Landsbankinn aldrei lánað jafn mikið til heimila Andri Eysteinsson skrifar 30. júlí 2020 19:05 Uppgjör Landsbankans fyrir fyrstu sex mánuði ársins var birt í dag. Vísir/Vilhelm Landsbankinn hefur aldrei lánað jafn mikið til heimila eins og á fyrri helmingi ársins 2020 eftir því sem fram kemur í uppgjöri bankans fyrir fyrstu sex mánuði ársins sem birt var í dag. Hagnaður á öðrum ársfjórðungi nam 341 milljón króna á meðan að afkoma bankans var neikvæð um 3,3 milljarða eftir skatta á fyrri helmingi ársins. Sé sama tímabil ársins 2019 borið saman við stöðuna í dag sést að töluverð sveifla hefur verið á afkomu bankans. Afkoma var eins og áður segir neikvæð um 3,3 milljarða samanborið við 11,1 milljarðs króna hagnað á sama tíma í fyrra. Hreinar vaxtatekjur bankans voru 18,9 milljarðar króna samanborið við 20,5 milljarða í fyrra, 7% lækkun. Rekstrarkostnaður bankans lækkaði um 1,1 milljarð króna á milli tímabila og nam 13,2 milljörðum á fyrri helmingi ársins. Eigið fé bankans var 244,4 milljarðar króna og var eiginfjárhlutfallið 24,9%. Útlán til einstaklinga og fyrirtækja jukust um 5,1% frá áramótum, eða um rúma 58 milljarða króna, en þar af voru um 30 milljarðar króna vegna gengisbreytinga. Landsbankinn hefur aldrei lánað jafnmikið til heimila eins og á fyrri árshelmingi 2020. Alls tóku 3.963 einstaklingar og fjölskyldur íbúðalán hjá bankanum á fyrri árshelmingi að fjárhæð 36 milljarðar króna. Innlán hjá Landsbankanum jukust um 51 milljarð króna frá áramótum, sem er 7,2% aukning. „Landsbankinn hefur lagt áherslu á að bjóða samkeppnishæfa vexti og einfalt útlánaferli vegna íbúðalána. Þessi stefna hefur skilað sér í mikilli eftirspurn eftir nýjum íbúðalánum sem og endurfjármögnun eldri lána og hafa margir nýir viðskiptavinir bæst í hóp ánægðra viðskiptavina bankans. Markaðshlutdeild bankans í íbúðalánum hefur aukist umtalsvert og í júlí hefur velta íbúðalána slegið enn eitt metið og verið sú mesta frá upphafi. Kannanir sýna mikla ánægju með þjónustu bankans og ljóst er að vel útfærð stafræn framsetning á vörum og þjónustu hefur mælst vel fyrir meðal viðskiptavina,“ Lilja Björk Einarsdóttir bankastjóri Landsbankans. Íslenskir bankar Markaðir Mest lesið Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Sjá meira
Landsbankinn hefur aldrei lánað jafn mikið til heimila eins og á fyrri helmingi ársins 2020 eftir því sem fram kemur í uppgjöri bankans fyrir fyrstu sex mánuði ársins sem birt var í dag. Hagnaður á öðrum ársfjórðungi nam 341 milljón króna á meðan að afkoma bankans var neikvæð um 3,3 milljarða eftir skatta á fyrri helmingi ársins. Sé sama tímabil ársins 2019 borið saman við stöðuna í dag sést að töluverð sveifla hefur verið á afkomu bankans. Afkoma var eins og áður segir neikvæð um 3,3 milljarða samanborið við 11,1 milljarðs króna hagnað á sama tíma í fyrra. Hreinar vaxtatekjur bankans voru 18,9 milljarðar króna samanborið við 20,5 milljarða í fyrra, 7% lækkun. Rekstrarkostnaður bankans lækkaði um 1,1 milljarð króna á milli tímabila og nam 13,2 milljörðum á fyrri helmingi ársins. Eigið fé bankans var 244,4 milljarðar króna og var eiginfjárhlutfallið 24,9%. Útlán til einstaklinga og fyrirtækja jukust um 5,1% frá áramótum, eða um rúma 58 milljarða króna, en þar af voru um 30 milljarðar króna vegna gengisbreytinga. Landsbankinn hefur aldrei lánað jafnmikið til heimila eins og á fyrri árshelmingi 2020. Alls tóku 3.963 einstaklingar og fjölskyldur íbúðalán hjá bankanum á fyrri árshelmingi að fjárhæð 36 milljarðar króna. Innlán hjá Landsbankanum jukust um 51 milljarð króna frá áramótum, sem er 7,2% aukning. „Landsbankinn hefur lagt áherslu á að bjóða samkeppnishæfa vexti og einfalt útlánaferli vegna íbúðalána. Þessi stefna hefur skilað sér í mikilli eftirspurn eftir nýjum íbúðalánum sem og endurfjármögnun eldri lána og hafa margir nýir viðskiptavinir bæst í hóp ánægðra viðskiptavina bankans. Markaðshlutdeild bankans í íbúðalánum hefur aukist umtalsvert og í júlí hefur velta íbúðalána slegið enn eitt metið og verið sú mesta frá upphafi. Kannanir sýna mikla ánægju með þjónustu bankans og ljóst er að vel útfærð stafræn framsetning á vörum og þjónustu hefur mælst vel fyrir meðal viðskiptavina,“ Lilja Björk Einarsdóttir bankastjóri Landsbankans.
Íslenskir bankar Markaðir Mest lesið Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Sjá meira