Staða Gylfa var lykillinn að mati Ancelotti Anton Ingi Leifsson skrifar 21. júlí 2020 11:00 Gylfi heldur boltanum í leiknum í gær. FH-ingurinn átti flottan leik. vísir/getty Everton vann sinn fyrsta sigur í síðustu fimm leikjum er liðið bar sigurorð af Sheffield United á útivelli í ensku úrvalsdeildinni í gær. Carlo Ancelotti, stjóri Everton, sagði stöðu Gylfa Sigurðssonar vera einn lykillinn í sigrinum. Everton hafði gert tvö jafntefli og tapað tveimur leikjum er liðið mætti á Bramall Lane í gær. Liðið fór þó í burtu með stigin þrjú eftir hörkuleik en Gylfi lagði upp eina mark leiksins fyrir Brasilíumanninn Richarlison. „Mér fannst við bæta okkur mikið frá síðasta útileik. Við sýndum allt annað viðhorf og einbeitingu. Þú getur bara unnið hér ef þú ert einbeittur og klár í slaginn,“ sagði Ancelotti en Everton fékk 3-0 skell gegn Wolves í síðasta útileik. „Varnarlega vorum við góðir því við vissum að þeir væru hættulegir. Richarlison og Walcott vörðust vel á vængjunum. Við gerðum vel og frammistaðan var góð.“ Gylfi Þór fékk loksins að spila í sinni uppáhalds stöðu, sjálfri tíunni, eða stöðunni á bak við framherjann Dominic Calvert-Lewin. Gylfi lagði svo upp eina mark leiksins. „Lykilstaðan var staða Gylfa Sigurðssonar. Þeir náðu að koma í veg fyrir sendingarnar í fyrri hálfleik en í síðari hálfleik höfðu þeir minni orku og við fundum fleiri leiðir til þess koma boltanum á milli línana.“ Ancelotti: "The key position was the position of Gylfi Sigurdsson. They were able to screen the passes in the first half, but in the second half they had less energy to press and we had more opportunity to find a solution between their lines."— Adam Jones (@Adam_Jones94) July 20, 2020 Enski boltinn Tengdar fréttir Gylfi Þór hrósaði Richarlison í hástert eftir sigur Everton Fyrirliðinn Gylfi Þór Sigurðsson mætti í viðtal eftir sigur Everton á Sheffield United fyrr í kvöld. Hrósaði hann Richarlison sérstaklega. 20. júlí 2020 20:30 Fyrirliðinn Gylfi Þór lagði upp sigurmark Everton Gylfi Þór Sigurðsson lagði upp eina mark Everton er liðið vann Sheffield United 1-0 í ensku úrvalsdeildinni í dag. 20. júlí 2020 18:55 Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Handbolti Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Enski boltinn „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Fleiri fréttir Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Sjá meira
Everton vann sinn fyrsta sigur í síðustu fimm leikjum er liðið bar sigurorð af Sheffield United á útivelli í ensku úrvalsdeildinni í gær. Carlo Ancelotti, stjóri Everton, sagði stöðu Gylfa Sigurðssonar vera einn lykillinn í sigrinum. Everton hafði gert tvö jafntefli og tapað tveimur leikjum er liðið mætti á Bramall Lane í gær. Liðið fór þó í burtu með stigin þrjú eftir hörkuleik en Gylfi lagði upp eina mark leiksins fyrir Brasilíumanninn Richarlison. „Mér fannst við bæta okkur mikið frá síðasta útileik. Við sýndum allt annað viðhorf og einbeitingu. Þú getur bara unnið hér ef þú ert einbeittur og klár í slaginn,“ sagði Ancelotti en Everton fékk 3-0 skell gegn Wolves í síðasta útileik. „Varnarlega vorum við góðir því við vissum að þeir væru hættulegir. Richarlison og Walcott vörðust vel á vængjunum. Við gerðum vel og frammistaðan var góð.“ Gylfi Þór fékk loksins að spila í sinni uppáhalds stöðu, sjálfri tíunni, eða stöðunni á bak við framherjann Dominic Calvert-Lewin. Gylfi lagði svo upp eina mark leiksins. „Lykilstaðan var staða Gylfa Sigurðssonar. Þeir náðu að koma í veg fyrir sendingarnar í fyrri hálfleik en í síðari hálfleik höfðu þeir minni orku og við fundum fleiri leiðir til þess koma boltanum á milli línana.“ Ancelotti: "The key position was the position of Gylfi Sigurdsson. They were able to screen the passes in the first half, but in the second half they had less energy to press and we had more opportunity to find a solution between their lines."— Adam Jones (@Adam_Jones94) July 20, 2020
Enski boltinn Tengdar fréttir Gylfi Þór hrósaði Richarlison í hástert eftir sigur Everton Fyrirliðinn Gylfi Þór Sigurðsson mætti í viðtal eftir sigur Everton á Sheffield United fyrr í kvöld. Hrósaði hann Richarlison sérstaklega. 20. júlí 2020 20:30 Fyrirliðinn Gylfi Þór lagði upp sigurmark Everton Gylfi Þór Sigurðsson lagði upp eina mark Everton er liðið vann Sheffield United 1-0 í ensku úrvalsdeildinni í dag. 20. júlí 2020 18:55 Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Handbolti Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Enski boltinn „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Fleiri fréttir Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Sjá meira
Gylfi Þór hrósaði Richarlison í hástert eftir sigur Everton Fyrirliðinn Gylfi Þór Sigurðsson mætti í viðtal eftir sigur Everton á Sheffield United fyrr í kvöld. Hrósaði hann Richarlison sérstaklega. 20. júlí 2020 20:30
Fyrirliðinn Gylfi Þór lagði upp sigurmark Everton Gylfi Þór Sigurðsson lagði upp eina mark Everton er liðið vann Sheffield United 1-0 í ensku úrvalsdeildinni í dag. 20. júlí 2020 18:55