Á fallanda fæti Þórir Guðmundsson skrifar 27. júlí 2020 13:15 Það er átakanlegt að horfa upp á heimsveldi svamla ráðalaust í ólgusjó alþjóðastjórnmála en beinlínis sársaukafullt þegar um er að ræða ríki sem í 70 ár hefur haft forystu fyrir lýðræðisríkjum í heiminum. Á sama tíma fylgist umheimurinn áhyggjufullur með rísandi veldi í austri sem virðist hafa vaxandi getu og metnað til að láta að sér kveða víðar en í sínu nánasta nágrenni. Bandaríkin hafa á undanförnum árum sagt sig úr lögum við umheiminn á hverju sviðinu á eftir öðru. Þau ætla ekki að axla ábyrgð í loftslagsmálum þó að framtíð jarðarbúa sé að veði. Þau ætla ekki að vera með í sameiginlegu átaki þjóða heims gegn heimsfaraldri kórónuveiru. Og Donald Trump forseti sýnir ítrekað að honum er fullkomlega sama um sína nánustu bandamenn á sama tíma og hann daðrar við kúgara. Kínverjar færa út kvíarnar Kínverjar sýna á hinn bóginn að þeim er alvara í að færa út kvíarnar og nota til þess mátt sinn og megin. Nýleg lagasetning í Hong Kong er til þess fallin að senda skilaboð til íbúa þar um að þeir séu langt frá því að vera óhultir fyrir ofurvaldi stjórnvalda í Pekíng, hvað sem líður þeirra skuldbindingum. Hernaðaruppbygging á eyjum og skerjum í Suður-Kínahafi, sem alþjóðadómstóllinn í Haag hefur úrskurðað að tilheyri ekki Kína, gefur skilaboð til nágrannaríkja um að þau skuli halda sig á mottunni. Heima fyrir beitir kínverska stjórnin eigin borgara gífurlegu harðræði, einkum minnihlutahópa. Meira en milljón uyghura er í fangabúðum og Kínverjar yfirgnæfa smám saman Tíbeta sem eru að verða minnihlutaþjóð í eigin landi. Stjórnvöld í Pekíng beita netinu til að fylgjast með hverju fótspori landsmanna og á þeirra vegum gæta sveitir fólks að minnstu merkjum um uppsteit. Vanrækja utanríkisþjónustuna Við Íslendingar höfum undanfarið horft upp á birtingarmynd þess þegar stjórnvöld í Washington vanrækja utanríkisþjónustuna. Á síðasta ári tókst ekki betur til með undirbúning fyrir heimsókn Mike Pence varaforseta en svo að hann virtist halda að íslensk stjórnvöld hefðu hafnað óskum Kínverja um samninga undir yfirskrift verkefnisins Belti og braut. Það höfðu þau ekki gert. Því kom það gestgjöfunum spánskt fyrir sjónir þegar Pence þakkaði þeim fyrir að hryggbrjóta Kínverja. Trump-stjórnin hefur skipað óvenju marga pólitíska sendiherra, 42 prósent af heildinni, en verra er að svo margir þeirra skuli vera óhæfir til starfans. Ekki þarf að fara mörgum orðum um sendiherra Bandaríkjanna í Lundúnum, sem heldur opinberar móttökur í klúbbi sem hleypir eingöngu körlum inn fyrir sínar dyr. Bandaríkjaforseti skipaði húðsjúkdómalækni frá Kaliforníu sendiherra á Íslandi en hann hafði þá einu reynslu sem skiptir máli, að hafa tekið þátt í og fjármagnað kosningabaráttu Trumps. Hingað hafa áður komið pólitískt skipaðir sendiherrar og það þarf ekki að vera verra. Þeir hafa þá aukna möguleika á að snúa sér beint til þeirra sem valdið hafa í Washington. En Jeffrey Ross Gunter er ekki bara reynslulaus heldur virðist líka skorta skilning á því starfi sem hann gegnir og þeirri þjóð sem hann er fulltrúi gagnvart. Með byssu við innsetningu? Nýlega tísti sendiherrann um að „við“ værum sameinuð í að vinna á „ósýnilegu Kínaveirunni,“ og gaf í skyn að þar væri hann að tala um Íslendinga og Bandaríkjamenn með því að birta með yfirlýsingunni fána beggja landa. Íslendingar líta ekki á sóttvarnir sem milliríkjaslag við Kína. Nær væri að vinna saman gegn veirunni á vettvangi Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, sem Bandaríkjamenn eru nú að yfirgefa. Nú er komið í ljós að sendiherrann hefur undanfarið róið að því öllum árum að ráða persónulega lífverði, fá leyfi til að bera sjálfur byssu og útvega sér – væntanlega frá bandaríska utanríkisráðuneytinu – vesti sem geti varið hann gegn hnífstungum. Ekki er ljóst hvort hann sér fyrir sér að mæta á viðburði eins og innsetningu forseta næstkomandi laugardag vopnaður skammbyssu. Tilraunir fjölmiðla til að fá svör síðustu daga hafa lítinn árangur borið. Áframhaldandi niðurlæging? Metnaðarleysi Bandaríkjastjórnar á alþjóðavettvangi er alvarlegt áhyggjuefni. Trump-stjórnin hefur yfirgefið það forystuhlutverk sem Bandaríkin hafa haft undanfarna áratugi. Forsetinn dró sig út úr kjarnorkusamningum við Írana, sagði að NATO væri úrelt fyrirbæri og tekur ítrekað ákvarðanir sem þarf síðan að vinda ofan af. Einræðisherrar hlæja að honum en bandamenn hrista höfuðið. Því miður virðist ekkert ríki eða ríkjabandalag hafa getu til að taka við forystuhlutverki Bandaríkjanna. Þeir sem vonast til að sjá lýðræðisríki heimsins sporna gegn ásælni og yfirgangi valdstjórnarríkja horfa nú til kosninganna í Bandaríkjunum í nóvember. Þar kjósa Bandaríkjamenn að mestu um eigin mál en fyrir umheiminn verða niðurstöðurnar afgerandi um það hvort gera megi ráð fyrir áframhaldandi niðurlægingu mikilvægasta ríkis í heimi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bandaríkin Donald Trump Utanríkismál Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Sjá meira
Það er átakanlegt að horfa upp á heimsveldi svamla ráðalaust í ólgusjó alþjóðastjórnmála en beinlínis sársaukafullt þegar um er að ræða ríki sem í 70 ár hefur haft forystu fyrir lýðræðisríkjum í heiminum. Á sama tíma fylgist umheimurinn áhyggjufullur með rísandi veldi í austri sem virðist hafa vaxandi getu og metnað til að láta að sér kveða víðar en í sínu nánasta nágrenni. Bandaríkin hafa á undanförnum árum sagt sig úr lögum við umheiminn á hverju sviðinu á eftir öðru. Þau ætla ekki að axla ábyrgð í loftslagsmálum þó að framtíð jarðarbúa sé að veði. Þau ætla ekki að vera með í sameiginlegu átaki þjóða heims gegn heimsfaraldri kórónuveiru. Og Donald Trump forseti sýnir ítrekað að honum er fullkomlega sama um sína nánustu bandamenn á sama tíma og hann daðrar við kúgara. Kínverjar færa út kvíarnar Kínverjar sýna á hinn bóginn að þeim er alvara í að færa út kvíarnar og nota til þess mátt sinn og megin. Nýleg lagasetning í Hong Kong er til þess fallin að senda skilaboð til íbúa þar um að þeir séu langt frá því að vera óhultir fyrir ofurvaldi stjórnvalda í Pekíng, hvað sem líður þeirra skuldbindingum. Hernaðaruppbygging á eyjum og skerjum í Suður-Kínahafi, sem alþjóðadómstóllinn í Haag hefur úrskurðað að tilheyri ekki Kína, gefur skilaboð til nágrannaríkja um að þau skuli halda sig á mottunni. Heima fyrir beitir kínverska stjórnin eigin borgara gífurlegu harðræði, einkum minnihlutahópa. Meira en milljón uyghura er í fangabúðum og Kínverjar yfirgnæfa smám saman Tíbeta sem eru að verða minnihlutaþjóð í eigin landi. Stjórnvöld í Pekíng beita