Mikill samdráttur í ferðaþjónustu í borginni Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 7. júlí 2020 20:30 Gunnar Gunnarsson, forstjóri Perlunnar, segir að algjört tekjufall hafi orðið í sumar. Stöð 2 Farþegafjöldi á Keflavíkurflugvelli dróst saman um 96% í júní samanborið við sama tíma í fyrra. Samdrátturinn hefur haft gríðarleg áhrif á ýmsa ferðamannatengda afþreyingu í borginni allt niður í 95% samdrátt. Forstjóri perlunnar segir að síðustu ár hafi safnið stækkað jafnt og þétt enda sé hér um þriggja milljarða framkvæmd að ræða. Frá því safnið opnaði 2017 hafi gengið vel en undanfarið hafi orðið algjört tekjufall. „Það hefur orðið algjört tekjufall í sumar ef við tökum júní þá hafa tekjur dregist saman um 96% miðað við sama mánuð í fyrr en Íslendingar eru byrjaðir að koma sem er mjög jákvætt,“ segir Gunnar Gunnarsson, forstjóri Perlunnar. Verið er að reisa svokallað Ævintýraland fyrir utan Perluna til að laða Íslendinga að.Stöð 2 Gunnar segir að á næstu dögum og vikum verði reynt að höfða enn meira til Íslendinga. „Við erum að reyna að laða Íslendinga til að koma til okkar í þessari viku ætlum við að opna risastórt ævintýraland og svo erum við að búa til Zipplínu hérna niður Öskjuhliðina 250 metra niður,“ segir Gunnar. Svipuð staða er uppá teningnum hjá Farfuglum sem reka tjaldstæðið í Laugardal en þar hefur orðið um 95% tekjufall í sumar miðað við sama tíma í fyrra. Þá kom fram í fréttum á Vísi að mörg hótel séu enn þá lokuð og almennt rólegt í Reykjavík enda fáir ferðamenn á sveimi. Guðbrandur Benediktsson, safnstjóri Borgarsögusafns.Stöð 2 Safnstjóri Borgarsögusafns segir að almennt hafi orðið mikil fækkun í fjölda þeirra sem heimsækja söfnin í Reykjavík í sumar. „Hér á Landsnámssýningunni voru um 9 af hverjum tíu erlendir ferðamenn en þeir eru teljandi á fingrum annarrar handar núna á hverjum degi þannig að það er gríðarleg fækkun og að sama skapi mikið tekjufall þessa mánuðina,“ segir Guðbrandur Benediktsson, safnstjóri Borgarsögusafns. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Reykjavík Tengdar fréttir Hótel Saga óskar eftir greiðsluskjóli Hótel Saga hefur bæst í hóp þeirra ferðaþjónustufyrirtækja sem hafa sótt um greiðsluskjól á síðustu dögum og vikum. 7. júlí 2020 16:43 Íslendingar duglegir að bóka gistingu á landsbyggðinni en staðan önnur í Reykjavík Vegna kórónuveirufaraldursins er augljóslega mun minna um ferðamenn hér á landi samanborið við undanfarin ár. 7. júlí 2020 06:02 Tekjurnar úr 700 milljónum niður í 700 þúsund Gray line er komið í greiðsluskjól og fasteignir hafa verið settar á sölu. 2. júlí 2020 22:30 Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Spá þoku fyrir norðan og austan Veður Fleiri fréttir Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Sjá meira
Farþegafjöldi á Keflavíkurflugvelli dróst saman um 96% í júní samanborið við sama tíma í fyrra. Samdrátturinn hefur haft gríðarleg áhrif á ýmsa ferðamannatengda afþreyingu í borginni allt niður í 95% samdrátt. Forstjóri perlunnar segir að síðustu ár hafi safnið stækkað jafnt og þétt enda sé hér um þriggja milljarða framkvæmd að ræða. Frá því safnið opnaði 2017 hafi gengið vel en undanfarið hafi orðið algjört tekjufall. „Það hefur orðið algjört tekjufall í sumar ef við tökum júní þá hafa tekjur dregist saman um 96% miðað við sama mánuð í fyrr en Íslendingar eru byrjaðir að koma sem er mjög jákvætt,“ segir Gunnar Gunnarsson, forstjóri Perlunnar. Verið er að reisa svokallað Ævintýraland fyrir utan Perluna til að laða Íslendinga að.Stöð 2 Gunnar segir að á næstu dögum og vikum verði reynt að höfða enn meira til Íslendinga. „Við erum að reyna að laða Íslendinga til að koma til okkar í þessari viku ætlum við að opna risastórt ævintýraland og svo erum við að búa til Zipplínu hérna niður Öskjuhliðina 250 metra niður,“ segir Gunnar. Svipuð staða er uppá teningnum hjá Farfuglum sem reka tjaldstæðið í Laugardal en þar hefur orðið um 95% tekjufall í sumar miðað við sama tíma í fyrra. Þá kom fram í fréttum á Vísi að mörg hótel séu enn þá lokuð og almennt rólegt í Reykjavík enda fáir ferðamenn á sveimi. Guðbrandur Benediktsson, safnstjóri Borgarsögusafns.Stöð 2 Safnstjóri Borgarsögusafns segir að almennt hafi orðið mikil fækkun í fjölda þeirra sem heimsækja söfnin í Reykjavík í sumar. „Hér á Landsnámssýningunni voru um 9 af hverjum tíu erlendir ferðamenn en þeir eru teljandi á fingrum annarrar handar núna á hverjum degi þannig að það er gríðarleg fækkun og að sama skapi mikið tekjufall þessa mánuðina,“ segir Guðbrandur Benediktsson, safnstjóri Borgarsögusafns.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Reykjavík Tengdar fréttir Hótel Saga óskar eftir greiðsluskjóli Hótel Saga hefur bæst í hóp þeirra ferðaþjónustufyrirtækja sem hafa sótt um greiðsluskjól á síðustu dögum og vikum. 7. júlí 2020 16:43 Íslendingar duglegir að bóka gistingu á landsbyggðinni en staðan önnur í Reykjavík Vegna kórónuveirufaraldursins er augljóslega mun minna um ferðamenn hér á landi samanborið við undanfarin ár. 7. júlí 2020 06:02 Tekjurnar úr 700 milljónum niður í 700 þúsund Gray line er komið í greiðsluskjól og fasteignir hafa verið settar á sölu. 2. júlí 2020 22:30 Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Spá þoku fyrir norðan og austan Veður Fleiri fréttir Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Sjá meira
Hótel Saga óskar eftir greiðsluskjóli Hótel Saga hefur bæst í hóp þeirra ferðaþjónustufyrirtækja sem hafa sótt um greiðsluskjól á síðustu dögum og vikum. 7. júlí 2020 16:43
Íslendingar duglegir að bóka gistingu á landsbyggðinni en staðan önnur í Reykjavík Vegna kórónuveirufaraldursins er augljóslega mun minna um ferðamenn hér á landi samanborið við undanfarin ár. 7. júlí 2020 06:02
Tekjurnar úr 700 milljónum niður í 700 þúsund Gray line er komið í greiðsluskjól og fasteignir hafa verið settar á sölu. 2. júlí 2020 22:30
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“