Ólögleg starfsemi þrífist í skjóli sparisjóðsins Stefán Ó. Jónsson skrifar 28. júlí 2020 10:11 Sparisjóður Strandamanna á Hólmavík Vísir/Vilhelm Neytendasamtökin gagnrýna Sparisjóð Strandamanna fyrir viðskipti hans við smálánafyrirtæki. Sparisjóðurinn veiti innheimtufyrirtækinu Almennri innheimtu ehf. aðgang að greiðslumiðlunarkerfi bankanna og innheimti ólögleg smálán í gegnum reikning sparisjóðsins. Fólki berist því innheimtukröfur frá smálánafyrirtækjum vegna „ólöglegra lána í gegnum sparisjóðinn“ og fyrir vikið þrífist fyrirtækin í skjóli Strandamanna. Neytendasamtökin segjast ítrekað hafa krafist svara frá sparisjóðnum um hvert framhald viðskiptasambands hans við Almenna innheimtu verður. Hvort standi til að segja því upp eða hvort „Sparisjóður Strandamanna muni áfram leggja sitt að mörkum til að tryggja að skipulögð brotastarfsemi smálánafyrirtækja fái viðgengist hér á landi,“ eins og það er orðað í orðsendingu Neytendasamtakanna. Stjórnendur smálanafyrirtækja og Almenn innheimta hétu því í fyrra að vextir af lánum þeirra færu ekki lengur yfir hámarksgjöld á Íslandi og að aðeins yrðu rukkaðir hæstu vextir samkvæmt lögum. Var því þá haldið fram að hætt væri að innheimta eldri lán á hærri vöxtum. Kvartanir hafa þó komið fram um að slík lán séu enn innheimt þrátt fyrri loforð og gagnrýni Neytendasamtakanna. Í fyrrnefndi orðsendingu er minnt á að Almenn innheimta, eigandi þess og lögmaður hafi hlotið aðfinnslur og og áminningar lögmannafélagsins vegna innheimtustarfsemi sinnar, eins og lesa má um hér. „Eftir ábendingar Neytendasamtakanna hafa stærri fjármálafyrirtæki úthýst innheimtufyrirtækinu og vita samtökin ekki til þess að nokkurt íslenskt fyrirtæki eigi í dag viðskipti við Almenna innheimtu eða hin alræmdu smálánafyrirtæki,“ segja Neytendasamtökin. Ný stjórn Sparisjóðs Strandamanna tók til starfa í júníbyrjun og hefur ekki tekið erindi Neytendasamtakanna fyrir. Víðir Álfgeir Sigurðarson, nýr stjórnarformaður sjóðsins, sagði í samtali við Vísi á dögunum að þar, eins og annars staðar, væru mörg í sumarfríi þessa dagana en að hann geri ráð fyrir að málið verði tekið upp á næsta stjórnarfundi í lok ágúst. Smálán Íslenskir bankar Neytendur Tengdar fréttir Segja innheimtufélag smálánafyrirtækja hafa brotið lög Úrskurðarnefnd lögmanna er sögð hafa komist að þeirri niðurstöðu að Almenn innheimta, sem starfað hefur fyrir smálánafyrirtæki, hafið brotið innheimtulög. Neytendasamtökin segja að engu að síður sé engin leið til þess að stöðva það sem þau telja ólöglega innheimtu smálána. 14. maí 2020 17:54 Mest lesið Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog Sjá meira
Neytendasamtökin gagnrýna Sparisjóð Strandamanna fyrir viðskipti hans við smálánafyrirtæki. Sparisjóðurinn veiti innheimtufyrirtækinu Almennri innheimtu ehf. aðgang að greiðslumiðlunarkerfi bankanna og innheimti ólögleg smálán í gegnum reikning sparisjóðsins. Fólki berist því innheimtukröfur frá smálánafyrirtækjum vegna „ólöglegra lána í gegnum sparisjóðinn“ og fyrir vikið þrífist fyrirtækin í skjóli Strandamanna. Neytendasamtökin segjast ítrekað hafa krafist svara frá sparisjóðnum um hvert framhald viðskiptasambands hans við Almenna innheimtu verður. Hvort standi til að segja því upp eða hvort „Sparisjóður Strandamanna muni áfram leggja sitt að mörkum til að tryggja að skipulögð brotastarfsemi smálánafyrirtækja fái viðgengist hér á landi,“ eins og það er orðað í orðsendingu Neytendasamtakanna. Stjórnendur smálanafyrirtækja og Almenn innheimta hétu því í fyrra að vextir af lánum þeirra færu ekki lengur yfir hámarksgjöld á Íslandi og að aðeins yrðu rukkaðir hæstu vextir samkvæmt lögum. Var því þá haldið fram að hætt væri að innheimta eldri lán á hærri vöxtum. Kvartanir hafa þó komið fram um að slík lán séu enn innheimt þrátt fyrri loforð og gagnrýni Neytendasamtakanna. Í fyrrnefndi orðsendingu er minnt á að Almenn innheimta, eigandi þess og lögmaður hafi hlotið aðfinnslur og og áminningar lögmannafélagsins vegna innheimtustarfsemi sinnar, eins og lesa má um hér. „Eftir ábendingar Neytendasamtakanna hafa stærri fjármálafyrirtæki úthýst innheimtufyrirtækinu og vita samtökin ekki til þess að nokkurt íslenskt fyrirtæki eigi í dag viðskipti við Almenna innheimtu eða hin alræmdu smálánafyrirtæki,“ segja Neytendasamtökin. Ný stjórn Sparisjóðs Strandamanna tók til starfa í júníbyrjun og hefur ekki tekið erindi Neytendasamtakanna fyrir. Víðir Álfgeir Sigurðarson, nýr stjórnarformaður sjóðsins, sagði í samtali við Vísi á dögunum að þar, eins og annars staðar, væru mörg í sumarfríi þessa dagana en að hann geri ráð fyrir að málið verði tekið upp á næsta stjórnarfundi í lok ágúst.
Smálán Íslenskir bankar Neytendur Tengdar fréttir Segja innheimtufélag smálánafyrirtækja hafa brotið lög Úrskurðarnefnd lögmanna er sögð hafa komist að þeirri niðurstöðu að Almenn innheimta, sem starfað hefur fyrir smálánafyrirtæki, hafið brotið innheimtulög. Neytendasamtökin segja að engu að síður sé engin leið til þess að stöðva það sem þau telja ólöglega innheimtu smálána. 14. maí 2020 17:54 Mest lesið Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog Sjá meira
Segja innheimtufélag smálánafyrirtækja hafa brotið lög Úrskurðarnefnd lögmanna er sögð hafa komist að þeirri niðurstöðu að Almenn innheimta, sem starfað hefur fyrir smálánafyrirtæki, hafið brotið innheimtulög. Neytendasamtökin segja að engu að síður sé engin leið til þess að stöðva það sem þau telja ólöglega innheimtu smálána. 14. maí 2020 17:54