netinu til að fylgjast með hverju fótspori landsmanna og á þeirra vegum gæta sveitir fólks að minnstu merkjum um uppsteit. Vanrækja utanríkisþjónustuna Við Íslendingar höfum undanfarið horft upp á birtingarmynd þess þegar stjórnvöld í Washington vanrækja utanríkisþjónustuna. Á síðasta ári tókst ekki betur til með undirbúning fyrir heimsókn Mike Pence varaforseta en svo að hann virtist halda að íslensk stjórnvöld hefðu hafnað óskum Kínverja um samninga undir yfirskrift verkefnisins Belti og braut. Það höfðu þau ekki gert. Því kom það gestgjöfunum spánskt fyrir sjónir þegar Pence þakkaði þeim fyrir að hryggbrjóta Kínverja. Trump-stjórnin hefur skipað óvenju marga pólitíska sendiherra, 42 prósent af heildinni, en verra er að svo margir þeirra skuli vera óhæfir til starfans. Ekki þarf að fara mörgum orðum um sendiherra Bandaríkjanna í Lundúnum, sem heldur opinberar móttökur í klúbbi sem hleypir eingöngu körlum inn fyrir sínar dyr. Bandaríkjaforseti skipaði húðsjúkdómalækni frá Kaliforníu sendiherra á Íslandi en hann hafði þá einu reynslu sem skiptir máli, að hafa tekið þátt í og fjármagnað kosningabaráttu Trumps. Hingað hafa áður komið pólitískt skipaðir sendiherrar og það þarf ekki að vera verra. Þeir hafa þá aukna möguleika á að snúa sér beint til þeirra sem valdið hafa í Washington. En Jeffrey Ross Gunter er ekki bara reynslulaus heldur virðist líka skorta skilning á því starfi sem hann gegnir og þeirri þjóð sem hann er fulltrúi gagnvart. Með byssu við innsetningu? Nýlega tísti sendiherrann um að „við“ værum sameinuð í að vinna á „ósýnilegu Kínaveirunni,“ og gaf í skyn að þar væri hann að tala um Íslendinga og Bandaríkjamenn með því að birta með yfirlýsingunni fána beggja landa. Íslendingar líta ekki á sóttvarnir sem milliríkjaslag við Kína. Nær væri að vinna saman gegn veirunni á vettvangi Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, sem Bandaríkjamenn eru nú að yfirgefa. Nú er komið í ljós að sendiherrann hefur undanfarið róið að því öllum árum að ráða persónulega lífverði, fá leyfi til að bera sjálfur byssu og útvega sér – væntanlega frá bandaríska utanríkisráðuneytinu – vesti sem geti varið hann gegn hnífstungum. Ekki er ljóst hvort hann sér fyrir sér að mæta á viðburði eins og innsetningu forseta næstkomandi laugardag vopnaður skammbyssu. Tilraunir fjölmiðla til að fá svör síðustu daga hafa lítinn árangur borið. Áframhaldandi niðurlæging? Metnaðarleysi Bandaríkjastjórnar á alþjóðavettvangi er alvarlegt áhyggjuefni. Trump-stjórnin hefur yfirgefið það forystuhlutverk sem Bandaríkin hafa haft undanfarna áratugi. Forsetinn dró sig út úr kjarnorkusamningum við Írana, sagði að NATO væri úrelt fyrirbæri og tekur ítrekað ákvarðanir sem þarf síðan að vinda ofan af. Einræðisherrar hlæja að honum en bandamenn hrista höfuðið. Því miður virðist ekkert ríki eða ríkjabandalag hafa getu til að taka við forystuhlutverki Bandaríkjanna. Þeir sem vonast til að sjá lýðræðisríki heimsins sporna gegn ásælni og yfirgangi valdstjórnarríkja horfa nú til kosninganna í Bandaríkjunum í nóvember. Þar kjósa Bandaríkjamenn að mestu um eigin mál en fyrir umheiminn verða niðurstöðurnar afgerandi um það hvort gera megi ráð fyrir áframhaldandi niðurlægingu mikilvægasta ríkis í heimi.
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar