Funda með lögmannsstofu Samherja í september Kjartan Kjartansson skrifar 31. júlí 2020 11:54 Rannsókn á málefnum Samherja í Namibíu stendur yfir hjá héraðssaksóknara. Vísir/Vilhelm Héraðssaksóknari ætlar að funda með lögmönnum frá Wikborg Rein, norskri lögmannsstofu sem Samherji réði til að rannsaka rekstur sinn í Namibíu, í september. Samherji segist ætla að bjóða fram „aðstoð“ vegna rannsókna á spillingarásökunum. Eftir að ásakanir komu fram um að félög Samherja hefðu greitt embættismönnum í Namibíu mútur til að fá aðgang að aflaheimildum og komið fjármunum undan skatti í vetur tilkynnti Samherji að fyrirtækið hefði ráðið Wikborg Rein til þess að rannsaka reksturinn í Namibíu. Tilkynnt var um lok rannsóknar norsku stofunnar á miðvikudag en ekki niðurstöðum. Þar kom einnig fram að samkomulag lægi fyrir um að lögmenn Wikborg Rein funduðu með embætti héraðssaksóknara með haustinu. Samherji ætli að bjóða fram aðstoð vegna rannsókna á ásökununum í Namibíu. Ólafur Þór Hauksson, héraðssaksóknari, staðfestir við Vísi að fundur með lögmönnum Wikborg Rein sé áætlaður í september að ósk þeirra. Embættið hafi áður fundað með lögmönnum stofunnar. Hann segist ekki geta sagt til um það á þessari stundu hvort að héraðssaksóknari tæki við eða falaðist eftir gögnum úr rannsókn Wikborg Rein. Nokkrir sagðir með réttarstöðu grunaðra Rannsóknir standa yfir á málefnum Samherja í Namibíu og á Íslandi. Héraðssaksóknar og skattrannsóknastjóri eru með málið á sinni könnu hér á landi. Ólafur Þór hefur lítið viljað tjá sig um framgang rannsóknarinnar hér. Í síðustu viku greindi Kjarninn frá því að nokkrir einstaklingar hefðu réttarstöðu grunaðra í rannsókninni á Íslandi, þar á meðal Jóhannes Stefánsson, fyrrverandi starfsmaður Samherja í Namibíu, sem hefur sagst hafa framið glæpi þar í landi fyrir hönd fyrirtækisins. Heimildir Vísi hermdu þá að yfirheyrslur hefðu farið fram hjá embætti héraðssaksóknara vegna rannsóknarinnar. Samherjaskjölin Sjávarútvegur Tengdar fréttir Rannsókn lögmannsstofu Samherja á ásökunum lokið Norska lögmannsstofan Wikborg Rein hefur lokið rannsókn á starfsemi Samherja í Namibíu. Ekki er ljóst hvort og hvaða niðurstöður hennar verða birtar. Samherji réði stofuna til að rannsaka starfsemina eftir að ásakanir komu fram um umfangsmiklar mútugreiðslur og skattsvik. 29. júlí 2020 16:38 Yfirheyrslur hafa farið fram í rannsókn á Samherja Héraðssaksóknari hefur yfirheyrt einstaklinga í tengslum við rannsókn hans á málefnum Samherja í Namibíu. Kjarninn fullyrðir að nokkrir einstaklingar hafi réttarstöðu grunaðra í íslenskri rannsókn málsins. 23. júlí 2020 14:12 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Innlent Fleiri fréttir Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sjá meira
Héraðssaksóknari ætlar að funda með lögmönnum frá Wikborg Rein, norskri lögmannsstofu sem Samherji réði til að rannsaka rekstur sinn í Namibíu, í september. Samherji segist ætla að bjóða fram „aðstoð“ vegna rannsókna á spillingarásökunum. Eftir að ásakanir komu fram um að félög Samherja hefðu greitt embættismönnum í Namibíu mútur til að fá aðgang að aflaheimildum og komið fjármunum undan skatti í vetur tilkynnti Samherji að fyrirtækið hefði ráðið Wikborg Rein til þess að rannsaka reksturinn í Namibíu. Tilkynnt var um lok rannsóknar norsku stofunnar á miðvikudag en ekki niðurstöðum. Þar kom einnig fram að samkomulag lægi fyrir um að lögmenn Wikborg Rein funduðu með embætti héraðssaksóknara með haustinu. Samherji ætli að bjóða fram aðstoð vegna rannsókna á ásökununum í Namibíu. Ólafur Þór Hauksson, héraðssaksóknari, staðfestir við Vísi að fundur með lögmönnum Wikborg Rein sé áætlaður í september að ósk þeirra. Embættið hafi áður fundað með lögmönnum stofunnar. Hann segist ekki geta sagt til um það á þessari stundu hvort að héraðssaksóknari tæki við eða falaðist eftir gögnum úr rannsókn Wikborg Rein. Nokkrir sagðir með réttarstöðu grunaðra Rannsóknir standa yfir á málefnum Samherja í Namibíu og á Íslandi. Héraðssaksóknar og skattrannsóknastjóri eru með málið á sinni könnu hér á landi. Ólafur Þór hefur lítið viljað tjá sig um framgang rannsóknarinnar hér. Í síðustu viku greindi Kjarninn frá því að nokkrir einstaklingar hefðu réttarstöðu grunaðra í rannsókninni á Íslandi, þar á meðal Jóhannes Stefánsson, fyrrverandi starfsmaður Samherja í Namibíu, sem hefur sagst hafa framið glæpi þar í landi fyrir hönd fyrirtækisins. Heimildir Vísi hermdu þá að yfirheyrslur hefðu farið fram hjá embætti héraðssaksóknara vegna rannsóknarinnar.
Samherjaskjölin Sjávarútvegur Tengdar fréttir Rannsókn lögmannsstofu Samherja á ásökunum lokið Norska lögmannsstofan Wikborg Rein hefur lokið rannsókn á starfsemi Samherja í Namibíu. Ekki er ljóst hvort og hvaða niðurstöður hennar verða birtar. Samherji réði stofuna til að rannsaka starfsemina eftir að ásakanir komu fram um umfangsmiklar mútugreiðslur og skattsvik. 29. júlí 2020 16:38 Yfirheyrslur hafa farið fram í rannsókn á Samherja Héraðssaksóknari hefur yfirheyrt einstaklinga í tengslum við rannsókn hans á málefnum Samherja í Namibíu. Kjarninn fullyrðir að nokkrir einstaklingar hafi réttarstöðu grunaðra í íslenskri rannsókn málsins. 23. júlí 2020 14:12 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Innlent Fleiri fréttir Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sjá meira
Rannsókn lögmannsstofu Samherja á ásökunum lokið Norska lögmannsstofan Wikborg Rein hefur lokið rannsókn á starfsemi Samherja í Namibíu. Ekki er ljóst hvort og hvaða niðurstöður hennar verða birtar. Samherji réði stofuna til að rannsaka starfsemina eftir að ásakanir komu fram um umfangsmiklar mútugreiðslur og skattsvik. 29. júlí 2020 16:38
Yfirheyrslur hafa farið fram í rannsókn á Samherja Héraðssaksóknari hefur yfirheyrt einstaklinga í tengslum við rannsókn hans á málefnum Samherja í Namibíu. Kjarninn fullyrðir að nokkrir einstaklingar hafi réttarstöðu grunaðra í íslenskri rannsókn málsins. 23. júlí 2020 14:12