Rannsókn lögmannsstofu Samherja á ásökunum lokið Kjartan Kjartansson skrifar 29. júlí 2020 16:38 Frá höfuðstöðvum Samherja. Vísir/Egill Norska lögmannsstofan Wikborg Rein hefur lokið rannsókn á starfsemi Samherja í Namibíu. Ekki er ljóst hvort og hvaða niðurstöður hennar verða birtar. Samherji réði stofuna til að rannsaka starfsemina eftir að ásakanir komu fram um umfangsmiklar mútugreiðslur og skattsvik. Niðurstöður skýrslu Wikborg Rein hafa verið kynntar stjórn Samherja, að því er segir í tilkynningu á vefsíðu fyrirtækisins. Til stendur að meta síðar hvaða niðurstöður sé hægt að birta opinberlega og hvernig. Samherji réði Wikborg Rein til að rannsaka rekstur sinn í Namibíu eftir að ásakanir komu fram um að félög þess hefðu mútað embættismönnum til að tryggja sér aflaheimildir. Þá hafa félögin verið sökuð um að svíkja undan skatti í Afríkulandinu. Í tilkynningu Samherja segir að starfsmenn Wikborg Rein hafi farið yfir og greint meira en milljón skjala í rannsókn sinni. Þá hafi þeir tekið viðtöl við allmarga starfsmenn Samherja og rannsakað málið í mörgum löndum, þar á meðal í Namibíu. Endurskoðunarfyrirtækið Forensic Risk Alliance hafi jafnframt farið yfir og greint fjölda millifærslna sem tengjast starfseminni í Namibíu. Eríkur S. Jóhannson, formaður stjórnar Samherja.Samherji Ætla að funda með héraðssaksóknara í haust Rannsóknir standa yfir á starfsemi Samherja í Namibíu bæði þar og á vegum héraðssaksóknara og skattrannsóknastjóra á Íslandi. „Samherji mun áfram eiga samskipti við þar til bær stjórnvöld sem sýnt hafa vilja til gagnkvæmrar samvinnu og bjóða fram aðstoð vegna rannsókna á ásökunum sem tengjast starfseminni í Namibíu,“ segir í tilkynningunni. Þannig liggi samkomulag fyrir um að lögmenn Wikborg Rein fundi með embætti héraðssaksóknara með haustinu. Fundað hafi verið með fulltrúum namibískra stjórnvalda til að kanna grundvöll fyrir svipuðu samstarfi við þau. „Þegar Wikborg Rein hefur fundað með fulltrúum viðeigandi stjórnvalda þarf að taka afstöðu til fjölmargra atriða. Þar á meðal hvaða niðurstöður rannsóknarinnar er hægt að birta opinberlega og hvernig. Í því sambandi þarf að meta hvort birting kunni að hafa áhrif á rannsóknir í öðrum ríkjum. Þá þarf að meta hvort birting á upplýsingum gangi í berhögg við lög og reglur vegna þeirra einstaklinga sem kunna að koma við sögu. Ýmis fleiri atriði þarf að taka til skoðunar í þessu sambandi,“ segir í tilkynningunni. Haft er eftir Eríki S. Jóhannssyni, stjórnarformanni Samherja, að hann boði að fyrirtækið taki „skýrari afstöðu“ opinberlega til einstakra mála og fjalla nánar um einstök atriði en það hafi gert til þessa. Hafnar hann því að stjórnendur fyrirtækisins hafi nokkru sinni hlutast til um að nokkurt dótturfyrirtæki stundaði vafasama viðskiptahætti, þar á meðal mútugreiðslur eða peningaþvætti. Eiríkur segir einnig í tilkynningunni að Samherji hafi strax í byrjun verið sannfærður um að „sumar“ ásakananna væru tilhæfulausar. Þá sé því „freklega misboðið“ vegna fullyrðinga um að fyrirtækið hefði arðrænt þróunarríki og tekið stóran hluta hagnaðar þar úr landi. „Aðrar ásakanir vörðuðu lítinn hluta erlendrar starfsemi okkar á öðru menningarsvæði, fjarri Íslandi,“ er haft eftir Eiríki. Fréttin hefur verið uppfærð. Samherjaskjölin Sjávarútvegur Tengdar fréttir Yfirheyrslur hafa farið fram í rannsókn á Samherja Héraðssaksóknari hefur yfirheyrt einstaklinga í tengslum við rannsókn hans á málefnum Samherja í Namibíu. Kjarninn fullyrðir að nokkrir einstaklingar hafi réttarstöðu grunaðra í íslenskri rannsókn málsins. 23. júlí 2020 14:12 Samherjaskjölin: Fyrrverandi ráðherra synjað um lausn gegn tryggingu Dómstóll í Namibíu hafnaði ósk Bernhardt Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, og tengdasonar hans um að þeir verði látnir lausir gegn tryggingu í dag, að sögn namibískra fjölmiðla. 22. júlí 2020 16:07 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Sjá meira
