Grænn gróði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar 4. ágúst 2020 09:01 Ísland hefur einstakt tækifæri til að vera í fremstu röð í grænmetisframleiðslu. Ef til vill kemur það fólki á óvart sem skoðar landakort. En það er einmitt staða Íslands á landakortinu sem gerir þennan möguleika mögulegan. Heimili okkar er nefnilega full af vatni, köldu og heitu. Og orkan er næg, þótt hún sé alltof dýr fyrir grænmetisbændur. Eftirspurn eftir heilnæmu grænmeti, ávöxtum og korni hefur aukist mikið um allan heim og mun aukast verulega á næstu árum. Hér er því á ferðinni dauðafæri fyrir Ísland. Þetta tækifæri er einstakt, nýtir kosti Íslands á sjálfbæran hátt, er atvinnuskapandi, mætir breyttri neysluhegðun og er umhverfisvænt á tímum loftslagsbreytinga. Til að hægt sé að nýta sér þetta tækifæri þurfa stjórnvöld að koma að uppbyggingunni með auknum opinberum stuðningi. Lækka ætti verð á rafmagni, flutningskostnaði og á öðrum kostnaði. Slíkur stuðningur þarf að vera gagnsær og almennur en umfram allt myndarlegur. Í hagfræðinni höfum við mikla trú á hinum svokölluðum hagrænum hvötum en þá vantar hér í mun meiri mæli þegar kemur að hinu græna. Gerum þetta að atvinnustefnu Nákvæmlega núna er verið að búa til í reykfylltum bakherbergjum ráðherra núverandi ríkisstjórnar nýja fimm ára fjármálaáætlun fyrir hið opinbera. Um er að ræða yfir 5.000 milljarða kr. áætlun. Takið eftir, að ég er að tala um milljarða hér en ekki milljónir. Eitthvað fara þessir peningar í. Þess vegna er þetta rétti tíminn til að koma með framsæknar hugmyndir sem taka mið af framtíðinni en ekki fortíðinni. Umfangsmikil grænmetisframleiðsla hér á landi ætti að vera hluti af atvinnustefnu hins opinbera. Þetta ætti einnig að vera hluti af vel hugsuðu fjárfestingarátaki stjórnvalda en ekki sem smátt hliðarverkefni sem fær að fljóta með, ef ráðherrar muna eftir því. Það sem hefur verið gert hingað til er því miður svo lítið að það skiptir of litlu máli. Fjórföldum grænmetisframleiðslu Nýverið var kynnt áætlun stjórnvalda að auka framleiðslu af grænmeti um 25% á næstu þremur árum og voru settar litlar 200 milljónir kr. til viðbótar við þær 600 m kr. sem fara í framleiðslu garðyrkjuafurða. Þetta er einfaldlega allt of lítið og metnaðarlaust. Við eigum frekar að setja okkur það markmið að fjórfalda grænmetisframleiðslu hér á landi á næstu árum í stað þess að auka hana aðeins um fjórðung eins og vilji núverandi stjórnvalda er. Til samanburðar eru 200 milljónir kr. viðbót núverandi stjórnvalda svipuð upphæð og ríkið setur í styrki til fiskvinnslustöðva á ári og er einnig aðeins einn tíundi af því sem stjórnvöld kjósa að eyða í varnarmál á hverju ári. Um 12.000 milljónir renna hins vegar frá almenningi í nautgripa- og sauðfjárrækt á hverju ári og er því stuðningurinn fyrir garðyrkjuafurðir einungis 5% af þeirri upphæð. Hvað er grænt við það? Hið græna í stað hið ferfætta Búvörusamningar framtíðarinnar eiga að snúast um hið græna en ekki hið ferfætta. Við þurfum að hjálpa bændum að breyta framleiðslu sinni í þessa átt. Við eigum að styðja fleiri nýja bændur sem starfa í grænum framleiðsluheimi. Það má vel hugsa sér að Ísland verði útflytjandi af garðyrkjuafurðum en ekki innflytjandi. Vegna sjávarins umhverfis landið er Ísland matvælaland á heimsmælikvarða á sviði sjávarútvegs. Víkkum þessa hugmynd út og látum hana ná yfir grænmetið sem þarf orku, jarðvarma, ylrækt og vatn en af því eigum við nóg. Það getur kostað peninga að búa til peninga. Það kostar að hugsa stórt en það borgar sig, ef það er skynsamlegt. Fjórföldun grænmetisframleiðslu er skynsamleg hugmynd. Eina sem hindrar okkur er metnaðarleysi ríkisstjórnarinnar. Við þurfum að vaxa upp úr þessari kreppu sem við erum í. Sá vöxtur á að vera grænn og vænn. Og ekki er verra, ef við getum borðað hann. Ágúst Ólafur Ágústsson, alþingismaður Samfylkingarinnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ágúst Ólafur Ágústsson Loftslagsmál Mest lesið Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir Skoðun Skólaforðun: Rangnefni sem þarfnast nýrrar nálgunar Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Skólaforðun: Rangnefni sem þarfnast nýrrar nálgunar Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Viska bendir á ójöfnuð kynslóðanna Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar Skoðun Að kjósa í roki, hríð og nístingskulda Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Tími fyrir breytingar – Nú er tækifærið Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ölvunarakstur á Arnarnesbrú Anna Linda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Flokknum er sama um þig Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan í Reykjavík er efnahagslegt vandamál Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Virði en ekki byrði Hulda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Vanrækt barn er besti ráðherrann Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar Skoðun Úr öskunni í eldinn á laugardaginn? Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Viltu að barnabörnin þín verði fátækir leiguliðar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Nýtt upphaf – í þjónustu við þjóðina Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á hvert annað og breytum þessu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Kæru landsmenn – þetta er ekki lengur boðlegt Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun XL niðurskurður – hugsum stórt! Arnar Þór Jónsson,Kári Allansson skrifar Skoðun Blórabögglar og gylliboð frá vinstri Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Hvað kjósa foreldrar ósýnilegra barna? Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson skrifar Skoðun Jöfnum leikinn á laugardaginn Björgvin G. Sigurðsson skrifar Skoðun ADHD, fjórir stafir og hvað svo? Jóna Kristín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skattagleði á kostnað ferðaþjónustunnar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Börnin heim Hanna Katrín Friðriksson skrifar Sjá meira
Ísland hefur einstakt tækifæri til að vera í fremstu röð í grænmetisframleiðslu. Ef til vill kemur það fólki á óvart sem skoðar landakort. En það er einmitt staða Íslands á landakortinu sem gerir þennan möguleika mögulegan. Heimili okkar er nefnilega full af vatni, köldu og heitu. Og orkan er næg, þótt hún sé alltof dýr fyrir grænmetisbændur. Eftirspurn eftir heilnæmu grænmeti, ávöxtum og korni hefur aukist mikið um allan heim og mun aukast verulega á næstu árum. Hér er því á ferðinni dauðafæri fyrir Ísland. Þetta tækifæri er einstakt, nýtir kosti Íslands á sjálfbæran hátt, er atvinnuskapandi, mætir breyttri neysluhegðun og er umhverfisvænt á tímum loftslagsbreytinga. Til að hægt sé að nýta sér þetta tækifæri þurfa stjórnvöld að koma að uppbyggingunni með auknum opinberum stuðningi. Lækka ætti verð á rafmagni, flutningskostnaði og á öðrum kostnaði. Slíkur stuðningur þarf að vera gagnsær og almennur en umfram allt myndarlegur. Í hagfræðinni höfum við mikla trú á hinum svokölluðum hagrænum hvötum en þá vantar hér í mun meiri mæli þegar kemur að hinu græna. Gerum þetta að atvinnustefnu Nákvæmlega núna er verið að búa til í reykfylltum bakherbergjum ráðherra núverandi ríkisstjórnar nýja fimm ára fjármálaáætlun fyrir hið opinbera. Um er að ræða yfir 5.000 milljarða kr. áætlun. Takið eftir, að ég er að tala um milljarða hér en ekki milljónir. Eitthvað fara þessir peningar í. Þess vegna er þetta rétti tíminn til að koma með framsæknar hugmyndir sem taka mið af framtíðinni en ekki fortíðinni. Umfangsmikil grænmetisframleiðsla hér á landi ætti að vera hluti af atvinnustefnu hins opinbera. Þetta ætti einnig að vera hluti af vel hugsuðu fjárfestingarátaki stjórnvalda en ekki sem smátt hliðarverkefni sem fær að fljóta með, ef ráðherrar muna eftir því. Það sem hefur verið gert hingað til er því miður svo lítið að það skiptir of litlu máli. Fjórföldum grænmetisframleiðslu Nýverið var kynnt áætlun stjórnvalda að auka framleiðslu af grænmeti um 25% á næstu þremur árum og voru settar litlar 200 milljónir kr. til viðbótar við þær 600 m kr. sem fara í framleiðslu garðyrkjuafurða. Þetta er einfaldlega allt of lítið og metnaðarlaust. Við eigum frekar að setja okkur það markmið að fjórfalda grænmetisframleiðslu hér á landi á næstu árum í stað þess að auka hana aðeins um fjórðung eins og vilji núverandi stjórnvalda er. Til samanburðar eru 200 milljónir kr. viðbót núverandi stjórnvalda svipuð upphæð og ríkið setur í styrki til fiskvinnslustöðva á ári og er einnig aðeins einn tíundi af því sem stjórnvöld kjósa að eyða í varnarmál á hverju ári. Um 12.000 milljónir renna hins vegar frá almenningi í nautgripa- og sauðfjárrækt á hverju ári og er því stuðningurinn fyrir garðyrkjuafurðir einungis 5% af þeirri upphæð. Hvað er grænt við það? Hið græna í stað hið ferfætta Búvörusamningar framtíðarinnar eiga að snúast um hið græna en ekki hið ferfætta. Við þurfum að hjálpa bændum að breyta framleiðslu sinni í þessa átt. Við eigum að styðja fleiri nýja bændur sem starfa í grænum framleiðsluheimi. Það má vel hugsa sér að Ísland verði útflytjandi af garðyrkjuafurðum en ekki innflytjandi. Vegna sjávarins umhverfis landið er Ísland matvælaland á heimsmælikvarða á sviði sjávarútvegs. Víkkum þessa hugmynd út og látum hana ná yfir grænmetið sem þarf orku, jarðvarma, ylrækt og vatn en af því eigum við nóg. Það getur kostað peninga að búa til peninga. Það kostar að hugsa stórt en það borgar sig, ef það er skynsamlegt. Fjórföldun grænmetisframleiðslu er skynsamleg hugmynd. Eina sem hindrar okkur er metnaðarleysi ríkisstjórnarinnar. Við þurfum að vaxa upp úr þessari kreppu sem við erum í. Sá vöxtur á að vera grænn og vænn. Og ekki er verra, ef við getum borðað hann. Ágúst Ólafur Ágústsson, alþingismaður Samfylkingarinnar
Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar
Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar
Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar
Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar