Bækur lýðræðissinna fjarlægðar í Hong Kong Kjartan Kjartansson skrifar 5. júlí 2020 18:26 Lögreglumenn fylgjast með kröfugöngu í tilefni af því að 23 ár voru liðin frá því að Bretar skiluðu Kínverjum Hong Kong 1. júlí. AP/Vincent Yu Kínversk yfirvöld hafa fjarlægt bækur eftir þekkta lýðræðissinna í Hong Kong til að fara yfir hvort að efni þeirra samræmist nýjum og umdeildum öryggislögum sem tóku gildi í síðustu viku. Bækurnar eru ekki lengur aðgengilegar á bókasöfnum borgríkisins. Öryggislögin kveða á um lífstíðarfangelsisdóma yfir þeim sem gerast sekir um uppreisn, undirróður, hryðjuverk eða samráð við erlend ríki. Daginn eftir að þau tóku gildi var karlmaður handtekinn fyrir að vera með fána sjálfstæðs Hong Kong. Á föstudag var ökumaður bifhjóls sem fór með svipaðan fána inn í hóp lögreglumanna á mótmælum ákærður fyrir hryðjuverk og að hvetja til uppreisnar. Bókasafnsyfirvöld í Hong Kong kanna nú hvort að „ákveðnar bækur brjóti gegn ákvæðum þjóðaröryggislaganna“. Ekki er ljóst hversu margar bækur eru til skoðunar. Reuters-fréttastofan segir að fyrir vikið séu bækur eftir unga aðgerðasinnann Joshua Wong og lýðræðissinnann Tönyu Chan annað hvort óaðgengilegar eða til skoðunar þegar leitað er að þeim á vefsíðu bókasafnanna. Gagnrýnendur laganna segja að þau svipti íbúa Hong Kong þeim borgararéttindum sem þeim var lofað þegar Bretar skiluðu nýlendu sinni til Kínverja árið 1997. Wong segir að lögin komi á ritskoðun eins og þeirri sem er við lýði á meginlandi í Hong Kong. Kína Hong Kong Tengdar fréttir Hong Kong gæti orðið eins og hver önnur kínversk borg Ef fram heldur sem horfir er útlit fyrir að Hong Kong verði eins og hver önnur kínversk borg. Vesturlönd og margir íbúar borgarinnar hafa brugðist illa við nýrri öryggislöggjöf sem tryggir frekari yfirráð stjórnvalda í Kína yfir þessu sjálfsstjórnarsvæði. 3. júlí 2020 20:00 Harðlínumaður settur yfir öryggismál í Hong Kong Kínversk stjórnvöld hafa skipað harðlínumann yfir nýja öryggisstofnun fyrir Hong Kong á grundvelli umdeildra öryggislaga. Hann átti meðal annars þátt í að bæla niður mótmæli gegn spillingu í Guangdong-héraði árið 2011. 3. júlí 2020 11:04 Ræða möguleikann á útlagaþingi Hong Kong Lýðræðissinnar í Hong Kong eru sagðir íhuga að koma á fót óopinberu útlagaþingi utan borgarinnar til þess að tala máli lýðræðis og senda kínverskum stjórnvöldum skilaboðum eftir að umdeild öryggislög voru samþykkt. 2. júlí 2020 15:39 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Vilja heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Fleiri fréttir Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Sjá meira
Kínversk yfirvöld hafa fjarlægt bækur eftir þekkta lýðræðissinna í Hong Kong til að fara yfir hvort að efni þeirra samræmist nýjum og umdeildum öryggislögum sem tóku gildi í síðustu viku. Bækurnar eru ekki lengur aðgengilegar á bókasöfnum borgríkisins. Öryggislögin kveða á um lífstíðarfangelsisdóma yfir þeim sem gerast sekir um uppreisn, undirróður, hryðjuverk eða samráð við erlend ríki. Daginn eftir að þau tóku gildi var karlmaður handtekinn fyrir að vera með fána sjálfstæðs Hong Kong. Á föstudag var ökumaður bifhjóls sem fór með svipaðan fána inn í hóp lögreglumanna á mótmælum ákærður fyrir hryðjuverk og að hvetja til uppreisnar. Bókasafnsyfirvöld í Hong Kong kanna nú hvort að „ákveðnar bækur brjóti gegn ákvæðum þjóðaröryggislaganna“. Ekki er ljóst hversu margar bækur eru til skoðunar. Reuters-fréttastofan segir að fyrir vikið séu bækur eftir unga aðgerðasinnann Joshua Wong og lýðræðissinnann Tönyu Chan annað hvort óaðgengilegar eða til skoðunar þegar leitað er að þeim á vefsíðu bókasafnanna. Gagnrýnendur laganna segja að þau svipti íbúa Hong Kong þeim borgararéttindum sem þeim var lofað þegar Bretar skiluðu nýlendu sinni til Kínverja árið 1997. Wong segir að lögin komi á ritskoðun eins og þeirri sem er við lýði á meginlandi í Hong Kong.
Kína Hong Kong Tengdar fréttir Hong Kong gæti orðið eins og hver önnur kínversk borg Ef fram heldur sem horfir er útlit fyrir að Hong Kong verði eins og hver önnur kínversk borg. Vesturlönd og margir íbúar borgarinnar hafa brugðist illa við nýrri öryggislöggjöf sem tryggir frekari yfirráð stjórnvalda í Kína yfir þessu sjálfsstjórnarsvæði. 3. júlí 2020 20:00 Harðlínumaður settur yfir öryggismál í Hong Kong Kínversk stjórnvöld hafa skipað harðlínumann yfir nýja öryggisstofnun fyrir Hong Kong á grundvelli umdeildra öryggislaga. Hann átti meðal annars þátt í að bæla niður mótmæli gegn spillingu í Guangdong-héraði árið 2011. 3. júlí 2020 11:04 Ræða möguleikann á útlagaþingi Hong Kong Lýðræðissinnar í Hong Kong eru sagðir íhuga að koma á fót óopinberu útlagaþingi utan borgarinnar til þess að tala máli lýðræðis og senda kínverskum stjórnvöldum skilaboðum eftir að umdeild öryggislög voru samþykkt. 2. júlí 2020 15:39 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Vilja heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Fleiri fréttir Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Sjá meira
Hong Kong gæti orðið eins og hver önnur kínversk borg Ef fram heldur sem horfir er útlit fyrir að Hong Kong verði eins og hver önnur kínversk borg. Vesturlönd og margir íbúar borgarinnar hafa brugðist illa við nýrri öryggislöggjöf sem tryggir frekari yfirráð stjórnvalda í Kína yfir þessu sjálfsstjórnarsvæði. 3. júlí 2020 20:00
Harðlínumaður settur yfir öryggismál í Hong Kong Kínversk stjórnvöld hafa skipað harðlínumann yfir nýja öryggisstofnun fyrir Hong Kong á grundvelli umdeildra öryggislaga. Hann átti meðal annars þátt í að bæla niður mótmæli gegn spillingu í Guangdong-héraði árið 2011. 3. júlí 2020 11:04
Ræða möguleikann á útlagaþingi Hong Kong Lýðræðissinnar í Hong Kong eru sagðir íhuga að koma á fót óopinberu útlagaþingi utan borgarinnar til þess að tala máli lýðræðis og senda kínverskum stjórnvöldum skilaboðum eftir að umdeild öryggislög voru samþykkt. 2. júlí 2020 15:39