Fyrsta banvæna hákarlaárásin í Maine Samúel Karl Ólason skrifar 29. júlí 2020 09:07 Árásin hefur notið mikillar athygli vegna þess að þetta er í fyrsta sinn sem einhver deyr í árás hákarls við strendur Maine. AP/Jim Gerberich Kona dó í Maine í Bandaríkjunum á mánudaginn eftir að hvíthákarl réðst á hana þegar hún var á sundi. Þetta er í fyrsta sinn sem einhver deyr vegna hákarls í ríkinu og eingöngu í annað sinn, svo vitað sé, að hákarl ráðist á manneskju þar. Hvíthákarlar eru sjaldgæfir við strendur Maine vegna þess hve sjórinn er kaldur þar. Konan sem dó hét Julie Holowach og var 63 ára gömul. Hún var á sundi með dóttur sinni í Í frétt BBC segir að Holowach hafi verið í blautbúning en ekki dóttir hennar. Heimamenn og sérfræðingar á svæðinu telji líklegt að hákarlinn hafi talið að Holowach væri selur og því hafi hann ráðist á hana. Nánar tiltekið átti árásin sér stað þar sem Holowach var á sundi í Makrílvík á sunnanverðri Baileyeyju. Héraðsmiðillinn Press Herald segir Holowach einungis hafa verið um 18 metra frá landi þegar hákarlinn beit hana og að hún hafi verið flutt í land af tveimur aðilum á kajökum. Þar hafi viðbragðsaðilar beðið en hún hafi þó dáið fljótt. Tönn sem fannst á vettvangi staðfesti að um hvíthákarl hafi verið að ræða. Vitni sem rætt var við segist hafa fylgst með sundi mæðgnanna og þær hafi verið að hlæja og skemmta sér. Það hafi hins vegar breyst á svipstundu þegar Holowach byrjaði að öskra og hvarf undir yfirborðið. Dóttir hennar reyndi að synda til hennar en náði því ekki. Hún hafi synt í land og kallað eftir hjálp þegar Holowach hvarf. Charlie Wemyss-Dunn er einn þeirra sem sótti Holowach í land. Í samtali við héraðsmiðilinn segir hann ástand hennar hafa verið verulega slæmt. Honum og móður hans hefur verið hrósað fyrir að sækja hana. Heimamenn eru nú sagðir óttaslegnir þar sem þeir hafi aldrei áður haft áhyggjur af því að synda í sjónum við Maine. Sérfræðingar hafa varað fólk við að synda nærri fiskimiðum og selum, til að forðast hákarla. Bandaríkin Dýr Mest lesið Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Sjá meira
Kona dó í Maine í Bandaríkjunum á mánudaginn eftir að hvíthákarl réðst á hana þegar hún var á sundi. Þetta er í fyrsta sinn sem einhver deyr vegna hákarls í ríkinu og eingöngu í annað sinn, svo vitað sé, að hákarl ráðist á manneskju þar. Hvíthákarlar eru sjaldgæfir við strendur Maine vegna þess hve sjórinn er kaldur þar. Konan sem dó hét Julie Holowach og var 63 ára gömul. Hún var á sundi með dóttur sinni í Í frétt BBC segir að Holowach hafi verið í blautbúning en ekki dóttir hennar. Heimamenn og sérfræðingar á svæðinu telji líklegt að hákarlinn hafi talið að Holowach væri selur og því hafi hann ráðist á hana. Nánar tiltekið átti árásin sér stað þar sem Holowach var á sundi í Makrílvík á sunnanverðri Baileyeyju. Héraðsmiðillinn Press Herald segir Holowach einungis hafa verið um 18 metra frá landi þegar hákarlinn beit hana og að hún hafi verið flutt í land af tveimur aðilum á kajökum. Þar hafi viðbragðsaðilar beðið en hún hafi þó dáið fljótt. Tönn sem fannst á vettvangi staðfesti að um hvíthákarl hafi verið að ræða. Vitni sem rætt var við segist hafa fylgst með sundi mæðgnanna og þær hafi verið að hlæja og skemmta sér. Það hafi hins vegar breyst á svipstundu þegar Holowach byrjaði að öskra og hvarf undir yfirborðið. Dóttir hennar reyndi að synda til hennar en náði því ekki. Hún hafi synt í land og kallað eftir hjálp þegar Holowach hvarf. Charlie Wemyss-Dunn er einn þeirra sem sótti Holowach í land. Í samtali við héraðsmiðilinn segir hann ástand hennar hafa verið verulega slæmt. Honum og móður hans hefur verið hrósað fyrir að sækja hana. Heimamenn eru nú sagðir óttaslegnir þar sem þeir hafi aldrei áður haft áhyggjur af því að synda í sjónum við Maine. Sérfræðingar hafa varað fólk við að synda nærri fiskimiðum og selum, til að forðast hákarla.
Bandaríkin Dýr Mest lesið Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Sjá meira