Bjartsýnn varðandi þróun bóluefnis Samúel Karl Ólason skrifar 31. júlí 2020 16:17 Anthony Fauci, yfirmaður Ofnæmis- og smitsjúkdómastofnunar Bandaríkjanna. AP/Kevin Dietsch Anthony Fauci, yfirmaður Ofnæmis- og smitsjúkdómastofnunar Bandaríkjanna, segist mátulega bjartsýnn á að bóluefni við Covid-19, sjúkdómnum sem nýja kórónuveiran veldur, muni líta dagsins ljós á þessu ári. Þannig yrði mögulegt að koma því í almenna dreifingu snemma á næsta ári. Þetta sagði Fauci á fundi nefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings um kórónuveiruna sem fór fram í dag. Þar sagði hann einni að í gærkvöldi hefðu 250 þúsund manns boðist til að taka þátt í tilraunum á bóluefni fyrirtækisins Moderna og National Institutes of Health, sem þykir mjög efnilegt. Lyfjafyrirtæki um heim allan keppast nú um að framleiða mótefni við Covid-19. Slíkt yrði mikill sigur fyrir það ríki sem verður fyrst, bæði pólitískt séð og vísindalega. Þar að auki gæti það verið reynst ríkjunum vel, efnahagslega. Hvíta húsið hefur sett á laggirnar sérstaklega áætlun sem heitir „Operation Warp Speed“ og er markmið hennar að framleiða 300 milljónir skammta af bóluefni eins fljótt og auðið er. Demókratinn James E. Clyburn spurði Fauci út í hvernig það hefði gerst að ríki Evrópu virtust hafa náð mun betri tökum á faraldrinum en Bandaríkin. Hann sagði svarið í raun vera flókið en dró það verulega saman. Hann sagði útgöngubann og félagsforðun í Evrópu hafa verið mun umfangsmeiri en í Bandaríkjunum. Evrópuríki hafi lokað um 90 prósentum en Bandaríkin bara helmingnum. Þar að auki hefðu þær aðgerðir sem gripið var til verið felldar niður of snemma. Svar hans má sjá hér að neðan. Asked why the US coronavirus outbreak is so much worse than it has been in Europe, Dr. Fauci explains that state shutdown orders didn't go far enough and were rescinded too soon pic.twitter.com/RUD5KyPNGh— Aaron Rupar (@atrupar) July 31, 2020 Fauci ítrekaði að Bandaríkjamenn þyrfti að girða sig í brók, ef svo má að orði komast. Herða ferðatakmarkanir og félagsforðun og vera með grímur. Í gær var tilkynnt að nærri því 70 þúsund hefðu smitast af veirunni, svo vitað væri, frá deginum áður. Nærri því 4,5 milljónir manna hafa smitast af veirunni í Bandaríkjunum. Þá hafa rúmlega 152 þúsund manns dáið hennar vegna, miðað við opinberar tölur. Næsta ríki á eftir er Brasilía þar sem 2,6 milljónir hafa smitast og 91 þúsund dáið. Svo virðist sem að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hafi verið að fylgjast með fundinum en hann tísti um hann og Clyburn. Hann hafði sýnt línurit yfir fjölda nýsmitaðra þar sem Bandaríkin voru borin saman við Evrópu (Hægt að sjá á myndbandinu hér að ofan). Í tísti sínu sagði Trump enn og aftur að eina ástæðan fyrir því að svo margir væru smitaðir í Bandaríkjunum væri vegna þess hve umfangsmikil skimun Bandaríkjamanna væri. Sem er ekki rétt. Jafnvel þó skimunin væri engin yrði fólk áfram smitað og veikt. Fólk héldi áfram að deyja þó skimunin væri ekki til staðar. Þá er einnig rangt að skimun Bandaríkjanna sé umfangsmeiri en nokkurs staðar annars staðar, sé miðað við höfðatölu, og að þó nokkur ríki skimi betur. Ofan á það er tíðni jákvæðra prófa hærri í Bandaríkjunum en annarsstaðar. .....Our massive testing capability, rather than being praised, is used by the Lamestream Media and their partner, the Do Nothing Radical Left Democrats, as a point of scorn. This testing, and what we have so quickly done, is used as a Fake News weapon. Sad!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 31, 2020 Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira
Anthony Fauci, yfirmaður Ofnæmis- og smitsjúkdómastofnunar Bandaríkjanna, segist mátulega bjartsýnn á að bóluefni við Covid-19, sjúkdómnum sem nýja kórónuveiran veldur, muni líta dagsins ljós á þessu ári. Þannig yrði mögulegt að koma því í almenna dreifingu snemma á næsta ári. Þetta sagði Fauci á fundi nefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings um kórónuveiruna sem fór fram í dag. Þar sagði hann einni að í gærkvöldi hefðu 250 þúsund manns boðist til að taka þátt í tilraunum á bóluefni fyrirtækisins Moderna og National Institutes of Health, sem þykir mjög efnilegt. Lyfjafyrirtæki um heim allan keppast nú um að framleiða mótefni við Covid-19. Slíkt yrði mikill sigur fyrir það ríki sem verður fyrst, bæði pólitískt séð og vísindalega. Þar að auki gæti það verið reynst ríkjunum vel, efnahagslega. Hvíta húsið hefur sett á laggirnar sérstaklega áætlun sem heitir „Operation Warp Speed“ og er markmið hennar að framleiða 300 milljónir skammta af bóluefni eins fljótt og auðið er. Demókratinn James E. Clyburn spurði Fauci út í hvernig það hefði gerst að ríki Evrópu virtust hafa náð mun betri tökum á faraldrinum en Bandaríkin. Hann sagði svarið í raun vera flókið en dró það verulega saman. Hann sagði útgöngubann og félagsforðun í Evrópu hafa verið mun umfangsmeiri en í Bandaríkjunum. Evrópuríki hafi lokað um 90 prósentum en Bandaríkin bara helmingnum. Þar að auki hefðu þær aðgerðir sem gripið var til verið felldar niður of snemma. Svar hans má sjá hér að neðan. Asked why the US coronavirus outbreak is so much worse than it has been in Europe, Dr. Fauci explains that state shutdown orders didn't go far enough and were rescinded too soon pic.twitter.com/RUD5KyPNGh— Aaron Rupar (@atrupar) July 31, 2020 Fauci ítrekaði að Bandaríkjamenn þyrfti að girða sig í brók, ef svo má að orði komast. Herða ferðatakmarkanir og félagsforðun og vera með grímur. Í gær var tilkynnt að nærri því 70 þúsund hefðu smitast af veirunni, svo vitað væri, frá deginum áður. Nærri því 4,5 milljónir manna hafa smitast af veirunni í Bandaríkjunum. Þá hafa rúmlega 152 þúsund manns dáið hennar vegna, miðað við opinberar tölur. Næsta ríki á eftir er Brasilía þar sem 2,6 milljónir hafa smitast og 91 þúsund dáið. Svo virðist sem að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hafi verið að fylgjast með fundinum en hann tísti um hann og Clyburn. Hann hafði sýnt línurit yfir fjölda nýsmitaðra þar sem Bandaríkin voru borin saman við Evrópu (Hægt að sjá á myndbandinu hér að ofan). Í tísti sínu sagði Trump enn og aftur að eina ástæðan fyrir því að svo margir væru smitaðir í Bandaríkjunum væri vegna þess hve umfangsmikil skimun Bandaríkjamanna væri. Sem er ekki rétt. Jafnvel þó skimunin væri engin yrði fólk áfram smitað og veikt. Fólk héldi áfram að deyja þó skimunin væri ekki til staðar. Þá er einnig rangt að skimun Bandaríkjanna sé umfangsmeiri en nokkurs staðar annars staðar, sé miðað við höfðatölu, og að þó nokkur ríki skimi betur. Ofan á það er tíðni jákvæðra prófa hærri í Bandaríkjunum en annarsstaðar. .....Our massive testing capability, rather than being praised, is used by the Lamestream Media and their partner, the Do Nothing Radical Left Democrats, as a point of scorn. This testing, and what we have so quickly done, is used as a Fake News weapon. Sad!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 31, 2020
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira