Áður óséðir „bálkestir“ á nýjum nærmyndum af sólinni Kjartan Kjartansson skrifar 16. júlí 2020 16:41 Nærmynd Solar Orbiter af sólinni sem var tekin 30. maí. Sjónaukinn sem var notaður við myndatökuna er næmur fyrir fjarútfjólubláu ljósi. Vísir/EPA Fjöldi áður óséðra smárra sólblossa sem vísindamenn kalla „bálkesti“ kom í ljós á fyrstu nærmyndum geimfarsins Solar Orbiter af yfirborði sólarinnar sem voru birtar í dag. Bálkestirnir eru taldir geta haft áhrif á hitastig kórónu sólarinnar. Myndirnar af yfirborði sólarinnar voru teknar úr um 77 milljón kílómetra fjarlægð, helmingi nær sólu en jörðin, 30. maí. Á þeim sjást litlir sólblossar, um milljón til þúsund milljónum sinnum minni en hefðbundnir sólblossar, sem eru sagðir líkjast bálköstum, að því er segir í grein á Stjörnufræðivefnum. Sólblossar eru snögg orkulosun í lofthjúpi sólarinnar sem veldur mikilli birtuaukningu og sendir straum hlaðinna agna út í geim. Ekki er ljóst hvort að bálkestirnir séu minni útgáfur af sólblossum eða hvort þeir verði til við aðra ferla í sólinni. Tilgátur eru engu að síður um að bálkestirnir eigi þátt í að hita upp kórónu sólarinnar. Kórónan er ysta efnislag sólarinnar og nær milljónir kílómetra út í geim. Það er vísindamönnum enn ráðgáta hvers vegna kórónan er margfalt heitari en yfirborð sólarinnar. Hún er meira en milljón gráðu heit en ljóshvolfið svonefnda um 5.600 gráðu heitt. Solar Orbiter er samvinnuverkefni evrópsku og bandarísku geimvísindastofnananna. Geimfarinu var skotið á loft 10. febrúar en athuganir þess eiga meðal annars að afla nýrrar vitneskju um uppruna sólvindsins, straums hlaðinna agna sem sólin sendir frá sér og veldur segulljósum á jörðinni. Einn af bálköstunum sem sjást á mynd Solar Orbiter merktur með ör. Neðst í vinstra horninu er hringur sem sýnir stærð jarðarinnar í samanburði.Solar Orbiter Vísindi Geimurinn Tengdar fréttir Geimskot á evrópsku sólfari tókst með ágætum Geimfarinu er ætlað að safna gögnum til að varpa frekara ljósi á innri virkni sólarinnar sem gæti hjálpað vísindamönnum að spá betur fyrir um sólstorma. 10. febrúar 2020 11:49 Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Fleiri fréttir Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sjá meira
Fjöldi áður óséðra smárra sólblossa sem vísindamenn kalla „bálkesti“ kom í ljós á fyrstu nærmyndum geimfarsins Solar Orbiter af yfirborði sólarinnar sem voru birtar í dag. Bálkestirnir eru taldir geta haft áhrif á hitastig kórónu sólarinnar. Myndirnar af yfirborði sólarinnar voru teknar úr um 77 milljón kílómetra fjarlægð, helmingi nær sólu en jörðin, 30. maí. Á þeim sjást litlir sólblossar, um milljón til þúsund milljónum sinnum minni en hefðbundnir sólblossar, sem eru sagðir líkjast bálköstum, að því er segir í grein á Stjörnufræðivefnum. Sólblossar eru snögg orkulosun í lofthjúpi sólarinnar sem veldur mikilli birtuaukningu og sendir straum hlaðinna agna út í geim. Ekki er ljóst hvort að bálkestirnir séu minni útgáfur af sólblossum eða hvort þeir verði til við aðra ferla í sólinni. Tilgátur eru engu að síður um að bálkestirnir eigi þátt í að hita upp kórónu sólarinnar. Kórónan er ysta efnislag sólarinnar og nær milljónir kílómetra út í geim. Það er vísindamönnum enn ráðgáta hvers vegna kórónan er margfalt heitari en yfirborð sólarinnar. Hún er meira en milljón gráðu heit en ljóshvolfið svonefnda um 5.600 gráðu heitt. Solar Orbiter er samvinnuverkefni evrópsku og bandarísku geimvísindastofnananna. Geimfarinu var skotið á loft 10. febrúar en athuganir þess eiga meðal annars að afla nýrrar vitneskju um uppruna sólvindsins, straums hlaðinna agna sem sólin sendir frá sér og veldur segulljósum á jörðinni. Einn af bálköstunum sem sjást á mynd Solar Orbiter merktur með ör. Neðst í vinstra horninu er hringur sem sýnir stærð jarðarinnar í samanburði.Solar Orbiter
Vísindi Geimurinn Tengdar fréttir Geimskot á evrópsku sólfari tókst með ágætum Geimfarinu er ætlað að safna gögnum til að varpa frekara ljósi á innri virkni sólarinnar sem gæti hjálpað vísindamönnum að spá betur fyrir um sólstorma. 10. febrúar 2020 11:49 Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Fleiri fréttir Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sjá meira
Geimskot á evrópsku sólfari tókst með ágætum Geimfarinu er ætlað að safna gögnum til að varpa frekara ljósi á innri virkni sólarinnar sem gæti hjálpað vísindamönnum að spá betur fyrir um sólstorma. 10. febrúar 2020 11:49