Trump heldur því fram að 99 prósent kórónuveirusmita séu „algjörlega skaðlaus“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 5. júlí 2020 09:16 Donald Trump og eiginkona hans Melania við Hvíta húsið í gær. AP Photo/Patrick Semansky Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hélt því fram að 99 prósent kórónuveirusmita í Bandaríkjunum væru skaðlaus, í ávarpi þar sem hann fagnaði þjóðhátíðaradegi Bandaríkjanna í gær, 4. júlí. Þrátt fyrir að embættismenn víða um Bandaríkin hafi hvatt til þess að halda þjóðhátíðardagsfögnuði í lágmarki vegna mikillar útbreiðslu kórónuveirunnar í Bandaríkjunum stöðvaði það ekki forsetann í að halda mikla veislu við Hvíta húsið. Á myndum má sjá að fáir gengu með grímur en Trump gerði lítið úr þeirri ógn sem stafar af kórónuveirunni, en mikið úr viðbrögðum ríkistjórnar sinni við henni. „Nú erum við búin að prófa 40 milljónir manna, og með því að gera það sjáum við tilfellin, 99 prósent þeirra eru algjörlega skaðlaus,“ sagði Trump og bætti við að þetta væru niðurstöður sem ekkert annað ríki gæti státað sig af, án þess að færa sannanir fyrir því. „Það prófar enginn til jafns við okkur, ekki hvað varðar tölur og ekki hvað varðar gæði,“ hélt hann áfram Helstu fjölmiðlar taka fram að Trump hafi ekki fært nein rök fyrir því að 99 prósent tilfella kórónuveirusmita séu skaðlaus. Þannig bendir CNN á að smitvarnarstofnun Bandaríkjanna reikni með að um 35 prósent þeirra sem smitist séu einkennalausir, en að allir sem fái veiruna geti smitað út frá sér. Þá hefur Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin sagt að jafn vel þótt að dánartíðni þeirra sem smitist sé líklega minni en eitt prósent er talið að um tuttugu prósent þeirra sem smitist verði það veikir að þeir þurfi á aukinni aðstoð að halda, svo sem í formi sjúkrahúsþjónustu. Alls hafa um 2,8 milljónir smitast í Bandaríkjunum og um 130 þúsund látist vegna faraldursins. Donald Trump og eiginkona hans Melania fylgjast með.AP Photo/Patrick Semansky) Kórónuveirufaraldurinn er í töluverðum uppgangi í Bandaríkjunum og hafa ný smit á hverjum degi verið á bilinu 40 þúsund til 55 þúsund. Smit eru á uppleið í 39 ríkjum af 50 eftir að slakað var á smitvörnum víða um Bandaríkin. Trump fór víða í ræðunni og endurómaði skilaboð úr ræðu sinni fyrir framan Mt. Rushmore minnismerkið fyrir helgi, þar sem hann hét því að berjast gegn öfgafullum „vinstri-fasistum“ sem hann sagði vera að reyna að rífa í sundur Bandaríkin. Frammámenn í Repúblikanaflokknum er sagðir óttast um afdrif flokksins í kosningum í haust vegna þess hversu hart Donald Trump forseti gengur nú fram í að ala á kynþáttaóróa í landinu. Bandaríkin Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Rasískir undirtónar Trump skjóta repúblikönum skelk í bringu Frammámenn í Repúblikanaflokknum er sagðir óttast um afdrif flokksins í kosningum í haust vegna þess hversu hart Donald Trump forseti gengur nú fram í að ala á kynþáttaóróa í landinu. 4. júlí 2020 23:27 Trump kvartaði undan útilokunarmenningunni Donald Trump, forseti Bandaríkjanna varaði Bandaríkjamenn við „öfgakenndun-vinstrifasisma“ í ávarpi í gær sem fjölmiðlar ytra hafa lýst sem myrku. Þá kvartaði hann undan útilokunarmenningu þeirra sem vilja rífa niður styttur og minnismerki. 