Ekki ljóst hve langan tíma mun taka að gera við Baldur Andri Eysteinsson og Jóhann K. Jóhannsson skrifa 30. júní 2020 14:12 Breiðafjarðarferjan Baldur fer á milli Stykkishólms og Brjánslækjar með viðkomu í Flatey. Facebook/Sæferðir Bilun kom upp í Breiðafjarðarferjunni Baldri í gær sem varð þess valdandi að fjöldi fólks sat fast út í Flatey. Gunnlaugur Grettisson, framkvæmdastjóri Sæferða, segir að vel hafi gengið að leysa vandann sem var fyrir hendi. „Það kom upp bilun í annarri túrbínu í vélinni sem gerði það að verkum að við misstum afl. Við fórum að bryggju á eigin vélarafli og þar var bundið. Það var aldrei nein hætta eða slíkt,“ sagði Gunnlaugur í samtali við fréttastofu í dag. Ríkisútvarpið greindi fyrst frá ástandinu við Flatey í gærkvöldi. Ferjan sat því eftir í Flatey en um borð voru um 80 farþegar og 31 ökutæki auk áhafnarinnar. Gunnlaugur segir að siglt hafi verið út í Flatey á bátnum Særúnu og þeir farþegar sem höfðu áætlað að enda för sína í Brjánslæk ferjaðir yfir Breiðafjörðinn. Að því loknu hafi Særún snúið við og sótt restina af farþegunum og hluta áhafnarinnar og flutt hópinn yfir til Stykkishólms þar sem gisting hafði verið fundin fyrir farþega sem ekki vildu gista í Flatey. „Þetta er auðvitað bara hrikalega leiðinlegt, fólk á leið annaðhvort heim til sín eða í ferðalag með fjölskylduna,“ sagði Gunnlaugur. Þó nokkur fjöldi ökutækja var um borð í Baldri þegar bilunin kom upp en ekki er unnt að ferja bílana yfir með Særúnu. Gunnlaugur segir að unnið sé að því að koma Baldri til baka í Hólminn og þar verði hann af fermdur. Það er gert með aðstoð til þess að reyna ekki á vélina og vonast er til þess að því verði lokið klukkan 16 í dag. Breiðafjarðarferjan Baldur er mikilvæg samgönguleið á milli Stykkishólms á Snæfellsnesi, Flateyjar á Breiðafirði og Brjánslækjar á sunnanverðum Vestfjörðum. Gunnlaugur segir gott að vegir á milli landshlutanna séu greiðfærir þegar bilunin verður en ekki er ljóst hversu langan tíma viðgerð mun taka. „Það er búið að panta nýja túrbínu, það var gert í gærkvöldi, Við höfum góð úrræði við að koma vörum hratt á milli staða. Við erum með væntingar um að þetta verði ekki mjög langt,“ sagði Gunnlaugur og tók fram að Flatey verði þjónustuð með notkun á Særúnu og sömu sögu megi segja um Brjánslæk. Gamli Herjólfur er eitt þeirra skipa sem skilgreint er sem varaskip fyrir Baldur en Gunnlaugur segir erfitt að tjá sig um möguleikann á að hann komi til forfalla þegar ekki liggur fyrir hve lengi Baldur verður frá. „Samkvæmt samningi við Vegagerðina er hann skilgreindur sem eitt af varaskipunum. Vegagerðin er upplýst um stöðu mála.“ Stykkishólmur Samgöngur Reykhólahreppur Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent „Það er óákveðið“ Innlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fleiri fréttir Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Sjá meira
Bilun kom upp í Breiðafjarðarferjunni Baldri í gær sem varð þess valdandi að fjöldi fólks sat fast út í Flatey. Gunnlaugur Grettisson, framkvæmdastjóri Sæferða, segir að vel hafi gengið að leysa vandann sem var fyrir hendi. „Það kom upp bilun í annarri túrbínu í vélinni sem gerði það að verkum að við misstum afl. Við fórum að bryggju á eigin vélarafli og þar var bundið. Það var aldrei nein hætta eða slíkt,“ sagði Gunnlaugur í samtali við fréttastofu í dag. Ríkisútvarpið greindi fyrst frá ástandinu við Flatey í gærkvöldi. Ferjan sat því eftir í Flatey en um borð voru um 80 farþegar og 31 ökutæki auk áhafnarinnar. Gunnlaugur segir að siglt hafi verið út í Flatey á bátnum Særúnu og þeir farþegar sem höfðu áætlað að enda för sína í Brjánslæk ferjaðir yfir Breiðafjörðinn. Að því loknu hafi Særún snúið við og sótt restina af farþegunum og hluta áhafnarinnar og flutt hópinn yfir til Stykkishólms þar sem gisting hafði verið fundin fyrir farþega sem ekki vildu gista í Flatey. „Þetta er auðvitað bara hrikalega leiðinlegt, fólk á leið annaðhvort heim til sín eða í ferðalag með fjölskylduna,“ sagði Gunnlaugur. Þó nokkur fjöldi ökutækja var um borð í Baldri þegar bilunin kom upp en ekki er unnt að ferja bílana yfir með Særúnu. Gunnlaugur segir að unnið sé að því að koma Baldri til baka í Hólminn og þar verði hann af fermdur. Það er gert með aðstoð til þess að reyna ekki á vélina og vonast er til þess að því verði lokið klukkan 16 í dag. Breiðafjarðarferjan Baldur er mikilvæg samgönguleið á milli Stykkishólms á Snæfellsnesi, Flateyjar á Breiðafirði og Brjánslækjar á sunnanverðum Vestfjörðum. Gunnlaugur segir gott að vegir á milli landshlutanna séu greiðfærir þegar bilunin verður en ekki er ljóst hversu langan tíma viðgerð mun taka. „Það er búið að panta nýja túrbínu, það var gert í gærkvöldi, Við höfum góð úrræði við að koma vörum hratt á milli staða. Við erum með væntingar um að þetta verði ekki mjög langt,“ sagði Gunnlaugur og tók fram að Flatey verði þjónustuð með notkun á Særúnu og sömu sögu megi segja um Brjánslæk. Gamli Herjólfur er eitt þeirra skipa sem skilgreint er sem varaskip fyrir Baldur en Gunnlaugur segir erfitt að tjá sig um möguleikann á að hann komi til forfalla þegar ekki liggur fyrir hve lengi Baldur verður frá. „Samkvæmt samningi við Vegagerðina er hann skilgreindur sem eitt af varaskipunum. Vegagerðin er upplýst um stöðu mála.“
Stykkishólmur Samgöngur Reykhólahreppur Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent „Það er óákveðið“ Innlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fleiri fréttir Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Sjá meira