Rafvæðingin að bresta á en kostnaðarsamt ef tengja á stóru skemmtiferðaskipin Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 5. júlí 2020 10:06 Það þarf svera kapla til að rafvæða höfnina. Vísir/Tryggvi Páll Framkvæmdir við rafvæðingu Tangabryggju á Akureyri eru vel á veg komnar. Þar verður hægt að tengja minni skemmtiferðaskip við rafmagn. Það mun þó kosta mikla fjármuni ef tengja á stærri skemmtiferðaskip við rafmagn. Akureyrarbær tók nýverið við 44 milljóna króna styrk til rafvæðingu hafna á Akureyri. Hann verður nýttur til þess að rafvæða Tangabryggju, þar sem ákveðin stærð af skipum mun geta tengst rafmagni. „Þá erum við að tala um allra minnstu skemmtiferðaskipin og síðar fraktskip, jafnvel varðskip og rannsóknarskip,“ segir Pétur Ólafsson, hafnarstjóri á Akureyri. Hann er ánægður með framlagið frá ríkinu, en um mjög kostnaðarsama framkvæmd er að ræða. „Bara til þess að ná minnstu skipunum, minni skemmtiferðaskipum og fraktskipum þá er kostnaðurinn í kringum hálfan milljarð, 500-600 milljónir en þetta er verulega gott start í þetta verkefni og kemur að góðum notum,“ segir Pétur. Rafvæðing hafna hefur verið tengd við umhverfisvernd, þannig að stór skip geti tengst umhverfisvænni orku, í stað þess að brenna jarðefnaeldsneyti, þegar þau liggja í höfn. Frá AkureyriVísir/Tryggvi Páll Þessi umræða hefur verið hávær á Akureyri, þar sem fjöldi stórra skemmtiferðaskipa leggst við Oddeyrarbryggju á sumri hverju, í grennd við þá bryggju sem nú er verið að rafvæða. Er raunhæft að ætla að tengja þau við rafmagn? „Ég held að menn verði allavega að fylgjast með og sjá hvernig þróunin verður í heiminum. Að koma köplum á þetta svæði hérna, við erum að tala um 1,3-1,5 milljarða sem eru gríðarlegir fjármunir og tímabilið á Íslandi varðandi stór skemmtiferðaskip er mjög stutt, þrír til fjórir mánuðir þannig að það orkar tvímælis hvort að þetta sé hagkvæmt.“ Finnið þið fyrir að það sé kallað eftir þessu að viðskiptavinum ykkar? „Menn eru farnir að senda fyrirspurnir, hvort að þetta sé til staðar, það er að aukast.“ Umhverfismál Akureyri Sjávarútvegur Tengdar fréttir Fá 43,8 milljónir til rafvæðingar Akureyrarhafnar Ríkisstjórnin mun veita Akureyrarhöfn styrk að upphæð 43,8 milljónir króna til þess að stuðla að rafvæðingu hafnarinnar. 11. júní 2020 11:13 Rafvæðingunni ætlað að draga úr núverandi losun um 20 prósent Viljayfirlýsing um að taka í notkun háspennibúnað fyrir flutningaskip við Sundabakka og Vogabakka í Reykjavík var undirrituð við Skarfabakka í hádeginu í dag. 15. maí 2020 12:35 210 milljónir til rafvæðingar hafna víðs vegar um land Umhverfis- og auðlindaráðherra hefur úthlutað styrkjum til rafvæðingar hafna víðs vegar um land. 15. maí 2020 11:52 Mest lesið „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Innlent Fleiri fréttir „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Sjá meira
Framkvæmdir við rafvæðingu Tangabryggju á Akureyri eru vel á veg komnar. Þar verður hægt að tengja minni skemmtiferðaskip við rafmagn. Það mun þó kosta mikla fjármuni ef tengja á stærri skemmtiferðaskip við rafmagn. Akureyrarbær tók nýverið við 44 milljóna króna styrk til rafvæðingu hafna á Akureyri. Hann verður nýttur til þess að rafvæða Tangabryggju, þar sem ákveðin stærð af skipum mun geta tengst rafmagni. „Þá erum við að tala um allra minnstu skemmtiferðaskipin og síðar fraktskip, jafnvel varðskip og rannsóknarskip,“ segir Pétur Ólafsson, hafnarstjóri á Akureyri. Hann er ánægður með framlagið frá ríkinu, en um mjög kostnaðarsama framkvæmd er að ræða. „Bara til þess að ná minnstu skipunum, minni skemmtiferðaskipum og fraktskipum þá er kostnaðurinn í kringum hálfan milljarð, 500-600 milljónir en þetta er verulega gott start í þetta verkefni og kemur að góðum notum,“ segir Pétur. Rafvæðing hafna hefur verið tengd við umhverfisvernd, þannig að stór skip geti tengst umhverfisvænni orku, í stað þess að brenna jarðefnaeldsneyti, þegar þau liggja í höfn. Frá AkureyriVísir/Tryggvi Páll Þessi umræða hefur verið hávær á Akureyri, þar sem fjöldi stórra skemmtiferðaskipa leggst við Oddeyrarbryggju á sumri hverju, í grennd við þá bryggju sem nú er verið að rafvæða. Er raunhæft að ætla að tengja þau við rafmagn? „Ég held að menn verði allavega að fylgjast með og sjá hvernig þróunin verður í heiminum. Að koma köplum á þetta svæði hérna, við erum að tala um 1,3-1,5 milljarða sem eru gríðarlegir fjármunir og tímabilið á Íslandi varðandi stór skemmtiferðaskip er mjög stutt, þrír til fjórir mánuðir þannig að það orkar tvímælis hvort að þetta sé hagkvæmt.“ Finnið þið fyrir að það sé kallað eftir þessu að viðskiptavinum ykkar? „Menn eru farnir að senda fyrirspurnir, hvort að þetta sé til staðar, það er að aukast.“
Umhverfismál Akureyri Sjávarútvegur Tengdar fréttir Fá 43,8 milljónir til rafvæðingar Akureyrarhafnar Ríkisstjórnin mun veita Akureyrarhöfn styrk að upphæð 43,8 milljónir króna til þess að stuðla að rafvæðingu hafnarinnar. 11. júní 2020 11:13 Rafvæðingunni ætlað að draga úr núverandi losun um 20 prósent Viljayfirlýsing um að taka í notkun háspennibúnað fyrir flutningaskip við Sundabakka og Vogabakka í Reykjavík var undirrituð við Skarfabakka í hádeginu í dag. 15. maí 2020 12:35 210 milljónir til rafvæðingar hafna víðs vegar um land Umhverfis- og auðlindaráðherra hefur úthlutað styrkjum til rafvæðingar hafna víðs vegar um land. 15. maí 2020 11:52 Mest lesið „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Innlent Fleiri fréttir „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Sjá meira
Fá 43,8 milljónir til rafvæðingar Akureyrarhafnar Ríkisstjórnin mun veita Akureyrarhöfn styrk að upphæð 43,8 milljónir króna til þess að stuðla að rafvæðingu hafnarinnar. 11. júní 2020 11:13
Rafvæðingunni ætlað að draga úr núverandi losun um 20 prósent Viljayfirlýsing um að taka í notkun háspennibúnað fyrir flutningaskip við Sundabakka og Vogabakka í Reykjavík var undirrituð við Skarfabakka í hádeginu í dag. 15. maí 2020 12:35
210 milljónir til rafvæðingar hafna víðs vegar um land Umhverfis- og auðlindaráðherra hefur úthlutað styrkjum til rafvæðingar hafna víðs vegar um land. 15. maí 2020 11:52