Eru allir sveitarstjórnarmenn að vinna? Tómas Ellert Tómasson skrifar 29. júní 2020 09:00 Í mars sl. benti bæjarráð Svf. Árborgar á að kólnun hagkerfisins með vaxandi atvinnuleysi væri ógn við tekjustofna sveitarfélaga og að grípa þyrfti til róttækra aðgerða til að verja störfin með mannaflsfrekum framkvæmdum við viðhald og nýfjárfestingar en með því fengi atvinnulífið þá innspýtingu sem nú bráðvantaði og þannig mætti verja störfin. Einnig lagði bæjarráð til að ríkið myndi tímabundið fella niður virðisaukaskatt af slíkum framkvæmdum, sem myndu þá gefa sveitarfélögum aukið svigrúm til þátttöku í slíkum aðgerðum. Á dagskrá Alþingis liggur nú fyrir lagafrumvarp þar sem lögð er til breyting á bráðabirgðaákvæði um endurgreiðslu vegna vinnu manna á byggingarstað. Í greinargerð með frumvarpinu kemur fram að bráðabirgðaákvæðið sé lagt til í kjölfar lagabreytinga um breytingu á ýmsum lögum til að mæta efnahagslegum áhrifum heimsfaraldurs kórónuveiru. Samkvæmt frumvarpinu geta sveitarfélög fengið endurgreiddan virðisaukaskatt vegna vinnu manna sem innt er af hendi á byggingarstað innan tímabilsins 1. mars 2020 og til og með 31. desember 2020. Með boðaðri lagabreytingu er að hálfu leyti komið til móts við ábendingar bæjarráðs, sem er vel, en tímabilið sem lagt er til að ákvæðið sé virkt er alltof stutt. Á það bendir einnig Samband íslenskra sveitarfélaga í umsögn sinni um lagafrumvarpið ásamt því að upplýsa um að sveitarfélögin hafi mörg hver verið að flýta fyrir framkvæmdum á stórum verkum á árinu, sem verða þá komin tiltölulega skammt á veg um næstu áramót þegar endurgreiðslutímabilinu á að ljúka. Sambandið hvetur því fjármálaráðuneytið í því samhengi að hefja strax vinnu við gerð frumvarps til lengingar endurgreiðslutímabilsins út árið 2021 svo það geti verið lagt fyrir Alþingi ekki síðar en í haust. Þannig geti sveitarfélögin tekið tillit til þess að tímabilið hafi verið lengt þegar fjárhagsáætlun er tekin fyrir í sveitarstjórn og áætlanir um framkvæmdir næsta árs eru samþykktar. Undirritaður tekur undir hvatningarorð sambandsins og hvetur sveitarstjórnarmenn um land allt til þess að gera slíkt hið sama ásamt því að koma skilaboðunum áleiðis til ráðherra og þingmanna í sínu héraði. Eru ekki allir sveitarstjórnarmenn að vinna í því? Höfundur er bæjarfulltrúi Miðflokksins í Svf. Árborg, varaformaður bæjarráðs og formaður eigna- og veitunefndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árborg Sveitarstjórnarmál Tómas Ellert Tómasson Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Sjá meira
Í mars sl. benti bæjarráð Svf. Árborgar á að kólnun hagkerfisins með vaxandi atvinnuleysi væri ógn við tekjustofna sveitarfélaga og að grípa þyrfti til róttækra aðgerða til að verja störfin með mannaflsfrekum framkvæmdum við viðhald og nýfjárfestingar en með því fengi atvinnulífið þá innspýtingu sem nú bráðvantaði og þannig mætti verja störfin. Einnig lagði bæjarráð til að ríkið myndi tímabundið fella niður virðisaukaskatt af slíkum framkvæmdum, sem myndu þá gefa sveitarfélögum aukið svigrúm til þátttöku í slíkum aðgerðum. Á dagskrá Alþingis liggur nú fyrir lagafrumvarp þar sem lögð er til breyting á bráðabirgðaákvæði um endurgreiðslu vegna vinnu manna á byggingarstað. Í greinargerð með frumvarpinu kemur fram að bráðabirgðaákvæðið sé lagt til í kjölfar lagabreytinga um breytingu á ýmsum lögum til að mæta efnahagslegum áhrifum heimsfaraldurs kórónuveiru. Samkvæmt frumvarpinu geta sveitarfélög fengið endurgreiddan virðisaukaskatt vegna vinnu manna sem innt er af hendi á byggingarstað innan tímabilsins 1. mars 2020 og til og með 31. desember 2020. Með boðaðri lagabreytingu er að hálfu leyti komið til móts við ábendingar bæjarráðs, sem er vel, en tímabilið sem lagt er til að ákvæðið sé virkt er alltof stutt. Á það bendir einnig Samband íslenskra sveitarfélaga í umsögn sinni um lagafrumvarpið ásamt því að upplýsa um að sveitarfélögin hafi mörg hver verið að flýta fyrir framkvæmdum á stórum verkum á árinu, sem verða þá komin tiltölulega skammt á veg um næstu áramót þegar endurgreiðslutímabilinu á að ljúka. Sambandið hvetur því fjármálaráðuneytið í því samhengi að hefja strax vinnu við gerð frumvarps til lengingar endurgreiðslutímabilsins út árið 2021 svo það geti verið lagt fyrir Alþingi ekki síðar en í haust. Þannig geti sveitarfélögin tekið tillit til þess að tímabilið hafi verið lengt þegar fjárhagsáætlun er tekin fyrir í sveitarstjórn og áætlanir um framkvæmdir næsta árs eru samþykktar. Undirritaður tekur undir hvatningarorð sambandsins og hvetur sveitarstjórnarmenn um land allt til þess að gera slíkt hið sama ásamt því að koma skilaboðunum áleiðis til ráðherra og þingmanna í sínu héraði. Eru ekki allir sveitarstjórnarmenn að vinna í því? Höfundur er bæjarfulltrúi Miðflokksins í Svf. Árborg, varaformaður bæjarráðs og formaður eigna- og veitunefndar.
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar