Hvar eru störfin sem glötuðust í Namibíu? Páll Steingrímsson skrifar 14. júlí 2020 10:15 Ítrekað hefur verið fullyrt í fjölmiðlum að þúsundir starfa hafi tapast í namibískum sjávarútvegi eftir að félög tengd Samherja hófu þar starfsemi á árinu 2012. Opinber gögn sýna hins vegar að þessar fullyrðingar eiga ekki við nein rök að styðjast. Þeir hafa verið duglegir að klifa á þessu á samfélagsmiðlum þeir Helgi Seljan og Kristinn Hrafnsson og segja að 5.000 störf hafi tapast í sjávarútvegi í Walvis Bay eftir að félög tengd Samherja hófu starfsemi í Namibíu. Vitna þeir falsfréttir namibískra götublaða máli sínu til stuðnings. Helgi hefur þannig endurtekið sama þvætting og hann fór með í morgunútvarpi Rásar 2 í nóvember í fyrra. Það skiptir hins vegar engu máli hvað þessar rangfærslur eru endurteknar oft, þær verða ekki sannar fyrir vikið. Meðan félög tengd Samherja voru þátttakendur í namibískum sjávarútvegi voru um 10-11 skip sem voru við veiðar á uppsjávartegundum í Namibíu og fengu úthlutað kvóta. Á stærstu skipunum voru kannski 100 skipverjar, eins og á togaranum Heinaste. Margsinnis hefur verið greint frá því að störf við veiðar og vinnslu uppsjávartegunda glötuðust ekki, eftir breytingar á úthlutun aflaheimilda í Namibíu, því störfin færðust frá suður-afrískum stórfyrirtækjum, eins og Namsov og Erongo Marine Enterprises, til heimamanna í samstarfi við erlenda aðila. Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO) gerir reglulegar úttektir á namibískum sjávarútvegi. Samkvæmt úttekt FAO störfuðu 12.130 í namibískum sjávarútvegi í byrjun árs 2013. Af þeim voru aðeins um 2.000 sem störfuðu í kringum veiðar og vinnslu á hestamakríl en félög tengd Samherja stunduðu nær eingöngu veiðar á þessari tegund. Raunar kemur fram í úttekt FAO að störfum við veiðar og vinnslu hestamakríls hafi fjölgað í Namibíu eftir úthlutun aflaheimilda til nýrra aðila en þar er meðal annars um að ræða samstarfsaðila Samherja. Félög tengd Samherja voru með um 10% af kvótanum í uppsjávartegundum í Namibíu á árinu 2013. Þetta þýðir að félögin voru með 10% aflahlutdeild í þeim hluta namibísks sjávarútvegs er veitti 2.000 manns atvinnu. Samt er fullyrt að 5.000 störf hafi tapast! Menn sjá í hendi sér að þessi tölfræði gengur ekki upp. Ég benti Kristni Hrafnssyni á þetta á Facebook-síðunni hans og lét fylgja hlekk á síðu FAO þar sem allar þessar tölur koma fram. Núna, tæpum fimm sólarhringum síðar, hefur hann ekki enn svarað mér. Ástæðan er auðvitað sú að hann getur ekkert sagt. Hvernig ætlar hann að hrekja tölfræði FAO? Eru sérfræðingar stofnunarinnar að segja ósatt? Hvar voru þá öll þessi störf sem töpuðust eftir að félög tengd Samherja hófu starfsemi í Namibíu? Þau voru hvergi, því fullyrðingar um töpuð störf eru hreinn og klár tilbúningur. Höfundur er skipstjóri hjá Samherja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Páll Steingrímsson Sjávarútvegur Samherjaskjölin Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Sjá meira
Ítrekað hefur verið fullyrt í fjölmiðlum að þúsundir starfa hafi tapast í namibískum sjávarútvegi eftir að félög tengd Samherja hófu þar starfsemi á árinu 2012. Opinber gögn sýna hins vegar að þessar fullyrðingar eiga ekki við nein rök að styðjast. Þeir hafa verið duglegir að klifa á þessu á samfélagsmiðlum þeir Helgi Seljan og Kristinn Hrafnsson og segja að 5.000 störf hafi tapast í sjávarútvegi í Walvis Bay eftir að félög tengd Samherja hófu starfsemi í Namibíu. Vitna þeir falsfréttir namibískra götublaða máli sínu til stuðnings. Helgi hefur þannig endurtekið sama þvætting og hann fór með í morgunútvarpi Rásar 2 í nóvember í fyrra. Það skiptir hins vegar engu máli hvað þessar rangfærslur eru endurteknar oft, þær verða ekki sannar fyrir vikið. Meðan félög tengd Samherja voru þátttakendur í namibískum sjávarútvegi voru um 10-11 skip sem voru við veiðar á uppsjávartegundum í Namibíu og fengu úthlutað kvóta. Á stærstu skipunum voru kannski 100 skipverjar, eins og á togaranum Heinaste. Margsinnis hefur verið greint frá því að störf við veiðar og vinnslu uppsjávartegunda glötuðust ekki, eftir breytingar á úthlutun aflaheimilda í Namibíu, því störfin færðust frá suður-afrískum stórfyrirtækjum, eins og Namsov og Erongo Marine Enterprises, til heimamanna í samstarfi við erlenda aðila. Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO) gerir reglulegar úttektir á namibískum sjávarútvegi. Samkvæmt úttekt FAO störfuðu 12.130 í namibískum sjávarútvegi í byrjun árs 2013. Af þeim voru aðeins um 2.000 sem störfuðu í kringum veiðar og vinnslu á hestamakríl en félög tengd Samherja stunduðu nær eingöngu veiðar á þessari tegund. Raunar kemur fram í úttekt FAO að störfum við veiðar og vinnslu hestamakríls hafi fjölgað í Namibíu eftir úthlutun aflaheimilda til nýrra aðila en þar er meðal annars um að ræða samstarfsaðila Samherja. Félög tengd Samherja voru með um 10% af kvótanum í uppsjávartegundum í Namibíu á árinu 2013. Þetta þýðir að félögin voru með 10% aflahlutdeild í þeim hluta namibísks sjávarútvegs er veitti 2.000 manns atvinnu. Samt er fullyrt að 5.000 störf hafi tapast! Menn sjá í hendi sér að þessi tölfræði gengur ekki upp. Ég benti Kristni Hrafnssyni á þetta á Facebook-síðunni hans og lét fylgja hlekk á síðu FAO þar sem allar þessar tölur koma fram. Núna, tæpum fimm sólarhringum síðar, hefur hann ekki enn svarað mér. Ástæðan er auðvitað sú að hann getur ekkert sagt. Hvernig ætlar hann að hrekja tölfræði FAO? Eru sérfræðingar stofnunarinnar að segja ósatt? Hvar voru þá öll þessi störf sem töpuðust eftir að félög tengd Samherja hófu starfsemi í Namibíu? Þau voru hvergi, því fullyrðingar um töpuð störf eru hreinn og klár tilbúningur. Höfundur er skipstjóri hjá Samherja.
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar