Villtir kettir fái lengra líf Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 12. júlí 2020 18:57 Áslaug Eyfjörð varaformaður Villikatta er mikill dýravinur og hefur bargað mörgum köttum í gegnum tíðina. Vísir/Baldur Tilveruréttur villtra katta á Íslandi yrði í fyrsta skipti viðurkenndur ef breyting á reglugerð um velferð gæludýra nær fram að ganga. En forleifauppgröftur hefur sannað að kötturinn hefur fylgt Íslendingum allt frá landnámi. Dýraverndunarsamtök hafa barist fyrir málinu í sex ár. Næstum því 360 umsagnir bárust í Samráðsgátt stjórnvalda um breytingu á reglugerð á velferð gæludýra þar sem bætt er inn að skráð félagasamtök sem hafa það að markmiði að stuðla að velferð villikatta er heimilt að merkja villiketti sem hafa verið geltir með því að fjarlægja lítinn hluta annars eyra slíkra katta. Þeim er líka heimilt að hafa villiketti í vörslum sínum í stuttan tíma að án þess að teljast umráðamaður dýranna og sleppa þeim aftur. Áslaug Eyfjörð varaformaður dýraverndunarsamtakanna Villikatta segir þetta mikla réttarbót. „Þetta mun hafa auðvelda starf samtakanna mjög mikið en þetta mun hafa þau áhrif að allri villikettir verða geldir enda vinnum við eftir TNR, að gelda fanga og sleppa.Við höfum hingað til tekið inn ketti til að gelda en þar sem þeir hafa ekki verið eyrnarmerktir hefur það verið erfitt því við höfum ekki getað þekkt þá úr. Það er slæmt að að trufla kettina með því að fanga og athuga hvort þeir hafi verið geldir. Okkar markmið er að fækka villiköttum og það hefur verið raunin þar sem slík regla hefur gilt erlendis,“ segir Áslaug. Kettirnir hafa hingað til verið aflífaðir í mörgum sveitarfélögum að sögn Áslaugar. „Í reglugerðinni eins og hún lítur út núna hefur verið heimilt að fanga villta ketti og aflífa en það teljum við ekki boðlegt og höfum ásamt öðrum dýraverndunarsamtökum barist fyrir þessu í sex ár. Villtir kettir þurfa að eiga sín réttindi. Þeir hafa fylgt landanum frá örófi alda og studdu áður fyrr við heimilishaldið með því að veiða rottur og mýs. Við viljum koma í veg fyrir óþarfa kettlingadauða, gefa þeim mat og koma þeim í skjól. Það eru mörg villikattabú t.d. á höfuðborgarsvæðinu og margir sjálfboðaliðar sem gefa þeim skjól og mat.“ Heimiliskötturinn faldi sig undir borði meðan eigandinn var í viðtali.Vísir/Baldur Áslaug veitir gjarnan villtum köttum skjól heima hjá sér og þar dvelja nú 14 kettir. „Ég tek aðallega villtar læður og mannvin kettlingana sem fæðast. Það er svo margt róandi og gott við ketti. Þú hlustar á malið og ferð alveg í Zen,“ segir Áslaug. Hún segir það vera eigendavandamál þegar kettir veiða fugla. „Ef þú leikur nóg við köttinn þinn og gefur honum nóg að borða eru miklu minni líkur á að hann fari út að veiða fugla. Þá eiga kettir að vera með skerm á vorin svo þeir komist ekki í fuglana,“ segir Áslaug kattakona að lokum. Dýraheilbrigði Dýr Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Fleiri fréttir Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Skautafjör á Laugarvatni í dag „Biðröðin er löng“ Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Sjá meira
Tilveruréttur villtra katta á Íslandi yrði í fyrsta skipti viðurkenndur ef breyting á reglugerð um velferð gæludýra nær fram að ganga. En forleifauppgröftur hefur sannað að kötturinn hefur fylgt Íslendingum allt frá landnámi. Dýraverndunarsamtök hafa barist fyrir málinu í sex ár. Næstum því 360 umsagnir bárust í Samráðsgátt stjórnvalda um breytingu á reglugerð á velferð gæludýra þar sem bætt er inn að skráð félagasamtök sem hafa það að markmiði að stuðla að velferð villikatta er heimilt að merkja villiketti sem hafa verið geltir með því að fjarlægja lítinn hluta annars eyra slíkra katta. Þeim er líka heimilt að hafa villiketti í vörslum sínum í stuttan tíma að án þess að teljast umráðamaður dýranna og sleppa þeim aftur. Áslaug Eyfjörð varaformaður dýraverndunarsamtakanna Villikatta segir þetta mikla réttarbót. „Þetta mun hafa auðvelda starf samtakanna mjög mikið en þetta mun hafa þau áhrif að allri villikettir verða geldir enda vinnum við eftir TNR, að gelda fanga og sleppa.Við höfum hingað til tekið inn ketti til að gelda en þar sem þeir hafa ekki verið eyrnarmerktir hefur það verið erfitt því við höfum ekki getað þekkt þá úr. Það er slæmt að að trufla kettina með því að fanga og athuga hvort þeir hafi verið geldir. Okkar markmið er að fækka villiköttum og það hefur verið raunin þar sem slík regla hefur gilt erlendis,“ segir Áslaug. Kettirnir hafa hingað til verið aflífaðir í mörgum sveitarfélögum að sögn Áslaugar. „Í reglugerðinni eins og hún lítur út núna hefur verið heimilt að fanga villta ketti og aflífa en það teljum við ekki boðlegt og höfum ásamt öðrum dýraverndunarsamtökum barist fyrir þessu í sex ár. Villtir kettir þurfa að eiga sín réttindi. Þeir hafa fylgt landanum frá örófi alda og studdu áður fyrr við heimilishaldið með því að veiða rottur og mýs. Við viljum koma í veg fyrir óþarfa kettlingadauða, gefa þeim mat og koma þeim í skjól. Það eru mörg villikattabú t.d. á höfuðborgarsvæðinu og margir sjálfboðaliðar sem gefa þeim skjól og mat.“ Heimiliskötturinn faldi sig undir borði meðan eigandinn var í viðtali.Vísir/Baldur Áslaug veitir gjarnan villtum köttum skjól heima hjá sér og þar dvelja nú 14 kettir. „Ég tek aðallega villtar læður og mannvin kettlingana sem fæðast. Það er svo margt róandi og gott við ketti. Þú hlustar á malið og ferð alveg í Zen,“ segir Áslaug. Hún segir það vera eigendavandamál þegar kettir veiða fugla. „Ef þú leikur nóg við köttinn þinn og gefur honum nóg að borða eru miklu minni líkur á að hann fari út að veiða fugla. Þá eiga kettir að vera með skerm á vorin svo þeir komist ekki í fuglana,“ segir Áslaug kattakona að lokum.
Dýraheilbrigði Dýr Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Fleiri fréttir Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Skautafjör á Laugarvatni í dag „Biðröðin er löng“ Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Sjá meira