis að það hafi verið "skráð" á starfsmannaleigu, né hver eigandasaga þess var hin síðari ár. Einnig er komið fram að Efling hefur haft áhyggjur af ástandi þessa húsnæðis sem mannabústaðar. Fréttir morgunsins kalla á ítarlega rannsókn á hvernig það gat gerst að þessi eldgildra var liðin í skjóli og á ábyrgð opinberra aðila sem eiga að bera ábyrgð á eftirliti með þessháttar húsnæði: slökkviliði höfuðborgarsvæðisins og eldvarnaeftirliti, og öðrum bærum aðilum sveitarfélagsins. Við sem eigum oft leið hjá þessu húsi vitum að það hefur um áratuga skeið búið við skelfilegt viðhald eigenda. Þar var um langt skeið rekið dagheimili en því lokað um síðir. Húsið var forskalað og fyrir tveim árum datt stór fláki af forskalningunni af suðurgaflinum og skein í ryðgað bárujárnið undir. Á lóðina sunnanmegin safnaðist reglulega drasl af ýmsu tagi og almannarómur kenndi um leigjendum með tilheyrandi skvettu af útlendingahatri. Þess gætti líka í fyrstu fréttum af brunanum í gær þegar tveir eða þrír þeirra sem komust úr brennandi húsinu voru handteknir og fluttir fáklæddir í járnum og í öllum ummælum lögreglu og slökkviliðs gætti ómannúðlegs tóns gagnvart þeim sem komust úr bálinu. Þá vekur líka athygli að hér brann til kaldra kola bygging sem var 114 áragömul sem var samofin sögu og lífi Vesturbæinga í meira en heila öld. Hús var reist 1906 af Otta Guðmundssyni en frá 1910 var það í eigu Sveins Hjartarsonar bakarameistara sem rak á jarðhæð hússins bakarí sem við hann var kennt. Sveinn var framfaramaður um margt, einn stofnenda Rúgbrauðsgerðarinnar, sultugerðar bakara og Alifuglabús bakara. Að honum stóðu sterkir stofnar frá Steinum á Bráðræðisholti og Ártúni á Kjalarnesi. Steinunn kona hans var fædd í Hlíðarhúsum og er talin fyrst kvenna á Íslandi til að læra á bíl. Af þeim kom mikill fjöldi afkomenda og er það fólk þekkt fyrir hlut sinn í skáksögu Íslands og kvenleggurinn rómaður fyrir fríðleik sinn. Húsið varð fyrir miklum skemmdum þegar neðsta hæðin var rofin með nútímalegum gluggum og austan við það reis steinhús, eitt þeirra húsa við Vesturgötuna sem þurfti að lúta smekkleysi byggingaraðila og veiklyndi byggingarnefndar Reykjavíkur sem alltaf og ævinlega lætur formprýði eldri húsa víkja fyrir hentugleika eignaraðila og lætur ljótleikann njóta réttar.Nú munu eigendur þessa smánarbletts taka til hendinni, rífa steinbygginguna og reisa nýbyggingu sem teygir sig frá auðu lóðinni að sunnan austur á Vesturgötu svo enn skal reynt á smekkleysi byggingarvalda í Reykjavík. Það verður stríð að berja græðgisöflin sem kaupa lóð eða byggingarrétt til að reisa þar hús sem er í flukti við röðina á Vesturgötunni en ekki háhýsin sem standa neðst á Bræðraborgarstíg. En hitt er þó mikilvægast að fram fari opinber rannsókn á því ástandi sem húsið var í hvað varðar brunavarnir og brunaleiðir, hvert ástand var á þeim og hvernig eftirliti með þeim var háttað, hver bar ábyrgð á því, hver var ábyrgð þeirra sem húsinu réðu og skráðu þar til heimilis 73 einstaklinga. Sú langvinna vanræksla sem þarna viðgekkst kostaði á endanum þrjú mannslíf og er því í raun verkefni lögreglunnar að taka það allt til rannsóknar. Höfundur er rithöfundur.
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar