Hvar eru störfin sem glötuðust í Namibíu? Páll Steingrímsson skrifar 14. júlí 2020 10:15 Ítrekað hefur verið fullyrt í fjölmiðlum að þúsundir starfa hafi tapast í namibískum sjávarútvegi eftir að félög tengd Samherja hófu þar starfsemi á árinu 2012. Opinber gögn sýna hins vegar að þessar fullyrðingar eiga ekki við nein rök að styðjast. Þeir hafa verið duglegir að klifa á þessu á samfélagsmiðlum þeir Helgi Seljan og Kristinn Hrafnsson og segja að 5.000 störf hafi tapast í sjávarútvegi í Walvis Bay eftir að félög tengd Samherja hófu starfsemi í Namibíu. Vitna þeir falsfréttir namibískra götublaða máli sínu til stuðnings. Helgi hefur þannig endurtekið sama þvætting og hann fór með í morgunútvarpi Rásar 2 í nóvember í fyrra. Það skiptir hins vegar engu máli hvað þessar rangfærslur eru endurteknar oft, þær verða ekki sannar fyrir vikið. Meðan félög tengd Samherja voru þátttakendur í namibískum sjávarútvegi voru um 10-11 skip sem voru við veiðar á uppsjávartegundum í Namibíu og fengu úthlutað kvóta. Á stærstu skipunum voru kannski 100 skipverjar, eins og á togaranum Heinaste. Margsinnis hefur verið greint frá því að störf við veiðar og vinnslu uppsjávartegunda glötuðust ekki, eftir breytingar á úthlutun aflaheimilda í Namibíu, því störfin færðust frá suður-afrískum stórfyrirtækjum, eins og Namsov og Erongo Marine Enterprises, til heimamanna í samstarfi við erlenda aðila. Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO) gerir reglulegar úttektir á namibískum sjávarútvegi. Samkvæmt úttekt FAO störfuðu 12.130 í namibískum sjávarútvegi í byrjun árs 2013. Af þeim voru aðeins um 2.000 sem störfuðu í kringum veiðar og vinnslu á hestamakríl en félög tengd Samherja stunduðu nær eingöngu veiðar á þessari tegund. Raunar kemur fram í úttekt FAO að störfum við veiðar og vinnslu hestamakríls hafi fjölgað í Namibíu eftir úthlutun aflaheimilda til nýrra aðila en þar er meðal annars um að ræða samstarfsaðila Samherja. Félög tengd Samherja voru með um 10% af kvótanum í uppsjávartegundum í Namibíu á árinu 2013. Þetta þýðir að félögin voru með 10% aflahlutdeild í þeim hluta namibísks sjávarútvegs er veitti 2.000 manns atvinnu. Samt er fullyrt að 5.000 störf hafi tapast! Menn sjá í hendi sér að þessi tölfræði gengur ekki upp. Ég benti Kristni Hrafnssyni á þetta á Facebook-síðunni hans og lét fylgja hlekk á síðu FAO þar sem allar þessar tölur koma fram. Núna, tæpum fimm sólarhringum síðar, hefur hann ekki enn svarað mér. Ástæðan er auðvitað sú að hann getur ekkert sagt. Hvernig ætlar hann að hrekja tölfræði FAO? Eru sérfræðingar stofnunarinnar að segja ósatt? Hvar voru þá öll þessi störf sem töpuðust eftir að félög tengd Samherja hófu starfsemi í Namibíu? Þau voru hvergi, því fullyrðingar um töpuð störf eru hreinn og klár tilbúningur. Höfundur er skipstjóri hjá Samherja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Páll Steingrímsson Sjávarútvegur Samherjaskjölin Mest lesið Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson Skoðun 3003 Elliði Vignisson Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Um vændi Drífa Snædal Skoðun Skoðun Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Sjá meira
Ítrekað hefur verið fullyrt í fjölmiðlum að þúsundir starfa hafi tapast í namibískum sjávarútvegi eftir að félög tengd Samherja hófu þar starfsemi á árinu 2012. Opinber gögn sýna hins vegar að þessar fullyrðingar eiga ekki við nein rök að styðjast. Þeir hafa verið duglegir að klifa á þessu á samfélagsmiðlum þeir Helgi Seljan og Kristinn Hrafnsson og segja að 5.000 störf hafi tapast í sjávarútvegi í Walvis Bay eftir að félög tengd Samherja hófu starfsemi í Namibíu. Vitna þeir falsfréttir namibískra götublaða máli sínu til stuðnings. Helgi hefur þannig endurtekið sama þvætting og hann fór með í morgunútvarpi Rásar 2 í nóvember í fyrra. Það skiptir hins vegar engu máli hvað þessar rangfærslur eru endurteknar oft, þær verða ekki sannar fyrir vikið. Meðan félög tengd Samherja voru þátttakendur í namibískum sjávarútvegi voru um 10-11 skip sem voru við veiðar á uppsjávartegundum í Namibíu og fengu úthlutað kvóta. Á stærstu skipunum voru kannski 100 skipverjar, eins og á togaranum Heinaste. Margsinnis hefur verið greint frá því að störf við veiðar og vinnslu uppsjávartegunda glötuðust ekki, eftir breytingar á úthlutun aflaheimilda í Namibíu, því störfin færðust frá suður-afrískum stórfyrirtækjum, eins og Namsov og Erongo Marine Enterprises, til heimamanna í samstarfi við erlenda aðila. Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO) gerir reglulegar úttektir á namibískum sjávarútvegi. Samkvæmt úttekt FAO störfuðu 12.130 í namibískum sjávarútvegi í byrjun árs 2013. Af þeim voru aðeins um 2.000 sem störfuðu í kringum veiðar og vinnslu á hestamakríl en félög tengd Samherja stunduðu nær eingöngu veiðar á þessari tegund. Raunar kemur fram í úttekt FAO að störfum við veiðar og vinnslu hestamakríls hafi fjölgað í Namibíu eftir úthlutun aflaheimilda til nýrra aðila en þar er meðal annars um að ræða samstarfsaðila Samherja. Félög tengd Samherja voru með um 10% af kvótanum í uppsjávartegundum í Namibíu á árinu 2013. Þetta þýðir að félögin voru með 10% aflahlutdeild í þeim hluta namibísks sjávarútvegs er veitti 2.000 manns atvinnu. Samt er fullyrt að 5.000 störf hafi tapast! Menn sjá í hendi sér að þessi tölfræði gengur ekki upp. Ég benti Kristni Hrafnssyni á þetta á Facebook-síðunni hans og lét fylgja hlekk á síðu FAO þar sem allar þessar tölur koma fram. Núna, tæpum fimm sólarhringum síðar, hefur hann ekki enn svarað mér. Ástæðan er auðvitað sú að hann getur ekkert sagt. Hvernig ætlar hann að hrekja tölfræði FAO? Eru sérfræðingar stofnunarinnar að segja ósatt? Hvar voru þá öll þessi störf sem töpuðust eftir að félög tengd Samherja hófu starfsemi í Namibíu? Þau voru hvergi, því fullyrðingar um töpuð störf eru hreinn og klár tilbúningur. Höfundur er skipstjóri hjá Samherja.
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar