Harðlínumaður settur yfir öryggismál í Hong Kong Kjartan Kjartansson skrifar 3. júlí 2020 11:04 Mótmælandi handtekinn í Hong Kong á miðvikudag þegar þess var minnst að 23 voru liðin frá því að Bretar skiluðu borgríkinu í hendur Kína. Samkomulag ríkjanna kvað á um að Hong Kong-búar nytu borgararéttinda í að minnsta kosti 50 ár eftir skiptin. Gagnrýnendur öryggislaganna segja þau hafa það samkomulag að engu. Vísir/EPA Kínversk stjórnvöld hafa skipað harðlínumann yfir nýja öryggisstofnun fyrir Hong Kong á grundvelli umdeildra öryggislaga. Hann átti meðal annars þátt í að bæla niður mótmæli gegn spillingu í Guangdong-héraði árið 2011. Nýju stofnunni er ætlað að framfylgja öryggislögunum sem voru samþykkt fyrir Hong Kong í vikunni. Hún verður óháð öðrum stofnunum og sætir ekki neinum lagalegum takmörkunum. Með lögunum er nú saknæmt að grafa undan og gagnrýna kínversk stjórnvöld að viðlögðu lífstíðarfangelsi. Gagnrýnendur laganna segja þau svipta íbúa Hong Kong frelsi sem þeim var lofað þegar Bretar afhentu Kínverjum borgríkið árið 1997. Zheng Yanxiong hefur verið skipaður yfirmaður stofnunarinnar. Breska ríkisútvarpið BBC segir að hann sé best þekktur fyrir að kveða niður mótmæli í þorpinu Wukan í Guangdong-héraði í sunnanverðu Kína fyrir tæpum áratug. Mótmælin í Wukan snerust um eignarnám ríkisins á jörðin þorpsbúa. Þeir sökuðu embættismenn um að spillingu og að stela jörðum þeirra í samkurli við verktaka. Hröktu þorpsbúar embættismenn þaðan. Í kjölfarið tryggðu þeir sé lýðræðislegar umbætur fyrir svæðið Þegar mótmælin blossuðu upp aftur fimm árum síðar vegna vanefnda stjórnvalda sendi Zheng, sem var háttsettur leiðtogi Kommúnistaflokksins í Guangdong, hundruð óeirðarlögreglumanna til að leggja þorpið undir sig. Fjöldi manns var handtekinn. Tíu mótmælendur í Hong Kong hafa þegar verið ákærðir á grundvelli nýju laganna og hundruð hafa verið handtekin í átökum lögreglu og mótmælenda. Nokkrir leiðtogar lýðræðissinna hafa hörfað og að minnsta kosti einn flúið land. Á meðal þeirra sem eru ákærðir er ökumaður bifhjóls sem ók inn í hóp lögreglumanna sem fána sem á var letrað slagorð um sjálfstæði Hong Kong. Hann er ákærður fyrir að hvetja til uppreisnar og hryðjuverka. Vestræn ríki hafa gagnrýnt nýju lögin og Bretar hafa boðið Hong Kong-búum landvistarleyfi eftir samþykkt þeirra. Stjórnvöld í Beijing vísa allri gagnrýni á bug og segja lögin nauðsynleg til að koma í veg fyrir fjöldamótmæli fyrir lýðræði eins og þau sem geisuðu í borgríkinu um margra mánaða skeið í fyrra. Hong Kong Kína Tengdar fréttir Síðasti breski ríkisstjóri Hong Kong líkir stöðunni við 1984 Kínverjar sögðust í dag afar ósáttir við gagnrýni annarra ríkja á ný öryggislög í Hong Kong. Bandaríska þingið samþykkti viðskiptaþvinganir og Bretar ætla að bjóða milljónum íbúa Hong Kong dvalarleyfi. 2. júlí 2020 19:00 Ræða möguleikann á útlagaþingi Hong Kong Lýðræðissinnar í Hong Kong eru sagðir íhuga að koma á fót óopinberu útlagaþingi utan borgarinnar til þess að tala máli lýðræðis og senda kínverskum stjórnvöldum skilaboðum eftir að umdeild öryggislög voru samþykkt. 2. júlí 2020 15:39 Strax handtökur fyrir brot á nýjum öryggislögum Níu mótmælendur hið minnsta voru handteknir í dag fyrir brot á nýjum og umdeildum öryggislögum í Hong Kong. 1. júlí 2020 20:00 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Sjá meira
Kínversk stjórnvöld hafa skipað harðlínumann yfir nýja öryggisstofnun fyrir Hong Kong á grundvelli umdeildra öryggislaga. Hann átti meðal annars þátt í að bæla niður mótmæli gegn spillingu í Guangdong-héraði árið 2011. Nýju stofnunni er ætlað að framfylgja öryggislögunum sem voru samþykkt fyrir Hong Kong í vikunni. Hún verður óháð öðrum stofnunum og sætir ekki neinum lagalegum takmörkunum. Með lögunum er nú saknæmt að grafa undan og gagnrýna kínversk stjórnvöld að viðlögðu lífstíðarfangelsi. Gagnrýnendur laganna segja þau svipta íbúa Hong Kong frelsi sem þeim var lofað þegar Bretar afhentu Kínverjum borgríkið árið 1997. Zheng Yanxiong hefur verið skipaður yfirmaður stofnunarinnar. Breska ríkisútvarpið BBC segir að hann sé best þekktur fyrir að kveða niður mótmæli í þorpinu Wukan í Guangdong-héraði í sunnanverðu Kína fyrir tæpum áratug. Mótmælin í Wukan snerust um eignarnám ríkisins á jörðin þorpsbúa. Þeir sökuðu embættismenn um að spillingu og að stela jörðum þeirra í samkurli við verktaka. Hröktu þorpsbúar embættismenn þaðan. Í kjölfarið tryggðu þeir sé lýðræðislegar umbætur fyrir svæðið Þegar mótmælin blossuðu upp aftur fimm árum síðar vegna vanefnda stjórnvalda sendi Zheng, sem var háttsettur leiðtogi Kommúnistaflokksins í Guangdong, hundruð óeirðarlögreglumanna til að leggja þorpið undir sig. Fjöldi manns var handtekinn. Tíu mótmælendur í Hong Kong hafa þegar verið ákærðir á grundvelli nýju laganna og hundruð hafa verið handtekin í átökum lögreglu og mótmælenda. Nokkrir leiðtogar lýðræðissinna hafa hörfað og að minnsta kosti einn flúið land. Á meðal þeirra sem eru ákærðir er ökumaður bifhjóls sem ók inn í hóp lögreglumanna sem fána sem á var letrað slagorð um sjálfstæði Hong Kong. Hann er ákærður fyrir að hvetja til uppreisnar og hryðjuverka. Vestræn ríki hafa gagnrýnt nýju lögin og Bretar hafa boðið Hong Kong-búum landvistarleyfi eftir samþykkt þeirra. Stjórnvöld í Beijing vísa allri gagnrýni á bug og segja lögin nauðsynleg til að koma í veg fyrir fjöldamótmæli fyrir lýðræði eins og þau sem geisuðu í borgríkinu um margra mánaða skeið í fyrra.
Hong Kong Kína Tengdar fréttir Síðasti breski ríkisstjóri Hong Kong líkir stöðunni við 1984 Kínverjar sögðust í dag afar ósáttir við gagnrýni annarra ríkja á ný öryggislög í Hong Kong. Bandaríska þingið samþykkti viðskiptaþvinganir og Bretar ætla að bjóða milljónum íbúa Hong Kong dvalarleyfi. 2. júlí 2020 19:00 Ræða möguleikann á útlagaþingi Hong Kong Lýðræðissinnar í Hong Kong eru sagðir íhuga að koma á fót óopinberu útlagaþingi utan borgarinnar til þess að tala máli lýðræðis og senda kínverskum stjórnvöldum skilaboðum eftir að umdeild öryggislög voru samþykkt. 2. júlí 2020 15:39 Strax handtökur fyrir brot á nýjum öryggislögum Níu mótmælendur hið minnsta voru handteknir í dag fyrir brot á nýjum og umdeildum öryggislögum í Hong Kong. 1. júlí 2020 20:00 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Sjá meira
Síðasti breski ríkisstjóri Hong Kong líkir stöðunni við 1984 Kínverjar sögðust í dag afar ósáttir við gagnrýni annarra ríkja á ný öryggislög í Hong Kong. Bandaríska þingið samþykkti viðskiptaþvinganir og Bretar ætla að bjóða milljónum íbúa Hong Kong dvalarleyfi. 2. júlí 2020 19:00
Ræða möguleikann á útlagaþingi Hong Kong Lýðræðissinnar í Hong Kong eru sagðir íhuga að koma á fót óopinberu útlagaþingi utan borgarinnar til þess að tala máli lýðræðis og senda kínverskum stjórnvöldum skilaboðum eftir að umdeild öryggislög voru samþykkt. 2. júlí 2020 15:39
Strax handtökur fyrir brot á nýjum öryggislögum Níu mótmælendur hið minnsta voru handteknir í dag fyrir brot á nýjum og umdeildum öryggislögum í Hong Kong. 1. júlí 2020 20:00