Norska lögmannsstofan Wikborg Rein hefur lokið rannsókn á starfsemi Samherja í Namibíu. Ekki er ljóst hvort og hvaða niðurstöður hennar verða birtar. Samherji réði stofuna til að rannsaka starfsemina eftir að ásakanir komu fram um umfangsmiklar mútugreiðslur og skattsvik. Niðurstöður skýrslu Wikborg Rein hafa verið kynntar stjórn Samherja, að því er segir í tilkynningu á vefsíðu fyrirtækisins. Til stendur að meta síðar hvaða niðurstöður sé hægt að birta opinberlega og hvernig. Samherji réði Wikborg Rein til að rannsaka rekstur sinn í Namibíu eftir að ásakanir komu fram um að félög þess hefðu mútað embættismönnum til að tryggja sér aflaheimildir. Þá hafa félögin verið sökuð um að svíkja undan skatti í Afríkulandinu. Í tilkynningu Samherja segir að starfsmenn Wikborg Rein hafi farið yfir og greint meira en milljón skjala í rannsókn sinni. Þá hafi þeir tekið viðtöl við allmarga starfsmenn Samherja og rannsakað málið í mörgum löndum, þar á meðal í Namibíu. Endurskoðunarfyrirtækið Forensic Risk Alliance hafi jafnframt farið yfir og greint fjölda millifærslna sem tengjast starfseminni í Namibíu. Eríkur S. Jóhannson, formaður stjórnar Samherja.Samherji Ætla að funda með héraðssaksóknara í haust Rannsóknir standa yfir á starfsemi Samherja í Namibíu bæði þar og á vegum héraðssaksóknara og skattrannsóknastjóra á Íslandi. „Samherji mun áfram eiga samskipti við þar til bær stjórnvöld sem sýnt hafa vilja til gagnkvæmrar samvinnu og bjóða fram aðstoð vegna rannsókna á ásökunum sem tengjast starfseminni í Namibíu,“ segir í tilkynningunni. Þannig liggi samkomulag fyrir um að lögmenn Wikborg Rein fundi með embætti héraðssaksóknara með haustinu. Fundað hafi verið með fulltrúum namibískra stjórnvalda til að kanna grundvöll fyrir svipuðu samstarfi við þau. „Þegar Wikborg Rein hefur fundað með fulltrúum viðeigandi stjórnvalda þarf að taka afstöðu til fjölmargra atriða. Þar á meðal hvaða niðurstöður rannsóknarinnar er hægt að birta opinberlega og hvernig. Í því sambandi þarf að meta hvort birting kunni að hafa áhrif á rannsóknir í öðrum ríkjum. Þá þarf að meta hvort birting á upplýsingum gangi í berhögg við lög og reglur vegna þeirra einstaklinga sem kunna að koma við sögu. Ýmis fleiri atriði þarf að taka til skoðunar í þessu sambandi,“ segir í tilkynningunni. Haft er eftir Eríki S. Jóhannssyni, stjórnarformanni Samherja, að hann boði að fyrirtækið taki „skýrari afstöðu“ opinberlega til einstakra mála og fjalla nánar um einstök atriði en það hafi gert til þessa. Hafnar hann því að stjórnendur fyrirtækisins hafi nokkru sinni hlutast til um að nokkurt dótturfyrirtæki stundaði vafasama viðskiptahætti, þar á meðal mútugreiðslur eða peningaþvætti. Eiríkur segir einnig í tilkynningunni að Samherji hafi strax í byrjun verið sannfærður um að „sumar“ ásakananna væru tilhæfulausar. Þá sé því „freklega misboðið“ vegna fullyrðinga um að fyrirtækið hefði arðrænt þróunarríki og tekið stóran hluta hagnaðar þar úr landi. „Aðrar ásakanir vörðuðu lítinn hluta erlendrar starfsemi okkar á öðru menningarsvæði, fjarri Íslandi,“ er haft eftir Eiríki. Fréttin hefur verið uppfærð.
Samherjaskjölin Sjávarútvegur Tengdar fréttir Yfirheyrslur hafa farið fram í rannsókn á Samherja Héraðssaksóknari hefur yfirheyrt einstaklinga í tengslum við rannsókn hans á málefnum Samherja í Namibíu. Kjarninn fullyrðir að nokkrir einstaklingar hafi réttarstöðu grunaðra í íslenskri rannsókn málsins. 23. júlí 2020 14:12 Samherjaskjölin: Fyrrverandi ráðherra synjað um lausn gegn tryggingu Dómstóll í Namibíu hafnaði ósk Bernhardt Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, og tengdasonar hans um að þeir verði látnir lausir gegn tryggingu í dag, að sögn namibískra fjölmiðla. 22. júlí 2020 16:07 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Sjá meira
Yfirheyrslur hafa farið fram í rannsókn á Samherja Héraðssaksóknari hefur yfirheyrt einstaklinga í tengslum við rannsókn hans á málefnum Samherja í Namibíu. Kjarninn fullyrðir að nokkrir einstaklingar hafi réttarstöðu grunaðra í íslenskri rannsókn málsins. 23. júlí 2020 14:12
Samherjaskjölin: Fyrrverandi ráðherra synjað um lausn gegn tryggingu Dómstóll í Namibíu hafnaði ósk Bernhardt Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, og tengdasonar hans um að þeir verði látnir lausir gegn tryggingu í dag, að sögn namibískra fjölmiðla. 22. júlí 2020 16:07