UN Women 10 ára í dag Stella Samúelsdóttir skrifar 2. júlí 2020 08:01 Í dag eru tíu ár síðan stofnun UN Women var samþykkt af allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. Á þessum degi fyrir tíu árum átti sér stað söguleg pólitísk viljayfirlýsing ríkja heims um að jafna hlut kynjanna og útrýma kynbundnu ofbeldi. Þar með var málefnum er varða jafnrétti og bætta stöðu kvenna og stúlkna skip stærri sess í alþjóðasamfélaginu og hlaut loks viðurkenningu með viðeigandi fjármagni. Ísland var eitt þeirra ríkja sem fór þar fremst í flokki. Kynjamismunun er rótgróin í öllum samfélögum heimsins. Á hverjum degi þurfa konur að þola ofbeldi og ójöfnuð, skort á atvinnutækifærum og lægri laun en karlmenn, hljóta hvorki menntun né heilbrigðisþjónustu og fá hvorki sæti við samningaborðið né koma að ákvarðanatökum. Heimsfaraldurinn sem heimurinn tekst á við í dag hefur því miður skerpt fyrir okkur stöðuna þar sem félagsleg og efnahagsleg áhrif Covid-19 á líf kvenna eru ótvíræð. Þrátt fyrir að vera ung og lítil stofnun í samanburði við aðrar alþjóðastofnanir, hefur UN Women áunnist gríðarlegt afrek við að bæta stöðu, réttindi og lífsgæði kvenna og stúlkna. Líkt og þegar allsherjarþing Sþ ályktaði að limlestingar á kynfærum kvenna væru mannréttindabrot og að öll lönd skyldu herða löggjöf sem varða glæpinn árið 2012, bann við limlestingu á kynfærum kvenna var fært í lög í Gambíu árið 2015 en sama ár voru kvennamorð gerð refsiverð í Brasilíu. Bann hefur verið fært í lög við þvinguðum barnahjónaböndum Zimbabwe og Malaví auk þess sem Alþjóðaglæpadómstóllinn dæmdi í fyrsta sinn manneskju á forsendum kynferðisofbeldisbrota þegar fyrrum varaforseti Mið-Afríkulýðveldisins var dæmdur í 16 ára fangelsi fyrir stríðsglæpi m.a. fyrir að hafa beitt nauðgunum sem stríðsvopni. Svokölluð „nauðgunarlög“ voru afnumin í Líbanon, Túnis og Jórdaníu sem gerðu nauðgurum áður kleift að komast hjá því að verða sóttir til saka með því að giftast þolendum sínum og svo mætti lengi telja. Við hjá UN Women vinnum að því að breyta þessu með því að veita tæknilegan og fjárhagslegan stuðning til verkefna sem efla réttindi kvenna, þátttöku þeirra í stjórnmálum, efnahagslegt sjálfstæði og stuðla að afnámi ofbeldis gegn konum og stúlkum með fræðslu að vopni og að útvega berskjölduðum konum á flótta og í neyð verkfæri í formi sjálfstyrkingar, öryggis, hagnýts náms og atvinnutækifæra með sjálfbærni að leiðarljósi í takt við Heimsmarkmiðin. Íslensk stjórnvöld hafa frá upphafi stutt við bak UN Women. Það hefur utanríkisráðuneytið gert með fjárhagslegum stuðningi við verkefnin, sent starfsfólk á vettvang í samstarfslöndum UN Women, setið í stjórn UN Women og stutt dyggilega við landsnefnd UN Women á Íslandi. Við stöndum í þakkarskuld við utanríkisráðuneytið. Án stuðnings þess værum við ekki í þeirri stöðu að senda fjórða árið í röð hæsta fjárframlag allra landsnefnda UN Women, óháð höfðatölu. En á þessum tíu árum hefur okkur hjá UN Women á Íslandi tekist að sautjánfalda framlag landsnefndarinnar til verkefna UN Women. Þeim árangri ber að fagna. En þörfin hefur aldrei verið meiri en nú í kjölfar Covid-19 þar sem áhrif heimsfaraldursins hefur ómæld áhrif á líf kvenna um allan heim í ljósi aukins ofbeldis gegn konum og stúlkum um allan heim. Við þökkum okkar mánaðarlegu styrktaraðilum sem og frábæru samstarfsfólki í utanríkisráðuneytinu fyrir stuðninginn um leið og við vonumst við eftir áframhaldandi samstarfi. Við horfum björtum augum til framtíðar því við saman erum við sterkari! Stella Samúelsdóttir, framkvæmdastýra UN Women á Íslandi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jafnréttismál Sameinuðu þjóðirnar Tímamót Stella Samúelsdóttir Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit Skoðun Skoðun Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Sjá meira
