Herman Cain dáinn vegna Covid-19 Samúel Karl Ólason skrifar 30. júlí 2020 15:17 Herman Cain árið 2014. AP/Molly Riley Herman Cain, athafnamaður og fyrrverandi forsetaframbjóðandi, er dáinn. Hann var 74 ára gamall og dó vegna Covid-19, sjúkdómsins sem nýja kórónuveiran veldur. Hann var lagður inn á sjúkrahús þann 1. júlí, tveimur dögum eftir að hann greindist smitaður og var lengi í alvarlegu ástandi. Tíu dögum áður en hann var lagður inn á sjúkrahús hafði Cain sótt fjölmennan kosningafund Donald Trump, forseta, í Tulsa í Oklahoma. Þar var hann í mikilli mannmergð án þess að vera með grímu en ekki liggur þó fyrir hvar hann smitaðist, samkvæmt frétt Newsmax. Cain gekk nýverið til liðs við þann miðil og ætlaði að vera með vikulega þætti þar. Here’s just a few of the #BlackVoicesForTrump at tonight’s rally! Having a fantastic time!#TulsaRally2020 #Trumptulsa #TulsaTrumprally #MAGA #Trump2020 #Trump2020Landslide pic.twitter.com/27mUzkg7kL— Herman Cain (@THEHermanCain) June 20, 2020 Cain bauð sig fram til forseta árið 2012 en náði ekki að tryggja sér tilnefningu Repúblikanaflokksins. Mitt Romney tókst það en hann tapaði gegn Barack Obama. Eitt af stefnumálum Cain var að hann myndi aldrei skrifa undir lagafrumvörp sem væru lengri en þrjár blaðsíður. Í tilkynningu á netsíðu Cain segir að það hafi legið fyrir frá upphafi að barátta hans gegn Covid yrði erfið. Fyrir nokkrum dögum hafi læknar hans sagst vongóðir um að hann myndi jafna sig en það gæti tekið langan tíma. Heilsa hans hafi þó versnað til muna skömmu seinna. You're never ready for the kind of news we are grappling with this morning. But we have no choice but to seek and find God's strength and comfort to deal... #HermanCain https://t.co/BtOgoLVqKz— Herman Cain (@THEHermanCain) July 30, 2020 Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Fleiri fréttir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Segir Selenskí ólögmætan og ófæran um að skrifa undir eitt né neitt Sjá meira
Herman Cain, athafnamaður og fyrrverandi forsetaframbjóðandi, er dáinn. Hann var 74 ára gamall og dó vegna Covid-19, sjúkdómsins sem nýja kórónuveiran veldur. Hann var lagður inn á sjúkrahús þann 1. júlí, tveimur dögum eftir að hann greindist smitaður og var lengi í alvarlegu ástandi. Tíu dögum áður en hann var lagður inn á sjúkrahús hafði Cain sótt fjölmennan kosningafund Donald Trump, forseta, í Tulsa í Oklahoma. Þar var hann í mikilli mannmergð án þess að vera með grímu en ekki liggur þó fyrir hvar hann smitaðist, samkvæmt frétt Newsmax. Cain gekk nýverið til liðs við þann miðil og ætlaði að vera með vikulega þætti þar. Here’s just a few of the #BlackVoicesForTrump at tonight’s rally! Having a fantastic time!#TulsaRally2020 #Trumptulsa #TulsaTrumprally #MAGA #Trump2020 #Trump2020Landslide pic.twitter.com/27mUzkg7kL— Herman Cain (@THEHermanCain) June 20, 2020 Cain bauð sig fram til forseta árið 2012 en náði ekki að tryggja sér tilnefningu Repúblikanaflokksins. Mitt Romney tókst það en hann tapaði gegn Barack Obama. Eitt af stefnumálum Cain var að hann myndi aldrei skrifa undir lagafrumvörp sem væru lengri en þrjár blaðsíður. Í tilkynningu á netsíðu Cain segir að það hafi legið fyrir frá upphafi að barátta hans gegn Covid yrði erfið. Fyrir nokkrum dögum hafi læknar hans sagst vongóðir um að hann myndi jafna sig en það gæti tekið langan tíma. Heilsa hans hafi þó versnað til muna skömmu seinna. You're never ready for the kind of news we are grappling with this morning. But we have no choice but to seek and find God's strength and comfort to deal... #HermanCain https://t.co/BtOgoLVqKz— Herman Cain (@THEHermanCain) July 30, 2020
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Fleiri fréttir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Segir Selenskí ólögmætan og ófæran um að skrifa undir eitt né neitt Sjá meira