4. júlí 2020 08:02 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hélt því fram að 99 prósent kórónuveirusmita í Bandaríkjunum væru skaðlaus, í ávarpi þar sem hann fagnaði þjóðhátíðaradegi Bandaríkjanna í gær, 4. júlí. Þrátt fyrir að embættismenn víða um Bandaríkin hafi hvatt til þess að halda þjóðhátíðardagsfögnuði í lágmarki vegna mikillar útbreiðslu kórónuveirunnar í Bandaríkjunum stöðvaði það ekki forsetann í að halda mikla veislu við Hvíta húsið. Á myndum má sjá að fáir gengu með grímur en Trump gerði lítið úr þeirri ógn sem stafar af kórónuveirunni, en mikið úr viðbrögðum ríkistjórnar sinni við henni. „Nú erum við búin að prófa 40 milljónir manna, og með því að gera það sjáum við tilfellin, 99 prósent þeirra eru algjörlega skaðlaus,“ sagði Trump og bætti við að þetta væru niðurstöður sem ekkert annað ríki gæti státað sig af, án þess að færa sannanir fyrir því. „Það prófar enginn til jafns við okkur, ekki hvað varðar tölur og ekki hvað varðar gæði,“ hélt hann áfram Helstu fjölmiðlar taka fram að Trump hafi ekki fært nein rök fyrir því að 99 prósent tilfella kórónuveirusmita séu skaðlaus. Þannig bendir CNN á að smitvarnarstofnun Bandaríkjanna reikni með að um 35 prósent þeirra sem smitist séu einkennalausir, en að allir sem fái veiruna geti smitað út frá sér. Þá hefur Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin sagt að jafn vel þótt að dánartíðni þeirra sem smitist sé líklega minni en eitt prósent er talið að um tuttugu prósent þeirra sem smitist verði það veikir að þeir þurfi á aukinni aðstoð að halda, svo sem í formi sjúkrahúsþjónustu. Alls hafa um 2,8 milljónir smitast í Bandaríkjunum og um 130 þúsund látist vegna faraldursins. Donald Trump og eiginkona hans Melania fylgjast með.AP Photo/Patrick Semansky) Kórónuveirufaraldurinn er í töluverðum uppgangi í Bandaríkjunum og hafa ný smit á hverjum degi verið á bilinu 40 þúsund til 55 þúsund. Smit eru á uppleið í 39 ríkjum af 50 eftir að slakað var á smitvörnum víða um Bandaríkin. Trump fór víða í ræðunni og endurómaði skilaboð úr ræðu sinni fyrir framan Mt. Rushmore minnismerkið fyrir helgi, þar sem hann hét því að berjast gegn öfgafullum „vinstri-fasistum“ sem hann sagði vera að reyna að rífa í sundur Bandaríkin. Frammámenn í Repúblikanaflokknum er sagðir óttast um afdrif flokksins í kosningum í haust vegna þess hversu hart Donald Trump forseti gengur nú fram í að ala á kynþáttaóróa í landinu.
Bandaríkin Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Rasískir undirtónar Trump skjóta repúblikönum skelk í bringu Frammámenn í Repúblikanaflokknum er sagðir óttast um afdrif flokksins í kosningum í haust vegna þess hversu hart Donald Trump forseti gengur nú fram í að ala á kynþáttaóróa í landinu. 4. júlí 2020 23:27 Trump kvartaði undan útilokunarmenningunni Donald Trump, forseti Bandaríkjanna varaði Bandaríkjamenn við „öfgakenndun-vinstrifasisma“ í ávarpi í gær sem fjölmiðlar ytra hafa lýst sem myrku. Þá kvartaði hann undan útilokunarmenningu þeirra sem vilja rífa niður styttur og minnismerki. 4. júlí 2020 08:02 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira
Rasískir undirtónar Trump skjóta repúblikönum skelk í bringu Frammámenn í Repúblikanaflokknum er sagðir óttast um afdrif flokksins í kosningum í haust vegna þess hversu hart Donald Trump forseti gengur nú fram í að ala á kynþáttaóróa í landinu. 4. júlí 2020 23:27
Trump kvartaði undan útilokunarmenningunni Donald Trump, forseti Bandaríkjanna varaði Bandaríkjamenn við „öfgakenndun-vinstrifasisma“ í ávarpi í gær sem fjölmiðlar ytra hafa lýst sem myrku. Þá kvartaði hann undan útilokunarmenningu þeirra sem vilja rífa niður styttur og minnismerki. 4. júlí 2020 08:02