Í dag eru tíu ár síðan stofnun UN Women var samþykkt af allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. Á þessum degi fyrir tíu árum átti sér stað söguleg pólitísk viljayfirlýsing ríkja heims um að jafna hlut kynjanna og útrýma kynbundnu ofbeldi. Þar með var málefnum er varða jafnrétti og bætta stöðu kvenna og stúlkna skip stærri sess í alþjóðasamfélaginu og hlaut loks viðurkenningu með viðeigandi fjármagni. Ísland var eitt þeirra ríkja sem fór þar fremst í flokki. Kynjamismunun er rótgróin í öllum samfélögum heimsins. Á hverjum degi þurfa konur að þola ofbeldi og ójöfnuð, skort á atvinnutækifærum og lægri laun en karlmenn, hljóta hvorki menntun né heilbrigðisþjónustu og fá hvorki sæti við samningaborðið né koma að ákvarðanatökum. Heimsfaraldurinn sem heimurinn tekst á við í dag hefur því miður skerpt fyrir okkur stöðuna þar sem félagsleg og efnahagsleg áhrif Covid-19 á líf kvenna eru ótvíræð. Þrátt fyrir að vera ung og lítil stofnun í samanburði við aðrar alþjóðastofnanir, hefur UN Women áunnist gríðarlegt afrek við að bæta stöðu, réttindi og lífsgæði kvenna og stúlkna. Líkt og þegar allsherjarþing Sþ ályktaði að limlestingar á kynfærum kvenna væru mannréttindabrot og að öll lönd skyldu herða löggjöf sem varða glæpinn árið 2012, bann við limlestingu á kynfærum kvenna var fært í lög í Gambíu árið 2015 en sama ár voru kvennamorð gerð refsiverð í Brasilíu. Bann hefur verið fært í lög við þvinguðum barnahjónaböndum Zimbabwe og Malaví auk þess sem Alþjóðaglæpadómstóllinn dæmdi í fyrsta sinn manneskju á forsendum kynferðisofbeldisbrota þegar fyrrum varaforseti Mið-Afríkulýðveldisins var dæmdur í 16 ára fangelsi fyrir stríðsglæpi m.a. fyrir að hafa beitt nauðgunum sem stríðsvopni. Svokölluð „nauðgunarlög“ voru afnumin í Líbanon, Túnis og Jórdaníu sem gerðu nauðgurum áður kleift að komast hjá því að verða sóttir til saka með því að giftast þolendum sínum og svo mætti lengi telja. Við hjá UN Women vinnum að því að breyta þessu með því að veita tæknilegan og fjárhagslegan stuðning til verkefna sem efla réttindi kvenna, þátttöku þeirra í stjórnmálum, efnahagslegt sjálfstæði og stuðla að afnámi ofbeldis gegn konum og stúlkum með fræðslu að vopni og að útvega berskjölduðum konum á flótta og í neyð verkfæri í formi sjálfstyrkingar, öryggis, hagnýts náms og atvinnutækifæra með sjálfbærni að leiðarljósi í takt við Heimsmarkmiðin. Íslensk stjórnvöld hafa frá upphafi stutt við bak UN Women. Það hefur utanríkisráðuneytið gert með fjárhagslegum stuðningi við verkefnin, sent starfsfólk á vettvang í samstarfslöndum UN Women, setið í stjórn UN Women og stutt dyggilega við landsnefnd UN Women á Íslandi. Við stöndum í þakkarskuld við utanríkisráðuneytið. Án stuðnings þess værum við ekki í þeirri stöðu að senda fjórða árið í röð hæsta fjárframlag allra landsnefnda UN Women, óháð höfðatölu. En á þessum tíu árum hefur okkur hjá UN Women á Íslandi tekist að sautjánfalda framlag landsnefndarinnar til verkefna UN Women. Þeim árangri ber að fagna. En þörfin hefur aldrei verið meiri en nú í kjölfar Covid-19 þar sem áhrif heimsfaraldursins hefur ómæld áhrif á líf kvenna um allan heim í ljósi aukins ofbeldis gegn konum og stúlkum um allan heim. Við þökkum okkar mánaðarlegu styrktaraðilum sem og frábæru samstarfsfólki í utanríkisráðuneytinu fyrir stuðninginn um leið og við vonumst við eftir áframhaldandi samstarfi. Við horfum björtum augum til framtíðar því við saman erum við sterkari! Stella Samúelsdóttir, framkvæmdastýra UN Women á Íslandi
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun