Gavin Newsom, ríkisstjóri Kaliforníu, gaf í dag út tilskipun þess efnis að öll innanhúss veitingahús, barir og krár, söfn og dýragarðar skyldu loka á ný til að stemma stigu við frekari útbreiðslu kórónuveirunnar. Kórónuveirutilfellum í Kaliforníu hefur fjölgað gríðarlega undanfarna daga og hafa um átta þúsund tilfelli greinst daglega að meðaltali í ríkinu, sem er um helmingi meira en fyrir aðeins mánuði síðan.
NEW: #COVID19 cases continue to spread at alarming rates.
— Gavin Newsom (@GavinNewsom) July 13, 2020
CA is now closing indoor operations STATEWIDE for:
-Restaurants
-Wineries
-Movie theaters, family entertainment
-Zoos, museums
-Cardrooms
Bars must close ALL operations.
Þá munu um þrjátíu sýslur í Kaliforníu einnig þurfa að loka líkamsræktarstöðvum, bænahúsum, vinnustöðum sem ekki teljast til framlínustétta, hárgreiðslustofum og verslunarmiðstöðvum.
Í Kaliforníu hafa nærri 328 þúsund manns greinst með veiruna í Kaliforníu og rúmlega sjö þúsund látist vegna veirunnar.
NEW: As #COVID19 cases and hospitalizations continue to rise, 30 counties will now be required to CLOSE INDOOR OPERATIONS for:
— Gavin Newsom (@GavinNewsom) July 13, 2020
-Fitness Centers
-Places of Worship
-Offices for Non-Critical Sectors
-Personal Care Services
-Hair Salons and Barbershops
-Malls
Næstum einn af hverjum hundrað Bandaríkjamönnum hefur greinst með kórónuveiruna og nýsmitum fjölgar dag frá degi. Smitkúrvan, sem hefur verið á niðurleið í mörgum Evrópulöndum, fer hratt upp í Bandaríkjunum.
Eftir að nýsmitum hafði fækkað smám saman í maí fóru þau aftur á skrið í lok júní og eru nú í hæstu hæðum. Faraldurinn geysar nú af miklum styrk í fylkjum eins og Arizona, Flórída, og Texas - þar sem fylkisstjórar fylgdu ráðleggingum Trumps forseta um að draga úr samkomutakmörkunum og koma fyrirtækjum í gang á ný.
Samkvæmt nýjustu tölum frá Johns Hopkins háskólanum í Maryland, sem tekur saman tölulegar upplýsingar um Covid-19 veiruna, hafa rúmlega 13 milljón tilfelli greinst í heiminum öllum og lang flest í Bandaríkjunum, eða rúmlega 3,3 milljónir tilfella. 135.524 hafa látið lífið vegna veirunnar í Bandaríkjunum.