Kalifornía skellir aftur í lás vegna veirunnar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 13. júlí 2020 23:18 Kaliforníubúar mótmæla ákvörðun ríkisstjórans um að grípa aftur til strangra aðgerða til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar. Getty/Justin Sullivan Gavin Newsom, ríkisstjóri Kaliforníu, gaf í dag út tilskipun þess efnis að öll innanhúss veitingahús, barir og krár, söfn og dýragarðar skyldu loka á ný til að stemma stigu við frekari útbreiðslu kórónuveirunnar. Kórónuveirutilfellum í Kaliforníu hefur fjölgað gríðarlega undanfarna daga og hafa um átta þúsund tilfelli greinst daglega að meðaltali í ríkinu, sem er um helmingi meira en fyrir aðeins mánuði síðan. NEW: #COVID19 cases continue to spread at alarming rates. CA is now closing indoor operations STATEWIDE for:-Restaurants-Wineries-Movie theaters, family entertainment-Zoos, museums-CardroomsBars must close ALL operations.— Gavin Newsom (@GavinNewsom) July 13, 2020 Þá munu um þrjátíu sýslur í Kaliforníu einnig þurfa að loka líkamsræktarstöðvum, bænahúsum, vinnustöðum sem ekki teljast til framlínustétta, hárgreiðslustofum og verslunarmiðstöðvum. Í Kaliforníu hafa nærri 328 þúsund manns greinst með veiruna í Kaliforníu og rúmlega sjö þúsund látist vegna veirunnar. NEW: As #COVID19 cases and hospitalizations continue to rise, 30 counties will now be required to CLOSE INDOOR OPERATIONS for:-Fitness Centers-Places of Worship-Offices for Non-Critical Sectors-Personal Care Services-Hair Salons and Barbershops-Malls— Gavin Newsom (@GavinNewsom) July 13, 2020 Næstum einn af hverjum hundrað Bandaríkjamönnum hefur greinst með kórónuveiruna og nýsmitum fjölgar dag frá degi. Smitkúrvan, sem hefur verið á niðurleið í mörgum Evrópulöndum, fer hratt upp í Bandaríkjunum. Eftir að nýsmitum hafði fækkað smám saman í maí fóru þau aftur á skrið í lok júní og eru nú í hæstu hæðum. Faraldurinn geysar nú af miklum styrk í fylkjum eins og Arizona, Flórída, og Texas - þar sem fylkisstjórar fylgdu ráðleggingum Trumps forseta um að draga úr samkomutakmörkunum og koma fyrirtækjum í gang á ný. Samkvæmt nýjustu tölum frá Johns Hopkins háskólanum í Maryland, sem tekur saman tölulegar upplýsingar um Covid-19 veiruna, hafa rúmlega 13 milljón tilfelli greinst í heiminum öllum og lang flest í Bandaríkjunum, eða rúmlega 3,3 milljónir tilfella. 135.524 hafa látið lífið vegna veirunnar í Bandaríkjunum. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Næstum einn af hverjum hundrað Bandaríkjamönnum hefur smitast af veirunni Næstum einn af hverjum eitt hundrað Bandaríkjamönnum hefur nú mælst með kórónuveiruna og nýsmitum fjölgar dag frá degi. 13. júlí 2020 19:34 Kaupa andlitsgrímur fyrir milljarð dala Yfirvöld í Kaliforníu hafa greint frá áformum sínum sem felast í því að verja nærri milljarði dala á mánuði til þess að kaupa um 200 milljón andlitsgrímur. 9. apríl 2020 08:39 Íbúar í Kaliforníu haldi sig heima Ríkisstjórinn sagði á blaðamannafundi í gærkvöldi að fólk ætti einungis að yfirgefa heimili sín ef brýna nauðsyn beri til. 20. mars 2020 06:26 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Gavin Newsom, ríkisstjóri Kaliforníu, gaf í dag út tilskipun þess efnis að öll innanhúss veitingahús, barir og krár, söfn og dýragarðar skyldu loka á ný til að stemma stigu við frekari útbreiðslu kórónuveirunnar. Kórónuveirutilfellum í Kaliforníu hefur fjölgað gríðarlega undanfarna daga og hafa um átta þúsund tilfelli greinst daglega að meðaltali í ríkinu, sem er um helmingi meira en fyrir aðeins mánuði síðan. NEW: #COVID19 cases continue to spread at alarming rates. CA is now closing indoor operations STATEWIDE for:-Restaurants-Wineries-Movie theaters, family entertainment-Zoos, museums-CardroomsBars must close ALL operations.— Gavin Newsom (@GavinNewsom) July 13, 2020 Þá munu um þrjátíu sýslur í Kaliforníu einnig þurfa að loka líkamsræktarstöðvum, bænahúsum, vinnustöðum sem ekki teljast til framlínustétta, hárgreiðslustofum og verslunarmiðstöðvum. Í Kaliforníu hafa nærri 328 þúsund manns greinst með veiruna í Kaliforníu og rúmlega sjö þúsund látist vegna veirunnar. NEW: As #COVID19 cases and hospitalizations continue to rise, 30 counties will now be required to CLOSE INDOOR OPERATIONS for:-Fitness Centers-Places of Worship-Offices for Non-Critical Sectors-Personal Care Services-Hair Salons and Barbershops-Malls— Gavin Newsom (@GavinNewsom) July 13, 2020 Næstum einn af hverjum hundrað Bandaríkjamönnum hefur greinst með kórónuveiruna og nýsmitum fjölgar dag frá degi. Smitkúrvan, sem hefur verið á niðurleið í mörgum Evrópulöndum, fer hratt upp í Bandaríkjunum. Eftir að nýsmitum hafði fækkað smám saman í maí fóru þau aftur á skrið í lok júní og eru nú í hæstu hæðum. Faraldurinn geysar nú af miklum styrk í fylkjum eins og Arizona, Flórída, og Texas - þar sem fylkisstjórar fylgdu ráðleggingum Trumps forseta um að draga úr samkomutakmörkunum og koma fyrirtækjum í gang á ný. Samkvæmt nýjustu tölum frá Johns Hopkins háskólanum í Maryland, sem tekur saman tölulegar upplýsingar um Covid-19 veiruna, hafa rúmlega 13 milljón tilfelli greinst í heiminum öllum og lang flest í Bandaríkjunum, eða rúmlega 3,3 milljónir tilfella. 135.524 hafa látið lífið vegna veirunnar í Bandaríkjunum.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Næstum einn af hverjum hundrað Bandaríkjamönnum hefur smitast af veirunni Næstum einn af hverjum eitt hundrað Bandaríkjamönnum hefur nú mælst með kórónuveiruna og nýsmitum fjölgar dag frá degi. 13. júlí 2020 19:34 Kaupa andlitsgrímur fyrir milljarð dala Yfirvöld í Kaliforníu hafa greint frá áformum sínum sem felast í því að verja nærri milljarði dala á mánuði til þess að kaupa um 200 milljón andlitsgrímur. 9. apríl 2020 08:39 Íbúar í Kaliforníu haldi sig heima Ríkisstjórinn sagði á blaðamannafundi í gærkvöldi að fólk ætti einungis að yfirgefa heimili sín ef brýna nauðsyn beri til. 20. mars 2020 06:26 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Næstum einn af hverjum hundrað Bandaríkjamönnum hefur smitast af veirunni Næstum einn af hverjum eitt hundrað Bandaríkjamönnum hefur nú mælst með kórónuveiruna og nýsmitum fjölgar dag frá degi. 13. júlí 2020 19:34
Kaupa andlitsgrímur fyrir milljarð dala Yfirvöld í Kaliforníu hafa greint frá áformum sínum sem felast í því að verja nærri milljarði dala á mánuði til þess að kaupa um 200 milljón andlitsgrímur. 9. apríl 2020 08:39
Íbúar í Kaliforníu haldi sig heima Ríkisstjórinn sagði á blaðamannafundi í gærkvöldi að fólk ætti einungis að yfirgefa heimili sín ef brýna nauðsyn beri til. 20. mars 2020 06:26